Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 19
VEÐRIÐ hefur svo sannarlega
leikið við Akureyringa síðustu
daga, hitamælar sýna tveggja stafa
tölu dag eftir dag en sunnanáttin
hefur á köflum verið nokkuð stíf.
Snjó hefur því sem næst alveg tek-
ið upp, einstöku skaflar eftir,
klakastykki, leifar af snjómokstri
vetrarins. Hjörtína Guðmunds-
dóttir hjá Gróðrarstöðinni Kjarna
sagði að góðvirðið hefði enn ekki
sett mark sitt á gróður, en hætta
væri á að brum færi að springa út
á ákveðnum tegundum. Það ætti
einkum við um ösp og ef til vill
fleiri útlenskar tegundir. „Íslenska
birkið lætur ekki plata sig,“ sagði
hún, það hefði annað „eðlisupplag“
en útlendu tegundirnar og á þeim
bænum væri miðað við daglengd.
Hún sagði að hlýindakafli yrði að
vera mun lengri en nú er orðið til
að gróður færi almennt af stað.
Vissulega væru flestir ánægðir
með góða veðrið að undanförnu,
„en það hentaði starfsemi okkar
ágætlega að kólnaði aðeins,“ sagði
Hjörtína.
Krókusar, páskaliljur og túl-
ípanar eru farin að skjóta upp koll-
inum í garði Sverris Páls Erlends-
sonar við Ásveg að því er lesa má
á vefsetri hans. Verst segir hann ef
blómin skemmast í frosti og vor-
hreti, en gera má ráð fyrir að
Norðlendingar sleppi ekki alveg
við slíkt. Krakkarnir í Brekku-
skóla þustu hins vegar út í góða
veðrið og þar eru vorleikirnir í al-
gleymingi þessa dagana.
Veðrið leikur
við norðanmenn
Morgunblaðið/Kristján
Létt á fæti. Strákar og stelpur í Brekkuskóla léku sér í hefðbundnum sumarleikjum í blíðunni í gær, t.d. í snú snú.
Vorvindar glaðir! Börnin í Brekku-
skóla léku sér í blíðunni í gær eins
og á sumardegi.
Morgunblaðið/Kristján
UNDIRBÚNINGUR fyrir Andrés-
ar andar leikana á skíðum er í fullum
gangi. Leikarnir fara fram í Hlíðar-
fjalli 22.–24. apríl en setningin fer
fram á Akureyri hinn 21. apríl.
Vegna hlýindanna að undanförnu er
orðið alveg snjólaust í bænum og
mikinn snjó hefur tekið upp í Hlíð-
arfjalli. „Við höldum okkar striki í
undirbúningnum og erum nokkuð
rólegir, enda ennþá ágætis skíðafæri
í fjallinu. Við trúum heldur ekki öðru
en það eigi eftir að snjóa,“ sagði Gísli
Kristinn Lórenzson, formaður und-
irbúningsnefndar.
Óeðlilegt að veðrið sé
svona annað árið í röð
Gísli Kristinn sagði það hreint
með ólíkindum að hitinn á Akureyri
hafi farið í 14–15 gráður í plús á þess-
um árstíma. „Maður þarf að fara
langt niður í Evrópu til að finna sam-
bærilegt hitastig. Það er mjög óeðli-
legt að þetta skuli gerast hér annað
árið í röð. Við höfum ekki játað okk-
ur sigraða, hér var kominn mikill og
góður snjór og ég trúi því að það eigi
eftir að snjóa meira enda nokkuð
langt í leikana,“ sagði Gísli Kristinn.
Hætta varð við Andrésar andar
leikana í fyrra vegna snjóleysis í
Hlíðarfjalli en þá voru um 650 kepp-
endur skráðir til leiks. Þetta er
stærsta skíðamót ársins ár hvert,
þar sem keppt er í alpagreinum og
norrænum greinum og flestir hafa
keppendur verið 850 talsins. Mikill
fjöldi fólks hefur komið með kepp-
endum til bæjarins, þjálfarar, farar-
stjórar, foreldrar, forráðamenn og
systkini. Það er því mikið í húfi fyrir
þá sem að leikunum standa, sem og
aðila í ferðaþjónustu í bænum.
Andrésar andar leikarnir á skíðum
„Við höldum
okkar striki“Menntamálaráðherra hefur,
samkvæmt tillögu verkefnis-
stjórnar um menningarhús á
Akureyri, skipað dómnefnd
sem hefur það hlutverk að efna
til opinnar samkeppni um
hönnun menningarhúss.
Í dómnefndinni eru tveir
fulltrúar Akureyrarbæjar og
tveir fulltrúar Arkitektafélags
Íslands auk fulltrúa mennta-
málaráðuneytis sem jafnframt
er formaður. Dómnefndin er
þannig skipuð: Guðmundur
Árnason ráðuneytisstjóri, for-
maður, Sigrún B. Jakobsdóttir,
formaður menningarmála-
nefndar Akureyrarbæjar, Odd-
ur Helgi Halldórsson, bæjar-
fulltrúi á Akureyri, Þorvaldur
S. Þorvaldsson arkitekt og
Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt.
Húsið mun rísa á uppfyllingu
við Torfunesbryggju. Dóm-
nefndin ráðgerir að auglýsa eft-
ir tillögum um hönnun hússins
á næstu vikum. Heildarkostn-
aður við bygginguna er áætlað-
ur rúmir 1,2 milljarðar kr.
Nefndin á að skila niðurstöð-
um til menntamálaráðuneytis
og Akureyrarbæjar og er
mælst til þess að dómnefndin
ljúki störfum eigi síðar en fyrir
árslok 2004.
Menningarhús
á Akureyri
Dómnefnd
skipuð
Þróunarsamvinna | Hermann
Ingólfsson flytur fyrirlestur á fé-
lagsvísindatorgi í dag, miðviku-
daginn 10. mars,
kl. 16.30 í Þing-
vallastræti 23,
stofu 25, en
hann nefnist
„Þróunar-
samvinna – af
hverju?“ Í erindi
sínu ætlar Hermann Ingólfsson að
leita svara við ýmsum spurningum
varðandi þróunarsamvinnu og
gera grein fyrir helstu aðferðum
og stofnunum í tvíhliða og marg-
hliða þróunaraðstoð. Hann mun
einnig gera grein fyrir nýjum
straumum í aðferðafræði þróun-
arsamvinnu.
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200