Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 48
TÓNLEIKAR poppstörnunnar
Pink í Laugardalshöllinni hinn 10.
ágúst verða hluti af tónleikaferð
hennar um Evrópu í sumar, að
sögn Gústafs P.S. en fyrirtæki
hans Lightning Promotions skipu-
leggur tónleikana.
„Hún mun koma hingað og
stoppa í nokkra daga en halda eft-
ir það áleiðis til Genfar þar sem
hún spilar næst. Hana langar til
að skoða sig um hérna og
skemmta sér. Hún hefur heyrt að
það sé svo gaman að djamma hér,“
segir Gústaf sem segist einu sinni
hafa talað við hana.
Miðasala á tónleikana mun hefj-
ast hér um mán-
aðamótin apríl-maí, að
sögn Gústafs. „Hún kem-
ur hingað með rokk-
hljómsveit, helling af
dönsurum og verð-
ur með mikið
ljósashow.“
Vantar upp-
hitunar-
hljómsveit
Gústaf segist
hafa talsverða
reynslu af tón-
leikahaldi og hafa
starfað hjá evr-
ópsku kynningarfyrirtæki í
nokkur ár, þar sem hann
vann meðal annars að því að
setja upp tónleika á Reading-
tónlistarhátíðinni í Bretlandi
síðustu tvö ár. Þá hafi hann
unnið að því að setja á svið
uppistandssýningar í
Portúgal.
Ekki er hefur enn ver-
ið ákveðið hverjir muni
hita upp en Gísli hvetur
áhugasamar hljómsveitir
til að hafa samband við
Lightning Promotions.
Pink er ein skærasta stjarn-
an í poppheiminum í dag.
Hluti af Evrópuferð
Tónleikar Pink á Íslandi í ágúst
48 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Frá framleiðendum
Fast and theFurious og XXX
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Frábær
gamanmynd frá
höfundi Meet the
Parents
HJ. MBL
ÓHT. Rás2
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 6.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.50.
SV MBL
DV
SV MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6.55 og 8.10
-Roger Ebert
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
„Ótrúlega áhrifarík.
Frumleg, fyndin og
elskuleg.“
-BÖS, Fréttablaðið
Sean Penn
besti leikari
í aðalhlutverki
Tim Robbins
besti leikari
í aukahlutverki
Renée Zellweger
besta leikkona
í aukahlutverki
Skonrokk
„Hundrað sinnum
fyndnari
en Ben Stiller á
besta degi.“
-VG. DV
Sýnd kl. 9.20. B.i. 14 ára.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
13 íslendingar héldu í víking til London til að sigra
leikhúsheiminn. Þetta er þeirra saga.
Ný íslensk heimildarmynd eftir Ragnar Bragason
ísl i r l í ví i til L til si r
l i s i i . tt r irr s .
ý ísl s i il r y ftir r r s
Ó.H.T. Rás2
FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU
GAGNRÝNENDUM LANDSINS!
SV MBL
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
SMS leikur
10 hver skilaboð vinnur
Hvert skilaboð kostar 99 kr.
Sendu
SMS skilaboðin
MBLSMS ROCK í númerið 1910
og þú getur unnið miða á School of Rock
eða Nokia 3310 síma.
Þú færð eina einfalda spurningu sem þú átt að svara
með skilaboðunum MBLSMS A, B eða C
og við látum þig strax vita hvort þú hefur unnið eða ekki.
K R I N G L A N
Á FÖSTUDAG og laugardag mun
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja
mörg af þekktustu lögum Bítlanna
undir stjórn Bretans Martin Yates,
stofnanda West End International.
Um er að ræða heimsfrumflutning á
þessari efnisskrá sem kallast á frum-
málinu Beatlemania! – The Symph-
onical Mystery Tour. Tónleikarnir
fara fram í Laugardalshöllinni en
Yates þessi hefur áður útsett á svip-
aðan hátt lög eftir Queen og ABBA.
Hingað kemur hann með fjóra
aðalsöngvara með sér, fjóra bak-
raddasöngvara og fullt af tækni-
mönnum. Ásamt Sinfóníunni leika
svo Richard Korn á rafbassa, Roland
Hartwell gítar, Guðmundur Pét-
ursson rafgítar, Agnar Már Agn-
arsson píanó og Ólafur Hólm tromm-
um.
Að gera þetta vel
- Hvers vegna frumflytjið þið á Ís-
landi?
„Við höfum átt gott samstarf við
Sinfóníuhljómsveit Íslands und-
anfarin ár. Fluttum ABBA-
dagskrána með henni og einnig
Queen.“
- Segðu mér frá fyrirtæki þínu,
West End International.
„Þetta byrjaði smátt árið 1995 og
hefur vaxið stöðugt að umfangi. Ég
er víst enn stjórnandi fyrirtækisins,
svona að nafninu til. Ég stofnaði það
eftir að ég hafði byrjað að dýfa tám í
söngleiki og slíkt en áður fyrr sinnti
ég bara sígildri tónlist. Mér fannst
sem svona hlutir, þ.e. markaðsvænar
uppsetningar, gætu verið til muna
vandaðri. Þannig að mig langaði til
að beita „sígildri“ reynslu minni í
þessum geira. Nálgast þetta á sama
hátt og menn nálgast sígilda tónlist,
það er af alvöru og vandvirkni.“
- Þið farið með sýningarnar út um
allar trissur að því er virðist…
„Já. Og við vinnum með sinfón-
íuhljómsveitinni sem er á hverjum
stað. Í raun er ekkert af því sem við
erum að vinna hugsað fyrir Lundúni,
þannig séð. Ég sé ekki að svona
stykki geti gengið þar lengi.“
- Hvernig fellur tónlist Bítlanna að
sinfóníuútsetningum?
„Þetta hefur verið athyglisverð
vinna. Það fyrsta sem ég gerði í þess-
um fræðum var Queen-dæmið, en
tónlist Queen er mjög sinfónísk í eðli
sínu. Það sem kom mér helst á óvart
er hversu litrík tónlist Bítlanna er.
Hún er líka létt og leikandi í þeim
skilningi að þetta er popp fremur en
rokk. Tónlist Bítlanna er þá ein-
staklega haglega samin og oft
skringileg eða duttlungagjörn. Sum
lögin skipta t.d. um hrynjandi í
miðjum klíðum eins og ekkert sé
sjálfsagðara.“
- Hvaða lög eru á efnisskránni?
„Við erum með ansi mörg lög. Svo
ég nefni nokkur þá er það t.d. „Magi-
cal Mystery Tour“, „Eleanor Rigby“,
„She Loves You“, „Ticket To Ride“,
„Revolution 1“, „I Am The Walrus“,
„Help!“, „Fool On The Hill“, „Back
In The U.S.S.R.“, The Long And
Winding Road“, „With A Little Help
From My Friends“, „Penny Lane“
og „I Want To Hold Your Hand““
- Einhver þeirra hljóta að passa
betur með sinfóníu en önnur?
„Að sjálfsögðu. Það segir sig t.d.
sjálft að „Yesterday“ virkar, en „She
Loves You“ sé erfiðara.“
Slæmt Bítlalag er ekki til
- Nú segja margir að tónlist Bítl-
anna sé í raun „sígild“?“
„Já, það er alveg rétt. Tónlistin er
bæði sígild að því leyti að hún verður
ennþá í fullu gildi eftir 200 eða 300 ár
og auk þess ber hún með sér sígildan
blæ í tónlistarlegu tilliti.“
- Myndir þú segja að þáttur
George Martins, upptökustjóra Bítl-
anna, hafi auðveldað þér – og öðrum
– að setja tónlist Bítlanna í sígilt
form.
„Nei. Alls ekki. George Martin
hafði að sönnu gríðarleg áhrif á tón-
listarsköpun Bítlanna en það er ekki
auðvelt að sjá hvar áhrif hans liggja
nákvæmlega. Hann „klassíseraði“ þá
ekki ef ég má orða það þannig.“
- Hvað finnst þér um þreifingar
Pauls McCartneys í sígildri tónlist?
„Hann hefur greinilega þörf fyrir
að gera þannig tónlist. En það sorg-
lega við þetta er að þótt þú sért fræg-
ur er ekki gefið að þú hafir eitthvað
að segja í hinum eða þessum list-
greinum. Það er t.a.m. bókað mál að
málverkin hans McCartneys myndu
seljast, burtséð frá gæðum þeirra.
Mér finnst Standing Stone ekki
gott verk og Liverpool-óratórían er
svona la-la. Ef einhver minna þekkt-
ur en McCartney hefði samið þessi
verk hefðu þau ekki selst neitt.“
- Áttu þér uppáhalds Bítlalag?
„Einhverra hluta vegna er ég
mjög hrifinn af „Magical Mystery
Tour“. „Eleanor Rigby“ er líka
glæsilegt í einfaldleika sínum. Mel-
ódían í „The Long And Winding
Road“ er ægifögur. En Bítlarnir eiga
einfaldlega ekki slæmt lag. Hvert og
eitt þeirra hefur eitthvað við sig og
hefur sinn sérstaka „karakter“.“
- Er eitthvað annað í bígerð hjá
West End International á árinu?
„Já, við erum að fara að setja upp
tónleika byggða á lögum og stefjum
út James Bond-myndunum. Það er
mjög spennandi að fást við þennan
„John Barry“ hljóm. Tony Hadley,
sem var söngvari í Spandau Ballet,
verður þar í fararbroddi.“
Bítlaæði Sinfóníuhljómsveitarinnar
Sígildir Bítlar
Morgunblaðið/Golli
Martin Yates hefur sérhæft sig í að færa popp í sígildan búning.
Miða er hægt að nálgast á skrif-
stofu Sinfóníunnar sem er í Há-
skólabíói. Einnig á vefsvæði
hennar, sem er hér að neðan.
www.sinfonia.is
www.westendinternational.com.
arnart@mbl.is