Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
! "
!
"#
$" %
$" !
"
&" ' '" !'
&"'
(" ' '
' & '
* + , ( -
''
." ' " ' " " /
"
&" &
' 0 12
3. 4 ' "
' ,
*
'
" " & ' " '! 5 4 35 , /5 6#
&
EIGENDUR hins nýja fyrirtækis, sem til
verður við sameiningu hafnanna í Reykjavík, á
Grundartanga, Akranesi og í Borgarnesi, eru
tíu sveitarfélög á svæðinu. Þau skrifuðu undir
viljayfirlýsingu um sameiningu hafnanna fjög-
urra á Akranesi í gær.
Telja sveitarstjórnarmenn að sameining
hafnanna skapi sóknarfæri í uppbyggingu og
atvinnurekstri og geri kleift að bjóða viðskipta-
vinum hafnanna betri, hagkvæmari og sér-
hæfðari þjónustu en forsendur eru nú fyrir.
Á Grundartanga flyst sú hafnarstarfsemi
sem fyrirhuguð var í Geldinganesi í Reykjavík,
iðnaður og starfsemi tengd inn- og útflutningi.
Reykjavíkurhöfn verður áfram þróuð sem inn-
og útflutningshöfn og áhersla lögð á heimsókn-
ir skemmtiferðaskipa. Akraneshöfn verður aft-
ur á móti efld sem fiskihöfn.
Vill kanna einkaframkvæmd
við gerð Sundabrautar
Ætla sveitarfélögin tíu að beita sér fyrir því
að lagningu Sundabrautar, frá Sundagörðum í
Reykjavík og meðfram Sundunum til Kjalar-
ness, verði flýtt þar sem brautin myndi skipta
miklu máli fyrir rekstur hins nýja fyrirtækis.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var við-
staddur undirritun viljayfirlýsingarinnar og
sagði í ávarpi sínu að Sundabraut væri með
mikilvægustu verkefnum á samgönguáætlun
og nú væri unnið að undirbúningi málsins.
Ráðherra sagði að það væri vissulega hans vilji
að fylgja ákvörðuninni eftir, svo verkinu yrði
hraðað innan þess ramma sem yrði að fylgja.
Sturla sagðist þó ekki getað lofað neinu en
kvaðst viss um að viðstaddir sveitarstjórnar-
menn hefðu skilning á að það borgaði sig ekki
að lofa neinu.
„Í mínum huga verður tæplegast lagt á djúp-
ið með þvílíkar stórframkvæmdir eins og að
leggja Sundabrautina alla leið, öðruvísi en það
verði einhver sérstök fjáröflun,“ sagði Sturla
og minntist á að þessi leið hefði verið farin við
gerð Hvalfjarðarganga, þar sem innheimtur sé
vegatollur. Sagði hann að það hefði verið rætt
við vinnslu samgönguáætlunar að slíkt stór-
virki þyrfti að fjármagna sérstaklega, hvort
sem það væri gert með skuggagjöldum, þ.e.a.s
þannig að ríkið borgi fyrir þá umferð sem fari
um brautina, sérstakri gjaldheimtu eða öðrum
aðferðum.
Eignarhlutar í sameinuðu fyrirtæki skiptast
þannig að Reykjavíkurborg á 75%, Grundar-
tangahöfn 22% og Akraneshöfn 3%. Ef litið er
á eignarhlutfall sveitarfélaganna tíu, á Reykja-
vík 75%, Akraneskaupstaður 10,75%, Borgar-
byggð 3,8%, Hvalfjarðarstrandarhreppur,
Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahrepp-
ur og Skilmannahreppur 2,2% hvert um sig.
Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu á 1,5% eign-
arhlut og Hvítársíðuhreppur 0,1%.
Starfsmönnum hafnanna tryggð atvinna
Verða hafnirnar fjórar reknar til loka þessa
árs í samræmi við gildandi fjárhagsáætlanir,
en fjögurra manna starfshópur skipaður til að
vinna að undirbúningi stofnsamnings, svo sam-
einað fyrirtæki geti tekið til starfa við upphaf
næsta árs. Eigendur fyrirtækisins ætla að
tryggja að starfsmenn hafnanna fái áfram
vinnu í sameinuðu fyrirtæki og haldi áunnum
réttindum sínum.
Mun átta manna stjórn fara með stjórnar-
taumana. Reykjavíkurborg skipar fimm
þeirra, Akraneskaupstaður einn, sveitarfélög
sunnan Skarðsheiðar einn og sveitarfélögin
norðan Skarðsheiðar sömuleiðis. Borgarstjórn
Reykjavíkur kýs formann stjórnarinnar og
mun atkvæði hans vega tvöfalt, falli atkvæði
jafnt.
Allir viðstaddir fögnuðu sameiningu hafn-
anna þegar viljayfirlýsingin var undirrituð í
fundarsal bæjarstjórnar Akraness í gær. Þór-
ólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði
að borgin hefði góða reynslu af samvinnu við
nágrannasveitarfélögin, t.d. hvað varðaði sorp,
almenningssamgöngur, slökkvilið, strætis-
vagna, orkumál – og nú hafnir.
Hætt við hafnargerð í Geldinganesi og hvatt til að lagningu Sundabrautar verði flýtt
Fjórar hafnir sameinaðar
Hafnirnar í Reykjavík, á Akranesi, Grundartanga og í
Borgarnesi verða sameinaðar frá 1. janúar 2005.
Jafnframt hefur verið hætt við áformaða hafnargerð í
Geldinganesi og ákveðið að hafa þar blandaða byggð.
Aðstandendur nýs hafnarfyrirtækis hvetja til þess
að lagningu Sundabrautar verði flýtt.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Fulltrúar sveitarfélaganna tíu, sem munu eiga hlut í sameinuðu fyrirtæki, undirrituðu vilja-
yfirlýsingu í gær. Eignarhlutur einstakra sveitarfélaga er frá 0,1% í 75% hlut Reykjavíkur.
„VIÐ bindum miklar vonir fyrir
svæðið í heild, Akranes, Borgar-
fjörð og sveitarfélögin sem þar eru.
Ljóst er að framkvæmdum inni á
Grundartanga verður hraðað og
það svæði mun
byggjast hraðar
upp en ella.
Gagnvart Akra-
nesi höfum við þá
trú að þetta muni
styrkja þá höfn
sem fiskihöfn.
Það mun auðvit-
að styrkja at-
vinnulíf á Skag-
anum,“ segir Gísli Gíslason,
bæjarstjóri Akraness.
Gísli segir spennandi tíma fram
undan, nú sé beðið eftir ákvörðun
um stækkun Norðuráls sem myndi
hafa jákvæð áhrif á svæðinu.
Stækkun viðlegukants Grundar-
tangahafnar um 250 metra, sem
væri tvöföldun miðað við það sem
nú er, sé í undirbúningi. Það dugi
fyrir Norðurál, en skoða verði frek-
ari möguleika til stækkunar.
„Mikið af þeim hafnarsvæðum
sem menn hafa verið að horfa til á
síðustu árum, hvort heldur í
Reykjavík eða sunnar, eru öll því
marki brennd að íbúabyggð mun
nálgast þau á tiltölulega skömmum
tíma. Grundartangasvæðið er sér-
stakt að því leyti að þar geta menn
þróað til lengri tíma uppbyggingu á
iðnaði og atvinnustarfsemi.“
Gísli segist bjartsýnn á að sveit-
arfélög á svæðinu muni sameinast.
„Það er að mínu viti ljóst að það
mun gerast norðan Skarðsheiðar
og viðræður hreppanna sunnan
Skarðsheiðar skilst mér að séu á
mjög góðum skriði, þannig að það
kann að vera að við næstu sveitar-
stjórnarkosningar verði bara þrjú
sveitarfélög hér í þessu héraði, í
staðinn fyrir níu.“ Skagamenn eigi
ekki í sameiningarviðræðum, þeir
hafi ákveðið að eiga ekki frum-
kvæði að slíku að svo stöddu.
Styrkari fiski-
höfn mun efla
atvinnulíf
ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar Reykjavíkur, sagði við
undirritun viljayfirlýsingarinnar á
Akranesi í gær að hann væri viss
um að heillaspor væri stigið með
sameiningu hafn-
anna, með því
skapist hagræð-
ing og til verði
ný sóknarfæri á
svæðinu auk þess
sem stærra fyr-
irtæki verði öfl-
ugra.
Borgarráð fól í
gær skipulags-
og byggingarnefnd að hefja und-
irbúning að breyttu aðalskipulagi
Geldinganess og verður þar blönd-
uð byggð í stað fyrirhugaðrar
hafnarstarfsemi. Miklar deilur hafa
verið um höfn á því svæði. „Við höf-
um sagt það, meirihlutinn, að við
teljum það ekki ábyrgt að taka
heila höfn út af skipulagi öðruvísi
en að vera þá með aðrar lausnir
varðandi þróun hafnarinnar, og
þær eru í sjónmáli núna,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurður segist hann alls ekki
telja að Reykjavíkurborg missi
spón úr aski sínum með því að hafn-
arstarfsemin fari á Grundartanga.
„Þetta er orðið eitt atvinnu- og bú-
setusvæði, ekki síst með tilkomu
Hvalfjarðarganga. Það er ekkert
mál að búa öðrum megin Hval-
fjarðar og vinna hinum megin og
það gerir fólk, þannig að ég held að
uppbygging atvinnustarfsemi á
Grundartanga nýtist að sjálfsögðu
líka höfuðborgarbúum.“
Árni sagði á fundinum að miklar
vonir væru bundnar við breyting-
una. „Ég vona að okkur auðnist að
byggja upp öflugt fyrirtæki, sem er
tilbúið til að takast á við samkeppni
í rekstri, en í því samhengi má held-
ur ekki gleyma því að hafnirnar
gegna líka mikilvægu samfélags-
legu hlutverki sem hlekkur í sam-
göngukerfi landsmanna.“
Heillaspor stig-
ið með samein-
ingu hafnanna
„OKKUR líst mjög vel á þessar
breytingar og teljum að þetta sé
bæði skynsamlegt og afar hag-
kvæmt. Það felast að minni hyggju
mjög mörg sóknarfæri í samein-
ingu þessara
hafna,“ segir Vil-
hjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, odd-
viti sjálfstæðis-
manna í borgar-
stjórn Reykja-
víkur.
„Síðast en ekki
síst erum við
sjálfstæðismenn
afskaplega ánægðir með að nú
skuli fallið frá áformum um að
byggja höfn og iðnaðarsvæði á
Geldinganesi. Það hefur lengi verið
baráttumál okkar, sérstaklega í
tveimur síðustu kosningum, að
Geldinganesið yrði tekið undir
íbúasvæði og blandaða byggð,“ seg-
ir hann. Geldinganes sé um 220
hektarar að stærð og þar geti 7–10
þúsund manna byggð risið.
Sjálfstæðismenn telji að borgin
ætti að fara í uppbyggingu á Geld-
inganesi áður en byggt verður upp í
hlíðum Úlfarsfells. „Það væri mjög
hagkvæmt að taka þann kost fyrst,
skipulagsundirbúningur, hönnun
og framkvæmdir taka sinn tíma og
ég sé alveg fyrir mér að þegar
Geldinganesið fer að byggjast veru-
lega upp ætti Sundabrautin að vera
komin, a.m.k. upp í Gufunes og það
ætti ekki að vera stórmál að leggja
hana þaðan út í Geldinganes.“
Vilhjálmur segir að einnig vilji
sjálfstæðismenn að grjótnámi í
Geldinganesi verði þegar í stað
hætt. „Það er mjög dapurlegt að sjá
þetta svöðusár í Geldinganesi þar
sem borgin hefur stundað grjótnám
á undanförnum árum. Það segir sig
sjálft að nú þegar liggur fyrir að
ekki verður höfn í Geldinganesi
verði þessu grjótnámi hætt og land-
ið ekki skemmt meira en orðið er,“
segir hann.
Fagnar breytt-
um áformum
um Geldinganes