Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÓLVEIG Pétursdóttir,
formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis, mælti í
gær fyrir áliti nefndar-
innar þar sem lagt er til
að samþykkt verði frum-
varp utanríkisráðherra,
Halldórs Ásgrímssonar,
um að Alþingi fullgildi að-
ildarsamning Evrópska
efnahagssvæðisins, þ.e.
samning um aðild nýrra ríkja að Evrópska
efnahagssvæðinu. „Samkvæmt bókun 38a,
sem er ný bókun í samningunum, er gert
ráð fyrir að EFTA-ríki leggi sitt af mörk-
um til að draga úr efnahagslegu og fé-
lagslegu misvægi á Evrópska efnahags-
svæðinu með því að veita fjárstyrki til
fjárfestingar- og þróunarverkefna í
ákveðnum forgangsgeirum,“ segir í fylgi-
skjali frumvarpsins. „Samkvæmt því er
gert ráð fyrir að stofnaður verði nýr þró-
unarsjóður EFTA og samkvæmt frum-
varpi til fjárlaga 2004 er gert ráð fyrir að
framlög Íslands í sjóðinn verði 250 millj-
ónir á árinu 2004 en hækki í 500 milljónir
frá árinu 2005 til 2009. Alls er áætlað fram-
lag EFTA-ríkjanna um 600 milljónir evra
á tímabilinu 1. maí 2004 til 30. apríl 2009.“
Sólveig minnti á að stækkun Evrópu-
sambandsins tæki gildi 1. maí nk. „Til að
ríkisstjórnin hefði nýlega lýst því yfir að
hún hygðist leggja til tveggja ára aðlög-
unartíma frá 1. maí nk. til 1. maí 2006.
„Samkvæmt upplýsingum sem nefndin
hefur aflað munu flest öll ríkja EES beita
tveggja ára aðlögunartíma og einhver hafa
þegar lýst yfir lengri aðlögunartíma.“ Hún
sagði að utanríkismálanefnd legði áherslu
á að aðlögunartími Íslands fram til 2006
yrði vel nýttur til að undirbúa íslenskan
vinnumarkað „fyrir stóran sameiginlegan
vinnumarkað á EES-svæðinu“. Hún sagði
þó að ekki væri óeðlilegt að það þyrfti
lengri aðlögunartíma en tvö ár. Í því sam-
bandi þyrfti að fylgjast vel með því hvað
önnur ríki gerðu næstu misserin.
stækkun EES taki gildi
þarf hvert aðildarríki ESB
að fullgilda stækkun EES í
samræmi við stjórnskipun-
arlög sín.“ Hún sagði að ut-
anríkismálanefnd legði
sérstaka áherslu á að
stækkun EES tæki gildi á
sama tíma og stækkun
ESB. „Og samkvæmt upp-
lýsingum sem nefndin hef-
ur aflað bendir allt til að það gangi eftir,“
sagði hún.
Eftir stækkun verða aðildarríki ESB 25
og innan EES verða þá 28 ríki.
Ísland nýtir sér heimild
til aðlögunar
Sólveig sagði að gera yrði ráð fyrir að
töluverður fjöldi fólks frá nýjum aðildar-
ríkjunum, einkum Eystrasaltsríkjunum
og Póllandi, vildi freista gæfunnar á Ís-
landi, eftir stækkun EES. „Íslenskt at-
vinnulíf þarf á erlendu vinnuafli að halda
en hins vegar er nauðsynlegt að íslenskur
vinnumarkaður sé vel undirbúinn fyrir
fjölda útlendinga í atvinnuleit.“ Hún sagði
að skv. aðildarsamningi EES væri ein-
stökum ríkjum heimilt að beita sérstökum
aðlögunartíma vegna ákvæðis samnings-
ins um frjálsa för fólks. Minnti hún á að
Aðlögunartími Íslands
til 2006 verði vel nýttur
Morgunblaðið/Golli
Sólveig Pétursdóttir, formaður utanrík-
ismálanefndar Alþings.
LAGT er til, í frumvarpi til laga sem fjórir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi, að hluti þeirra verka
sem Ríkisendurskoðun sinnir verði boðinn út. Flutningsmenn
leggja til að útboð verkanna fari fram undir umsjá Ríkisend-
urskoðunar. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guð-
laugur Þór Þórðarson. Meðflutningsmenn eru Birgir Ár-
mannsson, Bjarni Benediktsson og Sigurður Kári
Kristjánsson.
„Flutningsmenn telja að Ríkisendurskoðun gegni mjög
veigamiklu hlutverki og að stofnunin njóti almenns trausts
bæði hjá hinu opinbera og meðal almennings,“ segir í grein-
argerð frumvarpsins. „Á hinn bóginn má segja að Ríkisend-
urskoðun sinni nú ýmsum verkefnum sem aðrir geta unnið og
jafnvel æskilegt að sjálfstætt starfandi endurskoðendur vinni.
Eðlilegra þykir í því viðskiptaumhverfi sem ríkir á íslenskum
markaði að endurskoðun reikninga félaga í eigu ríkissjóðs sem
rekin eru sem sjálfstæðar einingar og mörg hver standa í sam-
keppni við einkaaðila og þar sem eignarhaldi félaga og stofn-
ana er skipt milli ríkis og einkaaðila fari fram með sama hætti
og almennt gerist, þ.e. að sjálfstætt starfandi endurskoðendur
annist hana. Af þeim sökum telja flutningsmenn rétt að leggja
til breytingar á lögum um Ríkisendurskoðun.“
Telja flutningsmenn aukinheldur að útboð sé líklegasta leið-
in til að ná fram hagræðingu. Leggja þeir til að lögin, verði þau
samþykkt, öðlist gildi 1. janúar 2005 og taki til endurskoðunar
reikninga frá og með rekstrarárinu 2005.
Hluti verkefna
Ríkisendurskoðunar
verði boðinn út
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag með umræðu utan dag-
skrár um skuldastöðu þjóðarbúsins. Steingrímur J. Sigfús-
son, VG, er málshefjandi en Davíð Oddsson forsætisráðherra
verður til andsvara. Að því búnu verða fyrirspurnir til ráð-
herra.
ÖKUMAÐUR þessarar bifreiðar
varð fyrir því óláni að stíga á
bensíngjöfina í stað hemils fyrir
utan verslunina Innrömmun allra í
Ármúla í gær með þeim afleið-
ingum að bíllinn hafnaði hálfur
inni í versluninni. Maður sem var
inni í versluninni slasaðist minni
háttar þegar hann varð fyrir
braki og glerbrotum og var hann
fluttur á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar. Atvikið átti sér stað um
fjögurleytið.
Að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík gaf ökumaður þá skýringu að
bíllinn, sem er sjálfskiptur, hefði
verið í rangri gírstöðu en ökumað-
ur hafði nýverið eignast bílinn og
var óvanur sjálfskiptum bifreið-
um. Hann slapp ómeiddur og eru
skemmdir á bílnum óverulegar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnaði hálfur inni í Innrömmun
STJÓRN Félags íslenskra hljómlist-
armanna segir í ályktun að íslenskir
hljómlistarmenn verði fyrir umtals-
verðri tekjuskerðingu við þá ákvörð-
un ríkissjónvarpsins að fella niður
forkeppni fyrir söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva. Í yfirlýsingu
frá Bjarna Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins, segir að
það sé rangt sem fram kemur að enn
og aftur sé verið að ganga á hlut inn-
lendrar dagskrár hjá Ríkisútvarpinu.
Stjórn FÍH segir að margar tón-
listarperlur hafi litið dagsins ljós í
forkeppninni og orðið ódauðlegar í
meðförum vinsælustu hljómlistar-
manna landsins. „ Með núverandi
fyrirkomulagi eru þeir útilokaðir frá
keppninni sem hefur í för með sér
umtalsverða tekjuskerðingu og þjóð-
in verður af góðri og spennandi
skemmtun.“
Stjórnin segir að fyrirkomulag
RÚV varðandi val á keppanda í
söngvakeppnina hafi vakið óánægju.
„ Það fyrirkomulag sem ákveðið var í
haust af hálfu RÚV hefur vakið mikla
óánægju fjölmargra hljómlistar-
manna og enn og aftur er gengið á
hlut tónlistarinnar í innlendri dag-
skrárgerð hjá RÚV.
Innlend dagskrárgerð er ein meg-
inforsenda réttlætingar á skylduaf-
notagjöldum RÚV og skapar henni
sérstöðu. Þeir sem taka ákvarðanir
sem verða þess valdandi að draga úr
innlendri dagskrárgerð hjá RÚV eru
að grafa undan stofnuninni.“
Eðlilegt að gera athugasemdir
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir í
athugasemdum við ályktun stjórnar
Félags íslenskra hljómlistarmanna
að það sé eðlilegt að fulltrúar hags-
munasamtaka eins og FÍH geri at-
hugasemdir þegar þeir telja að fé-
lagsmenn séu að verða af
hugsanlegum tekjum. „Við getum öll
verið sammála um að forkeppni er
bæði skemmtilegt dagskrárefni og
hefur fært okkur góð dægurlög á
undanförnum árum.
Rekstur Sjónvarpsins er viðamikill
og þar verður að vera hægt að sýna
ákveðinn sveigjanleika því skyldur
þess eru margar,“ segir Bjarni í at-
hugasemdum sínum.
Hann segir einnig að það sé rangt
sem fram kemur að enn og aftur sé
verið að ganga á hlut innlendrar dag-
skrár hjá Ríkisútvarpinu. Hlutur
hennar sé óskertur.
Þá segir Bjarni að í ljósi reynsl-
unnar af síðustu forkeppni hafi legið
ljóst fyrir að erfitt gæti reynst að ráð-
ast í jafn viðamikla keppni í ár og í
fyrra. „Til að kanna alla möguleika
var ákveðið að halda fund með
fulltrúum hagsmunafélaga, m.a.
FÍH, til að kanna hvort þeir kæmu
auga á færa leið til að halda for-
keppni, leið sem Ríkisútvarpið hafði
ekki séð. Það bar því miður ekki ár-
angur.“
RÚV og tónlistarmenn
deila vegna söngvakeppni
FRAM er komin tillaga á Búnaðar-
þingi um að Bændasamtökin óski
eftir endurskoðun sauðfjársamn-
ingsins við ríkið. Ágreiningur hefur
verið meðal bænda hvort fara eigi
fram á endurskoðun samningsins.
Í erindi Búnaðarsambands Aust-
ur-Húnavatnssýslu segir að mark-
mið endurskoðunarinnar eiga að
vera að auka vægi greiðslumarks
vegna framleiðslu á innanlands-
markaði.
Í erindi sem Guðrún Stefánsdóttir
og Egill Sigurðsson þingfulltrúar
lögðu fram er m.a. bent á að reynslan
sýni að samningurinn sé framleiðslu-
hvetjandi. Þannig hafi framleiðsla
árið 1999 verið 7.949 tonn en 2003
var heildarframleiðsla 8.779 tonn,
sem er aukning um 830 tonn.
Vilja endur-
skoðun
sauðfjár-
samningsins
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær
að tillögu félagsmálaráðherra að
leggja fram frumvarp á Alþingi til
laga um breytingu á lögum um hús-
næðismál.
Í tilkynningu frá félagsmálaráðu-
neyti segir að markmið frumvarpsins
sé að tryggja landsmönnum hag-
kvæmari húsnæðislán í gegnum
Íbúðalánasjóð með ódýrari fjármögn-
un á almennum lánamarkaði. Breyt-
ingin felur í sér að í stað húsbréfa og
húsnæðisbréfa verða gefin út íbúða-
bréf. Með breytingunum sé stefnt að
því að bæta hag lántakenda sjóðsins
með lægri fjármögnunarkostnaði og
minni hættu í tengslum við fasteigna-
viðskipti. Íbúðalán verða greidd út í
peningum og verða áhrif affalla við
sölu verðbréfa þar með úr sögunni.
Munu lánin bera vexti í samræmi við
ávöxtunarkröfu hverju sinni.
Gert er ráð fyrir að breytingin taki
gildi 1. júlí nk. en að útboð á íbúða-
bréfum hefjist eftir 15. apríl.
Frumvarp um
breytingar
á lögum um
húsnæðismál
LANDSSAMBAND kúabænda hef-
ur lagt fram tillögu á Búnaðarþingi
um að stjórn Bændasamtakanna
verði falið að vinna greinargerð þar
sem m.a. komi fram upplýsingar um
kostnað af hugsanlegum flutningi á
a.m.k. hluta af starfsemi Bændasam-
takanna í sambýli við aðra fagstarf-
semi landbúnaðarins. Jafnframt
verði reynt að greina hvaða fagleg
samlegðaráhrif næðust með slíkum
flutningi.
Búnaðarþing 2002 samþykkti ,,að
komi til flutnings höfuðstöðva
Bændasamtaka Íslands á næstu
misserum verði þeim fundinn staður
í tengslum við aðra starfsemi sem
tengist landbúnaðinum. Staðsetning
samtakanna þarf jafnframt að vera
hentug með tilliti til samganga við
alla landshluta og stjórnsýsluna á
landinu“.
Í tillögu kúabænda er bent á að
flutningur Bændasamtakanna yrði
óhjákvæmilegur ef Hótel Saga yrði
seld, en hún er í eigu Bændasamtak-
anna. Hótelið er til sölu en viðunandi
verð hefur ekki komið í það enn sem
komið er.
Kostnaður við
flutning BÍ
verði metinn
KJARASAMNINGAR grunnskóla-
kennara eru lausir frá og með næstu
mánaðamótum. Félag grunnskóla-
kennara hefur átt í viðræðum við
sveitarfélögin að undanförnu en ekki
mun vera farið að ræða beinar launa-
hækkanir en á meðal krafna félagsins
er að byrjunarlaun kennara hækki í
250 þúsund en meðallaun þeirra eru
nú um 175 þúsund krónur á mánuði.
„Það er verið að ræða ýmislegt en
kannski þó aðallega hluti sem standa
utan við beinar kjaraviðræður,“ segir
Finnbogi Sigurðsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara. Hann segir
félagið hafa sett fram sína kjara-
stefnu og megináherslur í henni.
„Það er hækkun á meðalbyrjanda í
kennslu í 250 þúsund, minnkun
kennsluskyldu og svo hlutir sem snúa
að starfsumhverfinu eins og t.d. að
auka undirbúningstíma og minnka
bindingu undir verkstjórn skóla-
stjóra.“
Samningar
grunnskóla-
kennara
brátt lausir
♦♦♦
♦♦♦