Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 39 THOR Ólafsson hefur hlotið viður- kenninguna þjálfari ársins í Evrópu og Mið-Austurlöndum hjá Dale Carnegie, einu stærsta starfsþjálfun- arfyrirtæki í heimi. Viðurkenningin er byggð á mati þátttakenda á námskeiðum fyrirtæk- isins en alls starfa um 2.500 þjálfarar hjá Dale Carnegie um heim allan. Alls töldu rúmlega 75% þátttakenda á námskeiðum hjá Thor að þjálfunin hefði farið fram úr væntingum. „Dale Carnegie gerir miklar kröfur til þjálfara sinna og krefst þess meðal annars að hver þjálfari fari í gegnum árlegt stöðumat, auk þess sem hver þálfari þarf á þriggja ára fresti að endurnýja grunnþjálfun sína með því að að sækja ítarlega endurþjálfun er- lendis,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Íslendingur þjálfari ársins í Evrópu Thor Ólafsson (fyrir miðju) ásamt Thomas Otley (t.v.), yfirmanni þjálfunarmála, og Peter Handal, forstjóra Dale Carnegie, þegar Thor tók við viðurkenningunni. Fræðslufundur um almannatrygg- ingar hjá Gigtarfélaginu Á morg- un, fimmtudaginn 11. mars kl. 19.30 verða áhugahópar Gigtarfélags Ís- lands um psoriasisgigt og iktsýki/ liðagigt með sameiginlegan fræðslu- fund fyrir félagsmenn og þá sem áhuga hafa á málefninu í húsnæði félagsins að Ármúla 5, annarri hæð. Margrét S. Jónsdóttir, félags- ráðgjafi og forstöðumaður þjón- ustumiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins flytur erindi undir yfir- skriftinni: Viltu vita rétt þinn til al- mannatrygginga? Eftir fyrirlest- urinn verður gefinn kostur á spurningum og umræðum. Boðið verður upp á veitingar gegn vægu gjaldi. Málþing Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavík norður um menntamál verður á morgun, fimmtudaginn 11. mars, kl. 20 á Hverfisgötu 33, 3. hæð. Frummæl- endur verða: Dagný Jónsdóttir al- þingismaður, Andrés Jónsson, for- maður UJ, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður og Odd- ur Ástráðsson, formaður UVG. Sæ- unn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, verður fundarstjóri og stýrir pallborðsumræðum. Samhliða fundi verður boðið upp á veitingar. Fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum fimmtudaginn 11. mars kl. 12–13 í stofu 101 í Lögbergi. Guð- björg Linda Rafnsdóttir lektor flyt- ur fyrirlesturinn „Kynferði og upp- lýsingatækni.“ Í fyrirlestrinum verður fjallað um tengsl upplýs- ingatækni og kynferðis í ljósi ólíkra kenningastrauma innan femínism- ans. Einnig verður greint frá ís- lenskri rannsókn um upplýs- ingatækni og persónuvernd og sýnt á hvern hátt upplýsingatæknin við- heldur ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaðinum, í stað þess að draga úr honum eins og margir höfðu spáð fyrir um. Fræðslufundur Garðyrkufélags Íslands verður haldinn í sal Orku- veitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, á morgun, fimmmtudaginn 11. mars kl 20. Kristinn H. Þorsteinsson, for- maður Garðyrkjufélags Íslands flyt- ur erindi sem hann nefnir „Tré og runnar – fjölbreytileiki í tegund- arvali“. Kristinn fjallar í máli og myndum um einstakar tegundir trjá og runna, vaxarlag þeirra og eðli, notk- un, harðgerði og þann heim sem trjágróðurinn getur skapað jafnt vetur sem sumar. Aðgangseyrir að fundinum er 500 kr, kaffi og te er innifalið í verðinu. Á MORGUN Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Þróttar verður haldinn miðviku- daginn 17. mars nk. kl. 20 í Fé- lagshúsi Þróttar í Laugardal. Dagskrá fundarins er samkvæmt venjubundnum störfum aðalfundar. Á NÆSTUNNI ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- Konur í forystu á alþjóðavettvangi Stjórn Landsnets sjálfstæðiskvenna Landsnet sjálfstæðiskvenna heldur opinn fund með sendiherra Japans á Íslandi, frú Fumiko Saiga, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.00. Frú Saiga hefur starfað í utanríkisþjónustu Japans frá 1966 og hefur m.a. setið í jafnréttis- nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna. Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, flytur stutt erindi. Fundarstjóri verður Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Léttar veitingar verða í boði. Allir velkomnir! 800 7000 - siminn.is Þú færð tvær símalínur og þína eigin símstöð. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma 1 kr. Léttkaupsútborgun Fritz ISDN símstöð og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 15.001 kr. • Rafhlaða: Allt að 13 klst. í tali, 2 endurhlaðanlegar rafhlöður NiMh. • 30 númera númerabirting. • Endurval síðustu 10 valinna númera. • Númeraminni fyrir 200 nöfn og símanúmer. • 130 gr. • 10 hringitónar. • Handfrjáls notkun (hátalari og hljóðnemi). • Raddstýrður (29 númer). • Möguleiki á fleiri handtækjum og allt að 4 móðurstöðvum. • Innan- og utanhússdrægni: 50/300 m. • Öflug fyrir venjulegan heimasíma með ISDN. • Allt að 4 venjuleg símtæki tengd í einu. • Þú hringir og sendir símtöl frítt innan símstöðvar. • 10 símanr. og 3 nr. virk í hverjum símatengli. • Bæði sími og fax með tölvutengingu. • Tvö símtæki í notkun í einu, óháð hvort öðru. • Númerabirting innifalin. • 12 sérþjónustumöguleikar. 980 Léttkaupsútborgun Gigaset S100 og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Þú getur talað í símann hvar sem er innan heimilisins. 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi •50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. •Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Verð aðeins: 15.980 kr. Tilboðin gilda til 31. mars. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Bogahlíð - 135 fm glæsieign Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 136 fm eign á fyrstu hæð í þessu glæsilega fjölbýlishúsi. Íbúðinni fylgir stæði í vönduðu bílskýli sem innangegnt er í úr sameign. Íbúðin er fullbúin á afar vandaðan og glæsilegan máta. Massift parket. Stórglæsil. baðherb. með hornbaðkari með nuddi. Tvö svefnherb. 20 fm altan/svalir mót suðvestri sem eru hellulagðar með hitalögn. Eign í algjörum sérflokki. Vönduðu sameign. Verð 26,5 millj. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri sem varð mánudaginn 1. mars. sl., um kl. 17.10. Áreksturinn varð á gatnamót- um Háaleitisbrautar/Listabrautar og Brekkugerðis í Reykjavík. Bif- reiðarnar voru MH-515 sem er Niss- an Micra, rauð að lit, og VR-309 sem er Suzuki Baleno, dökkblá að lit. Ágreiningur er um stöðu umferð- arljósa og eru vitni að árekstrinum, sérstaklega ökumaður bifreiðar sem hafði stöðvað við gatnamótin er árekstur varð, beðin að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9020. Vitni óskast að árekstri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.