Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Nuddpottar Danmörk er kjörið land fyrir fjölskyldu sem langar til að ferðast á eigin vegum í bílaleigubíl. Hlýleg náttúran, heillandi smábæir, skemmtigarðar, Legoland, hallir og söfn, hæfilegar vegalengdir og glaðlyndir Danir: Allt þetta er eins og sniðið fyrir ógleymanlegt fjölskylduævintýri. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). Flug og bíll út í heim Kaupmannahöfn Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 34.400 kr. á mann* Verð frá 45.990 kr. á mann** ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 82 9 3/ 20 04 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 82 9 3/ 20 04 Velkomin á búnaðarþing, í gamla góða tímann, elskurnar mínar. Norrænar menntarannsóknir Eflir íslenskar rannsóknir Dr. Gyða Jóhanns-dóttir er formaðurundirbúnings- nefndar á vegum KHÍ sem tvö síðustu árin hefur unnið að undirbúningi ráð- stefnu NERA 2004 sem fjallar um norrænar menntarannsóknir. Ráð- stefnan hefst í Kenn- araháskóla Íslands á morgun og stendur fram á laugardag. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Gyðu í tilefni þessa og fara svör hennar hér á eftir. – Segðu okkur eitthvað nánar um ráðstefnuna, til- urð hennar, tilgang og á hvers vegum hún er hald- in … „Ráðstefnan er haldin á vegum NERA, Samtaka um nor- rænar menntarannsóknir. Megin markmið NERA er að efla menntarannsóknir á öllum Norð- urlöndum. Samtökin gefa einnig út tímaritið Nordisk Pedagogik. Í fyrra fékk Ísland formlega aðild að samtökunum og var Ragnhild- ur Bjarnadóttir, dósent við Kenn- araháskóla Íslands kjörin í stjórn. Ráðstefnur af þessu tagi eru árlegur viðburður í starfsemi samtakanna og eru mikilvægur vettvangur norrænna fræði- manna til þess að kynna og ræða rannsóknir á þessu sviði. Þetta er sú þrítugasta og önnur í röðinni og jafnframt sú fyrsta sem haldin er á Íslandi. Frú Vigdís Finn- bogadóttir fyrrum forseti er verndari ráðstefnunnar.“ – Segðu okkur frá helstu áherslunum sem verða á ráð- stefnunni … og hverjir verða að- alfyrirlesarar? „Staða menntunar í þekkingar- samfélagi nútímans er þema ráð- stefnunnar. Aðalfyrirlesarar eru fjórir og fjalla þeir um þemað frá ólíkum sjónarhornum. Yrjö Engström, prófessor við Háskól- ann í Helsinki og Háskólann í Kaliforníu, kynnir nýjar rann- sóknir á námi og hugtakaþróun í starfshópum innan stofnana þar sem breytingar eiga sér stað. Olga Dysthe, pófessor við Há- skólann í Bergen, fjallar um nýj- ar námsmatsaðferðir sem tengj- ast breyttum aðstæðum til náms í nútímasamfélagi. Hún leggur áherslu á að breyttar námsað- stæður kalli á nýja sýn á náms- mati. Nauðsynlegt er að skil- greina upp á nýtt hlutverki kennara og nemenda í námsmats- ferlinu auk þess að samþætta nám og námsmat. Madeleine Arnot, prófessor við Háskólann í Cambridge beinir sjónum sínum að þegnskaparmenntun í þágu samfélagsbreytinga og leggur að- aláherslu á menntun sem miðar að því að nemendur verði fullgild- ir þegnar í nútímasamfélagi, óháð kyni, og geti þar með haft áhrif á samfélagsþróun. Sigurjón Mýrdal, dósent við Kennarahá- skóla Íslands, beinir athyglinni að áhrifum hnattvæðingar á menntamál og mun einkum fjalla um nýjar hugmynd- ir og nýja tækni í íslenska menntakerfinu.“ – Sýnist þér ráðstefnan vekja áhuga og athygli? „Áhugi fyrir ráðstefnunni hef- ur verið gríðarlega mikill, hún var í raun fullbókuð þegar í stað og færri komust að en vildu. Þetta er stærsta ráðstefna sam- takanna til þessa, rúmlega 800 þátttakendur og munu 560 þeirra kynna eigin rannsóknir og fræða- störf, þar af 52 Íslendingar. Þess- ar kynningar fara fram í sérstök- um málstofum en þær eru 160 talsins. Að frátöldum faglega þættinum hefur Congress Reykjavík séð um skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar.“ – Hvert er gildi þess að halda svona ráðstefnu á Íslandi? „Ráðstefnan er mikilvægur lið- ur í að efla íslenskar rannsóknir og þróunarstarf á sviði menntun- ar. Íslenskum fræðimönnum og nemendum í framhaldsnámi gefst hér kjörið tækifæri til þess að kynna verk sín og kynnast jafn- framt fræðastörfum norænna kollega sinna. Rétt er að geta þess að mikil gróska hefur verið á þessu sviði undanfarin15 ár en fjöldi nemenda er í rannsóknar- tengdu framhaldsnámi bæði við íslenska og erlenda háskóla. Árið 2002 var stofnað Félag um menntarannsóknir, FUM. Ráð- stefna af þessu tagi leiðir einnig saman fræðimenn sem starfa að skyldum viðfangsefnum. Það get- ur leitt til öflugs norræns sam- starfs sem er styrkt af norrænum sjóðum, svo sem NorFA.“ – Hver er hlutur Kennarahá- skóla Íslands í þessari ráðstefnu? „Kennaraháskólinn gegnir hér lykilhlutverki. Hann er fjárhags- legur ábyrgðaraðili ráðstefnunn- ar og leggur að auki til húsnæðið. Ég tel reyndar að Kenn- araháskólinn sé eina húsnæðið í Reykjavík sem getur hýst jafn- umfangsmikla ráðstefnu. Vel hef- ur tekist til við hönnun nýbygg- ingar stofnunarinnar en þar eru stórir fyrirlestrarsalir með full- komnum tækjabúnaði. Til viðbót- ar eru svo allar skólastofurnar en þar fara fram 160 málstofur. Við notum svo sannarlega hvern krók og kima. Þessi ráðstefna mun því leiða í ljós stöðu Kennaraháskólans sem nýrrar ráðstefnumiðstöðvar í Reykavík.“ Dr. Gyða Jóhannsdóttir  Gyða Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík 27. apríl 1944. Hún lauk Fil. kand. prófi frá Háskól- anum í Uppsölum 1972, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1976, Master of Education frá Harvard Graduate School of Education, Harvard-háskóla 1982 og Ph.d. frá Danmarks Pedagogiske Universitet 2002. Gyða var skólastjóri Fósturskóla Íslands frá 1980–1997 eða þar til hann var sameinaður Kennara- háskóla Íslands. Lektor við Kennaraháskóla Íslands frá 1998. Maki er HaukurViktorsson arkitekt. Synir frá fyrra hjóna- bandi eru Jóhann Árni Helgason og Jón Ari Helgason. Styrkir norrænt samstarf ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, var nýlega kosinn vara- forseti ACCESS-samtakanna á fundi þeirra í Genóvu á Ítalíu. ACCESS er samstarfsvettvangur rúmlega 140 borga og sveitarfélaga í Evrópu um samgöngumál og er markmið samtakanna að stuðla að bættri umferðarmenningu til að sporna við auknu umferðarálagi, loftmengun, gróðurhúsaáhrifum og hávaðamengun. Samtökin standa fyrir bíllausum degi 22. september ár hvert og á grunni þeirrar hugmyndar hefur verið haldin svokölluð samgönguvika um alla Evrópu undanfarin tvö ár. Ráðstefna í Reykjavík um samgöngumál Á vegum samtakanna verður 17. og 18. maí nk. haldin ráðstefna í Reykjavík um samgöngumál í litlum og miðlungsstórum borgum. Áhersla verður lögð á umfjöllun um sjálf- bæra umferð og orkunotkun. Kosinn varaforseti sam- taka um umferðarmál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.