Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN ár hefur rík- isstjórnin undir forystu Sjálfstæð- isflokksins ausið peningum í menntakerfið. Þrátt fyrir það hrópa vinstrimenn á enn meiri fjáraustur til þess að jafna megi einhver hlut- föll á við erlend ríki. Eins og í svo mörgum málum snúast tillögur vinstrimanna fyrst og fremst um aukin útgjöld rík- isvaldsins. Opinn mennta- málahópur Heimdallar hefur að undanförnu unnið að tillögum fé- lagsins í menntamálum sem kynntar voru Þor- gerði Katrínu Gunn- arsdóttur mennta- málaráðherra þriðjudaginn 9. mars. Í honum sátu sjálfstæð- ismenn á öllum skóla- stigum, nema leik- skólastiginu, bæði úr einkareknum og op- inberum skólum, sem og nokkrir er lokið hafa námi. Tillögurnar voru uppsettar á glæsilegu dagatali er nær út árið 2004 og má nálgast í heild sinni á vefsíðu félagsins, Frelsi.is. Telur félagið að bæta megi menntun hérlendis með auknu frelsi og er rétt að tæpa á nokkrum atrið- um. Til þess að tryggja mikilvæga samkeppni á menntasviðinu er nauð- synlegt að innleiða einkarekstur á öllum skólastigum. Bæta má þjón- ustu og nýtingu á fjármunum með gerð þjónustusamninga við einka- aðila. Auk þess er nýsköpun og gróska meiri í einkarekstri en mið- stýrðum rekstri hins opinbera. Ein helstu rök andstæðinga einkarekstursins eru þau að slíkar stofnanir geti farið í gjaldþrot. Þau rök eru í raun helstu rökin fyrir einkarekstri. Ábyrgð rekstrar- og þjónustuaðila í einkarekstri er mun skýrari en opinberra aðila. Við gjaldþrot er skipt um rekstraraðila eða endurskipulagt enda augljóst að ekki var allt í lagi. Í op- inberum rekstri er mögulegt að reka allt í mínus jafnvel mörg ár í röð, ríkissjóður borgar hvort eð er reikning- inn. Samræmd próf á framhaldsskólastigi ber að afnema áður en þau koma til fullra framkvæmda. Prófin eru fyrst og fremst lög- uð að vafasömum þörf- um háskóla varðandi inntökuskilyrði. Hafi háskólar nauðsyn fyrir slík skilyrði er skynsamlegra að þeir haldi inntökupróf sem þeir geta lag- að að eigin þörfum og nemendur geta menntað sig í samræmi við. Prófin eru líkleg til þess að steypa framhaldsskólana í sama mót. Einn- ig eru þau slæmur mælikvarði á þekkingu og getu nemenda svo vægt sé til orða tekið. Grunnskólamenntun grundvallast fyrst og fremst á tveim greind- arsviðum, málgreind og rök- og stærðfræðigreind. Allir vita að gáfur manna eru á mun fleiri sviðum en þessum tveim. Þrátt fyrir að annars konar nám fái inni í skólum landsins, svo sem verk- og listnám er vægi þess lítið á grunnskólastigi. Mennta- kerfið mismunar einstaklingum fyrir að hafa áhuga á öðrum sviðum en málhæfni og stærðfræði. Ennfremur eru kostir kennsluaðferða er miðast út frá fjölgreindarkenningum ekki nýttir sem skyldi. Til þess að bæta kennslu þarf að afnema samræmd próf og rýmka aðalnámskrár tals- vert. Í kjölfar þess geta fagaðilar mótað námið út frá þörfum ein- staklinganna í stað þess að steypa þá alla í sama mót. Þegar að styttingu náms til stúd- entsprófs kemur er nauðsynlegt að hafa í huga þarfir nemenda og fag- leg sjónarmið. Líklegt má þykja að með auknu svigrúmi nemenda til þess að ákvarða um eigið nám megi draga talsvert úr brottfalli. Fólk sækist fremur eftir því sem það hef- ur áhuga á og stendur sig betur í því. Staðlaðar námseiningar sem eru hagkvæmar vegna kerfisskipulags eiga ekki að ganga fyrir þörfum ein- staklinganna. Skólar eiga að vera staðir þar sem nemendur læra það sem þeir helst vilja vita en ekki það sem við höldum að þeir vilji. Hin síþreytta tillaga vinstrimanna um aukin útgjöld er jafnólíkleg til þess að bæta menntun hérlendis og tillögur Heimdallar og Sjálfstæð- isflokksins eru til þess fallnar að bæta hana. Félagið hvetur mennta- málaráðherra til þess að fylgja til- lögunum eftir og auka frelsi í menntamálum. Aukið frelsi í menntamálum Kristinn Már Ársælsson skrifar um menntamál ’Ábyrgð rekstrar- ogþjónustuaðila í einka- rekstri er mun skýrari en opinberra aðila.‘ Kristinn Már Ársælsson Höfundur er ritstjóri Frelsi.is og stjórnarmaður í Heimdalli. Í SKÝRSLU frá GJ Fjár- málaráðgjöf, þar sem borið var saman verð á 27 þjónustuliðum banka og sparisjóða á Norðurlönd- unum, kom fram að verð var lægst á Íslandi í 23 tilvikum. Þegar bor- in var saman notkun „meðalviðskiptavinar“ á Íslandi annars veg- ar og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hins vegar kom í ljós að hann þyrfti að borga minna á Íslandi en hinum löndunum að meðaltali. Miðað var við verðskrár bankanna, sem eru opinberar, og notkun meðalvið- skiptavinar í íslensk- um bönkum, sam- kvæmt gögnum frá þeim. Þjónustan sem verið er að skoða er mismunandi, en reynt var að láta erlendu bankana njóta vafans í hvívetna. T.d. var ekki tekið tillit til þess að millifærslur taka skemmstan tíma á Íslandi. Um er að ræða einfalda verð- könnun og er skýrslan afar gegnsæ. Sjá má allar tölur sem notast er við aftast í skýrslunni, í töfluviðaukum. Kannað var verð á 27 þjónustuliðum og það réð helst vali þeirra hversu auðvelt var að bera þá saman. Um var að ræða kostnað tengdan tékkanotkun, reikningsyfirlitum, debetkortum, viðskiptum hjá gjaldkera, net- banka og símabanka. Ekki voru t.d. athuguð gjöld vegna kredit- korta eða lántöku. Erfiðara er að bera þetta tvennt saman á milli landa og eðlilegra er að mati GJ Fjármálaráðgjafar að athuga lán- tökugjöld í tengslum við könnun á lánakjörum í heild, þar sem vextir eru einnig teknir til skoðunar. Engin gagnrýni hefur komið fram á skýrsluna sem staðist hefur skoðun. Öllum ætti að vera í lófa lagið að kanna verðforsendur skýrsl- unnar og sjá hvort þær standast. Reynt hefur verið að vísa til annarra talna til þess að grafa undan skýrslunni, en þegar betur hefur verið að gáð fjalla þær tölur ekki um verð á um- ræddum þjón- ustuliðum, heldur heildartekjur af allri þjónustu bankanna, meira að segja þjón- ustu við fyrirtæki. Eins og flestum ætti að vera ljóst þarf að vera um sömu þjónustu að ræða, til þess að hægt sé að bera saman mismunandi tölur. Einnig er ekki hægt að bera saman verð og tekjur í banka, ekki fremur en hægt er að bera saman verð á mjólkurlítra og veltu í mjólkursölu hjá matvörubúð. Hægt er að nálg- ast skýrsluna á vefsíðu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, www.sbv.is. Skýrsla um þjónustugjöld Hjalti Baldursson skrifar um þjónustugjöld fjármálastofnana ’Um er að ræðaeinfalda verð- könnun og er skýrslan afar gegnsæ.‘ Höfundur er fjármálaráðgjafi hjá GJ Fjármálaráðgjöf. Hjalti Baldursson NÚ hefur þingflokkur Samfylk- ingarinnar lýst því yfir að þeir séu andvígir ákvæði til bráðabirgða í lagafrumvarpi umhverfisráðherra um verndun Mývatns og Laxár. Það kemur svosem engum á óvart að flokkur sem virðist ekki hafa pólitíska stefnu eða sannfæringu sé búinn að setja fing- urinn upp, kanna vind- áttina og hefur ákveðið að elta almenningsálitið í þessu máli eins og öðr- um. Fulltrúar flokksins, í umræðum á Alþingi, telja enga ástæðu til þess að ganga á svig við samkomulag landeig- enda, forsvarsmanna virkjunarinnar og stjórnvalda frá 1973. Það er athyglisvert þegar að í fyrstu grein umrædds sam- komulags kemur fram að það þarf samþykki landeigendafélagsins fyrir breytingum á virkjunum í Laxá sem leiða til hækkunar á vatnsborði árinnar. Nú þegar umhverfisráðherra leggur fram lagafrumvarp sem ætlað er að lögfesta þetta ákvæði samningsins leggst Samfylkingin gegn því og seg- ir það ganga á svig við samninginn. Hvers vegna skyldu þeir vera á móti? Rökin fyrir andstöðunni halda ekki þegar frumvarpið annars vegar og samkomulagið frá 1973 hins vegar eru lesin saman. Önnur rök sem þeir koma með eru að Landsvirkjun hafi ekki sýnt fram á að leggja þurfi af Laxárvirkjun vegna sandburðar og að rannsóknir skorti á sandinum og hvernig hefta megi sandburð í ána. Þegar frumvarpið er lesið þá kem- ur þar fram að stíflan verður ekki hækkuð án undangengins umhverf- ismats, samþykkis sveitarfélagsins, samþykkis landeigenda og sam- þykkis umhverfisstofnunar. Lög um umhverfismat eiga að tryggja að þegar farið er í framkvæmdir sem þessar liggi fyrir rannsóknir á áhrif- um framkvæmdanna á umhverfið. Það er svo Skipulagsstofnun sem fer yfir umhverfismatið og vegur og metur þau rannsóknargögn sem fyr- ir liggja. Þingmenn Samfylkingarinnar vantreysta greinilega Skipulagsstofnun og telja sig mun færari að vega og meta þau rannsóknargögn sem út úr umhverfismati koma. Ég hef reyndar ákveðnar efasemdir um færni þeirra í ljósi þess að þeir virðast ófærir um að lesa sam- an frumvarpið og samninginn frá 1973, og varla gengur þeim þá betur að lesa rann- sóknir um sand og sandburð í Laxá og áhrif sands á vélar Laxárvirkjunar. Umhverfisstofnun þarf að lokum aðveita leyfi sitt fyrir fram- kvæmdunum þar sem framkvæmdin er á vernduðu svæði. Hvers vegna er Samfylkingin á móti? Er það vegna þess að þeir treysta þess- um aðilum ekki? Vilja þeir frekar að Alþingi geti veitt heimild fyrir hækk- un stíflunnar án þess að þessar stofn- anir og þessir aðilar komi að málinu? Eða eru þeir bara að elta almenn- ingsálitið eins og þeir halda að það sé? Í enn einu málinu verður þjóðin vitni að því að Samfylkingin er stefnulaust rekald sem hagar sér eins og þeir halda að vindurinn blási hverju sinni. Samfylkingin og almenningsálitið G. Valdimar Valdemarsson skrifar um Laxárvirkjun G. Valdimar Valdemarsson ’Í enn einu mál-inu verður þjóð- in vitni að því að Samfylkingin er stefnulaust rek- ald …‘ Höfundur er formaður mál- efnanefndar miðstjórnar Framsókn- arflokksins. ÞAÐ eru mikil tímamót í hafna- málum á höfuðborgarsvæðinu að Reykjavíkurhöfn, Grundartanga- höfn, Akraneshöfn og Borgarnes- höfn sameinist í eitt fyrirtæki um næstu áramót. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi hafna hér á landi undanfarin misseri og með nýjum hafnalögum sem tóku gildi um mitt síðasta ár og koma að fullu til framkvæmda á miðju þessu ári, var ljóst að hafnir myndu leita leiða til að endur- skipuleggja rekstur sinn og ná fram eins mikilli hagkvæmni og unnt er. Markmiðin með sameiningu þess- ara hafna eru:  Að sameinað fyr- irtæki verði stærra og öflugra í breyttu samkeppn- isumhverfi.  Að hagræðing verði í rekstri.  Að skapa ný sóknarfæri í upp- byggingu þjónustu og atvinnu- rekstri á svæðinu.  Að tryggja viðskiptaaðilum hafn- arinnar góða og hagkvæma þjón- ustu á þeim hafnarsvæðum sem rekin verða af fyrirtækinu. Stefna hins nýja hafnarfyr- irtækis verður að byggja upp og reka öfluga höfn á starfssvæði fé- lagsins. Í viljayfirlýsingu sveit- arstjórnanna sem standa að rekstri hafnanna fjögurra segir m.a.: „Skipulagsáform hafnanna verði endurskoðuð þannig að hætt verði við fyrirhugaða hafnargerð í Geld- inganesi, en uppbygging Grund- artangahafnar miðuð við að taka við þeirri starfsemi sem þar var fyrirhuguð. Akraneshöfn verði efld sem fiskihöfn. Reykjavíkurhöfn verði áfram þróuð sem fjölbreytt inn- og útflutningshöfn og þá verði enn frekar unnið að því að auka hlutdeild skemmtiferðaskipa og bæta aðstöðu til móttöku þeirra í Reykjavíkurhöfn. Í Borgarneshöfn mun áfram verða viðlega og að- staða fyrir smábáta.“ En ávinningurinn af sameining- unni er ekki einungis rekstr- arlegur. Skipulagsleg áhrif þess- arar sameiningar eru gífurleg, í Reykjavík en einnig í sveitarfélög- unum norðan Hval- fjarðar. Hér í borginni liggur beinast við að horfa til Geldinganess. Í tvennum und- anförnum borgar- stjórnarkosningum hefur verið tekist hart á um skipulag þess svæðis. Geldinganes var skilgreint sem hafnarsvæði í Að- alskipulagi borg- arinnar árið 1984, þeg- ar sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta. Meirihluti Reykjavík- urlistans hefur lagt áherslu á að Reykjavíkurhöfn, sem lífæð efna- hags- og atvinnulífs í borginni, þurfi að eiga sér þróunarmöguleika til framtíðar. Þess vegna væri hvorki skynsamlegt né ábyrgt að svipta höfninni þeim möguleikum nema hafa aðrar lausnir í sjónmáli. Nú eygjum við nýja og betri mögu- leika í þeim efnum í samstarfi við aðrar hafnir við norðanverðan Faxaflóa. Það eru mikil tíðindi og góð sem ástæða er til að fagna. Undir forystu Reykjavíkurlistans verður skipulag Geldinganess nú tekið til endur-skoðunar, í því augnamiði að þar þróist blönduð byggð með áherslu á íbúðabyggð og atvinnustarfsemi. Annar mikilvægur flötur á sam- einingu hafnanna er að hún undir- strikar að Hvalfjarðargöng hafa sameinað Reykjavík og byggð norðan Hvalfjarðar í eitt atvinnu- og búsetusvæði og lagning Sunda- brautar mun leiða til enn frekari áhrifa í þá átt. Sú þróun kallar á breytt viðhorf og aðgerðir sveitar- félaga m.a. með tilliti til skipulags svæðisins og þjónustu. Sveit- arfélögin sem nú hafa ákveðið að sameinast um hafnarekstur munu vinna að því að undirbúningi við lagningu Sundabrautar verði hrað- að og stuðla að framgangi þess verkefnis, en engum blöðum er um það að fletta að sú framkvæmd mun skipta miklu máli fyrir rekst- ur hafnanna, á sama hátt og hún mun bæta aðgengi að höfuðborg- inni og sérstaklega miðborg Reykjavíkur. Samgöngubæturnar sem felast í Sundabraut munu bæði koma sér vel fyrir íbúa höfuðborg- arsvæðisins en einnig og ekki síður fyrir þá sem eiga erindi til borg- arinnar frá Norður- og Vest- urlandi. Ástæða er til að gleðjast yfir þeirri framsýni og frumkvæði sem felst í viljayfirlýsingunni um sam- einingu hafnanna og ég vil sér- staklega þakka þeim sem tóku þátt í undirbúningi málsins fyrir þeirra framlag. Það eru sannarlega tíma- mót í hafnamálum höfuðborg- arsvæðisins og skipulagsmálum Reykjavíkur. Tímamót í hafnamálum Árni Þór Sigurðsson skrifar um borgarmál ’Það eru sannarlegatímamót í hafnamálum höfuðborgarsvæðisins og skipulagsmálum Reykjavíkur.‘ Árni Þór Sigurðsson Höfundur er forseti borgarstjórnar og formaður hafnastjórnar Reykja- víkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.