Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 31 ELLEN MARIE STEINDÓRS ✝ Ellen MarieSteindórs fædd- ist í Skæglund í Dan- mörku 14. maí 1935. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Hafn- arfirði miðvikudag- inn 25. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ninna Marie Olesen, f. 25.12. 1912, d. 25.9. 1952 og Holger Freiman Olesen, f. 2.1. 1908, d. 31.10. 1978. Eftirlifandi eigin- maður Ellenar er Óskar Stein- dórs, f. í Reykjavík 4.1.1929. For- eldrar hans voru Guðbjörg Gunnarsdóttir húsmóðir á Græn- hóli í Ölfusi og Steindór Hannes- son bóndi þar. Ellen er fædd og uppalin í Had- sund í Danmörku og fluttist til Ís- lands árið 1959. Hún starfaði megnið af sinni starfsævi hjá danska sendiráðinu. Útför Ellenar var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 9. mars. eignast guðdóttur, þar sem þér varð ekki barna auðið á lífsleið þinni. Ferðalög voru eitt helsta áhugamál ykkar hjóna en þið ferðuðust heimshorna á milli á hverju ári. Það var mér sérstök ánægja að vera í fylgd með ykkur þegar ég fór í mína fyrstu utanlands- ferð árið 1987 til þíns heimalands, Danmerk- ur, þar sem þú naust þess að sýna okkur land þitt og hitta ættingja þína þar ytra. Þú sýndir okkur æskuslóðir þínar Hadsund á Norður-Jótlandi en þar fæddist þú og ólst upp. Þú varst stolt af landi og þjóð en sagð- ist þó vera orðin meiri Íslendingur en Dani þar sem þú varst búin að vera búsett hér svo lengi. Þú reyndist dætrum mínum vel við alla stórviðburði í lífi þeirra og þegar dóttir mín og tengdasonur ákváðu að mennta sig í Danmörku veittir þú þeim mikla aðstoð og veit ég að þú varst stolt af því, að þau skyldu velja Danmörku sem bú- setuland. Fyrir sex mánuðum veiktist Ósk- ar alvarlega og var það mikið áfall fyrir þig. Þið voruð afar samrýnd hjón og miklir félagar. Elsku Ellen mín, ég vil að lokum þakka þér samfylgdina. Freyja Helgadóttir. Elsku Ellen. Þá er kveðjustundin runnin upp – fyrr en við áttum von á. Það er skrýtið til þess að hugsa að við eig- um ekki eftir að hlýða á orð þín meir, á þinni einstöku íslensku- dönsku. Þú kenndir okkur marga danska siði og finnst okkur sem hlekkurinn sem tengdi okkur svo sterkt við Danmörku sé nú horfinn með þér. Við kveðjum þig með orðum Spá- mannsins: Við ferðumst, meðan jörðin sefur. Við er- um fræ hinnar lífseigu jurtar, og þegar blóm hennar opnast, kemur vindurinn og ber okkur um jörðina. (Þýð. Gunnar Dal.) Hanna og Rut. Ellen mín. Nú er komið að kveðjustund eftir 45 ára kynni. Andlát þitt bar brátt að og kom öll- um að óvörum. Mér er það minn- isstætt þegar ég sá þig fyrst árið 1959 þegar þú komst til Íslands frá Danmörku í fylgd með fósturbróð- ur mínum Óskari. Þarna var á ferð- inni ung, glæsileg og vel gefin kona og vakti það sérstaka athygli mína hversu öguð þú varst og var oft um það talað, að þú værir að ala Óskar upp á nýjan leik. Þið Óskar bjugg- uð lengst af í Hafnarfirði þar sem þið komuð ykkur upp glæsilegu heimili og höfðuð yndi af að taka á móti fólki enda varst þú afburða góður kokkur og mikil húsmóðir í þér. Þegar ég síðar meir stóð frammi fyrir því, að þurfa að halda stór- veislur þegar elstu dætur mínar tvær, Hanna og Rut, fermdust, kom það sér vel, að geta leitað til þín með matseldina, en þar var ekki komið að tómum kofunum. Enn þann dag í dag nota ég ráð þín þegar matarveislur eru annars veg- ar. Árið 1983 eignaðist ég yngstu dóttur mína sem ber nafn þitt, en ég veit að það gladdi þig mikið að Við sendum öllum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför elsku stúlkunnar okkar, MÖRTU TRAUSTADÓTTUR, Björtusölum 8, Kópavogi. Vigdís Guðmundsdóttir, Trausti Ágústsson, Saga Traustadóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Elínborg Kristjánsdóttir, Ágúst Ögmundsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, MAGNÚS ÖLVERSSON sjómaður, Hamarsbraut 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 12. mars kl. 15.00. Sólveig M. Magnúsdóttir, Stefán Karl Harðarson, Jón Ölver Magnússon, Víðir Þór Magnússon, Helena Richter, Björk Magnúsdóttir, Úlfar Sigurðsson, barnabörn og langafabarn. Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA GUÐJÓNSSONAR hæstaréttarlögmanns, Bergstaðastræti 3, Reykjavík. Edda Ragnarsdóttir, Valva Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Árni Árnason, Dröfn Björnsdóttir, Andri Árnason, Sigrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR (Hædí) JÓHANNESDÓTTIR, Hjallaseli 49, Reykjavík, lést sunnudaginn 7. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Þráinn Arinbjarnarson, Ágústa H. Þráinsdóttir, Jónas Guðmundsson, Sigríður K. Þráinsdóttir, Elías Bj. Jóhannsson, Margrét J. Þráinsdóttir, Torfi K. Karlsson, ömmubörn og langömmubörn. sem við hlupum til ykkar afa niðurfrá og líka til þín eftir að afi veiktist og þurfti að fara á Lund. Stundum bök- uðum við pönnukökur eða þá að við spiluðum. Þú kenndir okkur líka mörg lög og bænir, og svo margt fleira skemmtilegt. Með margar góðar minningar í huganum kveðjum við þig, amma, niðurfrá og þökkum fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur með þessum sálmi sem við lærðum hjá þér. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. Í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag svo líki þér. Ásta Alda, Jóna Þórey og Elín. Þær stundir koma í lífinu að nauð- synlegt er að staldra við og velta fyrir sér tilgangi þess. Oftar en ekki er það við andlát ástvina eða við aðra þá at- burði sem hafa mikil áhrif á daglegt líf. Hugurinn hvarflar þá gjarnan til baka til fortíðar og maður reynir að sjá hlutina í réttu ljósi og samhengi. Mínar fyrstu bernskuminningar eru sterkt tengdar Möggu systur, þeirri elstu í átta systra hópi. Engan skyldi undra það, þar sem segja má að hún hafi verið eins og önnur móðir okkar yngstu systkinanna fyrstu bernskuár- in. Þess vegna þótti það ekkert óeðli- legt að hún tæki mig með sér fimm ára gamla, þegar hún dvaldist vetr- arlangt með unnusta sínum á af- skekktum sveitabæ. Það fylgdi því töluverð ábyrgð að vera elsta systirin í stórum barnahópi og þurfti Magga oft að taka að sér heimilisstörf og aðstoða við uppeldi yngstu systkinanna. Er ekki laust við að okkur hafi þótt hún nokkuð ströng stundum. En skiljanlega hefur reynt töluvert á hana að halda fjölmennu heimili í lagi þegar móðir okkar var fjarverandi. Magga var mikil sauma- kona og hafði mikla ánægju af ýmiss konar handiðn. Þar sem ég taldist í sérstöku uppáhaldi hjá Möggu vegna fóstursins á Hamri saumaði hún á mig föt sem hún nostraði við með útsaumi í. Þótti mér því sérstaklega vænt um það þegar hún færði mér fyrir nokkr- um árum, fallega útsaumaða svuntu og dúkkurúmföt, sem hún hafði gefið mér sem barni og geymt síðan fyrir mig. Við það tækifæri rifjuðum við upp gamlar minningar og höfðum báðar gaman af. Eftir að Magga giftist Valda á Núpakoti leið ekki það sumar að ekki væri farið í heimsókn í sveitina og ávallt var slegið upp veislu enda Magga frábær kokkur og ekkert til sparað. Er ekki laust við að margir hafi fengið á henni mikla matarást og gat Ólafur sonur minn varla beðið eft- ir að verða „mátulegur“ eins og Valdi komst að orði, en það þýddi að hann yrði nógu gamall til að vera gjald- gengur í sveitastörfin. Í nokkur sum- ur dvaldist hann á Núpakoti í góðu at- læti hjá Möggu og Valda. Þótti mér hann vera orðinn nokkuð meira en mátulegur þegar hann tilkynnti mér með krosslagða arma eftir heimkomu annað sumarið, að hann sinnti ekki kvenmannsstörfum, þegar hann var beðinn um smáaðstoð eftir borðhald. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Núpakot og umræðurnar við eldhúsborðið urðu stundum all- fjörugar. Sérstaklega ef landbúnaðar- málin bar á góma. Magga var alltaf mjög ákveðin í skoðunum á mönnum og málefnum og lét þær í ljós tæpi- tungulaust. Hún hafði mikið yndi af garðrækt og virtist sama hvaða sprota eða fræi hún stakk niður, allt óx og dafnaði í hennar höndum. Skrúður, garðurinn hennar í hlíðinni var ótrúlega fjöl- breyttur og átti hún þar margar ánægjustundir, meðan heilsan leyfði. Eftir að Magga og Valdi hættu bú- störfum byggðu þau sér lítið hús á jörðinni sem ætlunin var að búa í á efri árum. Guðlaug dóttir þeirra og tengdasonur höfðu tekið við búskapn- um og þau fylgdust með úr fjarlægð. Lítill blóma- og matjurtagarður var kominn í gagnið við litla húsið og allt leit vel út, en skjótt skipast veður í lofti og veikindi og erfiðleikar tóku við. Valdi greindist með ólæknandi sjúkdóm og hefur dvalið síðustu árin á hjúkrunarheimilinu á Hellu. Heilsu Möggu fór einnig hrakandi og það varð henni mikið áfall þegar Jóhanna Rannveig dóttir hennar féll frá, langt fyrir aldur fram frá þremur ungum börnum. Magga dvaldi tæp tvö síð- ustu ár á dvalarheimili fyrir aldraða á Hvolsvelli. Við systkini hennar færum starfsfólki þar kærar kveðjur og þakkir fyrir góða aðhlynningu. Magga sagði við mig fyrir tveimur vikum þegar hún hafði náð sér nokkuð eftir mjög alvarleg veikindi þar sem henni var ekki hugað líf, að hennar tími væri einfaldlega ekki komin, en ekki reyndist svo vera, hann var kominn. Ég kveð Möggu systur mína með þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Blessuð sé minning hennar. Björg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Magga, nú er komin kveðju- stund og margar myndir fara í gegnum hugann. Ég man þig fyrst er þú varst að reyna að ala mig upp og kenna mér að borða hafragraut sem tókst nú reyndar aldrei. Það næsta sem ég man eftir þér var þegar þú hélst yngstu systur okkar undir skírn í kirkjunni á Bíldudal. Ég hef ekki verið nema þriggja eða fjög- urra ára gömul þarna en ég man hvað þú varst í fallegum kjól. Eitthvað er nú barnsminnið gloppótt eða kannski man maður bara það besta en ég man þegar þú varst að koma mér í sveit á Kirkju- ból til Völlu og systkina hennar. Þú hafðir sjálf verið þar kaupakona og þér fannst tíminn sem þú varst á Kirkjubóli góður. Þú sagðir mér margar sögur úr þeirri vist og með þinni aðstoð fór ég níu ára í sveit til þessa góða fólks og naut verunnar hjá því í mörg sumur. Ég var tíu ára þegar hún Jóhanna þín fæddist og það var stolt móðir sem labbaði með fallega barnavagninn um götuna á leið til Báru frænku. Þegar þú fluttir svo alla leið undir Eyjafjöll var ég að vinna í Skógum. Ég man alltaf fyrsta kvöldið þitt í Núpakoti, þá kom ég í heimsókn með Sigga sem seinna varð mágur þinn þegar þú giftist Valda bónda í Núpakoti. Það var mikill sam- gangur á milli okkar heimila og voru tíðar heimsóknir okkar hjóna að Núpa- koti. Ferðirnar á aðfangadag voru líka fastur liður og held ég að dætur okkar hafið litið þannig á að jólin kæmu ekki fyrr en búið væri að setja þau upp í Núpakoti, borða þar afgang af Þorláks- skötu og skiptast á gjöfum. Gott var að hringja í þig til að fá ráðleggingar varð- andi bakstur og eldamennsku en í því varstu sannkölluð listakona. Eins var það með allt sem tengdist saumaskap og seinna ræktun. Við komum okkur báðar upp blómagörðum en ekki tókst mér eins vel og þér en allt sem þú settir í mold dafnaði. Við systkinin kölluðum garðinn þinn Skrúð og hann bar það nafn með rentu meðan heilsan leyfði þér að sinna honum. Þið Valdi voruð samhent við bústörfin og þú varst mikil búkona en heilsa þín hefti oft þau störf en þú slóst ekki af meðan kraftar leyfðu. Ekki get ég látið vera að minn- ast á ferðir þínar í veiði en þú varst sannkölluð veiðikló. Fórst í veiði með systrum okkar og dætrum þínum. Hér læt ég staðar numið, þakka þér, elsku Magga. Það var gott að eiga stóra systur svona skammt frá í veik- indum Gulla. Þakka þér fyrir allt og allt. Þín systir Guðrún (Ninna). Elsku Magga. Ég skrifa til þess að þakka þér fyrir öll góðu árin, sem við áttum saman hér undir Fjöllunum. Í gegnum árin hefur mér svo oft orðið hugsað til þín því þú kenndir mér svo margt. Sérstaklega er mér minnis- stætt allt það sem tengdist garðrækt. Garðurinn þinn, hann ,,Skrúður“, var engum öðum líkur. Hann bar vott um að eigandi hans hefði græna fing- ur og listrænt auga. Ég kom oft til þín í garðinn, þegar þú varst að róta í beð- unum og smám saman lærði ég nöfnin á ýmsum framandi blómjurtum og runnum, sem þér tókst með undra- verðum hætti að halda lifandi. Tilfinn- ing þín fyrir samsetningu gróður- moldarinnar og útsjónarsemin við að hlúa sem best að hverri plöntu vakti athygli mína. Inni í bæ áttirðu sann- kallaðan blómagarð og ég veit að þú kunnir lagið á plöntunum, því það var auðséð að þeim leið vel í pottunum. Það kom sér vel fyrir mig að hafa ígildi garðyrkjufræðings á næsta bæ, þegar ég var að byrja að rækta og ósjaldan sótti ég afleggjara til þín, bæði af úti- og inniblómum. Ég verð líka að minnast á það hvað þú varst laghent við að sauma fatnað og að föndra og matbúa, en það virtist sem allt léki í höndunum á þér. Elsku Magga, heimilisfólkið á Þor- valdseyri þakkar fyrir allar samveru- stundirnar og sendir hlýjar samúðar- kveðjur til Valda, dætranna og fjölskyldna þeirra. Guðný á Eyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.