Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 3 \ 201 Kópavogur \ Sími 555 4020 \ Fax 565 4021 tvohjortu@tvohjortu.is \ www.tvohjortu.is Brúðarkjólar og herraföt Hátíðarbúningur fyrir fermingardrengi Bæjarlind 1 - Sími 554 2350 - www.start.is Fermingartilboð tölvur frá 59.990.- B æ j a r l i n d ferming Þ ótt margt sé á döfinni á heimaslóðum sem at- hyglin beinist að þykir mér rétt að halda áfram þar sem frá var horfið í siðasta skrifi. Einfaldlega svo mikið að gerast víða sunnar í álfunni sem kemur myndlist og fjöltækni við, að ég tel skyldu mína að vekja athygli hér á. Þannig held ég að sjaldan hafi jafn fágætt úrval sýninga verið í London í upphafi árs og um þessar mundir. Heimsborgina þá svo er komið við bæjardyrnar, jafnvel ódýr- ara að halda þangað en til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar svo öllum landsfjórðungunum séu gerð skil. Innan hand- ar að taka til nesti og nýja skó að morgni og koma heim að kvöldi ef vill, skoða einn eða fleiri úrskerandi viðburði, svona eins og löngu er farið að tíðkast varðandi dagsfundi í við- skiptaheiminum sem og öðrum til- gangi. Fyrir utan öll aðalsöfnin sem kynna flestar hliðar myndlista og fjöl- tækni, hér getur hver og einn tekið stefnuna í samræmi við áhugamál sín og uppskorið stórum víðari yfirsýn yfir heimslistina, allt frá upphafi vega til dagsins í dag. Meðal helstu viðburða í London má nefna sýningu Portrettsafnsins í til- efni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu ljósmyndarans Cecil Beaton (1904–1980), stendur til 31 maí. Ný- opuð er sýning í Þjóðlistasafninu á málverkum, teikningum og högg- myndum(!) hins grískfædda Spán- verja El Grecos, Dominikos Theot- okopuolos (1541–1614), stendur til 23. maí. Opinberun Prärafaelistanna (forrafaelitanna) nefnist sýning á Tate Brittain, Millbank. Um að ræða hóp skálda, rithöfunda og málara sem höfðu endurreisn listar fyrir daga Rafaels að takmarki og stofnuðu með sér bræðralag 1848. List forrafealit- anna, sem hafði afturhvarf til náttúr- unnar á dagskrá með tilfinningaríku skreytikenndu og rómantísku ívafi, hefur á síðustu árum verið tekin til rækilegs endurmats, risið upp úr öskustó að segja má. Nafnkenndastir þeirra munu þeir Dante Gabriel Ros- setti, Edvard Burne Jones og Ford Maddox Brown. Forrafaelitarnir sem sagt komnir í forgrunninn eftir að hafa verið eitthvað langt í burtu og til hliðar eins og mætti orða það, þessu hefði margur síður búist við en dauða sínum, aðrir verið lúmskt hrifnir af þeim en ekki endilega gefið það upp, þar á meðal skrifari, – til 3. maí. Í endurbættu Hayward Gallery við bakka Thamesár, stendur yfir yf- irlitssýning á myndverkum popp- listamannsins Roy Lichtenstein (1923–1997), gæti verið sama fram- kvæmd og gisti Lousiana í Humle- bæk og lauk 11. janúar, á Kon- unglegu akademíunni stendur yfir sýning á ameríska málaranum Philip Guston (1913–1980), sem vel að merkja telst amerískur og af New York-skólanum þrátt fyrir að vera fæddur og hafa látist í Montreal. Svo er það auðvitað sýning Unilever (The Unilever series) á fjöltækni-inn- setningu hins dansk, þýsk, íslenzka Ólafs Elíassonar á Tate, Bankside sem lýkur 21. mars. En hurðir því miður fallnar að stöfum varðandi sýn- ingar á verkum Rubens í Hermitage- sölum, Somerset House, og, Gothic- Art for England 1400–1547, á Vict- oria og Albert Museum sem ef ég þekki rétt til hefur verið algjört fá- gæti. Rétt að upplýsa að þar var opn- uð 4. janúar sýning á 150 verkum fatahönnuðarins nafnkennda Vivi- enne Westwood. Stendur allar götur til 11. júlí. Hvað hinn flæmska stórmálara og diplómat Peter Paul Rubens (1577– 1644) snertir, er hann í kastljósinu allt árið. Eftir að sýningunni í London lauk beinast augun að Lille í Frans, annarri menningarborg Evrópu 2004. Í Fagurlistahöllinni var opnuð mikils- háttar yfirlitssýning á verkum hans 3. mars, stendur til 14. júní. Sama dag var opnuð sýningin Safnarinn Rub- ens, í Rubens húsi í Antwerpen; myndverk eftir Tizian, Jan Brueghel og Anthonis van Dyck, ásamt teikn- ingum, höggmyndum og mynt, til 13. júní. Í Kassel verður opnuð sýningin Pan og Syrinx í málverkasafni eldri meistara, hefur með erótísku hliðina á myndsköpun meistarans að gera, svo og myndverk Jan Brueghels (1568–1625) og samtíðarmanna þeirra, til 13. júní, heldur þarnæst til Frankfurt/ Main. Þá er komið að hinni menningar-borg Evrópu 2004 sem er Genúa. Í Ducale-höllinni verð- ur opnuð 20. mars sýning á 120 myndverkum Rubens og samtíð- armanna, meðal annars van Dyck, Tintoretto, Caravaggio, og Tizian. Þá er röðin aftur komin til Antwerpen, fæðingarborgar meistarans, hvar sýningin, Uppgötvun landlags- málverksins, verður opnuð 8. maí í Konunglega fagurlistasafninu, inni- ber flæmsk landlagsmálverk frá Pat- inir til Rubens, stendur til 8. ágúst. Joachim Patenir (um 1485–1524), var sérstæður og undursamlegur lands- lagsmálari. Loks verður opnuð í Braunshweig 8. ágúst sýningin Peter Paul Rubens, barroskar ástríður, í safni kenndu við Anthon Ulrich her- toga og lýkur 31. október. Hér upp- taldir helstu viðburðirnir en um fleiri er að ræða og upplýsingar má finna á vefnum www. Rubens 2004. Barrokkið er að vísu löngu liðin tíð en menn sjá þó skýr áhrif þess í póst- módernismanum, einkum arkitektúr; nokkurs konar gamalt vín á nýjum belgjum. Meðal stórviðburða fortíðar, sem dregnir eru fram í dagsljósið, er að 140 ár eru liðin frá fæðingu Henri de Toulouse-Lautrec (1864–1901) og mun eins konar forsmekkur þess sem menn geta búist við að tíu árum liðn- um. Í listasafninu í Baltimore var opnuð sýningun Toulouse-Lautrec, meistari Moulin Rouge, og stendur til 23. maí. Í Käthe Kollwits-safninu í Köln verður það Touloise-Lautrec og fagra tímabilið, Belle Epoqe, stendur frá 26. mars til 16. maí. Listasafnið í Chemnitz býður upp á heildarverk snillingsins í grafík 4. apríl–25. júlí. Listhöll veðlánarastofnunarinnar í München kynnir Parísar líf, frá nóv- ember, inniber þá hlið sem veit að veggspjöldum úr safni Gerstenberg, ásamt málverkum, pastel og fljót- rissum, stendur frá 30. júní til 21. nóvember. Loks ber að nefna 100 teikningar úr koparstungusafninu í Dresden, steinþrykk, riss, vatns- litamyndir og ljósmyndir, þar á meðal mappan Hún (Elle), sem hann gerði 1896, stendur frá 22. nóvember til 17. janúar 2005. Þótt kastljósið á yfirstandandi ári beinist helst að Dali, Rubens og Tou- louse-Lautrec er fjarri því að menn gleymi miklum áhrifavöldum næstlið- innar nútíðar. Kemur okkur dálítið við, að föstudaginn 12. mars verður opnuð yfrlitssýning á verkum Dieter Roth í MoMA, Quens, þ.e. bráða- birgðahúsnæði safnsins meðan að- albyggingin er í stækkun og end- urnýjun, stendur til 7. júní. Þessi fyrrum svissnesk/þýski tengdasonur Íslands er að verða sígildur ekki síður en annar góðkunningi og velunnari okkar, Bandaríkjamaðurinn Donald Judd. Er svo er komið eru mikils- háttar verk Judds slegin á yfir millj- ón dollara á uppboðum. Um þessar mundir stendur yfir yfirlitssýning á Tate Modern í tilefni að 10 ár eru frá láti hans, stendur til 25. apríl. Þá verður opnuð 25. september önnur framkvæmd í Samtímalistasafninu í Basel, sem hefur með seinni tíma verk minimalistans að gera, stendur til 9. janúar á næsta ári. Mikið um að vera á myndlist-arvettvangi í Lille og Gen-úa, borgum menningarárs 2004. Í Lille hófust hátíðahöldin með þrem sýningum með blóm sem þema, og um síðustu helgi opnaði viðamikil sýning í Fagurlistasafninu á verkum Antonio Watteau (1684–1721), stend- ur til 14. júní. Þá má nefna sýningu er snertir hugmyndaflug eins af höf- uðmeisturum klassíska tímabilsins J.A.D. Ingres (1780-1867), kringum hina stóru og frægu ódalísku mynd hans, verður opnuð 26. júní og stend- ur til 31. október. Sýningin Mexíkó- Evrópa. Fram og aftur 1919–1960, innber 250 myndverk mexíkóskra og evrópskra listamanna frá fyrra helm- ingi 20 aldar, hér innbyrðis áhrif í kastljósinu. Um að ræða listamenn sem flakkað hafa á milli heimsálf- anna, þar á meðal ljósmyndarann Manuel Alvaro Bravo, stendur frá 4. apríl til 16. anúar 2005. Þá má nefna sýningu á samanburðararkitektúr borganna Lille, Barselóna, Man- chester, Portó og Rotterdam, stendur frá 14. september til 21. nóvember. Loks ber að nefna sýningu á verkum framúrstefnulistamannsins og áhrifa- valdsins Anish Kapoor, stendur frá 25. október til 6. mars 2005. Fyrsti stóri viðburðurinn í Genúa; Tillögur um samtímalist frá Lille til Genúa, verður opnaður 15. apríl, stendur til 30. maí. Síðan fylgja fram- kvæmdirnar: Hvítt og blátt. Fimm hundruð ára saga leirlistar í Ligúríu, samanstendur af fjórum sýningum og 400 hlutum í Savona, Albisola og Vado, Ligúriu, stendur frá 7. maí til 30. júní. Einvígi – myndlist, arkitekt- úr – hönnun á 20. öld, stendur frá 21. maí til 31. ágúst. Myndlist & arkitekt- úr 1900–2000 stendur frá 2. sept- ember fram í janúar 2005. Genua De- sign 2004 stendur frá 8. október til 28. nóvember. Loks, List og menning í Genúa milli 1960 og 1980, hápunktar Meira af árinu 2004 Snillingurinn P.P. Rubens er í sviðsjósinu 2004. Hér í eigin pensilförum ásamt fyrri konu sinni, Isabellu Brandt, um 1609. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.