Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Landsbjörg gefur námsefni | Nýlega af- henti Landsbjörg nemendum Grunnskólans á Hólmavík námsefni fyrir 4.–6. bekk sem fjallar um slysavarnir og ber heitið Geimálf- urinn frá Varslys. Þetta efni á vafalaust eftir að nýtast vel í hinum ýmsu námsgreinum og í því er meðal annars tekið á hættum í um- hverfinu svo sem rafmagni, eldi, ám, höfum og vötnum, efnum í umhverfinu og umferð- inni. Söguhetjan í þeim sex vinnuheftum sem fylgja efninu, ásamt kennsluleiðbeiningum, er geimálfur sem kemur frá plánetunni Var- slys og þarf að læra að varast hinar ýmsu hættur á jörðinni. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Styrkir | Menningarnefnd Fjarðabyggðar veitti hinn 1. mars sl. rúmlega 2,7 millj- ónum króna í styrki til menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. Upphæð- irnar eru sem hér segir: Ár- legt framlag til Sjóminjasafns Austurlands: 925.000.-, Lista- smiðja Norðfjarðar: 450.000.-, BRJÁN: 400.000.-, Leikfélag Reyðarfjarðar vegna leiksýn- ingar: 170.000.-, B.G. Bros vegna Trúba- dors Íslands 2004: 150.000.-, Myndlist- arfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar: 110.000.-, Félag harmonikkuunnenda Norð- firði: 100.000.-, Leikfélag Reyðarfjarðar og Zalza ehf.: 100.000.-, Viðar Júlí Ingólfsson vegna tónleika: 100.000.-, B.G. Bros vegna Kúbukvölds: 75.000.-, Minningarsjóður Jóns Lunda: 63.000.-, Björn Axel Jónsson vegna útgáfu ljóðabókar: 50.000.- og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi vegna ljóða- bókar: 50.000.- SKÓLANEFND Ak-ureyrar hefur sam-þykkt að færa starfsemi leikskólans á Klöppum í leikskólann í Tröllagili í haust. Skóla- nefnd samþykkti jafn- framt að fela deildarstjóra að auglýsa eftir leik- skólastjóra við leikskólann í Tröllagili. Foreldrum sem eiga börn í leikskól- anum Klöppum, standa til boða pláss í þessum nýja leikskóla eða öðrum leik- skólum bæjarins. Tillagan var samþykkt með 3 at- kvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minni- hlutans. Þorlákur Axel Jónsson bar fram frávís- unartillögu sem var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Marsibil Snæbjarn- ardóttir bar fram tillögu um að ákvörðun um flutn- ing leikskólans á Klöppum yrði frestað og óskaði frekari gagna um málið. Tillagan var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Fer í Tröllagil Borgarnes | Lionsklúbb- urinn Agla afhenti Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi hjart- arafstuðstæki að gjöf fyrir skemmstu. Gjöfin kemur sér vel því eina hjartarafstuðstækið sem fyrir var á staðnum, er staðsett í sjúkrabílnum og í eigu Rauða kross- ins. Nýja tækið verður á Heilsugæslustöðinni. Þær Öglukonur hafa verið duglegar að safna og styrkja hin ýmsu málefni í héraðinu í gegnum tíðina. Á mynd- inni tekur Rósa Mar- inósdóttir hjúkr- unarfræðingur við gjöfinni frá Helgu Helgadóttur, Kristrúnu Jónu Jónsdóttur, Þóru Björgvinsdóttur og Ingi- björgu Hargrave. Gáfu hjartarafstuðstæki Í leikskólanum Flúð-um á Akureyri lærakrakkarnir vísur úr bókinni Fleiri gamlar vís- ur handa nýjum börnum, sem Guðrún Hannesdóttir valdi og myndskreytti. Þar á meðal er þessi vísa: Börnin ungu brúka spaug blíð með geði hreinu, eins og fuglar eru þau sem ekki kvíða neinu. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér barnavís- um. Oft er efniviðurinn svolítið fullorðins, en svo mikill leikur í vísunum að þær ganga vel ofan í börn. Þannig er um: Kisa fer í fötin sín fá vill hún um jólin kaffi, brauð og brennivín og bót á gráa kjólinn. Að lokum er skæld og skökk vísa fyrir börnin: Einn skakkur og skrítinn maður gekk skakka og skælda braut, fann skakka og skælda krónu í skakkri og skældri laut og skakka og skælda kisu með skakka og skælda mús. Svo fór hann heim með fund sinn í skælt og skrítið hús. Skælt og skakkt pebl@mbl.is Akureyri | Veðrið á Akureyri hefur verið eins og að vorlagi síðustu daga, hitinn í kringum 10 stig og lognið á hraðferð ann- að veifið, þannig að allan snjó hefur tekið upp og þar með hafa götusóparar bæjarins sést á ferli á nýjan leik eftir dvöl í vetrarhíði. Jón Gestsson stökk út úr vélknúnum sóp sínum og tók sér skóflu í hönd til þess að hreinsa mesta sandinn og drull- una af Borgarbrautinni áður en hann sópar með ökutækinu, þörfum þjóni í vorverkunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Götusópari vopnaður skóflu Hlýindi TRJÁMÁFUR, fugl á fyrsta ári, sást við Álaugarey á Höfn í Hornafirði um kl. 14.40 í fyrradag. Svo skemmtilega vill til að nán- ast fyrir réttu ári, 12. mars í fyrra, sást trjámáfur á sama stað. Frá þessu er greint á vefnum www.fuglar.is og þar birtist með- fylgjandi mynd af fuglinum. Vert er að geta þess að þetta er þriðji trjámáfurinn sem finnst hér við land síðan á laugardaginn var. Hinir tveir sáust í Grindavík og í Garðinum. Fuglinn sem fannst á Höfn er fimmtándi trjámáfurinn sem sést hér á landi frá upphafi. Þessi sami trjámáfur sást aftur við Höfn í gær og þá sást einnig dvergmáfur á sama stað. Samskonar fugl sást einmitt 12. mars í fyrra á sama stað – sama dag og trjámáf- urinn sást þar! Fimmtán trjá- máfar hafa sést á Íslandi Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Trjámáfurinn sem sást í Hornafirði. Norræna | Stjórn Smyril Line hefur ráðið Niels Kreutzmann í nýja stöðu deildar- stjóra yfir öllu ferðamannastarfi fyrirtæk- isins. Niels, sem var áður markaðsstjóri Bornholms Trafikken og markaðsstjóri Grænlandsflugs, er 38 ára, cand. merc. í markaðssetningu, áætlanagerð og ferða- þjónustuhagfræði og hefur mikla reynslu af ferðamálum. Norræna er enn í viðgerð, en sem kunn- ugt er skemmdist hún í innsiglingu í Fær- eyjum. Mun skipið hugsanlega verða haf- fært á ný undir næstu mánaðamót. Frá Græn- landsflugi til Smyril Line ♦♦♦ Sögustaðir | Gásafélagið efnir til fjögurra fræðslukvölda á Akureyri um sögustaði við Hörgárósa, Gásakaupstað, Skipalón, Hlaðir og Möðruvelli. Kynningarnar annast Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur, Björn Vig- fússon safnfræðingur, Brynhildur Péturs- dóttir, safnvörður Nonnasafns, Guðrún Kristinsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, sr. Gylfi Jónsson, Halldór G. Pét- ursson jarðfræðingur, Jón Hjaltason sagn- fræðingur og sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir sóknarprestur. Auk þess les Þráinn Karlsson leikari úr verkum sem tengjast svæðinu og nemendur úr Tónlistarskól- anum spila. Fræðslukvöldin verða í Deigl- unni, hið fyrsta næsta mánudag kl. 20.30.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.