Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í Húsi verslunarinnar TIL SÖLU EÐA LEIGU skrifstofu- og þjónustuhúsnæði 797 fm skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum auk 347 fm kjallara í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, sem er vönd- uð 16 hæða verslunar- og skrifstofubygging. Húsnæðið er á tveimur neðstu hæðunum með góðu aðgengi og innréttað á af- ar vandaðan og smekklegan hátt. Möguleiki að skipta því eitt- hvað niður. Bílageymsla undir húsinu og fjöldi malbikaðra bíla- stæða á lóð við húsið. Eignin er til afhendingar nú þegar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. ÞJÁLFUN skipverjanna á Bald- vini Þorsteinssyni EA-10 í Björg- unarskóla sjómanna skipti sköpum við björgun þeirra að sögn Haf- steins Heiðarssonar, flugstjóra TF-LÍF. Greinilegt er að þjálfun sjómanna í björgunarskólanum skilar góðum árangri að sögn sig- manns þyrlunnar. „Við erum auðvitað mjög ánægð- ir með að skipverjarnir komust óslasaðir frá þessu,“ sagði Haf- steinn í samtalið við blaðamenn við áhafnarskipti á þyrlunni um miðj- an dag í gær. Þar tók Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar, á móti áhöfn þyrl- unnar og þakkaði henni fyrir vel unnin störf. Um fjörutíu mínútur tók að bjarga allri sextán manna áhöfninni um borð í þyrluna. Tveir hífðir um borð í þyrluna í einu Þar sem allir skipverjarnir höfðu fengið þjálfun í björgunar- skólanum var ákveðið að sigmaður þyrlunnar færi ekki niður að skip- inu. Þess í stað var línu komið nið- ur og tveir og tveir skipverjanna festu sig við hana í einu og voru hífðir um borð. Þetta sparaði tölu- verðan tíma og greinilegt, að sögn Hafsteins flugstjóra, að þarna skipti þjálfun sjómannanna sköp- um. „Þeir voru mjög vanir strák- arnir, svo það var ekkert fum eða fát á þeim. Þeir stóðu sig frábær- lega, svo þetta gekk allt mjög vel.“ Veður tafði ferð þyrlunnar aust- ur, mótvindur var mikill, en eftir að hún var komin á strandstað lygndi. „Það minnkaði reyndar skyggnið að sama skapi en þetta gekk allt saman upp. Við getum þakkað sjónaukunum enn og aftur en við notuðum þá allan tímann.“ Hafsteinn segir þá hafa enn og aft- ur reynst vel, niðamyrkur var úti er þyrlan lagði af stað, þó að tunglsljósið hafi hjálpað til. Hafsteinn segir nokkurt brim hafa verið á slysstað. Hann sagði þó að miðað við að þarna hefði átt sér stað strand hefðu aðstæður verið þokkalegar. „Það hefði t.d. getað skapast miklu verri staða ef skipið hefði farið á hliðina eða eitt- hvað annað slíkt. En það hallaðist ekki mjög mikið meðan við vorum að þessu. Klettaströnd eða annað, það hefði getað verið mun verra.“ Ekki mögulegt á litlu þyrlunni Auðunn Kristinsson, sigmaður þyrlunnar, segir að þar sem að- stæður voru sæmilegar á strand- stað og vitað var að sjómennirnir þekktu til verka, hafi verið ákveðið að reyna að láta sjómennina sjálfa um að festa sig við björgunarlín- una úr þyrlunni og því hafi enginn sigmaður farið niður að skipinu. „Það gekk mjög vel. Þjálfun sjó- mannanna skilar sér greinilega mjög vel.“ Auðunn segir að skip- brotsmennirnir hafi verið hífðir tveir í einu um borð í þyrluna, eft- ir leiðbeiningum sigmanns í gegn- um talstöð, en þennan háttinn hefði ekki verið hægt að hafa á á minni þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Þetta gekk fljótt og örugglega fyrir sig.“ Í áhöfn þyrlunnar sem bjargaði áhöfn Baldvins Þorsteinssonar EA voru Hafsteinn Heiðarsson flug- stjóri, Sigurður Heiðar Wiium flugmaður, Þengill Oddsson lækn- ir, Auðunn Kristinsson stýrimað- ur/sigmaður og Jón Erlendsson flugvirki/spilmaður. Aðeins fjörutíu mínútur tók að bjarga allri áhöfn Baldvins Þorsteinssonar EA Þjálfun sjómann- anna skipti sköpum Ljósmynd/Þengill Oddsson TF-LÍF flaug yfir strandstað um tvöleytið í gærdag til að kanna aðstæður við loðnuskipið Baldvin Þorsteinsson EA. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhöfnin sem kom skipverjum Baldvins Þorsteinssonar til bjargar í gær- morgun: Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri, Jón Erlendsson, flugvirki/ spilmaður, Auðunn Kristinsson, stýrimaður/sigmaður, Sigurður Heiðar Wiium flugmaður og Þengill Oddsson læknir. „ÞAÐ var leiðindaveður, haugasjór og eftir að línan slitnaði í seinna skiptið urðum við frá að hverfa. Við vorum komnir á svo grunnt, vorum farnir að taka niður svo það var ekki um neitt annað að ræða en að koma sér burt. Það er alltaf hálf- ömurlegt að sjá svona.“ Þannig lýs- ir Gísli Runólfsson, skipstjóri á loðnuskipinu Bjarna Ólafssyni AK-70, sem kom fyrst til hjálpar Baldvini Þorsteinssyni EA-10 eftir að skipið varð vélarvana í gær. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Þorkell Pétursson, stýrimaður á Bjarna. Hann segir einn skipverj- anna hafa slasast á hendi þegar Bjarni fékk á sig brot. „Það var skelfileg sjón að þurfa að horfa á skipið fara upp í fjöruna og geta ekkert gert.“ Vír slitnaði og spil gaf sig Gísli skipstjóri segir að á tímabili hafi varla verið meira en 40–50 metrar á milli skipanna. „Við sett- um tóg á milli strax en það slitnaði nú fljótlega. Svo prófuðum við vír á milli en hann slitnaði líka og þá var bara orðið svo grunnt,“ útskýrir Gísli. Reynt var að draga Baldvin á spilinu en bremsurnar á því gáfu sig og rör splundraðist með miklum látum. Þá var reynt að festa vírinn með lás en hann gaf sig einnig. „Það var orðið örstutt á milli okkar, fjörutíu eða fimmtíu metrar. Hann tók niðri hjá okkur, það var orðið það grunnt,“ segir Gísli. Þegar hér var komið sögu varð Bjarni Ólafsson frá að hverfa þar sem Baldvin Þorsteinsson var kom- inn í miklar grynningar. „Þetta tók svona um klukkutíma frá því að við komum á staðinn og þar til við urð- um frá að hverfa enda vorum við sjálfir komnir í brimgarðinn og höfðum ekki meira flot,“ segir Gísli. „Þeir höfðu strax samband við okkur. Við vorum að veiða á sama punktinum nánast og vorum lausir í augnablikinu. Við vorum því fljótt komnir á vettvang.“ Gísli segir að mörg skip hafi ver- ið á þessum slóðum og nálægt landi, „því að loðnan er nú bara þarna uppi í fjöru og við eltum,“ útskýrir hann en Bjarni Ólafsson var á leið til Seyðisfjarðar til að ná sér í vír og landa og síðan var stefnan tekin á miðin á ný. Tók niðri við björgun- artilraunir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.