Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 33 ✝ Tryggvi Jónssonfæddist í Brekku, Aðaldal í S-Þingeyj- arsýslu 10. mars 1924. Hann lést í Sól- túni, Reykjavík, 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bergvinsson, bóndi í Brekku, f. 23. janúar 1886, d. 19. maí 1958, og Margrét Sigurtryggvadóttir, f. 5. mars 1890, d. 1. sept. 1968. Systkini Tryggva eru: Berg- vin, f. 1. ágúst 1918, d. 18. júní 1963, Ingvi Karl, f. 16. mars 1920, d. 2. maí 1998, Elín Rannveig, f. 15. maí 1921, Guðrún, f. 26. apríl 1923, Hörður Bragi, f. 24. maí 1926, Þórður, f. 9. sept. 1927, Áslaug Nanna, f. 22. maí 1929, d. 25. desember 1950, og Kristín, f. 22. júlí 1932. Foreldrar Tryggva bjuggu á Brekku í Aðaldal í S-Þingeyjar- sýslu og ráku þar bú. Tryggvi ólst þar upp fram á unglingsárin. Þá hélt hann til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf áður en hann hóf að læra matreiðslu. Hann fékk sveinsbréf 18. desember 1950 og varð meistari í iðninni nokkrum árum síðar. Hinn 16. október 1948 kvæntist Tryggvi Ásgerði S. Jónasdóttur, f. á Ytri-Húsum í Dýrafirði 26. apríl 1928, d. 25. ágúst 2001. Foreldrar hennar voru Jónas Jón Valdimarsson, vélstjóri, f. 25. júlí 1898, d. 2. nóvember 1974, og Kristbjörg Ragnheiður Þór- oddsdóttir, f. 27. ágúst 1902, d. 21. ágúst 1997. Börn Tryggva og Ásgerð- ar eru: 1) Jón Svavar, f. 8. júní 1948, maki Elínborg Jónsdóttir, f. 11. apríl 1948, þau slitu samvistir, börn þeirra: Anna Sólveig, f. 23. desember 1977, d. 30. desember 1979, Tryggvi, f. 12. október 1982, Anna, f. 20. júní 1985. 2) Bjarni Þór, f. 2. desember 1955, maki Guðfinna Arnarsdóttir, f. 27. október 1956, börn þeirra: Unnur Ása, f. 21. nóvember 1988, Jónas Þór f. 25. september 1994. 3) Berglind, f. 24. júní 1965, maki Karl Ómar Jónsson, f. 19. ágúst 1965, börn þeirra: Jón Óskar, f. 6. september 1992, Sunna Björk, f. 1. febrúar 1999, Sóley Edda, f. 1. febrúar 1999. Tryggvi starfaði sem mat- reiðslumaður og kennari. Auk þess sinnti hann ýmsum fé- lagsstörfum, m.a. fyrir Félag mat- reiðslumanna og lífeyrissjóð þeirra. Útför Tryggva fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þó sorgin sé sár, og erfitt við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért, og horfinn ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Elsku pabbi minn. Alltaf svo ljúf- ur og góður. Alltaf umhyggjusamur og nærgætinn. Ósérhlífinn og dug- legur. Húmoristi. Einstakur maður. Hann saknaði mömmu minnar óskaplega og þráði ekkert heitar en að komast til hennar. Ég trúi því og treysti að þau séu nú saman á ný, hamingjusöm og heilbrigð í faðmi Guðs. Ég geymi allar fallegu minningarnar um þau í hjartanu mínu og held áfram að segja börnunum mínum frá Tryggva afa og Ásu ömmu. Guð geymi þig, pabbi minn. Þín Berglind. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir erfið veikindi. Tryggvi reyndist mér alla tíð svo einstak- lega vel og það fæ ég aldrei full- þakkað. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég 14 ára gamall fór í starfskynningu á vegum Árbæjar- skóla til Olíufélagsins Essó. Þar átti ég að mæta kl. átta að morgni og spyrjast fyrir um matreiðslu- mann fyrirtækisins sem myndi síð- an leiða mig í allan sannleikann um listir matargerðarinnar. Ég mætti að sjálfsögðu stundvíslega og spurðist fyrir í afgreiðslunni um manninn sem réði ríkjum í eldhús- inu. Hann kom fram og tók vel á móti þessum litla skólastrák sem vissi ekki að leiðir þeirra ættu eftir að liggja svo þétt saman sem síðar varð. Hann fór með mig niður í kjallara og setti mig í slopp af sjálf- um sér þannig að það þurfti að bretta vel upp á ermarnar og fór svo með mig upp í eldhús. Sagði hann mér að það væri reyktur med- ester í matinn í hádeginu og hann ætlaði að laga súpuna, sósuna og kartöflumúsina en ég þyrfti að steikja medesterpylsuna og sýndi mér svo hvernig ég átti að gera. Næstu tvo klukkutímana stóð ég við pönnuna og steikti eins ég ætti lífið að leysa. Þennan morgun kviknaði áhugi minn á þessari skemmtilegu iðn- grein sem matreiðslan er og átti Tryggvi stóran þátt í því. Það var einhver töfraljómi yfir kallinum þegar hann stóð við eldavélina. Vet- urinn eftir þetta fórum Berglind að slá okkur upp og seinna flutti ég til þeirra í Skaftahlíðina. Heima hjá Tryggva og Ásu bjuggum við Berg- lind í fimm ár eða þangað til við keyptum okkur eigin íbúð. Samband mitt við þau hjónin var alltaf einstaklega gott en það þótti svolítið sérstakt á þeim tíma að taka inn á heimili sitt tilvonandi tengdason sem var bara nýorðinn 17 ára og það lýsir líka vel hvernig einstaklingar þau Tryggvi og Ása voru. Tryggvi talaði við fyrrverandi lærisveina sína sem voru tilbúnir að taka stráksa á reynslusamning í matreiðslu og það varð úr að ég kláraði kokkanámið sem Tryggvi lagði grunninn að. Eftir námið störfuðum við Tryggvi oft saman í veislum sem hann hafði tekið að sér og þá fékk maður betur að kynnast hver afbragðs kokkur hann var. Tryggvi var mikill áhugamaður um félagsmál og átti hann lengi sæti í stjórn Félags matreiðslu- manna og í stjórn lífeyrissjóðs sama félags. Félagsmálin áttu stór- an þátt í lífi hans og þau voru unnin af miklum áhuga og elju. Eins og þetta var á þeim tíma var því ekki fyrir að fara að menn fengju greidd laun fyrir slíka vinnu en Tryggvi taldi það aldrei eftir sér að eyða frí- tíma sínum í sjálfboðavinnu fyrir sitt félag. Tryggvi var lengi í stjórn sum- arbústaðaeigenda í Eilífsdal við Meðalfellsvatn þar sem þau Ása áttu sinn sælureit. Þar var einstakt að koma því þar höfðu þau ræktað landið svo fallega í kringum litla bústaðinn sinn. Eilífsdalurinn var þeirra annað heimili í 20 ár og þar eyddu þau mestum frítíma sínum þegar þau fóru að eldast. Tryggvi starfaði lengi á tveimur vinnustöðum á sama tíma. Auk þess að starfa sem matreiðslumaður á daginn sá hann um svokölluð sjó- kokkanámskeið á kvöldin sem voru á vegum Hótel- og veitingaskóla Ís- lands. Þar kenndi hann tilvonandi sjókokkum allt það helsta um mat- argerð í yfir 20 ár. Margir sem sóttu þessi námskeið fengu mikinn áhuga á faginu og héldu áfram og var Tryggvi þá mjög ötull að reyna að koma þessum einstaklingum í læri hjá einhverjum af sínum fyrri nemendum sem þá voru oft komnir með eigin atvinnurekstur. Seint mun ég gleyma öllum þeim yndislegu stundum sem ég átti á heimili Tryggva og Ásu og hvernig þau snerust endalaust í kringum alla sem litu inn hjá þeim í Skafta- hlíðinni og síðar í Laxakvíslinni. Þangað var maður alltaf velkominn og aldrei komið að tómum kofunum því þau áttu alltaf eitthvað gott að bjóða svöngum gestum sínum. Tryggvi og Ása eignuðust átta barnabörn og áttu þau hug þeirra allan. Þau hafa nú misst afa og ömmu með stuttu millibili og það verður okkar sem eftir erum að taka við þeirra hlutverki. Ekki er auðvelt að útskýra þessa hluti þeg- ar lítil fimm ára stúlka spyr mann af hverju afi og amma hafi þurft að fara frá okkur en tíminn mun lækna sársaukann og þau skilja þetta bet- ur þegar þau eldast. Minningarnar munum við geyma í hjörtum okkar alla tíð um Tryggva og Ásu og bið ég Guð að styðja okkur öll. Elsku Begga mín, þú hefur misst mikið á stuttum tíma og ég skal gera allt sem ég get til að hjálpa þér á þessum erfiðu tímamótum. Karl Ómar Jónsson. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Við söknum þín, elsku afi. Jón Óskar, Sunna Björk og Sóley Edda Tryggvi afi okkar var fínn karl sem skemmtilegt var að heim- sækja. Hann hafði góðan húmor og alltaf var stutt í hláturinn. Hann hafði ávallt mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og var duglegur að hvetja okkur áfram í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Eins og þegar við systkinin vorum í fjár- öflun fyrir íþróttafélagið átti hann það til að kaupa næstum allt upp- lagið sem við áttum að selja. Afi var kokkur og var hann það vinnusam- ur að hann var að kokka alveg fram í andlátið þó að seinustu árin hafi það aðeins verið í huganum og ef- laust heldur hann því áfram hinum megin með ömmu. Afi gaf sér alltaf tíma til að spjalla og gera ýmislegt með okkur, t.d. fara í berjamó þeg- ar við vorum í sumarbústaðnum hans og ömmu. Við kveðjum afa með línum úr ljóði Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Anna og Tryggvi. TRYGGVI JÓNSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina  Fleiri minningargreinar um Tryggva Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir okk- ar, tengdamóðir og amma, ELÍN B. BRYNJÓLFSDÓTTIR, Seiðakvísl 36, Reykjavík, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 29. febrú- ar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna eða aðrar líknar- stofnanir. Hjörtur Benediktsson, Brynjólfur Karlsson, Brynjólfur Hjartarson, Edda Björk Viðarsdóttir, Benedikt Hjartarson, Jóhanna M. Vilhelmsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra, BRYNDÍS BJÖRNSDÓTTIR BIRNIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 11. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna. Helgi Björn Guðmundsson, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Davíð Örn Guðmundsson, Brynja Lúthersdóttir, Brynjar Óli Guðmundsson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Björn Birnir, Dagur, Anna Lísa, Högni Snær, Snæbjörn Björnsson, Björn Björnsson, Ólafur Björnsson, Sigríður Björnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, EINAR EMILSSON, Karlsbraut 8, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 2. mars sl. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 12. mars kl. 13.30. Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir, Emil Júlíus Einarsson, Ísak Einarsson, Kolbrún Einarsdóttir, Magnea Lind Óðinsdóttir. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir og amma, ÍRIS LILJA SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtu- daginn 11. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samtök sykursjúkra. Guðmundur Kristinsson, Olga Gísladóttir, Sigurður Sigurðsson, Olga Gunnarsdóttir, Pétur Smári Richardsson, Kristinn Þ. Guðmundsson, María E. Erlingsdóttir, Erlendur G. Guðmundsson, Hildur B. Sigurðardóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar ömmu okkar, tengdamóður og lang- ömmu, VILBORGAR ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR Villu, Hamarsbraut 17, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki deildar B-2 á Landspítala Fossvogi. Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Ólafur Kristinn Hjörleifsson, Guðrún Karla Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristjana Ósk Sigurðardóttir, Stefán Sveinsson, Sigurbjörg Hilmarsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.