Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ BALDVIN Á FLOT Í DAG? Hætt var við að reyna að ná Baldvini Þorsteinssyni, sem fékk nót í skrúfuna í fyrrinótt, af strandstað í Skarðsfjöru í gær- kvöldi þar sem m.a. vantaði nógu langa vírtaug til að draga skipið á flot. Reynt verður að koma skipinu á flot í kvöld. 16 skipverjum var bjargað um borð í TF-LÍF í gær. Í skipinu eru 1.800 tonn af loðnu. Hafnir sameinaðar Ákveðið hefur verið að sameina hafnir í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi frá 1. janúar 2005. Þá hefur jafnframt verið hætt við áformaða höfn í Geldinganesi. Aðstandendur nýs hafnarfyrirtækis hvetja til þess að lagningu Sundabrautar verði flýtt. Bætt hei lsufar Bæta verður heilsufar með heilsueflingu á víðum grunni þar sem allir sem hafa hag af bættri þjóðarheilsu axla ábyrgð og vinna að sameiginlegum markmiðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni Áherslur til heilsueflingar, sem Landlækn- isembættið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafa kynnt. Samrýmist markmiðum Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að þegar litið sé yfir allt samningstímabilið virðist við fyrstu skoðun að kjarasamningur atvinnurekenda við SGS og Flóa- bandalagið samrýmist verðbólgu- markmiðum Seðlabankans. Ná- kvæmt tölulegt mat á áhrifunum verði hins vegar birt 17. mars nk. Pútín lýkur uppstokkun Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, lauk við að stokka upp í rík- isstjórn landsins í gær. Hann skip- aði Sergei Lavrov, sem verið hefur sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, í stað Ígors Ívanovs í embætti utanríkisráðherra. At- hygli vakti að forsetinn fækkaði í ráðherraliðinu úr 24 í 17. Nokkrir lykilmenn úr fyrri stjórn, m.a. í ráðuneytum varnar- og efnahags- mála, héldu stöðum sínum í hinni óvæntu uppstokkun. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Minningar 30/34 Erlent 15/16 Kirkjustarf 35 Minn staður 17 Skák 37 Höfuðborgin 18 Myndasögur 38 Akureyri 19 Bréf 38 Suðurnes 20 Dagbók 40/41 Landið 20 Staksteinar 40 Daglegt líf 21 Íþróttir 42/45 Listir 22/23 Fólk 46/49 Umræðan 24 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Þjónusta 29 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VIÐ fyrstu skoðun og þegar á heild- ina og yfir allt samningstímabilið er litið virðist nýgerður kjarasamning- ur atvinnurekenda við Flóabanda- lagið og Starfsgreinasambandið geta samrýmst verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Þetta segir Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, en tekur jafnframt fram að nákvæmt tölulegt mat af hálfu Seðla- bankans á nýundirrituðum kjara- samningum og á áhrifum þeirra á spá bankans um verðbólguhorfur verði birt 17. mars. Már segist telja að samningurinn ógni ekki stöðugleika í hagkerfinu. „Þá er ég að líta til þess að í kjarasamningnum er gert ráð fyrir að árleg launahækkun sé að meðal- tali rétt rúm 3½%. Í venjulegu ár- ferði má kannski bæta við það 1% eða svo vegna launaskriðs og annars, þannig að við erum líklega að tala um 4½% hækkun á ári. Miðað við þá framleiðniaukningu sem reikna má með að meðaltali og að gefnum for- sendum um erlenda verðbólgu er það tala sem getur til lengdar ágæt- lega samrýmst 2½% verðbólgu- markmiði.“ Opnar möguleika fyrir áfram- haldandi framleiðnivöxt Már bendir á að hækkunin sé nokkru meiri fyrsta árið eða rúmlega 5% þegar 1% hefur verið bætt við umsamdar launahækkanir og annan kostnaðarauka. „Það er í efri kantinum og mun hærra en í viðskiptalöndunum. Á móti kemur að okkur virðist sem mikil framleiðniaukning hafi verið í fyrra og að samningurinn opni fyrir frekari möguleika á hagræðingu og sveigjanlegum vinnutíma sem gefur þá færi á áframhaldandi framleiðni- aukningu. Það er auðvitað óvissa um hversu miklu þetta mun skila en það gæti komið á móti því að launahækk- anir eru meiri til að byrja með og jafnvel vel það.“ Már segir ánægjulegt hvað samið hafi verið til langs tíma og eins hitt að miðað sé við verðbólgumarkmið Seðlabankans í samningnum. „Það undirstrikar mikilvægi þess að það haldi. Og síðan má segja að samningurinn feli í sér að væntingar um launamyndun í landinu eru ef til vill að færast nær því sem til lengdar samrýmist þessu verðbólgumark- miði og því sem gerist í löndunum í kringum okkur því undir lokin, þ.e. árin 2006 og 2007, eru umsamdar launahækkanirnar 2,5% og 2,25%. Meðaltalshækkunin í þessum samn- ingi er 3,6% en í fjögurra ára kjara- samningnum sem gerður var árið 2000 var meðaltalshækkunin 4,5%. Þannig að þetta er að færast nær meira raunsæi og það er auðvitað já- kvætt,“ segir Már. Getur samrýmst verðbólgu- markmiði Seðlabankans RÖGNVALDUR K. Sigurjónsson píanóleikari var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Gunnar Björnsson jarðsöng. Líkmenn voru: Magnús Harðarson og Jónas Ingimundarson, Guðrún Egilson og Sigrún Björnsdóttir, Runólfur Sæmundsson og Jón Nordal og Atli Heimir Sveinsson og Runólfur Þórðarson. Morgunblaðið/Jim Smart Útför Rögnvaldar Sigurjónssonar TVÖ HUNDRUÐ og þrjátíu millj- ónum verður varið úr ríkissjóði til að standa undir kostnaði við raforku- dreifingu í dreifbýli samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á fundi rík- isstjórnarinnar í gær. Frumvarpið er samið í kjölfar frumvarps til laga um breytingu á raforkulögum og er að finna í því nánari útfærslu á heimild til að hafa í gildi sérstaka gjaldskrá fyrir raf- orkudreifingu á dreifbýlissvæðum þar sem kostnaður við raforku er hærri en í þéttbýli. Fjámunirnir munu renna til al- mennra raforkukaupenda í dreifbýli í réttu hlutfalli við raforkunotkun og verður þeim dreifiveitum sem um ræðir falið að verja fénu til lækkunar á dreifingarkostnaði. Samkvæmt frumvarpinu er ráðherra falið að ákveða viðmiðunarmörk dreifingar- kostnaðar. Frumvörp um stofnun flutnings- fyrirtækis raforku og breytt lög vegna flutnings og dreifingar hafa verið samþykkt í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins en áður hafði þing- flokkur Framsóknarflokksins sam- þykkt þau. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, tekur fram að einstaka þingmenn flokksins hafi gert fyrir- vara við frumvörpin. 230 millj- ónir úr ríkissjóði í raforku- dreifingu LYF gegn sársjúkdómi og maga- og vélindabakflæði var söluhæsta lyfið á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun yfir söluhæstu pakkningar hvers lyfjaheitis og greiddi TR sem svarar um 265 mkr. vegna þess. Lyfið sem um ræðir heitir Nexium og var í fimmta sæti listans árið á undan. Að sögn Ingu Arnardóttur, forstöðumanns lyfja- mála hjá TR, má rekja aukna notkun á lyfinu til þess að notkun á öðru sambærilegu lyfi frá sama framleið- anda, Losec MUPS, hefur dregist verulega saman síðustu misseri. Notkunin meiri hér á landi Framleiðendur setji oft annað sambærilegt lyf á markað þegar einkaleyfi á framleiðslu fellur niður til að viðhalda markaðshlutdeild eins og í umræddu tilviki. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis er notkun á sýrubindandi lyfjum meiri hér á landi en víða í ná- lægum löndum og er þeim ávísað jafnt af heilsugæslulæknum og sér- fræðingum án þess þó að ástæðurnar fyrir mikilli notkun séu alltaf kunnar. Hann bendir á að á sama tíma og notkun sýrubindandi lyfja hafi aukist jafnt og þétt síðustu áratugi hafi skurðaðgerðir vegna magasára nán- ast lagst af. „Hins vegar er vafalítið of mikið gert af því að ávísa þessum lyfjum út af ósértækum kviðarholsóþægindum sem sennilega hefðu í flestum til- vikum batnað af sjálfu sér og tengj- ast ýmsum öðrum þáttum eins og t.d. álagi.“ Sigurður bendir á að að- gengi að læknum hér á landi sé einn- ig mjög gott og margir sjúklingar leggi áherslu á að fá fljóta lausn sinna mála. Þá var síðla sumars 2002 efnt til vitundarvakningar um vél- indabakflæði á Íslandi sem kann að skýra mikla notkun að einhverju leyti. Að sögn Sigurðar er ráðgert að taka lyfjagagnagrunn í notkun næsta haust þar sem lyfjanotkun lands- manna verður skráð og upplýsing- arnar geymdar dulkóðaðar í þrjú ár. Með lyfjagagnagrunni verði unnt að gera ýmsar staðtölulegar og faralds- fræðilegar athuganir sem hjálpi til við að leggja mat hvernig lyfjanotk- un sé háttað eftir aldri og kyni og í tilvikum eftir klínískum ábendingum. Lyf gegn vélindabakflæði er söluhæsta lyfið hér á landi Talið að oft sé ávísað vegna minni óþæginda ÝMIS streitubundin lífsstílsvanda- mál, s.s. ofþyngd og þunglyndi, ógna einna helst heilsufari lands- manna að því er kemur fram í nýrri og viðamikilli skýrslu Landlækn- isembættisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Áherslur til heilsueflingar sem kynnt var í gær. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra sagði að sú hætta væri til staðar að ofgnóttin í samfélaginu leiddi til ofneyslu af ýmsu tagi og veruleikaflótta vegna neyslu vímu- efna. „Við höfum kannski tapað okkur í ákafri neyslu og eftirsókn eftir efnislegum gæðum á kostnað almennra lífsgilda,“ sagði Jón. Streitutengd vandamál ógna heilsu  Ofþyngd/11 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.