Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG var, ásamt nokkrum öðrum, búinn að
vinna að því í allnokkurn tíma að undirbúa
kaup á talsvert stórum hlut í SH, eða 33%,
af Landsbankanum og Burðarási. Síðastlið-
inn fimmtudag taldi ég mig vera kominn
með allar útlínur í því máli, en á föstudag-
inn dró Landsbankinn sig til baka. Þeir
báðu mig hins vegar að sitja áfram í stjórn
sem formaður í einhverja mánuði, meðan
þeir væru að vinna frekar úr sínum málum.
Ég hafnaði því og sný mér nú að öðru,“
segir Róbert Guðfinnsson, fráfarandi for-
maður stjórnar SH.
Róbert segir að sú skýring sem hann hafi
heyrt, að framtíðarsýn hans og Landsbank-
ans á starfsemi SH færi ekki saman, sé ekki
rétt. Framtíðarsýnin og áherzlurnar hafi
verið þær sömu. Skýringin sem hann hafi
fengið á sinnaskiptum Landsbankans hafi
verið sú, að meðan bankinn hefði ekki selt
frá sér flutningastarfsemi Eimskipafélags-
ins, teldi hann hagsmunum sínum þar ógn-
að með því að selja hlut sinn í SH. Það segir
Róbert hæpin rök, því að flutninga-
starfsemi Eimskipafélagsins sé afar góð og
hafi hún vaxið og dafnað í náinni samvinnu
við SH og engin ástæða hefði verið til þess
að færa flutningana eitthvað annað.
„Þegar við seldum hlut Þormóðs ramma
Sæbergs í SH fyrir um ári síðan og fyr-
irtækið var skömmu síðar komið að 94% í
eigu fjármálastofnana, tók ég þá ákvörðun
að snúa mér að öðru eftir ár, yrði ekki orð-
in breyting á eignarhaldinu. Það er mjög
erfitt að reka fyrirtæki og taka stefnumót-
andi ákvarðanir, þegar maður býr við þá
aðstöðu að stór hluti fyrirtækisins geti ver-
ið seldur hvenær sem er. Slík óvissa er afar
slæm fyrir fyrirtæki eins og SH og starfs-
fólk þess. Þótt ég hafi verið beðinn að sitja
áfram sem formaður, ákvað ég að gera það
ekki því ég hafði ekkert í hendi mér um það
að þeir sem stóðu með mér í því að reyna að
kaupa SH væru í sömu aðstöðu mörgum
mánuðum seinna. Íslandsbanki og Straum-
ur studdu þær hugmyndir sem ég var með
um framtíðarsýn SH og þegar ljóst var að
ég yrði þar ekki áfram í forsvari ákvað Ís-
landsbanki að losa sig út og seldi sinn hlut,“
segir Róbert Guðfinnsson.
Róbert Guðfinnsson
Hafnaði
áframhaldandi
stjórnarfor-
mennsku
SAMEINING eða samvinna milli
fisksölurisanna SH og SÍF virðist
við fyrstu sýn líklegri eftir kaup
SÍF á tæplega fjórðungshlut í SH.
Hagsmunir Landsbankans í Eim-
skipafélaginu, sem á mikið undir
flutningum fyrir SH, geta þó komið
í veg fyrir að til sameiningar fyr-
irtækjanna komi. Eins og eignar-
hlutföllin eru nú, myndi SÍF eiga
meirihluta í sameinuðu fyrirtæki,
en slíkt myndi líkast til þýða að
flutningar sameinaðs félags færðust til Sam-
skipa, nema um annað væri sérstaklega samið.
Fram að síðustu helgi átti Landsbankinn
26,7% í SH, Burðarás, dótturfélag Eimskipa-
félagsins, 27,1%, Íslandsbanki og Sjóvá samtals
23,4% og Straumur 17,4%. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hefur Íslandsbanki sýnt
því áhuga allt frá því að sameining SH og SÍF
fór út um þúfur síðastliðið haust, að kaupa í fé-
lagi við aðra Landsbankann og Burðarás út úr
SH. Íslandsbankamenn buðu upp á að yrði
þessu boði ekki tekið, gætu hinir keypt þá út, en
vildu ekki viðhalda þeirri pattstöðu og stefnu-
leysi, sem að þeirra mati var í hluthafahópi fyr-
irtækisins. Íslandsbankamenn töldu sig ekki fá
nein svör við þessu boði og voru farnir að hafa
áhyggjur af að lokast inni í SH sem óvirkur hlut-
hafi – töldu Landsbankann raunar gefa þeim
ástæðu til að ætla að þannig gæti farið. Staðan í
félaginu er vissulega nokkuð sérstök í ljósi þess
að fjórir aðilar eiga nær allt hlutafé í SH, en
hver og einn þeirra er í þeirri aðstöðu að geta
lokazt inni sem óvirkur hluthafi, taki hinir sig
saman.
Róbert stækkaði hópinn
Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH,
fór eftir þetta í að stækka þann hóp fjárfesta,
sem til greina kom að keypti hlut Landsbankans
í félaginu. Inn í hópinn komu Baldur Guðnason,
Sindri Sindrason, Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, stjórnarmenn í Eimskipafélaginu og
Burðarási og nánir samstarfsmenn Björgólfs
Guðmundssonar, formann bankaráðs Lands-
bankans.
Á fimmtudag taldi Róbert sig vera kominn
með samþykki bankastjóra Landsbankans,
þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar og Halldórs
Kristjánssonar, fyrir þessum kaupum en á laug-
ardag sneri Björgólfur við blaðinu og hafnaði
slíkum samningi, a.m.k. um sinn.
Eftir þessi sinnaskipti töldu Íslandsbanka-
menn sig ekki geta beðið lengur og gengu frá
sölu á 23% hlut sínum í SH við Ólaf Ólafsson,
stjórnarformann SÍF, og samstarfsmenn hans.
Fjárfestingarfélaginu Straumi, sem studdi
ásamt Íslandsbanka tilraunir Róberts til kaup-
nota hann frekar til að
styrkja starfsemi SÍF í
Bandaríkjunum og Evrópu
með samvinnu, ekki endi-
lega samruna. Eða þá alveg
öfugt, að lána SÍF fyrir
hlutnum, stuðla að samein-
ingu og vonast til að með því
móti megi styrkja stöðu
SÍF.
Hvert yrði vægið?
Fyrir rúmu ári mat Landsbankinn vægi fé-
laganna við sameiningu 52%–48% SH í vil, en
mat hvors félags fyrir sig á eigin vægi var að það
væri meira. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að
meta vægi félaganna. Í hálffimm fréttum KB
banka á mánudag er markaðsvirði SH metið á
8,1 milljarð, eða 54% í sameinuðu fyrirtæki, en
virði SÍF um 7 milljarðar eða 46%. Miðað við
uppgjör félaganna fyrir síðasta ár, bæði hvað
varðar veltufé frá rekstri og hagnað, eru hlut-
föllin enn hagstæðari SH og hafa sumir gengið
svo langt að nefna hlutföllin 60%–40%. En nú er
uppi önnur staða en í fyrrahaust; SÍF á nú fjórð-
ung í SH, sem þýðir að jafnvel þótt hlutföllin
yrðu þessi, væri SÍF með meirihlutann í sam-
einuðu félagi. Ef Landsbankinn léti það ganga
eftir, væru viðskipti Eimskips og SH í uppnámi.
Milljarða sparnaður
Það hefur margoft komið fram að milljarða
sparnaður getur náðst með sameiningu félag-
anna eða náinni samvinnu. Samlegðaráhrifin
eru augljós í Bandaríkjunum, þar sem SH rekur
gamla fiskréttaverksmiðju þar sem miklar end-
urbætur standa fyrir dyrum, en SÍF rekur nán-
ast nýja verksmiðju þar sem afkastagetan er
ekki fullnýtt. Það er líka ljóst að standi fyr-
irtækin saman í markaðssetningunni vestanhafs
munu þau mynda miklu sterkari heild en áður
og geta betur att kappi við hina risastóru keppi-
nauta sem við er að etja.
Svipaða sögu má segja um Evrópu. Þar er
tvöfalt sölukerfi, sem hægt væri að einfalda og
styrkja verulega með samruna eða náinni sam-
vinnu. SÍF á nýlega fiskréttaverksmiðju í
Frakklandi, en SH rekur tvær verksmiðjur fyr-
ir frystar afurðir í Grimsby, sem báðar eru
komnar á þrítugsaldurinn. Stutt er á milli þess-
ara verksmiðja og líklega mætti ná verulegri
hagræðingu með því að flytja eitthvað af vinnsl-
unni í Bretlandi til Frakklands til að fullnýta
verksmiðjuna þar og hugsanlega loka annarri
brezku verksmiðjunni.
anna, var jafnframt gert tilboð í hlut þess í SH,
sem ekki var þegið. SÍF-menn tilnefndu strax
tvo nýja stjórnarmenn í SH, þá Árna Tómasson
og Hjörleif Jakobsson. Það er óneitanlega sér-
stök staða að SÍF skuli nú komið með beina
tengingu inn í SH með tvo menn í stjórn og að-
gang að öllum upplýsingum og áformum, en SH
hafi enga slíka tengingu inn í SÍF. Hvernig
menn leysa þessa stöðu á eftir að koma í ljós, en
hún hlýtur að setja mikinn þrýsting á samein-
ingu eða náið samstarf félaganna.
Verja hagsmuni
Augljóst er að stirt er á milli Íslandsbanka og
Landsbanka vegna þessara viðskipta og ekki
ósennilegt að þung orð, sem Kristján Ragnars-
son, fráfarandi formaður bankaráðs Íslands-
banka, lét falla um Landsbankamenn á aðal-
fundi bankans í fyrradag, séu a.m.k. að hluta
tilkomin vegna forsögu þessara viðskipta.
Landsbankinn er hins vegar í snúinni stöðu.
Hann telur sig þurfa að verja hagsmuni sína í
Eimskipafélaginu með því að tryggja því flutn-
inga fyrir SH. Það getur bankinn ekki gert, þeg-
ar hann hefur selt hlut sinn í SH. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins hefur komið fram
af hálfu Landsbankamanna að þeir vilji ekki
selja í SH fyrr en búið sé að skipta upp Eim-
skipafélaginu eins og áform eru um á aðalfundi
þess í næstu viku. SH er stærsti viðskiptavinur
Eimskips og leiðakerfi skipafélagsins tekur
talsvert mið af þörfum og hagsmunum SH. Það
kann því að fara svo, að selji bankinn flutninga-
starfsemi Eimskipafélagsins, verði afstaðan
önnur til sölunnar á hlutnum í SH. Á það er þó
bent, að væntanlegur kaupandi flutningafélags-
ins hljóti að horfa til þess hvort þessi mikilvæg-
asti viðskiptavinur verði áfram í viðskiptum eða
hvort hætta sé á að hann fari yfir til Samskipa,
þar sem Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður
SÍF, er jafnframt stjórnarformaður.
En fleira kemur til. Bankinn ámikilla hags-
muna að gæta í SÍF, enda einhver stærsti lán-
ardrottinn félagsins. S-hópurinn keypti SÍF á
háu verði og staða fyrirtækisins er tæp, einkum
í Frakklandi. Það var því kannski ekki í þágu
Landsbankans að selja hlutinn í SH, heldur að
SÍF myndi eiga meiri-
hluta í sameinuðu félagi
Sameining eða samvinna SH og SÍF virðist við fyrstu sýn líklegri eftir kaup SÍF á
tæplega fjórðungshlut í keppinautnum. Hjörtur Gíslason og Ólafur Þ. Stephensen
segja þó að hagsmunir Landsbankans í Eimskip flæki stöðuna til muna.
hjgi@mbl.is
olafur@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ, FME, segir Krist-
ján Ragnarssonar, fráfarandi formann banka-
ráðs Íslandsbanka, hafa farið með rangfærslur í
ræðu sinni á aðalfundi bankans sl. mánudag, en
FME svarar orðum Kristjáns formlega á heima-
síðu sinni í gær.
„Á aðalfundi Íslandsbanka hf. í gær kom fram
í máli Kristjáns Ragnarssonar bankaráðsfor-
manns að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert aðhafst
í því að gera kröfur til þess að lögbundið eig-
infjárhlutfall væri hærra hjá einstökum fjár-
málafyrirtækjum en almennt gerist. Taldi hann
ábendingar eftirlitsins um þetta koma að litlu
gagni ef þeim væri ekki beint til þeirra fjármála-
fyrirtækja, sem eftirlitið teldi hafa þörf fyrir
hærra eiginfjárhlutfall,“ segir FME.
Fjármálaeftirlitið segist hafa á umliðnum ár-
um beint því til einstakra fjármálafyrirtækja að
hafa hærra eiginfjárhlutfall en lögbundið 8%
lágmarkshlutfall. Til rökstuðnings þessu hafi
Fjármálaeftirlitið þróað sérstakt áhættumats-
kerfi sem gefur einstökum fjármálafyrirtækjum
Í þessu sambandi er einnig rétt að vekja at-
hygli á að Fjármálaeftirlitið er háð þagnar-
skyldu um málefni eftirlitsskyldra aðila og
greinir því almennt ekki opinberlega frá ein-
stökum niðurstöðum úr eftirliti. Fjármálaeftir-
litið vakti síðasta haust máls á því hvort efni
væri til að auka heimildir eftirlitsins til að greina
frá niðurstöðum sínum (umræðuskjal nr. 8/2003,
á heimasíðu). Viðbrögð eftirlitsskyldra aðila
hafa almennt verið þau að leggja beri áherslu á
þagnarskyldu eftirlitsins í störfum þess.“
Seðlabankinn svarar ekki
Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri sagðist
ekki sjá ástæðu til að svara sérstaklega orðum
sem Kristján lét falla um Seðlabankann í ræðu
sinni við sama tækifæri. Í ræðu sinni gagnrýndi
Kristján Seðlabankann fyrir að setja viðvaranir
um erlendar lántökur bankanna fram með al-
mennum orðum í stað þess að beina orðum sín-
um til einstakra fjármálastofnana sem viðvar-
anirnar ættu við.
einkunnir í samræmi við áhættustig og álags-
próf (stress-test) sem sýni hversu hátt eiginfjár-
hlutfall einstakra fjármálafyrirtækja þurfi að
vera til að standast tiltekin áföll.
„Fjármálaeftirlitið hefur nýlega fengið laga-
heimild til að taka formlega ákvörðun um hærra
eiginfjárhlutfall einstakra fjármálafyrirtækja,
en þau fyrirtæki sem sæta slíkri ákvörðun munu
þurfa að grípa fyrr en ella til aðgerða vegna
ónógs eiginfjár. Fjármálaeftirlitið hefur kynnt
fjármálafyrirtækjum drög að reglum sem mæla
fyrir um viðmið við ákvörðun um þetta,“ segir
FME og bætir við að reglurnar verði settar á
vordögum.
„Það er því rangt sem fram kom í máli for-
manns bankaráðs Íslandsbanka hf. að Fjár-
málaeftirlitið hafi ekkert aðhafst í þessu efni.
Ummæli hans vekja athygli þar sem Íslands-
banki hf. stóð að nýlegri umsögn um framan-
greind regludrög þar sem hvatt er til þess að
Fjármálaeftirlitið fari sér gætilega í þessum efn-
um.
FME segir Kristján
fara með rangfærslur
● BREYTINGAR verða á stjórn Flugleiða á
aðalfundi félagsins á morgun. Lögð verður
fram tillaga um að stjórnarmönnum fækki úr
níu í sjö en sjö aðilar hafa boðið sig fram til
setu í stjórninni. Þeir eru Benedikt Sveins-
son, Hannes Smárason, Hreggviður Jóns-
son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Helgi
Guðmundsson, Pálmi Haraldsson og Ragn-
hildur Geirsdóttir. Úr stjórn fara Hörður Sig-
urgestsson, Grétar Br. Kristjánsson, Einar
Þór Sverrisson, Garðar Halldórsson og Ingi-
mundur Sigurpálsson. Benedikt Sveinsson,
Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haralds-
son bjóða sig fram til áframhaldandi setu.
Breytingar
á stjórn Flugleiða
● PHARMACO hf . hefur verið tekið af athug-
unarlista Kauphallar Íslands. Félagið var
fært á athugunarlistann 1. mars sl. vegna
hættu á ójafnræði meðal fjárfesta í
tengslum við viðræður þess við þriðja aðila
um kaup á fyrirtæki. Þeim viðræðum hefur
nú verið hætt. „Pharmaco mun halda áfram
að meta möguleika á kaupum eða samrun-
um við önnur félög og er það hluti af að-
alstarfsemi félagsins,“ segir í tilkynningu
Pharmaco til Kauphallar Íslands.
Pharmaco
af athugunarlista