Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR kemur að því að sæma Kim Jong Il, leiðtoga Norður- Kóreu, nýjum tignarheitum eru ímyndunaraflinu engin takmörk sett. Á áróðursspjöldum, allt frá efstu fjallatindum niður í dýpstu dali, í skólabókum og í sjónvarpi, er hann lofaður sem „Leiðtoginn mikli“, „Hershöfðinginn him- inborni“, „Mesti rithöfundur allra tíma“ og „Gæslumaður jarð- arinnar“. Algengasti titillinn er „Leiðtog- inn ástkæri“ en Kim, sem ríkir yfir einangraðasta landi í heimi, hefur alls um 1.200 titla að því er fram kemur í ríkisútvarpinu í Pyon- gyang, höfuðborg landsins. Meðal þeirra eru „Frægasti hershöfðing- inn“, „Dýrlingur allra dýrlinga“ og „Leiðarstjarna 21. aldarinnar“. „Blóðþyrstur einræðisherra“ Í öðrum löndum er Kim líka kallaður ýmsum nöfnum. Eitt af þeim er „blóðþyrstur einræð- isherra“, heiti, sem John R. Bolt- on, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sæmdi hann ný- lega. Sagði hann þá, að Kim héldi „hundruðum þúsunda landa sinna í fangabúðum og milljónum annarra í óskaplegri örbirgð“. Þúsundir manna flýja frá Norð- ur-Kóreu á ári hverju en þeir, sem eftir sitja halda áfram að kyrja sönginn um hinn guðdómlega Kim. Þeir hafa aldrei þekkt aðra yf- irboðara en Kim og föður hans, Kim Il Sung, „Leiðtogann mikla“, sem náði völdum í landinu er Jap- anir fóru þaðan eftir síðari heims- styrjöld. Óperumeistari Í fyrstu var bara litið á Kim yngra sem sérkennilegan glaum- gosa en hann reyndist ekki allur þar sem hann var séður og eftir lát föður síns 1994 hefur honum tekist að treysta stöðu sína með því að hygla sumum en senda aðra beint í gúlagið. Fyrir utan alla titlana er Kim lýst sem frábærri skyttu, hæfi- leikaríkum kvikmyndagerðarmanni og óperurnar hans eru allar meist- araverk frá upphafi til enda. Bregði hann sér á golfvöllinn slær hann aldrei minna en fimm holur í höggi. Að sögn n-kóreska útvarps- ins var Kim sæmdur mörgum heið- urstitlanna af „ráðamönnum í 160 löndum í fimm heimsálfum“ og í fjölmiðlum er talað um hann sem „mesta heimspekinginn“; mann, sem slái stærstu alfræðiorðabók- um við í þekkingu; „risa í bók- menntum, listum og bygging- arlist“; „mesta tónskáld allra tíma“ og „hinn eina sanna holdgerving mannlegrar visku“. Stundum er hann jafnvel kallaður „Guð vorra tíma“. Sentimetrarnir segja ekki allt Til að áróðurinn komist til skila er skólabörnum gert að læra spak- mæli Kims utan að en sagt er, að í þeim felist hinn endanlegi sann- leikur. Meðal þeirra eru: „Það eru ekki peningar eða kjarnorku- sprengja, sem skipta sköpum, heldur mikil hugsjón“ og „Mikil- leiki hvers manns felst ekki í fjölda sentimetranna, heldur í hugsun hans“. Kim, sem nú er 62 ára, er ekki hár í loftinu, aðeins 160 sm, en á áróðursmyndunum gnæfir hann jafnan yfir aðra. Notar hann alltaf skó með mjög þykkum sólum og undarlega stór sólgleraugu. Hinn eiginlegi titill Kims er að- alritari Kóreska verkamanna- flokksins og formaður varnarmála- nefndarinnar en hún ræður yfir hernum, þeim fimmta stærsta í heimi, 1,1 milljón manna. Í allri titlasúpunni er heldur hvergi að finna heitið forseti. Þegar gamli Kim lést var stjórnarskránni breytt og forsetanafnið aflagt í virðingarskyni við hann. „Gæslumaður jarðar“ og „Holdgervingur viskunnar“ ’Bregði hann sér ágolfvöllinn slær hann aldrei minna en fimm holur í höggi.‘ Seoul. AP. Kim Jong Il, hinn „ástkæri leiðtogi“ Norður-Kóreu, hefur alls 1.200 titla og er stundum að auki kallaður „Guð vorra tíma“ AP Kim Jong Il. Þegar hann kemur fram er þess ávallt gætt að enginn skyggi á hann svo ekki beri mikið á því hve stuttur hann er. „LANDIÐ þarfnast atkvæðis þíns!“ segir í dreifibréfi í rússnesku borg- inni Kalíníngrad við Eystrasalt og fólk er þar hvatt til að kjósa í for- setakosningunum í Rússlandi á sunnudaginn kemur. Gengið er út frá því sem vísu að Vladímír Pútín forseti sigri með miklum yfirburðum en stuðnings- menn hans óttast að lítil kjörsókn varpi skugga á kosningarnar og verði jafnvel til þess að þær verði lýstar ógildar. Þessi ótti er einna mestur í Kalíníngrad sem er umlukt Litháen og Póllandi og einangruð frá öðrum svæðum Rússlands. „Við þurfum að koma þeim skila- boðum til fólksins að ef það kýs ekki gæti kjörsóknin orðið minni en 50% og kosningarnar yrðu þá lýstar ógildar,“ sagði Olga Dúbovaja, æðsti embættismaður Kalíníngrad. Búist er við að kjörsóknin í land- inu öllu verði yfir 50% en áhuginn er lítill á svæðum sem eru langt frá höfuðborginni, einkum í Kalínín- grad vegna einangrunarinnar. Kjör- sóknin var aðeins 46,6% í Kalínín- grad í þingkosningunum í desember. „Sofðu ekki“ Þetta varð til þess að yfirvöld efndu til samkeppni um slagorð til að hvetja fólk til að kjósa. Sigurveg- arinn fær andvirði 20.000 króna í verðlaun og bestu slagorðin verða birt í dagblöðum og lesin í útvarpi. Líkt og á tímum Sovétríkjanna, þegar svipuðum aðferðum var beitt í áróðursskyni, eru íbúar Kalínín- grad sagðir hafa brugðist við af miklum ákafa. Sumir hafa ort ljóð um forsetakosningarnar og bréf og skeyti hrannast upp á skrifstofum yfirvaldanna. „Enginn gefur þér það sem þú vilt, ekki Guð, hvorki keisari né hetja. Komdu og kjóstu verðugan leiðtoga með eigin höndum,“ hljóm- aði tillaga eftirlaunaþega. Annar vildi senda einfaldari skila- boð: „Kjósandi. Sofðu ekki. Kjóstu forsetann þinn.“ Vasílí Zjúbanov, formaður kjör- stjórnar Kalíníngrad, kvaðst vera vongóður um að samkeppnin yrði til þess að fólk flykktist á kjörstaði. Kjörsóknin var einnig innan við 50% í austurhéruðum Rússlands og yfirvöld þar hafa gripið til þess ráðs að senda embættismenn í fyrirtæki og háskóla. Fjölmiðlunum þóttu þeir ganga of langt þegar skýrt var frá því að frá 1. mars myndu sjúkrahús í borginni Khabarovsk aðeins taka á móti sjúklingum sem væru með skriflegt leyfi frá yfirvöldum til að kjósa á sjúkrabeðinum. Tækniháskóli í Vladívostok færði nokkrar kennslustundir á sunnudag og námsmennirnir þurfa því að mæta í skólann á kjördag og kjósa þar. Námsmenn sem kjósa í Vladívo- stok taka þátt í happdrætti og geta unnið þriggja daga ferð til Kína. Meðal yngstu kjósendanna í Rússlandi er lítill áhugi á stjórnmál- um og áróðursherferðin beinist því einkum að þeim. Á brautarstöðvum í Moskvu eru auglýsingar þar sem unga fólkinu eru boðnir ókeypis mið- ar á teknódansleiki fyrir að mæta á kjörstað. Murat, nítján ára laganemi í Kal- íníngrad, telur ekki að herferðin beri mikinn árangur. „Unga fólkið á eigin áhugamál og það að fara á fæt- ur að morgni kjördags og mæta á kjörstað er ekki eitt af þeim. Ef við gætum kosið á Netinu eða með því að senda textaskilaboð með farsím- anum myndu fleiri nenna að kjósa.“ Engin spenna Rússneska ríkissjónvarpið sýnir daglega auglýsingar frá yfirkjör- stjórninni í Moskvu þar sem fólk er hvatt til að nýta lýðræðislegan rétt sinn. Vinsældir Pútíns eru hins veg- ar svo miklar að mótframbjóðendur hans eiga enga möguleika á sigri og margir telja því litla ástæðu til að kjósa. „Þegar Borís Jeltsín [fyrrverandi forseti] og Gennadí Zjúganov [leið- togi kommúnista] voru í framboði gátum við valið á milli tveggja kosta,“ sagði Dúbovaja, embættis- maðurinn í Kalíníngrad. „Nú er eng- in spenna.“ Sovéskum aðferðum beitt til að auka kjörsóknina Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti heldur á ísknattleikskylfu með eiginhand- aráritun bestu ungu íþróttamanna austurhéraða Rússlands og Síberíu í íþróttahöll í borginni Khabarovsk í Austur-Rússlandi. Pútín og samstarfs- menn hans leggja nú allt kapp á að vekja áhuga fólks á komandi forseta- kosningum, einkum unga fólksins, til að tryggja næga kjörsókn. Kalíníngrad. AFP. Reynt að vekja áhuga unga fólksins ’Enginn gefur þérþað sem þú vilt, ekki Guð, hvorki keisari né hetja. Komdu og kjóstu verðugan leiðtoga. ‘ VON var á fimm breskum rík- isborgurum, sem verið hafa fangar Bandaríkjamanna í Gu- antanamo á Kúbu, til Bretlands í gærkvöld. Voru þeir allir grun- aðir um að vera talibanar eða fé- lagar í al-Qaeda, hryðjuverka- samtökum Osama bin Ladens, en var sleppt að beiðni bresku stjórnarinnar. Hugsanlegt var þó, að þeir yrðu handteknir við komuna til Bretlands. Sam- kvæmt bresku hryðjuverkalög- unum getur lögreglan haft menn í haldi í hálfan mánuð án þess að ákæra þá. Í Guantanamo eru eftir fjórir breskir ríkisborgarar og hefur breska stjórnin fallist á, að þeir verði dregnir fyrir rétt í Banda- ríkjunum svo fremi þeim verði skipaður verjandi og gefinn kostur á að áfrýja. Ekki geðveikur MIJAILO Mijailovic, morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ekki geðveikur. Hafa geðlæknar komist að þess- ari niðurstöðu og því er ekkert í vegi fyrir því, að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi í stað þess að vera lokaður inni á geð- sjúkrahúsi. Sjálfur hélt Mijailo- vic því fram, að hann hefði heyrt rödd Jesú Krists í höfði sér er hann framdi ódæðið. Ferju saknað YFIRVÖLD á Madagaskar sögðu í gær, að ferju með 113 manns um borð væri saknað. Ekkert hefði heyrst frá henni síðan á sunnudag en þá gekk mikill fellibylur yfir eyna. Varð hann sjö manns að bana og eyði- lagði heimili tugþúsunda manna. Ferjan kom inn í Mahaj- anga-flóa á sunnudag en vegna þess, að tollverðir vinna ekki á sunnudögum, var henni vísað frá. Hélt hún þá út aftur og síð- an hefur ekkert til hennar spurst. Prófraun í Serbíu HAFIN eru í Serbíu réttarhöld yfir sex manns, Serbum, sem sakaðir eru um ein mestu grimmdarverkin í stríðunum í Júgóslavíu fyrrverandi. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa drepið 200 óbreytta borgara í króatísku borginni Vukovar 1991, aðallega fólk, sem var rúmfast á sjúkra- húsi í borginni. Ný stjórn í Serb- íu, undir forsæti Vojislav Kostunica, er andvíg stríðs- glæparéttarhöldunum í Haag og talsmenn mannréttindasamtaka segjast óttast, að niðurstaða réttarhaldanna nú verði sú, að einstakir hermenn hafi framið grimmdarverkin en engin skip- un hafi verið gefin um þau. Líftími Mars- vagna lengist NASA, bandaríska geimvísinda- stofnunin, telur nú, að Mars- vagnarnir muni geta stundað rannsóknir í 240 daga alls eða 150 dögum lengur en áður var áætlað. Hafa þeir farið sparleg- ar með orkuna en búist hafði verið við, meðal annars vegna þess, að hlýrra hefur verið í veðri á Mars en gert hafði verið ráð fyrir. STUTT Bretar heim frá Guant- anamo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.