Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 47
SVÁFU Bandarísku kvikmynda-
akademíumeðlimirnir á meðan
Jack Black stal Rokkskólanum,
frumlegri og bráðskemmtilegri
gamanmynd – sem hefði aldrei
orðið annað en svipur hjá sjón ef
þessa þriflega gamanleikara og
poppstjörnu nyti ekki við? Ekki
ólíklegt að Mike White hafi samið
handritið með vin sinn í huga, en
Black átti fína innkomu í Orange
County.
Þeir félagar halda áfram að gera
lífið skemmtilegra. White með enn
einu neinfyndnu handritinu og leik
í aukahlutverki, Jack með kröft-
ugri túlkun á Dewey Finn, þunga-
rokkara með oftrú á
sjálfum sér, því félagar
hans reka hann úr
hljómsveitinni fyrir
vafasama tilburði á
sviðinu. Dewey óttast
atvinnuleysi öðru frem-
ur og grípur atvinnu-
tilboð sem berst Ned
Scheebly (Mike
White), vini hans og
meðleigjanda. Ned er
forfallakennari og mætir Dewey
galvaskur í hans stað og gerist
kennari í fimmta bekk í grunn-
skóla fyrir börn milljarðamæringa.
Dewey veit síst meira en krakk-
arnir um námsfögin og er því lítt
aflögufær við kennarapúltið – uns
hann heyrir vesæla tilburði þeirra
í tónlistartíma. Þá kviknar á per-
unni, rokk er allra meina bót í
huga Deweys, hann breytir náms-
greinunum í eina: rokk og ról. Þau
fá tilsögn í rokksögunni og Dewey
velur þau hæfileikaríkustu til að
spila á hljóðfærin, önnur til að
syngja, ein telpan er fram-
kvæmdastjóri og þrjár vitalaglaus-
ar dubbaðar upp í hlutverk
grúppía. „Grúppíur eru druslur“,
segir ein, og verður stór upp á sig.
Dewey er fljótur að leiðrétta þann
misskilning. „Grúppíur“, segir
hann, „eru frekar í ætt við klapp-
stýrur.“ Og málið er dautt.
Þannig leysir Dewey öll vanda-
mál sem upp koma, fljótt og
örugglega og allir verða sáttir við
kennarafyrirbrigðið. Markmið
hans er að koma bekkjarhljóm-
sveitinni í keppni á einni útvarps-
stöð borgarinnar og til
þess fær hann furðu
mikið næði í þær þrjár
vikur sem hann ráðsk-
ast með krakkaskar-
ann.
Black er bæði ein-
staklega flinkur gam-
anleikari og gítarleik-
ari og söngvari af guðs
náð (annar helmningur
rokkdúettsins Tenacio-
us D.) Er því fæddur í
hlutverkið og gerir því
eftirminnileg skil. De-
wey verður trúverðug-
ur rokkskólakennari í
höndum hans, sæll og
einfaldur, en skilar
þeim árangri sem sem
hann ætlar sér. Virkjar
nemendurna, hvern á sinn hátt, og
kemur með ferska vinda inn í
mollukennt loft kennslustofunnar.
Krakkarnir eru með á nótunum og
þau White og Joan Cusack lífga
upp á hópinn. Útkoman frábær
skemmtun fyrir rokkara jafnt sem
unnendur gamanmynda á öllum
aldri.
Feitt og
fjörugt rokk
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó Sambíóin, Borgar-
bíó Akureyri.
Leikstjórn: Richard Linklater. Handrit:
Mike White. Kvikmyndatökustjór: Rogier
Stoffers. Tónlist: Craig Wedren. Aðalleik-
endur: Jack Black, Joan Cusack, Mike
White, Sarah Silverman, Joey Gaydos Jr.,
Robert Tsai , Maryam Hassan, Kevin
Clark. 110 mínútur. Paramount Pictures.
Bandaríkin 2003.
ROKKSKÓLINN / SCHOOL OF ROCK
Rokkskólinn er „frábær skemmtun fyrir rokkara jafnt sem
unnendur gamanmynda á öllum aldri,“ segir í umsögn.
Sæbjörn Valdimarsson
ROKKSÖNGLEIK-
URINN Hárið verð-
ur settur upp í Aust-
urbæ í sumar.
Frumsýning er fyr-
irhuguð 1. júlí og
munu söng-, leik- og
dansprufur fara
fram fyrstu helgina
í apríl nk.
Leikstjóri upp-
færslunnar er Rún-
ar Freyr Gíslason
leikari en tónlistar-
stjóri er Idol-
dómarinn og
Todmobile-
maðurinn Þorvald-
ur Bjarni Þorvalds-
son sem stjórnað
hefur tónlistinni
fyrir marga vinsæla
söngleiki undanfarið, nú síðast
Grease.
Leikmyndahönnuður Hársins
verður Axel Hallkell,
danshöfundur er Lára
Stefánsdóttir og ljósa-
hönnuður Björn Berg-
steinn Guðmundsson.
Að því er fram kemur í
tilkynningu frá framleið-
endum verður áhersla
lögð á sönghlutann í
prufunum enda mörg
stór sönghlutverk í verk-
inu. Allar upplýsingar
um prufurnar verða aug-
lýstar betur síðar í þess-
um mánuði.
Hárið hefur áður hefur
verið sett upp hér á
landi, við miklar vinsæld-
ir. Það gerðist síðast
1994 þegar það var sýnt
fyrir fullu húsið í marga
mánuði í Gamla bíói en
árið 1971 var Hárið sýnt í Glaumbæ
sáluga en þá sá Náttúra um tónlist-
ina og hlaut lof fyrir.
Söngleikurinn Hárið settur upp í sumar
Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson mun standa í
ströngu í aprílbyrjun
við að velja úr vænlega
söngvara fyrir Hárið.
Söng-, leik- og dans-
prufur í aprílbyrjun
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Frábær gamanmynd frá höfundi
Meet the Parents
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15
LÆRÐU
AÐ
ROKKA!!
Jack Black
fer á kostum
í geggjaðri
grínmynd
sem rokkar!
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
Charlize Theron:
fyrir besta leik í aðalhlutverki.
ÓHT Rás2
HJ MBL
Kvikmyndir.com
Charlize Theron:
Golden Globe verðlaun
fyrir besta leik í
aðalhlutverki.
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
„Dýrmætt
hnossgæti“
EPÓ Kvikmyndir.com
Allir þurfa félagsskap
SV MBL
Fréttablaðið ÓHT Rás 2SV Mbl.Kvikmyndir.com
ÓHT Rás2
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
Besta
frumsamda
handrit
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin
og allar vísbendingar benda á þig?
Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington
MÖGNUÐ SPENNUMYND!
Fleiri börn...meiri vandræði!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6.
Já systir, Nei systir Sýnd kl. 6
Yfir í Eden. Sýnd kl. 8
Hrein og bein. Sýnd kl. 10
4. - 14. MARS
2004
www .regnboginn.is
4. SÝN. FÖS. 20. FEB. UPPSELT
5. SÝN. LAU. 21. FEB. UPPSELT
6. SÝN. FÖS. 27. FEB. ÖRFÁ SÆTI LAUS
7. SÝN. LAU. 28. FEB. ÖRFÁ SÆTI LAUS
10. sýn. fös. 1 . mars Uppselt
11. sýn. lau. 13. mars Örfá sæti
12. sýn. fös. 19. mars Örfá sæti
13. sýn. lau. 20. mars Nokkur sæti