Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 49 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. KRINGLAN kl. 6. Ísl tal. B.i. 16 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 og 9. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. KRINGLAN Forsýning kl. 8. B.i. 16 ára. LÆRÐU AÐ ROKKA!! Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára FORSÝNING Rafmagnaður erótískur tryllir í anda“Kiss the Girls” og “Double Jeopardy” Frá framleiðendum “The Fugitive” og“Seven”. loftkastalinn@simnet.is Lau. 13. mars kl. 20 UPPSELT Fös. 19. mars kl. 20 UPPSELT Lau. 27. mars kl. 20 örfá sæti Lau. 17. apríl kl. 20 laus sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ - Ekki við hæfi barna - Opið virka daga kl. 13-18 GUÐMUNDUR JÓNSSON, gít- arleikari og höfuðlagasmiður Sálar- innar hans Jóns míns, er með sólóplötu í burðarliðnum, þá fyrstu á löngum ferli. Er útgáfa áætluð í byrjun apríl. Það er bara atgangur í þér … „(Hlær) Ja … það virkar kannski þannig en það ber að athuga að síðasta plata, Vatnið, var tekin upp fyrir meira en ári. Þannig að það er búið að safnast saman slatti af músík. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Sálin er komin í frí og ég get bara ekki hætt að semja pop- plög. Ég verð að játa mig sigraðan!“ Hvernig vannstu plötuna? „Þegar á að vinna svona sólóverk- efni koma tvær leiðir til greina. Að hóa í fjölda aðstoðarfólks eða gera þetta mestmegnis sjálfur. Ég valdi síðari leiðina. Bæði tónlist og textar eru eftir mig og platan er því frekar persónu- leg, ég syng t.a.m. sjálfur. En ég fékk svo til aðstoðar þá Jakob Smára Magnússon á bassa og Birgi Nielsen á trommur. Svo tök- um ég og Helgi Björns líka einn dú- ett saman. Það voru ekki miklir pen- ingar til þannig að þetta var tekið upp fljótt og vel.“ Á hvaða hátt er þetta efni öðruvísi en t.a.m. það sem þú hefur samið fyrir Sálina? „Þetta er aðallega meira rokk. Ann- ars var ég ekki meðvitað að reyna að fjarlægast Sálarhljóminn en ég leyfi mér að taka löng og leiðinleg gítarsóló (hlær). En já … Sálin var einfaldleg- abúin að vera á fullu í fjögur eða fimm ár og mig langaði til að snúa við blaðinu og reyna eitthvað nýtt. Þannig er þessi plata til komin.“ Guðmundur Jónsson með sólóplötu Guðmundur Jónsson „Meira rokk“ arnart@mbl.is SKÍFAN gefur út næsta mánudag plötu með jarðarberjalykt. Ekki nóg með það, heldur er platan uppfull af tónlist og það á tveimur diskum. Um er að ræða safnplötu með rólegum og rómantískum lögum sem fengið hefur nafnið Jarðarber – sem skýrir þá ilminn. Samkvæmt útgefendum markar safnplatan tímamót í útgáfu hér á landi því aldrei fyrr hafi komið út ilmandi íslenskar geislaplötur. Ilmurinn er þannig til kominn að honum er blandað saman við prentfarvann. Hann á svo að magnast við núning og endist að sögn útgefanda í um það bil eitt ár. En eins og fyrr segir þá inni- heldur platan tónlist einnig, nánar tiltekið 38 ballöður og popplög sem gjarnan hafa hljómað á Létt 96,7. Ilmandi jarðarberjatónlist á nýrri safnplötu. Ilmandi safnplata ÍRSKA poppundrið Westlife hélt blaðamannafund í gær og tilkynnti formlega að Bryan McFadden væri hættur og horfinn af braut. Þar með er þessi sigursælasta strákasveit vorra daga orðin að kvartett. Á blaðamannafundinum sagðist McFadden vera hættur svo hann hefði meira tíma fyrir fjölskylduna og áréttaði að brotthvarfið hefði ekkert með samskipti sín við hina strákana að gera. „Þetta er þeim alveg óviðkomandi og snýst um mig fyrst og fremst. Það er erfitt lifa tvöföldu lífi þegar maður er kominn með fjölskyldu.“ McFadden sagðist mest af öllu vilja helga líf sitt fjölskyldunni og að vera eins mikið heima fyrir og hann mögulega gæti. McFadden er giftur Kerry McFadden, sem áður var í Atomic Kitten og vann á dögunum sjón- varpskeppnina I’m a Celebrity … Get Me out of Here. Þau eiga saman tvær ungar dætur. McFadden tók það fram að hinir strákarnir í band- inu væru eftir sem áður bestu vinir hans. Kian Egan las upp tilkynningu frá þeim Westlife-drengjum sem eftir eru. Þar sagði að þeir væru í rusli yfir því að McFadden væri hættur og bæðu nú aðdáendur sína um stuðning á þessum erfiðu tím- um. „Við skiljum samt alveg ákvörðun þína og virðum. Við elskum þig frá okkar dýpstu hjartarótum.“ Sögðust þeir fjórmenningar, Eg- an, Shane Filan Nicky Byrne og Mark Feehily, nú þegar farnir að hlakka til að geta kvatt vin sinn með glans á fyrirhug- uðum kveðju- tónleikum í Bel- fast. Þeir sögðust einnig vera að vinna að nýrri plötu, sem er safn dúetta með öðrum frægum listamönn- um. Westlife hefur komið 12 lögum á topp breska vin- sældalistans síðan 1999, sem er fá- heyrður árangur. Sveitin setti að auki met þegar hún varð sú fyrsta til að koma öllum sjö fyrstu lögum sínum beint á topp- inn. Þess má að lok- um geta að umræddur Bryan McFadden er meðhöfundur fram- lags Íra til Evróvisjónkeppninnar í ár sem verður flutt af Chris nokkr- um Doran. Westlife orðin kvartett Bryan er hættur! Bryan McFadden faðmar félaga sinn, Kian Egan, eftir að hann til- kynnti um brotthvarf sitt í gær. Þá urðu þeir kvartett. Westlife, frá vinstri: Shane Filan, Mark Feehily, Kian Egan og Nicky Byrne. AP Swear it Again If I Let You Go Flying Without Wings I Have a Dream/ Seasons in the Sun Fool Again Against All Odds My Love Uptown Girl Queen of My Heart World of Our Own Unbreakable Mandy Tólf topplög Westlife

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.