Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FJÓRAR hafnir við Faxaflóa,
Reykjavíkurhöfn, Akranesshöfn,
Borgarnesshöfn og Grundartanga-
höfn, verða sameinaðar í eitt fyrir-
tæki um næstu áramót. Tíu sveitar-
félög, sem verða eigendur nýs
fyrirtækis, undirrituðu viljayfirlýs-
ingu þess efnis á Akranesi í gær.
Reykjavíkurborg hefur vegna þessa
hætt við gerð hafnar í Geldinganesi, í
staðinn verður þar blönduð byggð.
Aðstandendur sameinaðs hafnar-
fyrirtækis vilja að lagningu Sunda-
brautar, frá Reykjavík upp á Kjalar-
nes meðfram sundunum, verði flýtt.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði við undirritun viljayfirlýs-
ingarinnar, að það væri vilji hans að
fylgja þessari ákvörðun eftir. Hann
gæti engu lofað, en sagðist vilja skoða
möguleika einkaframkvæmdar svo
flýta megi verkinu.
Ekki byggð í einum áfanga
Við vinnslu samgönguáætlunar
hefði verið rætt að slíkt stórvirki
þyrfti að fjármagna sérstaklega,
hvort sem það væri gert t.d. með sér-
stakri gjaldheimtu eða þannig að rík-
ið borgi fjárfestum fyrir þá umferð
sem um brautina fari. Í samtali við
Morgunblaðið sagði Sturla að fyrstu
fjárveitingar til brautarinnar, sem
notaðar verði til undirbúnings, séu á
fyrsta tímabili samgönguáætlunar,
þ.e.a.s. á þessu og næsta ári.
„Síðan geri ég ráð fyrir að í haust,
við endurskoðun á samgönguáætlun-
inni, muni umhverfismatið liggja fyrir
og þá getum við tekið ákvarðanir á
þessu ári um fyrstu skrefin, sem er að
leggja Sundabrautina yfir Klettsvík-
ina upp í Grafarvog,“ segir ráðherra
og bætir við að næstu áfangar braut-
arinnar séu lengra inni í framtíðinni.
Á þessu ári séu 7,2 milljarðar ætl-
aðir til gerðar stofnbrauta á öllu land-
inu, heildarkostnaður vegna Sunda-
brautar muni kannski fara yfir 30
milljarða. „Það er alveg ljóst að innan
þeirra fjárhagsramma sem við höfum
núna verður Sundabraut ekki byggð í
einum áfanga á fáum misserum, svo
við þurfum að velta möguleikum um
sérstaka fjáröflun upp.“
Fjórar hafnir verða sameinaðar í eitt fyrirtæki
Sundabrautin í
einkaframkvæmd?
Blönduð byggð í Geldinganesi í stað iðnaðarhafnar
Fjórar hafnir/6
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að fyrirhugaðar breytingar
á reglugerð um daggæslu í heima-
húsum verði ekki settar á fyrr en
næsta haust. Í stað þess hefur nú
verið ákveðið að setja á fót starfshóp
sem fær það hlutverk að undirbúa
útgáfu reglugerðar um starfsemina.
Ráðherra átti fund með fulltrúum
dagforeldra í gær þar sem farið var
yfir athugasemdir þeirra við drög
að nýrri reglugerð. Enn fremur hef-
ur ráðherra átt samtöl við kjörna
fulltrúa í sveitarstjórnum um málið.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra segir ljóst að skiptar skoðanir
séu um ýmis atriði málsins og hann
hafi ákveðið að fela sérstökum
starfshópi að fjalla um reglugerð-
ardrögin og að útgáfa hennar fari
fram eigi síðar en 1. september nk.
Munu fulltrúar dagforeldra og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga meðal
annarra eiga aðild að þeim hópi.
„Það eru auðvitað skiptar skoð-
anir um málið og við erum þarna að
reyna að nálgast þetta út frá hags-
munum barnanna fyrst og fremst.“
Ráðherra segir að eitt af því sem
fjallað verði nánar um sé fyrirhuguð
fækkun barna á hvert dagforeldri
úr fimm í fjögur. Hafa beri þó í huga
að svipaðar reglur gildi annars stað-
ar um dagforeldra, m.a. í Dan-
mörku.
Reglugerð um dag-
gæslu ekki breytt
fyrr en í haust
ALLS 171 einstaklingur var ákærður fyrir
kynferðisbrot á árunum 1999 til 2003, en með
kynferðisbrotum er átt við öll brot sem falla
undir kynferðisbrotakafla hegningarlaganna.
Til þeirra brota teljast einnig brot varðandi
dreifingu og vörslu klámefnis. Allir þessir
ákærðu einstaklingar eru karlkyns. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í skýrslu dóms-
málaráðherra, Björns Bjarnasonar, um ger-
endur í kynferðismálum. Þar kemur einnig
fram að yngsti brotaþolinn er fæddur árið
1998. Alls 44 brotaþolar eru fæddir á árunum
1990 til 1998.
Af þessum 171 einstaklingi voru 119 sak-
felldir með dómi og fimmtán hlutu sektarrefs-
ingu. Það þýðir m.ö.o. að samtals 134 hlutu
dóm eða gengust undir sektarrefsingu. Alls 37
voru sýknaðir.
Yngsti brota-
þolinn fæddur
árið 1998
119 sakfelldir fyrir kynferðis-
brot á árunum 1999 til 2003
STRANDIÐ á Meðallandsfjörum í gærmorg-
un, en Skarðsfjara er á Meðallandsfjörum, er
fyrsta skipsstrandið frá árinu 1969 á þessum
stað, en þá strandaði Halkion frá Vestmanna-
eyjum á Skálafjöru. Tíu skip hafa strandað á
Meðallandsfjörum síðustu hundrað árin.
Baldvin Þorsteinsson er stærsta skipið sem
strandað hefur þar.
Á strandstað í gær var Vilhjálmur Eyjólfs-
Á 20. öld strönduðu 10 skip á Meðallands-
fjörum sem nær frá Eldvatni í austri að Kúða-
fljóti í vestri. Gríðarlegur fjöldi skipa hefur
strandað í vestur-skaftfellskum fjörum und-
anfarin 100 ár eða svo, en samkvæmt ritinu
Dynskógum 8 um skipsströnd í Vestur-
Skaftafellssýslu eftir Kristin Helgason, hafa
einna flest ströndin orðið á Meðallands-
fjörum.
son á Hnausum sem er með fróðari mönnum
um strandsögu við Meðalland og rakti hann
þessa atburði. Halkion var einn mánuð á
strandstað en losnaði í árslok 1969. Árið 1955
strandaði breski togarinn Kingsol sem var
einn fullkomnasti togari Breta á sínum tíma.
Illa gekk að ná Kingsol á flot og tókst það
ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir strand-
ið.
Ljósmynd/Þengill Oddsson
Baldvin Þorsteinsson EA á strandstað á Meðallandsfjörum í gær. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Tíu skip hafa strand-
að á Meðallandsfjörum síðustu hundrað árin, en síðasta skipið sem strandaði þar fyrir strand Baldvins Þorsteinssonar í gærmorgun var Halkion
frá Vestmannaeyjum sem strandaði á þessum slóðum árið 1969. Hann náðist á flot eftir nokkurn tíma á strandstað.
Tíu skip hafa strandað á Meðal-
landsfjörum síðustu hundrað árin
HOLLENSKI stórmeistarinn Jan Timman
sigraði Úkraínumanninn Ruslan Pogerelov
í gær í þriðju umferð Reykjavíkurskák-
mótsins sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavík-
ur. Timman er því efstur með þrjá vinninga
en þrettán skákmenn voru jafnir með 2,5
vinninga. Þröstur Þórhallsson er efstur ís-
lensku skákmannanna með tvo vinninga.
Norska undrabarnið Magnus Carlsen sigr-
aði Dag Arngrímsson og hefur tvo vinn-
inga. Fjórða umferð verður tefld í dag og
hefst hún kl. 17.
Timman efstur
Ungur nemur/37
♦♦♦
♦♦♦
VOPNAÐ rán var framið í matvöruversluninni
Strax í Hófgerði í Kópavogi á tíunda tímanum í
gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
vatt ungur maður sér inn í verslunina vopnaður
hnífi og hafði á brott með sér lítilræði af pen-
ingum. Hann ógnaði ekki starfsfólki. Lögregla
leitaði enn mannsins þegar blaðið fór í prentun.
Hann er talinn vera á aldrinum 17–25 ára og
var klæddur bláum jakka með rauðu mynstri
og bláum íþróttabuxum.
Vopnað rán
í Kópavogi