Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 44
ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin: Austurberg: ÍR - Fram.........................19.15 Digranes: HK - Haukar ........................19.15 KA-heimili: KA - Stjarnan....................19.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Valur........19.15 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Víkingur....................19.15 Smárinn: Breiðablik - Selfoss ..............19.15 Varmá: Afturelding - Þór A.......................20 1. deild kvenna: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH.......................14 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni Efri deild karla, A-riðill: Boginn: KA - Þór ...................................19.15 Reykjavíkurmót kvenna Efri deild: Egilshöll: KR - Valur ............................19.30 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, seinni leikir: Chelsea – Stuttgart ................................. 0:0 36.657.  Chelsea fer áfram, vann samtals 1:0. Juventus – Deportivo La Coruna .......... 0:1 – Walter Pandiani 12. – 24.680.  Deportivo fer áfram, vann samtals 2:0. Lyon – Real Sociedad.............................. 1:0 Pernambucano Juninho 77. – 38.914.  Lyon fer áfram, vann samtals 2:0. Manchester United – FC Porto.............. 1:1 Paul Scholes 32. – Francisco Costinha 90. – 67.029.  Porto fer áfram, vann samtals 3:2. England Úrvalsdeild: Middlesbrough – Tottenham ................. 1:0 Szilard Nemeth 73. - 31.789. Staða efstu liða: Arsenal 27 20 7 0 53:18 67 Chelsea 27 18 4 5 48:21 58 Man. Utd 27 18 4 5 51:25 58 Newcastle 27 10 12 5 38:28 42 Birmingham 27 11 9 7 30:29 42 Charlton 27 11 7 9 38:34 40 Liverpool 26 10 9 7 38:29 39 Aston Villa 27 10 7 10 32:32 37 Fulham 27 10 6 11 39:38 36 Tottenham 27 10 4 13 39:43 34 Middlesbro 27 9 7 11 29:34 34 1. deild: Bradford – Watford ................................. 2:0 West Ham – Wimbledon.......................... 5:0 Staða efstu liða: Norwich 34 19 10 5 53:28 67 WBA 35 18 10 7 49:30 64 West Ham 35 14 15 6 52:32 57 Wigan 34 15 12 7 48:35 57 Sheff. Utd 34 16 7 11 50:41 55 Millwall 34 14 11 9 41:33 53 Ipswich 35 15 8 12 63:57 53 Staða neðstu liða: Burnley 35 9 13 13 47:56 40 Watford 35 10 10 15 40:49 40 Gillingham 33 11 7 15 35:47 40 Nottingham F. 35 9 11 15 42:45 38 Walsall 35 9 11 15 36:47 38 Derby 34 8 11 15 35:54 35 Bradford 36 9 5 22 31:52 32 Wimbledon 34 5 3 26 28:71 18 Skotland Aberdeen – Partick Thistle ..................... 0:0 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Hamburg – Essen ................................ 30:26 Staða efstu liða: Flensburg 24 19 2 3 773:633 40 Magdeburg 23 19 1 3 714:604 39 Hamburg 25 18 1 6 701:629 37 Kiel 23 17 2 4 725:612 36 Lemgo 24 17 2 5 780:670 36 Essen 25 14 3 8 686:627 31 Gummersb. 24 15 1 8 676:630 31 SKÍÐI Bikarmót SKÍ Haldið á Akureyri 6. og 7. mars: Stórsvig karla: Steinn Sigurðsson, Ármanni ............ 1:30,86 Andri Þór Kjartansson, Breiðabl..... 1:31,58 Orri Pétursson, Ármanni.................. 1:32,71 Stórsvig kvenna: Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri .. 1:37,40 Agla Gauja Björnsdóttir, Ármanni.. 1:39,52 Ásta Björg Ingadóttir, Akureyri ..... 1:40,55 Stórsvig drengja 15–16 ára: Þorsteinn Ingason, Akureyri ........... 1:36,21 Guðjón Ó. Guðjónsson, Ármanni ..... 1:36,33 Ingi Már Kjartansson, Breiðabliki .. 1:36,98 Stórsvig stúlkna 15–16 ára: Agla Gauja Björnsdóttir, Ármanni.. 1:39,52 Salome Tómasdóttir, Akureyri ........ 1:40,72 Nína Björk Valdimarsd., Víkingi ..... 1:41,61 Aðalfundur Þróttar Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 20 í félagsheimili Þróttar í Laugardal. FÉLAGSLÍF ENSKA knattspyrnusambandið hefur eðlilega miklar áhyggjur af drykkjuvenjum leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en hvert hneyklismálið á fætur öðru hefur komið upp þar sem knatt- spyrnumenn á Englandi hafa komið við sögu og nú síðast hjá leikmönnum Leicester í æfingaferðalagi liðsins á Spáni. Forkólfar enska knattspyrnusambandsins hafa viðrað þær hugmyndir að framkvæma með reglulegu millibili alkóhólmælingar á leikmönnum og segir Gordon Taylor, framkvæmdastjóri sam- bands atvinnuknattspyrnumanna, að honum lít- ist ágætlega á það. „Misnotkun á áfengi er ekki bara vandamál innan knattspyrnunnar heldur er þetta stórt samfélagslegt vandamál í landinu. Við fram- kvæmum mörg lyfjapróf og ég veit til þess að félög eru farin að nota sérstaka mæla til að at- huga með alkóhólið,“ segir Taylor við breska blaðið Mirror. Vilja alkóhól- mæla leikmenn LEIKMENNIRNIR þrír frá enska knattspyrnu- félaginu Leicester, Paul Dickov, Keith Gillespie og Frank Sinclair, verða leiddir fyrir dómara í Cartagena á Spáni á morgun. Þá kemur í ljós hvort krafist verður áframhaldandi varðhalds yfir þeim og þeir formlega ákærðir fyrir kyn- ferðislega árás á þrjár afrískar konur með þýskt ríkisfang, eða þeim sleppt. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á að þeir verði ákærðir og þá mun enska félagið væntanlega freista þess að fá þá lausa gegn tryggingu. Dómarinn léði ekki máls á slíku fyrr en farið hefði verið yfir öll frumgögn í málinu og þeirri vinnu á að vera lokið á morgun. Samkvæmt spænskum lögum má halda leik- mönnunum í varðhaldi í allt að tvö ár áður en dómur í málinu er kveðinn upp. Þremenning- arnir hafa nú dvalið í sex daga í Sangonera- fangelsinu en eiginkona Dickovs og unnusta Sinclairs komu þangað í heimsókn í gær. Þeir neita staðfastlega öllum ásökunum. Framhaldið ræðst á morgun LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, meiddist á hægra hné í leik með varaliði WBA gegn Aston Villa í fyrrakvöld. Ekki er enn ljóst hvort meiðslin séu alvarleg en Lárus Orri er nýkominn í gang á ný eftir fimm mánaða fjar- veru vegna uppskurðar á vinstra hnénu, sem hann gekkst undir í september. Þetta var hans þriðji leikur með varaliðinu eftir að hann hóf æfingar að nýju. „Ég klemmdist illa í návígi snemma í leiknum. Ég fór í myndatöku í dag en vegna bólgu í hnénu var ekki hægt að lesa út úr henni hvað þetta væri. Vonandi eru þetta bara bólgur vegna höggsins og þá verð ég fljótur að jafna mig. Það væri ekki skemmtilegt að lenda aftur í svona langri fjarveru,“ sagði Lárus Orri við Morgun- blaðið í gærkvöld. Hann hafði aðeins spilað fimm leiki með WBA í 1. deildinni í haust þegar hann meiddist og hef- ur verið frá keppni síðan. Lárus Orri meiddist aftur ÞAÐ er vel skiljanlegt að margir hafi orðið undrandi og sárir þegar tilkynnt var hvaða 125 leikmenn væru á lista FIFA, Pele og Platini yfir bestu núlifandi knattspyrnu- menn heims, sem Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, ákvað að gefa út í tilefni 100 ára afmælis sambandsins, en upphaflega áttu 100 leikmenn að vera á listanum. Það er greinilegt að Pele og Plat- ini, sem voru leiknir með knöttinn, hafa skotið langt yfir markið í vali sínu – og FIFA lagt blessun sína yf- ir það. Það er ekki traustvekjandi að tveir af sendifulltrúum FIFA hafi verið fengnir til að sjá um val- ið á bestu knattspyrnumönnum heims fyrir FIFA – greinilegt er af niðurstöðunni að verið var að deila niður sætum á listanum til að friða lönd og heimsálfur – á kostnað frá- bærra knattspyrnumanna. Á list- anum eru hópur manna sem eru ekki heimsþekktir og hafa lítið af- rekað á knattspyrnuvellinum – leikmenn frá Tyrklandi, Kamerún, Ghana, Írlandi, Nígeríu, Paraguay, Rússlandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig eru á listanum menn frá Argentínu, Frakklandi, Þýska- landi, Ítalíu, Brasilíu, Englandi og Hollandi, sem eiga eftir að sanna sig. Ég tel að það sé móðgun við knattspyrnuna að leikmenn eins og Luiz Suárez, Spáni, Wolfgang Overath, Þýskalandi, Florian Alb- ert, Ungverjalandi, Denis Law, Skotlandi, Günther Netzer, Þýska- landi, Jimmy Greaves, Englandi, Jean Tigana, Frakklandi, Geoff Hurst, Englandi, Bernd Schuster, Þýskalandi, Paul Van Himst, Belg- íu, Ruud Krol, Hollandi, Peter Shil- ton, Englandi. Liam Brady, Írlandi og Wlodzimierz Lubanski, Póllandi séu ekki á listanum, svo nokkrir leikmenn séu nefndir. Það væri hægt að hafa þennan lista miklu lengri, en þess má geta að nokkrir af leikmönnunum hér að framan hafa lengi verið í heiðurs- mannaflokki FIFA. Það er svo sannarlega margt einkennilegt við knattspyrnuna. Það má með sanni segja að Pelehafi átti í vök að verjast þegar hann tilkynnti leikmannahópinn – spurningunum rigndi yfir hann, en það vakti mikla athygli að tveir af fé- lögum hans í heimsmeistaraliði Brasilíu 1970, Jairzinho og Gerson, voru ekki á listanum og heldur ekki Geoff Hurst, sóknarleikmaður Eng- lands, sem er eini leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í úr- slitaleik HM – á Wembley 1966. Jairzinho er eini leikmaðurinn sem hefur skorað mark í hverjum leik á HM. Þess má geta að Gerson sagði í viðtali við brasilíska sjónvarp- ið eftir að leikmannalistinn var gerð- ur opinber, að þeir sem stæðu að list- anum væru með sýningu á hvernig hægt er að misbjóða og lítisvirða menn. Fréttamenn deildu hart á listann þegar Pele kynnti hann í London og fékk Pele yfir sig stórskotahríð af spurningum vegna valsins. Hann varði sig með því að segja: „Þetta var mjög erfitt val. Stundum fá menn sting í hjartað þegar þeir vakna upp við að hafa skilið menn eftir. Allir eiga sína uppáhaldsleikmenn. Ég reyndi að gera eins fá mistök og hægt var þegar leikmenn voru valdir í hópinn.“ Þess má geta að flestir leikmenn- irnir á listanum samþykktu að mynd af þeim væri í bók sem FIFA gefur út í tilefni kjörsins. Sjö menn vildu ekki mynd af sér í bókina. Hollendingurinn Marco van Basten og Þjóðverjinn Uwe Seeler höfnuðu beiðni um mynd, en Argent- ínumennirnir Diego Maradona og Daniel Passarella, Gerd Müller, Þýskalandi, Ferenc Puskas, Ung- verjalandi og Rivelino, Brasilíu, svöruðu ekki beiðninni um mynd. Hér kemur listinn yfir þá leik- menn sem Pele og Platini völdu: Argentína: Gabriel Batistuta, Hernan Crespo, Mario Kempes, Diego Maradona, Daniel Passarella, Javier Saviola, Omar Sivori, Alfredo di Stefano, Juan Sebastian Veron, Javier Zanetti. Bandaríkin: Michelle Akers, Mia Hamm. Belgía: Jan Ceulemans, Franky van der Elst, Jean-Marie Pfaff. Brasilía: Carlos Alberto, Cafu, Roberto Carlos, Falcao, Junior, Pelé, Rivaldo, Rivelino, Romario, Ronaldinho, Ronaldo, Djalma San- tos, Milton Santos, Socrates, Zico. Búlgaria: Hristo Stoitchkov. Chile: Pablo Figueroa, Ivan Zamor- ano. Danmörk: Brian Laudrup, Michael Laudrup, Peter Schmeichel. England: Gordon Banks, David Beckham, Bobby Charlton, Kevin Keegan, Gary Lineker, Michael Owen, Alan Shearer. Frakkland: Eric Cantona, Marcel Desailly, Didier Deschamps, Just Fontaine, Thierry Henry, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Robert Pires, Michel Platini, Lilian Thu- ram, Marius Tresor, David Trezegu- et, Patrick Vieira, Zinedine Zidane. Ghana: Abedi Pele. Holland: Marco van Basten, Dennis Bergkamp, Johan Cruyff, Edgar Davids, Ruud Gullit, Willy van de Kerkhof, Rene van de Kerkhof, Patrick Kluivert, Johan Neeskens, Ruud van Nistelrooy, Rob Rensen- brink, Frank Rijkaard, Clarence Seedorf. Írland: Roy Keane. Ítalía: Roberto Baggio, Franco Baresi, Giuseppe Bergomi, Giamp- iero Boniperti, Gianluigi Buffon, Gi- acinto Facchetti, Paolo Maldini, Alessandro del Piero, Alessandro Nesta, Gianni Rivera, Paolo Rossi, Francesco Totti, Christian Vieri, Dino Zoff. Japan: Hidetoshi Nakata. Kamerún: Roger Milla. Kólumbía: Carlos Valderrama. Króatía: Davor Suker. Líbería: George Weah. Mexíkó: Hugo Sanchez. Nígería: Jay-Jay Okocha. Norður-Írland: George Best. Paraguay: Romerito. Perú: Teofilo Cubillas. Pólland: Zbigniew Boniek. Portúgal: Rui Costa, Eusebio, Luis Figo. Rúmenía: Gheorghe Hagi. Rússland: Rinat Dassajev. Senegal: El Hadji Diouf. Skotland: Kenny Dalglish. Spánn: Emilio Butragueno, Luis Enrique, Raúl. Suður-Kórea: Hong Myung-bo. Tékkland: Josef Masopust, Pavel Nedved. Tyrkland: Emre Belozoglu, Rüstü Recber. Ungverjaland: Ferenc Puskas. Uruguay: Enzo Francescoli. Úkraína: Andriy Shevchenko. Þýskaland: Michael Ballack, Franz Beckenbauer, Paul Breitner, Oliver Kahn, Jürgen Klinsmann, Sepp Maier, Lothar Matthäus, Gerd Müller, Karl-Heinz Rummenigge, Uwe Seeler. Umdeildt val Pele og Michel Platini á bestu leikmönnum heims „Reyndi að gera eins fá mistök og hægt var“ TVEIR af þekktustu knatt- spyrnumönnum allra tíma, Pele frá Brasilíu og Michel Platini frá Frakklandi, hafa birt lista yfir þá 125 núlifandi knattspyrnumenn sem þeir telja besta í heiminum. Þessir 125 leikmenn voru heiðr- aðir í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðaknattspyrnusambands- ins, FIFA, sem haldið var hátíð- legt í London fyrir helgi. Reuters Gordon Banks, Pele og Thierry Henry með skjöld sem allir leik- menn á listanum yfir bestu leikmenn heims fengu. Skotið yfir mark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.