Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 43
GUNNAR Einarsson, fyrirliði körfuknatt-
leiksliðs Keflvíkinga, meiddist á fingri á æf-
ingu í fyrrakvöld og þurfti að sauma sex spor
í löngutöng vinstri handar leikmannsins.
Keflvíkingar mæta Tindastóli í fyrstu umferð
úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar annað kvöld
og segist Gunnar ætla að reyna að spila þrátt
fyrir meiðslin.
„Ég teygði á liðbandinu á hné í síðustu viku
og var að prófa hnéð á æfingunni þegar ég
datt og ég var svo óheppinn að það var stigið
ofan á höndina. Það klemmdust sinar í fingr-
inum en hann brotnaði sem betur fer ekki,“
sagði Gunnar við Morgunblaðið en hann hef-
ur verið einn besti leikmaður liðsins á leiktíð-
inni og lék fyrir skömmu sinn 500. leik fyrir
félagið.
Gunnar segir að allt verði reynt til að tjasla
fingrinum saman þannig að hann geti spilað á
móti Tindastóli annað kvöld.
Sex spor í
fingur Gunnars
SILJA Úlfarsdóttir, Íslandsmethafi í 200 m
hlaupi úr FH, og Einar Karl Hjartarson, Ís-
landsmethafi í hástökki úr ÍR, verða bæði
með á bandaríska háskólameistaramótinu
(NCAA) í frjálsíþróttum innanhúss sem fram
fer í Fayetteville í Arkansas um næstu helgi.
Um tíma leit út fyrir að hún keppti aðeins í
4x400 m boðhlaupi en seint í fyrrakvöld var
staðfest að hún yrði einnig á meðal þátttak-
enda í 200 m hlaupi en óvíst var um tíma
hvort árangur hennar í vetur nægði henni til
þess að komast inn á mótið. „Ég er í skýj-
unum,“ sagði Silja við Morgunblaðið eftir að
hún fékk tíðindin.
Brautin sem hlaupið verður á í Fayetteville
er 200 metrar og hallandi eins og hefðbundn-
ar keppnisbrautir innanhúss eru og því gef-
ast Silju gott tækifæri til að slá Íslandsmet
sitt en frekar en hún hefur þegar bætt það
um rúmlegar þriðjung úr sekúndu í vetur.
„Þetta er draumatækifærið mitt til að setja
almennilegt Íslandsmet í 200 metra hlaupi,“
sagði Silja sem vart hafði jafnað sig eftir að
hafa fengið tíðindin en eftir keppni síðustu
helgar hafði hún nær því afskrifað þátttöku í
200 m hlaupi á mótinu.
Einar Karl keppir í hástökki
Einar Karl keppir í hástökki fyrir sinn
skóla en hann náði lágmarksárangri til þátt-
töku á dögunum þegar hann lyfti sér yfir 2,21
metra.
Bæði keppa þau nú í fyrsta sinn á banda-
ríska háskólameistaramótinu. Þrjú ár eru lið-
in síðan Íslendingur var á meðal keppenda á
því síðast. Þá gerði Þórey Edda Elísdóttir
stangarstökkvari sér lítið fyrir og vann gull-
verðlaun, lyfti sér yfir örugglega yfir 4,51
metra, og setti Íslands- og Norðurlandamet
sem ennþá stendur.
Silja hleypur 200 m á bandaríska
háskólameistaramótinu
Silja Úlfarsdóttir
FÆREYSKA knattspyrnuliðið Götu Ítróttarfélag, GÍ, er statt hér á landi í
æfingabúðum og mun liðið spila þrjá leiki í Reykjaneshöllinni í vikunni. Í
kvöld leikur GÍ við Keflvíkinga og hefst leikur liðanna klukkan 18.30, ann-
að kvöld spila Færeyingarnir við Njarðvíkinga og á laugardaginn við ís-
lenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri.
Götu Ítróttarfélag hefur sex sinnum hampað færeyska meistaratitlinum,
síðast árið 1996, og fimm sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari, síðast fyr-
ir fjórum árum.
GÍ æfir á Íslandi
Sá leikur sem flestra augu beinastað í kvöld verður án efa viður-
eign risanna Real Madrid og Bayern
München en þessi félög hafa marga
hildi háð í gegnum árin. 1:1 varð nið-
urstaðan í leik liðanna á Ólympíu-
leikvangnum í München. Úrslit sem
Madrídingar prísuðu sig sæla við en
Oliver Kahn, markvörður Bæjara,
gerði sig sekan um hræðileg mistök
þegar Real Madrid jafnaði metin.
Kahn hefur heitið því að bæta upp
fyrir mistökin og hann segist ætla að
vinna leikinn fyrir sína menn upp á
eigin spýtur. Atburðir undanfarna
daga hafa komið leikmönnum Real
Madrid til að skjálfa á beinunum fyr-
ir leikinn. Fyrst var Roberto Carlos
úrskurðaður í leikbann og um
helgina meiddist markahrókurinn
Ronaldo og verður hann ekki með í
kvöld en hann hefur skorað 40% af
mörkum Real Madrid á leiktíðinni.
Síðast þegar Real Madrid lék án
Ronaldos í mikilvægum leik sem
þessum beið það lægri hlut fyrir Juv-
entus, 3:1, svo það er ekki nema von
að Madridingar séu áhyggjufullir.
Raúl er búinn að ná sér af
meiðslum sem hafa hrjáð hann og
verður hann einn í fremstu víglínu
liðsins með Zinedine Zidane, Luis
Figo og Santiago Solari fyrir aftan
sig.
„Ég er vanur að spila svona með
spænska landsliðinu svo þetta er
ekkert nýtt fyrir mér. Ég fæ góðan
stuðning frá miðjumönnunum svo ég
hef engar áhyggjur,“ segir Raúl sem
er markahæsti leikmaður í Meistara-
deildinni frá upphafi með 44 mörk.
„Það er enginn beygur í okkur.
Við sýndum það í fyrri leiknum að
við eigum í fullu tré við Real Madrid
og ég er alveg sannfærður um að við
getum slegið það út,“ segir enski
miðjumaðurinn Owen Hargreaves í
liði Bayern.
„Við höfum öðlast meira sjálfs-
traust eftir ágætt gengi upp á síð-
kastið og við höfum leikmenn í okkar
röðum sem eru færir um að skora
mörk á Spáni. Ég efast ekki um að
lið Real Madrid er stórkostlegt
knattspyrnulið og þá sérstaklega
hvað sóknarhliðina varðar en við er-
um líka með gott lið sem getur gert
því skráveifu,“ segir Hargreaves.
Wenger: „Halda áfram
á sigurbraut“
Liðsmenn Arsenal eru í feikna-
formi þessa dagana og þeim ætti
ekki að verða skotakuld úr því að
tryggja liðinu farseðilinn í 8 liða úr-
slit keppninnar þegar þeir taka á
móti spænska liðinu Celta Vigo.
Bæði félög tóku þátt í leikjum um
helgina sem enduðu 5:1. Arsenal
sýndi mögnuð tilþrif þegar liðið sigr-
aði Portsmouth með þessari marka-
tölu en á sama tíma steinlá Celta á
heimavelli fyrir Espanyol, 5:1.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, segir að ósigrar gegn
Inter og Dynamo Kiev á fyrri stigum
keppninnar hjálpi liðsmönnum sín-
um að halda áfram á sömu braut, það
er að sigra.
„Við viljum halda áfram á sigur-
braut og allt annað en sigur á móti
Celta yrði mistök af okkar hálfu. Við
mætum ekki andvaralausir til þessa
leiks þó svo að staða okkar sé væn-
leg. Celta er gott lið. Ég sá það spila
afar vel á móti Real Madrid á dög-
unum og var óheppið að tapa. Ég lít
svo á að Celta sé hættulegur and-
stæðingur sem verðum að taka mjög
alvarlega,“ segir Arsene Wenger.
Robert Pires og Dennis Berkamp
koma að óbreyttu inn í lið Arsenal en
þeir voru hvíldir í leiknum gegn
Portsmouth.
„Ég lít svo á að við eigum svo til
enga möguleika á að slá Arsenal út.
Ég veit ekki hvort félagar mínir í lið-
inu eru sammála en þetta er mitt
mat. Arsenal er frábært lið og ég sé
ekki hvernig við eigum að vinna það
með tveggja marka mun,“ segir
Rússinn Alexander Mostovoi, leik-
stjórnandi Celta-liðsins.
Evrópumeistarar AC Milan eru
undir þónokkurri pressu fyrir leik-
inn gegn tékkneska liðinu Sparta
Prag en markalaust jafntefli var nið-
urstaðan í fyrri leiknum. Meistar-
arnir geta teflt fram öllum sínum
skærustu stjörnum, þar á meðal
varnarmanninnum Nesta sem missti
af fyrri leiknum vegna meiðsla.
Baráttan í Meistaradeild Evrópu
Tekst Kahn
að bæta fyrir
mistökin?
REAL Madrid og Arsenal, sem margir hafa spáð því að geti farið alla
leið í Meistaradeildinni í knattspyrnu í ár, verða í sviðsljósinu í kvöld
þegar flautað verður til leiks í síðari fjórum leikjunum í 16 liða úr-
slitum keppninnar. Real Madrid tekur á móti Bayern München en
liðin skildu jöfn, 1:1, í fyrri leiknum í Þýskalandi. Arsenal stendur
hins vegar afar vel að vígi fyrir leik sinn gegn Celta á Highbury enda
vann Arsenal viðureignina á Spáni, 3:2. Talsverð pressa er á Evr-
ópumeistururum AC Milan sem fá Sparta Prag í heimsókn en liðin
gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum.
JIMMY Floyd Hasselbaink sagði í
samtali við hollenska sjónvarpið að
hann væri orðinn leiður á því að eiga
ekki víst sæti í byrjunarliði Chelsea
og því væri svo komið að hann vildi
róa á önnur mið. Hann hefði óskað
eftir að vera settur á sölulista en fé-
lagið hefði ekki tekið vel í það.
CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, hefur léð máls á að til
greina komi að lána Joe Cole til ann-
ars úrvalsdeildarliðs út leiktíðina.
Cole hefur ekki náð að sýna sitt rétta
andlit síðan hann kom til Chelsea í
fyrrahaust. Hann hefur aðeins verið
ellefu sinnum í byrjunarliðinu og
alltaf verið skipt af leikvelli fyrir
leikslok. Everton mun fylgjast
grannt með framvindu mála hjá Cole
og Chelsea.
UMBOÐSMAÐUR ítalska knatt-
spyrnumannsins Paolo Di Canio og
samherja Hermanns Hreiðarssonar
hjá Charlton, segir ekkert hæft í því
að hann hafi í hyggju að flytja rík-
isfang til Katar og leika með lands-
liði þjóðarinnar. Allar slíkar fréttir í
ítölskum fjölmiðlum síðustu daga
eigi sér enga stoð í raunveruleikan-
um.
HJÁLMAR Jónsson lék allan tím-
ann með Gautaborg sem tapaði 1:0
fyrir norska liðinu Molde í æfinga-
leik á La Manga á Spáni í gær.
HENRI Michel, fyrrum landsliðs-
þjálfari Frakka í knattspyrnu, tekur
við landsliðsþjálfarastarfinu hjá
Fílabeinsströndinni. Henry segir í
viðtali við franska íþróttablaðið
L’Equipe að hann skrifi undir samn-
ing þess efnis í lok vikunnar og
stjórni liði Fílabeinsstrandarinnar í
vináttuleik gegn Túnis í lok mánað-
arins. Michel, sem lék 58 landsleiki
fyrir Frakka, stýrði liði Frakka á ár-
unum 1984–1988. Hann hefur einnig
þjálfað landslið Kamerún, Marokkó
og Túnis.
KARL-Heinz Wildmoser, forseti
þýska 1. deildar liðsins 1860 Münch-
en, var í gær handtekinn, en hann er
grunaður um að hafa þegið jafnvirði
um 240 millj. króna frá bygginga-
verktaka vegna byggingar nýs leik-
vangs í München, Allianz Arena,
sem verður tekinn í notkun á heims-
meistaramótinu í Þýskalandi eftir
tvö ár.
COSTAS Karamanlis, nýr for-
sætisráðherra Grikklands, hefur
tekið að sér yfirumsjón með öllum
framkvæmdum vegna Ólympíuleik-
anna sem fram eiga fara í Aþenu eft-
ir fimm mánuði, en Karamanlis er
einni menningarmálaráðherra ríkis-
stjórnarinnar. Margt þykir vera á
eftir áætlun hjá Grikkjum vegna
leikanna og vill Karamanlis, með því
að taka ráðuneytið í sínar hendur,
tryggja að leikarnir verði haldnir
með þeim hætti að Grikkjum verði
sómi að.
FÓLK
KR-ingar gerðu hlé á æfingu. Í neðri röð f.v. eru Helgi G. Her-
mannsson, Óðinn P. Ríkharðsson, Egill D. Úlfarsson, Gunn-
steinn Sigurjónsson, Skúli Gunnarsson, Snorri H. Hjálmarsson
og Victor I. Jakobsen. Í efri röð Höskuldur Þ. Sigurðsson, Hall-
dór E. Ingþórsson, Pétur Gunnarsson og Jón B. Kristinsson.
Stelpurnar í borðtennisdeild KR stilltu sér upp fremst, annað
kom ekki til greina. F.v. Auður K. Kristjánsdóttir, Fríður R. Sig-
urðardóttir, Magnea G. Clausen og Auður T. Aðalbjarnardóttir.
Fyrir aftan f.v. Sæmundur Hermannsson, Atli D. Stefánsson,
Brynjar P. Clausen, Hróar Sigurðarson, Bjarni Óskarsson, Stef-
án I. Vigfússon, Daníel Hanneson og Gunnar Kristinsson.
Víkingar með Signýju fremsta í flokki. Steinn H. Hauksson,
Tómas Haraldsson, Rúnar Þ. Blöndal, Bergþór Sverrisson,
Aron I. Björnsson, Signý Pétursdóttir, Þröstur I. Þórðarson, Atli
V. Arason, Ágúst Pálsson, Vilhjálmur Pálmason, Daníel Guð-
mundsson, Magnús M. Pétursson og Birgir S. Theódórsson.