Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
V
inur minn, þján-
ingabróðir og sam-
herji, eins og hann
ávarpaði mig í bréf-
korni fyrir sjö árum;
Sverrir Pálsson á Akureyri, hefur
nú sent frá sér sína þriðju ljóða-
bók. Laufvindar heitir hún, en
fyrri bækurnar eru Slægjur, sem
kom út 1994, og Töðugjöld 1998.
Auk ljóðabókanna liggja eftir
Sverri fleiri bækur frumsamdar og
þýðingar.
Um árabil var Sverrir fréttarit-
ari Morgunblaðsins á Akureyri.
Hann gegndi þá stöðu skólastjóra
gagnfræða-
skólans, því
kennslan var
hans lifi-
brauð, en
blaða-
mennskan
var lífs-
upplyftingin.
Þetta var fyrir daga Akureyr-
arskrifstofu Morgunblaðsins, sem
nú er, þegar Akureyrarúthaldið
bjó í þríeykinu Sverri, Jódísi og
Stefáni.
Leið mín lá oft til Akureyrar á
þessum árum, oftast í blaða-
mennsku, en stundum í einkaer-
indum. Ég held ég hafi (nær) alltaf
litið inn hjá Moggaþríeykinu með-
an það var og seinna Sverri og Jó-
dísi. Og ekki má ég í Akureyr-
arminningum gleyma þeirri góðu
konu Ellen; eiginkonu Sverris.
Það var þá. En nú takast menn
enn og aftur á um Laxárvirkjun.
Ein ferð mín til Akureyrar forðum
var farin vegna sáttafundar í Lax-
árdeilunni, sem þá stóð. Það skorti
ekkert á hitann í þeirri deilu. Svo
hátt reis hann, að menn sprengdu
stíflu og kváðust reiðubúnir til
þess að láta þar ekki staðar numið,
ef með þyrfti. Það var því rafmagn-
að andrúmsloft á þessum sátta-
fundi á Akureyri. Menn voru heitir
og há orð féllu. Sverrir kom með
mér, þegar ég talaði við ósátta
menn eftir fundinn og man ég að
honum þótti oft nóg um orð-
bragðið. En hissastur varð hann,
þegar formaður Sjálfstæðisflokks-
ins heilsaði okkur svona; Af hverju
þarf Mogginn að vera eins og
hundur í bandi á eftir Hermóði frá
Sandi? Mér fannst ávarpið nokkuð
lunkið og Sverrir sagði, að það
væri þá ekki hægt að bera Morg-
unblaðinu það á brýn að blaðið
gengi erinda Sjálfstæðisflokksins,
fyrst sjálfur formaður hans fyndi
hjartslátt þess annars staðar!
Sverrir Pálsson var á þessum
tíma ekki einasta afbragðs blaða-
maður og kennari, heldur var hann
líka skáld. Og það ekki af minni
efnum en hitt, nema síður væri.
Frá honum komu frumsamdar
bækur og þýðingar, en ljóðin
geymdi hann hjá sér unz hann varð
sjötugur. Þá komu Slægjur út.
Sverrir er sjálfur sinn útgefandi
og hefur gert ljóðabækur sínar
þannig úr garði, að þær eru allar
með einum svip og góðar að hafa í
höndum. Og þær byrja allar á ljóð-
um til Ellenar.
Og enn sé ég vorið í augunum þínum,
finn angan af rósum í nærveru þinni.
Þín snerting er indæl í sætleika sínum,
enn syng ég og gleðst yfir hamingju minni!
Sverrir Pálsson er ástfangið
skáld. Hann temur sér rómantíska
sýn á tilveruna. Hún ljómar í ljóð-
máli hans og ljóðanda, þótt þess
gæti líka, að hann á fleiri strengi í
sinni fiðlu. Og hann yrkir að hefð-
bundnum háttum, gjörþekkjandi
þann ljóðheim og um leið litbrigði
lífsins og ljóssins.
Sól á sumarkvöldi
sígur hægt í mar,
fjöll í gulli glóa,
glóir allt, sem var.
Jörðin algræn angar
eftir liðinn dag,
úthafsbáran ymur
eilíft kveðjulag.
Þótt mest fari fyrir ásta-
náttúru- og söguljóðum eru yrk-
isefni Sverris fjölbreyttari en það.
Hann er líka hreinræktað tækifær-
isskáld; bæði í vísum og kvæðum.
Allt er þetta ort af jafnmikilli alúð.
Tvo kvæðaflokka þykir mér rétt
að nefna sérstaklega. Í Töðugjöld-
um er kvæðaflokkurinn; Sunnan
við byggð í Bárðardal. Unglingur
var Sverrir í sveit á Mýri í Bárð-
ardal og hefur þær slóðir í háveg-
um.
Í Laufvindum er annar kvæða-
flokkur, sem Sverrir kveður um
sumarminningar æsku sinnar;
Átján ljóðsögur af Eyrarbakka, en
þar dvaldi hann sjö ára sumarið
sitt hjá afa og ömmu. Það sætir tíð-
indum, að þessum Eyrarbakka-
minningum hefur Sverrir sniðið
frjálsari stakk en hefðbundinn.
Í nýjustu bókinni er ljóðið Eftir
atómsprengjuna, sem Sverrir orti í
sporum japansks hrísgrjónabónda.
Draumur minn dó þennan morgun.
Við lestur þessa ljóðs rifjaðist
upp fyrir mér, að ég á í fórum mín-
um kvæði, sem Sverrir Pálsson
sendi mér á sínum tíma. Hann
hafði þá lesið í Lesbók Morg-
unblaðsins ljóð um Bosn-
íumanninn, þar sem vöngum var
velt yfir því, hvort hjörtum mann-
anna á Íslandi og í Bosníu svipaði
saman eður ei. „Ekki vildi ég mæta
sjálfum mér í Bosníu milli klukkan
níu og fimm.“ Hluta þess ljóðs,
sem Sverrir sendi mér á sínum
tíma, hefur hann tekið upp í Töðu-
gjöld undir heitinu; Hetjuskapur.
Nú fara þær grenjandi um héruð,
hetjurnar,
heljarmennin,
froðufellandi og bítandi í skjaldarrendur,
í Bosníu, Rúanda og Tsjetsjeníu
og ég veit ekki hvar,
og vaða jörðina í hné.
Rauðar eldtungur
sleikja rjáfur himins.
Og Sverrir komst að þeirri nið-
urstöðu, að við værum sama mark-
inu brennd;
aðeins stödd á öðrum reit
á örlagaskákborðinu.
Nú þegar Sverrir á kennslu og
blaðamennsku að baki endurnýjast
hann okkur í ljóðabókum sínum.
Sízt vildi ég að þar sannaðist á hon-
um, að allt er þegar þrennt er.
Reitirnir á
örlagaskák-
borðinu
Sverrir Pálsson, fyrrum skólastjóri á
Akureyri og fréttaritari Morgunblaðsins
til margra ára, hefur gefið út þrjár
ljóðabækur, sem allar lofa höfund sinn
að útliti jafnt sem innihaldi.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
✝ Fjóla Sigmunds-dóttir fæddist á
Ísafirði 30. apríl
1922. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut föstu-
daginn 27. febrúar
síðastliðinn. Hún var
dóttir Halldóru Hall-
dórsdóttur ljósmynd-
ara, f. 6.11. 1898 á
Ísafirði og Sigmund-
ar Sæmundssonar
bifreiðarstjóra, f.
20.12. 1899 að Stóra
Árskógi í Eyjafirði.
Hálfsystkini Fjólu
samfeðra eru Sigríður Stefanía, f.
7.10. 1925, María, f. 3.12. 1933, og
Sæmundur, f. 14.1. 1935.
Fjóla giftist 28.2. 1949, Halldóri
Péturssyni myndlistarmanni, f.
26.9. 1916, d. 16.3. 1977. Foreldr-
ar hans voru Ólöf Björnsdóttir, f.
31.7. 1887, í Reykjavík og Pétur
Halldórsson, bóksali og borgar-
stjóri, f. 26.4. 1887, í Reykjavík.
Börn Fjólu og Halldórs eru; Hall-
dóra, f. 17.4. 1949, Pétur, f. 28.4.
1952, eiginkona Ólöf Árnadóttir,
f. 3.7. 1954, og
Ágústa, f. 11.10.
1954, eiginmaður
Gunnar Júlíus Gunn-
arsson, f. 6.10. 1960.
Barnabörnin eru
Hildur Fjóla Antons-
dóttir, f. 10.4. 1975,
sambýlismaður Gísli
Magnússon, Kristján
Birkir Guðmunds-
son, f. 19.4. 1979,
Brynja Pétursdóttir,
f. 3.10. 1984, kærasti
Kristján Þór Matt-
híasson og Halldór
Pétur Gunnarsson, f.
8.7. 1991.
Fjóla nam hárgreiðslu á Ísa-
firði. Fluttist til Reykjavíkur
1942, stofnaði eigið fyrirtæki og
keypti hárgreiðslustofuna Pýrólu,
til húsa á Vesturgötu 2 í Reykja-
vík, sem hún rak til ársins 1952.
Fjóla sinnti húsmóðurstörfum af
einstökum myndarskap til dauða-
dags.
Útför Fjólu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hún Fjóla frænka mín var sú af
móðurfólki mínu frá Ísafirði, sem ég
kynntist mest. Ég var barn að aldri
og hún ung kona um tvítugt þegar
hún fluttist til Reykjavíkur. Hún varð
fljótt tíður gestur á heimili foreldra
minna. Hún var mitt á milli mín og
móður minnar í aldri og þær áttu af
ýmsum ástæðum vel saman. Og mik-
ið þótti mér hún flott og skemmtileg,
þessi hnellna, kvika stúlka með sitt
hressandi fas og dillandi hlátur.
Já, ég dáðist að og leit upp til henn-
ar Fjólu, þó ekki væri það í bókstaf-
legri merkingu, því hún var ekki há-
vaxin frekar en flestir hinna
ættmennanna að vestan. Fyrr en
varði var hún komin með hár-
greiðslustofu og þá lá auðvitað leiðin
þangað.
Fjóla hafði góða söngrödd og gekk
til liðs við Þjóðleikhúskórinn, þar
sem hún hitti svo draumaprinsinn
sinn, hann Halldór. Þau giftust og
áttu börn og buru, eins og segir í æv-
intýrunum. Þau bjuggu í Hlíðunum
og til þeirra var gott að koma. Fyrst í
skemmtilega risíbúð og síðan í
Drápuhlíðina, þar sem þau bjuggu
alla tíð síðan á meðan Halldór lifði.
Þau voru ólík hjón, Fjóla og Halldór,
en afar notaleg og skemmtileg bæði,
hvort á sinn hátt og saman. Hann
stór og rólegur, hún lítil og kvik.
Árin liðu með annir á báða bóga og
við hittumst sjaldnar. Eftir að Hall-
dór lést var Fjóla sjálfri sér sam-
kvæm og lét ekki deigan síga. Hún
synti og hjólaði og var á allan hátt já-
kvæð og virk. En allt tekur enda og
fyrir nokkrum árum fór líkamlegri
heilsu hennar að hraka jafnt og þétt,
þó ekki vantaði viljann til verka, bæði
úti og inni.
Og nú er hún Fjóla öll. Ég kveð
hana bæði með hryggð og gleði í huga
og sendi fólkinu hennar samúðar-
kveðjur vegna fráfalls mætrar konu.
Sigríður Valdimarsdóttir.
FJÓLA
SIGMUNDSDÓTTIR
✝ Magga AldaÁrnadóttir
fæddist á Bíldudal
21. apríl 1936. Hún
lést á sjúkrahúsi
Suðurlands 1. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Snæbjörns-
dóttir frá Tannanesi
í Tálknafirði, f.
11.10. 1912, d. 20.12.
1992, og Árni Krist-
jánsson frá Bræðra-
minni á Bíldudal, f.
7.11. 1901, d.
8.4.1966. Systkini
Möggu Öldu eru Kristján, f. 3.12.
1932, kvæntur Unni Pálsdóttur,
Reynir, f. 4.2. 1938, d. 11.2. 1938,
Hilmar, f. 4.2. 1938, kvæntur Guð-
rúnu Önnu Jónasdóttur, Snæ-
björn, f. 6.3. 1940, kvæntur Hrafn-
hildi Þór Jóhannesdóttur,
Rannveig, f. 11.1. 1942, d. 10.6.
og starfaði þar m.a. í matvælaiðju
og sem matráðskona. Hún var í
sambúð í nokkur ár með Bjarna
Andréssyni frá Hamri í Múlanesi
og eignuðust þau andvana fædda
dóttur 17.12. 1953. Þeirra leiðir
skildu. Magga Alda eignaðist Jó-
hönnu Rannveigu Skaftadóttur, f.
25.4. 1962, d. 5.6. 2002. Börn Jó-
hönnu og Ævars Hjartarsonar eru
Lára Guðrún, f. 14.10. 1983, Vig-
dís Hlíf, f. 8.5. 1992, og Jón Sig-
mar, f. 10.12. 1994.
Hinn 29.12. 1968 giftist Magga
Alda Þorvaldi Sigurjónssyni,
bónda frá Núpakoti undir Eyja-
fjöllum, f. 1.10. 1929. Þau eign-
uðust tvær dætur. Þær eru: 1)
Hafdís, f. 2.12. 1968, gift Matthíasi
Jóni Björnssyni. Þeirra börn eru
Kolbrún Magga, f. 17.6. 1987, Þor-
valdur Björn, f. 26.2. 1991, Ingi-
björg, f. 9.12. 1994, og Sæmundur
Örn, f. 27.10. 2003. 2) Guðlaug, f.
25.9. 1972, gift Árna Gunnarssyni.
Þeirra börn eru Ásta Alda, f. 15.4.
1992, Jóna Þórey, f. 4.11. 1994, og
Elín, f. 21.9. 1998.
Útför Möggu Öldu fer fram frá
Eyvindarhólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
2002, var gift Ársæli
Kópi Sveinbjörnssyni,
Jóna Vestfjörð, f. 4.4.
1943, gift Sóloni
Rúnari Sigurðssyni,
Auðbjörg Sigríður
Ragnhildur, f. 10.10.
1944, var gift Ingólfi
Þórarinssyni, þau
skildu, Hreiðar, f.
10.10. 1945, d. 10.1.
1970, Bjarnfríður
Jóna, f. 17.3. 1947,
gift Braga Kristjáns-
syni, Björg Júlíana, f.
26.2. 1949, gift Krist-
jáni Ólafssyni, Magn-
ús Jón, f. 11.12. 1950, kvæntur
Ernu Árnadóttur, Guðrún, f. 28.3.
1952, var gift Guðlaugi Friðþjófs-
syni, f. 9.1. 1946, d. 2.1. 1999, í
sambúð með Einari Guðmunds-
syni, Sigrún Málfríður, f. 4.11.
1956, gift David Qarrasquillo.
Magga Alda ólst upp á Bíldudal
Okkur langar að minnast hennar
ömmu með nokkrum orðum. Fyrstu
minningar okkar um ömmu eru frá
Núpakoti en þar bjuggu þau afi.
Amma átti mjög gott með að laða að
sér öll dýr, t.d. komu kindurnar
Kleina og Dós oft heim að bæ og byrj-
uðu á að standa fyrir utan eldhús-
gluggann. Um leið og þær sáu ömmu
hverfa frá glugganum hlupu þær að
útidyrunum og var þeim oft boðið inn
í gang. Þar þáðu þær ýmiskonar góð-
gæti eins og mjólk, köku eða jafnvel
pylsur. Amma hafði ákaflega gaman
af blómum og átti fallegan garð þar
sem uxu óteljandi tegundir. Í garð-
inum gat hún dundað frá morgni til
kvölds. Þótt tegundirnar væru marg-
ar var alltaf gaman að bæta fleirum
við og voru blómaferðirnar í Hvera-
gerði með henni Kiddu í Skógum
ömmu ómetanlegar. Annað áhugamál
ömmu var stangveiðin. Meðan heils-
an leyfði kom hún með okkur í veiði á
hverju ári og oft var hún sú eina sem
veiddi fisk, hún hafði þann ótrúlega
hæfileika að heyra þann stóra
stökkva. Amma var búin að glíma við
heilsuleysi í mörg ár, lífið fer misjafn-
lega mjúkum höndum um okkur
mannfólkið og undanfarin ár voru
henni ömmu erfið. Það var henni mik-
ið áfall þegar afi veiktist og varð að
flytjast á Hjúkrunarheimilið Lund og
ekki var áfallið minna þegar Jóhanna
elsta dóttir hennar dó eftir erfið veik-
indi og var þá eins og hluti af ömmu
hefði dáið líka. Nú er komið að leið-
arlokum, elsku amma, og langar okk-
ur systkinin að lokum að minnast þín
með einni af bænunum sem þú
kenndir okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Kolbrún Magga, Þorvaldur Björn,
Ingibjörg og Sæmundur Örn.
„Kominn tími til að fara í berjamó“.
Þetta sagðir þú alltaf síðla sumars
þegar ég kom í heimsókn til þín í
sveitina. Heitt súkkulaði og alvöru
berjatínslugræjur, enda dugði lítið
annað til þegar þú fylltir búrið af
berjum til sultugerðar. Þegar ég,
mamma og pabbi áttum heima á
Skógum á ég margar af mínum bestu
æskuminningum frá Núpakoti, þar
sem þú og afi áttuð sveit saman.
Sveitina mína. Þegar ég vaknaði
snemma með afa og lagaði með hon-
um kaffi. Ég man þegar hann kom á
hverjum morgni til þín og vakti þig
með blíðum kossi og ilmandi kaffi-
sopa. Síðan sat hann hjá þér á meðan
þú kláraðir kaffisopann og ræddi við
þig þar til tími var kominn til að fara í
fjósið. Fyrir mér var það dvöl í para-
dís að vera hjá þér í Núpakoti. Garð-
urinn þinn sem þú ræktaðir með alúð,
enda varstu verðlaunuð fyrir vikið,
fallegasti garðurinn í sveitinni. Þú
þurftir engin verðlaun til að sann-
færa mig. Þetta var eins og að ganga
inn í ævintýraland. Þú ræktaðir dýr-
leg jarðarber, allar tegundir af græn-
meti og litríkt blómahaf tók á móti
mér þegar ég gekk inn í garð æv-
intýralandsins. En tímarnir breytast
hratt. Nú ert þú farin í ferðalag og ég
veit að mamma tekur á móti þér með
opnum örmum. Nú getið þið ræktað
garðinn saman. Ég er þakklát fyrir
spjallið sem við áttum saman þegar
þú varst síðast hér fyrir sunnan á
spítala. Ég mun ávallt muna hvað þú
sagðir. Ég, Jón Sigmar og Vigdís Hlíf
munum sakna þín sárt. Ég verð dug-
leg að segja Jóni og Vigdísi sögur úr
sveitinni. Sögur af mínum bestu
minningum.
En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast sam-
an að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð
þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þegar sál þín veg-
ur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur
gleðin og sorgin að koma og fara.
(Kahlil Gibran.)
Þín ömmustelpa,
Lára Guðrún Ævarsdóttir.
Elsku amma, það er svo sárt að
kveðja þig. Við trúum því að núna
sért þú á stað þar sem þér líur vel og
þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af
neinu. Það voru margar ferðirnar
MAGGA ALDA
ÁRNADÓTTIR