Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lukku Láki – Dalton bræðurnir taka lestina
© DARGAUD
Á FÆTUR!!! VAKNAÐU LETINGI!
Á FÆTUR
AUMINGI!!
HJARTAÁFALL...
HANN ÞARF AÐ
SLAKA Á
framhald ...
Beini
© Le Lombard
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
PÉTUR Pétursson þulur fjallar
um atriði úr sögu Ríkisútvarpsins í
Morgunblaðinu 6. mars. Það varðar
leyfi sem Jónas Þorbergsson útvarps-
stjóri veitti bandaríska hernum til að
reka útvarpsstöð á Keflavíkurvelli, 1.
maí 1952. Er helst að skilja á Pétri að
útvarpsstjóri hafi gert þetta upp á sitt
eindæmi vegna þjónkunar við herinn,
látið af hendi einkarétt Ríkisútvarps-
ins án stjórnlagaheimildar. Jónas
Þorbergsson hafi „teflt á tæpasta vað
eins og oft var um embættisstörf
hans“. Þetta er alveg fráleit sögurit-
un. Gagnrýna má störf Jónasar eins
og fleiri embættismanna, en í þessu
tilviki er sök hans engin.
Af þessu tilefni er rétt að rekja til-
drög málsins. Þau voru þessi:
Skömmu eftir að bandaríska varnar-
liðið kom hingað samkvæmt samningi
við stjórnvöld 1951 sótti það um leyfi
til að reka útvarpsstöð. Beiðninni var
beint til menntamálaráðuneytisins
sem óskaði umsagnar Ríkisútvarps-
ins. Skiptar skoðanir voru í útvarps-
ráði hvort Ríkisútvarpið ætti yfirleitt
að skipta sér af þessu og töldu sumir
rétt að láta ríkisstjórnina alveg um
það. Á fundi 5. febrúar 1952 var sam-
þykkt ályktun út af málinu sam-
kvæmt tillögu sem undirrituð var af
Sigurði Þórðarsyni, settum útvarps-
stjóra, Ólafi Jóhannessyni, formanni
útvarpsráðs, og Gunnlaugi Briem,
verkfræðingi Ríkisútvarpsins. Þar er
fallist á að leyfið verði veitt, með ýms-
um skilyrðum: Að starfræksla stöðv-
arinnar komi ekki í bága við rekstur
og hagsmuni Ríkisútvarpsins; hún
miðist við varnarliðið og útvarpi að-
eins á þess máli; útvarpsstöðin reki
engan stjórnmálaáróður og henni
verði óheimilt að taka til flutnings
auglýsingar eða tilkynningar aðrar en
þær sem snerta varnarsamninginn
eða varnarliðið. Loks verði leyfið
tímabundið og uppsegjanlegt, til
dæmis með eins mánaðar fyrirvara.
Hinn 1. apríl lagði settur útvarps-
stjóri fram uppkast að skilmálunum á
fundi í útvarpsráði. Það var samþykkt
með þrem atkvæðum, einn sat hjá og
einn greiddi atkvæði á móti. Ólafur
Jóhannesson samþykkti skilmálana
með þeim fyrirvara að hann teldi að
vísu eðlilegra að sett hefðu verið lög
um útvarp varnarliðsins, en kvaðst
fallast á leyfisveitinguna með vísun til
fordæma sem sköpuð voru er Ríkisút-
varpið leigði breska setuliðinu og síð-
an ameríska varnarliðinu afnot af stöð
sinni á stríðsárunum, enda leyfið
þannig úr garði gert að hagsmunum
Ríkisútvarpsins sé ekki stefnt í neina
hættu. Nokkrum dögum síðar tók
Jónas Þorbergsson aftur við stöðu út-
varpsstjóra og því féll það í hans hlut
að undirrita leyfisbréf til hersins með
téðum skilmálum, sem Pétur hefur
fundið og gerir sér mat úr.
Í framhaldi af þessu, 20. maí 1952,
gaf svo Guðmundur Hlíðdal, póst- og
símamálastjóri, út leyfisbréf handa
flugher Bandaríkjanna til að reka 250
vatta útvarpsstöð á Keflavíkurflug-
velli allan sólarhringinn. Bandaríkja-
her var þar með orðinn lögformlegur
aðili að rekstri ljósvakamiðla á Íslandi
og átti eftir að hafa mikil áhrif á fram-
vindu þeirra mála. Tilkoma sjónvarps
hérlendis tengdist með beinum hætti
sjónvarpsrekstri varnarliðsins eins og
kunnugt er. Þessu er rétt að halda til
haga ef á að rifja upp aðdraganda
þess að bandaríski herinn hóf út-
varpsrekstur á Íslandi, hvaða álykt-
anir sem menn vilja annars draga um
þá starfsemi og áhrif hennar.
GUNNAR STEFÁNSSON
Ríkisútvarpinu.
Um leyfi til útvarps-
rekstrar hersins
Frá Gunnari Stefánssyni:
ÞEIR eru alltaf fleiri og fleiri sem
átta sig á hversu áfengisbölið hefur
leikið þjóðina grátt. Sjá hversu marg-
ir efnilegir menn og konur hafa fengið
sinn skammt af þessari plágu sem
þjóðin hefir þurft að þola af þessu
eitri, bæði andlega og líkamlega. Það
er ekki langt síðan að augu margra
opnuðust fyrir því hversu auglýsingar
um áfengi og bjór hafa valdið miklum
skaða á bæði ungum sem gömlum, og
bent á nauðsyn þess að viðhalda banni
á slíkum ófögnuði. Og eins og ég hefi
alltaf bent á og er aldrei nægilega
bent á, hversu áfengisausturinn hefir
alltaf aukist þegar hömlur hafa verið
minnkaðar eða leystar af meðferð
þessara efna.
Og alltaf sér maður betur og betur
nauðsynina á að berjast móti þessum
eiturefnum, eftir því sem árin líða og
jafnvel undrar mann á því hversu
þessi efni þykja nauðsynleg á öllum
veitingahúsum. Það er ekki til sá veit-
ingastaður á landinu sem ekki hefur
nóg af þeim á boðstólum.
Ég finn það nú á seinni tímum að
fleiri bætast við í hóp þann sem varar
við þessu böli, en þeim fjölgar samt
ógeðslega mikið sem líða skipbrot af
neyslunni. En betur má ef duga skal.
Góðtemplarareglan vann árum sam-
an þrekvirki og rétti fjölda manns
hjálparhönd og studdi vel við bann-
lögin á sínum tíma og varaði við af af-
nema þau. En þjóðin var svo blind þá
og þeir sem græddu á afnáminu
gerðu allt sitt til að eyðileggja þau og
brjóta, og viðnám Reglunnar varð
alltaf minna og minna, svo andbann-
ingar náðu því fram að afnema lögin.
Helsta vopn í baráttu andbanninga
var að lögin væru svo brotin og hefðu
ekkert gildi fyrir þjóðina á tímum
frelsis og athafna eins og þá var á lofti
haldið. En hvað mætti þá, eins og ég
hefi alltaf bent á, afnema mörg lög á
Íslandi á þeim forsendum? Bakkus og
brennivínið hefir orðið dýrt landinu
okkar. Og ekkert lát virðist vera á
hans veldi í þjóðfélaginu. Ríkið er nú
hundelt af þeim sem vilja meiri áfeng-
isneyslu í landinu. Það eru raddir um
að leggja niður ÁTVR, þannig að
leyfa frjálsan innflutning á þessum
eiturefnum, en svo á Ríkið að borga
allan kostnaðinn og eyðileggingu sem
af neyslu og aukningu þess stafar. Er
nokkurt vit í þessu?
ÁRNI HELGASON
Stykkishólmi.
Áfengisbölið
Frá Árna Helgasyni: