Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 45  SKOSKI knattspyrnumaðurinn David Shevel, 21 árs, er við æfingar hjá Þrótti í Reykjavík. Shevel, sem er miðvallarleikmaður, ólst upp hjá Crystal Palace, en var í röðum Ful- ham frá árinu 2000 þar til hann var leystur undan samningi sínum þar síðasta sumar. Hann lék aldrei með aðalliði Fulham.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 5 mörk fyrir Essen sem tapaði, 30:26, fyrir HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Bertrand Gille var markahæstur hjá Hamburg með 9 mörk en Dmitri Torgovanov, línumaðurinn hávaxni, skoraði 6 mörk fyrir Essen.  JÓNATAN Magnússon, fyrirliði handknattleiksliðs KA, tekur út eins leiks bann í kvöld þegar lið hans mætir Stjörnunni í úrvalsdeildinni. Jónatan fékk rauða spjaldið í leik liðsins við Hauka um síðustu helgi og var í gær úrskurðaður í eins leiks bann.  HEIÐAR Helguson og félagar í Watford töpuðu, 2:0, fyrir Bradford í gærkvöld og eru því áfram á fall- svæði ensku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu. Heiðar fékk tvö góð færi, í byrjun leiks og rétt fyrir hlé, en varn- armenn og markvörður afstýrðu marki. Hann fór síðan af velli á 78. mínútu.  JÓHANN B. Guðmundsson átti mjög góðan leik með Örgryte sem gerði jafntefli, 2:2, við brasilíska liðið Botafogo í fyrrakvöld. Þetta var lokaleikur Örgryte í þriggja vikna æfingaferð til Brasilíu. Atli Sveinn Þórarinsson var varamaður hjá Ör- gryte í leiknum en Tryggvi Guð- mundsson spilaði ekkert með liðinu í ferðinni þar sem hann er ekki búinn að jafna sig fyllilega af meiðslum sem hann varð fyrir síðasta haust.  ANDREW Price, stuðningsmaður Leicester, var sektaður um 350 pund, jafnvirði 45.000 króna, og bannað að sækja heimaleiki Leicester til lífstíð- ar í gær sökum þess að hann réðst á Ian Walker, markvörð Leicester í kappleik í ensku úrvalsdeildinni í jan- úar. Reyndar tók Walker frumkvæð- ið og tuskaði Price til áður en hann var leiddur af velli af öryggisvörðum.  PRICE má heldur ekki sækja aðra kappleiki í Englandi og í Wales næstu þrjú árin fyrir hátterni sitt, en hann er 38 ára gamall og þriggja barna faðir.  KASEY Keller, markvörður Tott- enham, varði vítaspyrnu frá Mass- imo Maccarone í gærkvöld þegar lið hans sótti Middlesbrough heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Keller náði þó ekki að forða Totten- ham frá tapi. Szilard Nemeth, sókn- armaðurinn frá Slóvakíu, náði að tryggja Middlesbrough öll þrjú stig- in með marki 17 mínútum fyrir leiks- lok. FÓLK ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, er bjartsýnn á að geta teflt fram sínu sterkasta liði í vináttuleiknum gegn Albön- um í Tirana hinn 31. mars næst- komandi. Ásgeir segir að Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði verði með en hann gerir ráð fyrir því að val á landsliðshópnum liggi fyrir um eða eftir næstu helgi. „Við munum velja okkar sterk- asta lið og almennt séð sýnist okk- ur Loga að staðan á mönnum sé nokkuð góð. Það hefur enginn af- boðað sig í leikinn og ég á ekki von á að félögin setji mönnum stólinn fyrir dyrnar eins og gerðist fyrir leikinn gegn Mexíkó. Þetta er al- þjóðlegur leikdagur og við leggj- um ríka áherslu á að fá þá menn sem við óskum eftir,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson við Morgunblaðið. Ísland og Albanía hafa tvívegis mæst á knattspyrnuvellinum en þjóðirnar voru í sama riðli í und- ankeppni EM. Albanir höfðu betur í fyrri leiknum í Tirana, 1:0, en Ís- lendingar fögnuðu sigri í síðari leiknum, 2:0, með mörkum frá Atla Eðvaldssyni og Arnóri Guðjohn- sen. Albanir eru erfiðir heim að sækja og hafa ekki tapað á heima- velli í óralangan tíma. Þeir sigruðu Svía, 2:1 í vináttuleik í síðasta mán- uði og í undankeppni EM töpuðu þeir ekki leik í Tirana, unnu Rússa og Georgíumenn, 3:1, gerðu markalaust jafntefli við Íra og 1:1 jafntefli við Svisslendinga. Sterkasta landslið Íslands gegn Albönum í Tirana ROY Keane fyrirliði Eng- landsmeistara Manchester United gæti þurft að taka út meiri refsingu en eins leiks bann fyrir að traðka á Vitor Baia markverði Porto í fyrri leik liðanna í Meistaradeild- inni á dögunum. Keane var rekinn af velli og úrskurðaði aganefnd evrópska knatt- spyrnusambandsins Keane í eins leiks bann sem hann tók út í gær. Nú hefur UEFA áfrýjað dómi eigin aganefndar og vill að litið verði á brot Keane sem árás. Komist aga- nefndin af sömu niðurstöðu má gera ráð fyrir því að Keane verði úrskurðaður í þriggja leikja bann en taka á áfýjunina fyrir 19. þessa mán- aðar. Vilja að Keane fái lengra bann Ég gleymi aldrei hvernig Skaga- menn gátu t.d. komist hjá því að velja Ríkharð Jónsson, einn af fjór- um bestu knattspyrnumönnum Ís- lands fram til þessa – hinir eru Albert Guðmundsson, Þórólfur Beck og Ásgeir Sigurvinsson – knattspyrnumann síðustu aldar á Akranesi. Greinilegt er á vali Pele og Plat- ini, að það fer ekki alltaf saman að vera góður með knöttinn inni á vellinum – og útsjónasamur og traustvekjandi utan vallar, þegar til kastanna kemur. Ég er á þeirri skoðun að það hefði átt að kalla saman hóp þjálf- ara, fréttamanna og leikmanna, til að koma saman listanum. Það hef- ur oft verið gert áður, þannig að öflug grunnvinna er til. Sigmundur Ó. Steinarsson. Claudio Ranieri, þjálfari Chelsea,stillti liði sínu upp til að halda jöfnu, Hernan Crespo var einn frammi og fimm leikmönnum var stillt upp á miðjunni. Þrátt fyrir þetta var Chelsea heldur hættulegra í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru það gestirnir sem höfðu heldur betur en hvorugu liðinu tókst að skora og fer Chelsea því áfram án þess að skora mark í umferðinni. Liðið vann 1:0 í fyrri leik liðanna í Stuttgart fyr- ir tveimur vikum en þá gerði Fern- ando Meira sjálfsmark. Mikið líf færðist í leik liðanna und- ir lokin þegar heimamenn fengu nokkur færi til að skora. Gestirnir fengu raunar líka færi á lokakaflan- um en allt kom fyrir ekki. Ekkert mark var skorað og það dugði Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Chelsea og kom ekkert við sögu í leiknum. Costinha bjargaði Porto Lengi vel virtist allt ganga United í hag á Old Trafford, liði komst yfir og var með pálmann í höndunum að því er virtist og áhorfendur vel með á nótunum, allt þar til á síðustu mínútu leiksins að Francisco Costinha, skor- aði jöfnunarmark Porto og tryggði þar með portúgalska liðinu áfram- haldandi keppnisrétt í deildinni. Þá varð allt hljótt á heimavelli ensku meistaranna. Lærisveinar Alex Ferguson sátu hins vegar eftir með sárt ennið, en Paul Scholes kom heimamönnum yfir á 32. mínútu. Jöfnunarmark gestanna var klaufa- legt. Þeir fengu aukaspyrnu aðeins utan við vítateig vinstra megin. Benni McCarthy, sem skoraði bæði mörk Porto í fyrri leiknum, tók spyrnuna og Tim Howard, mark- vörður United, sló boltann út í teig- inn í stað þess að setja hann í horn. Sóknarmenn Porto voru snöggir og Costinha náði frákastinu og skoraði hið mikilvæga mark. Rétt fyrir leikhlé skoraði Scholes annað mark fyrir heimamenn en að- stoðardómarinn flaggaði hann rang- stæðan og í endursýningu sást að það var ekki réttur dómur. „Þetta var algjörlega löglegt mark sem var dæmt af okkur og það gerði útslagið. Aðstoðardómarinn vann ekki vinnuna sína, en svona er þetta bara,“ sagði Alex Ferguson eftir leikinn. „Mér fannst við leika vel og Porto fékk bara eitt tækifæri í fyrri hálfleik, en svona er knattspyrnan. Mér fannst leikur okkar þéttur og góður en það er ekkert við þessu að gera annað en taka því sem hverju öðru hundsbiti,“ sagði Ferguson. Ronaldo kom inn á sem varamað- ur hjá United en hann var borinn af velli átta mínútum síðar. Lyon áfram í fyrsta sinn Frönsku meistararnir í Lyon lögðu Real Sociedad 1:0 með marki Brasilíumannsins Juninho á 77. mín- útu. Þar með tryggði hann félaginu sæti í átta liða úrslitum og er þetta í fyrsta sinn sem það kemst svo langt. „Mér fannst við verðskulda sigurinn og það var frábært að skora þetta mark, það er alltaf gaman að skrá nafn sitt í sögubækurnar,“ sagði markaskorarinn eftir leikinn. „Þetta var mikil taugaspenna og við lékum ekki vel, en komumst samt áfram og það er gott,“ sagði Paul Le Guen, þjálfari Lyon. Frakkinn Reynald Denoueix þjálfar Sociedad: „Við fengum okkar færi gegn mjög sterku liði Lyon og okkur tókst að láta leikmenn þess svitna aðeins, en því miður komumst við ekki lengra,“ sagði hann. Deportivo la Corunia komst áfram með því að leggja Juventus óvænt 1:0 á Ítalíu, rétt eins og liðið gerði í fyrri leiknum á Spáni. Reuters Chelseamaðurinn Hernan Crespo í kröppum dansi í vítateig Stuttgart. Til varnar eru Andreas Hinkel og Marcelo Bordon. Chelsea áfram, United úr leik CHELSEA tryggði sér í gær sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Stuttgart á Stamford Bridge í Lundúnum. Það var hins vegar ekki fagnað eins mikið í Manchesterborg þar sem United varð að játa sig sigrað þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Porto sem vann fyrri leikinn 2:1 og í Frakklandi hafði Lyon betur gegn Real Sociedad og komst áfram eins og Deportivo La Coruna sem lagði Juventus á Ítalíu. ARSENAL óskaði eftir því við enska knattspyrnusambandið að undanúrslitaleikur liðsins við Manchester United sunnudaginn 4. apríl yrði færður frá Villa Park í Birmingham til Millennium Stadi- um í Cardiff, sem tekur 72 þús. áhorfendur. Í gærkvöldi ákvað enska sam- bandið að verða ekki við beiðni Arsenal og staðfesti að leikurinn færi fram á Villa Park í Birming- ham. Forráðamenn Arsenal bentu á að það gæti svo farið að Villa Park yrði ekki í góðu ásigkomulagi þar sem Aston Villa léki deildarleik við Manchester City á vellinum daginn áður, laugardaginn 3. apríl. Arsenal óskaði einnig eftir því að leikurinn yrði færður fram um einn dag, þar sem hinar sögufrægu hestakappreiðar á Englandi, Grand National, fara fram 4. apríl. Við þessu varð knattspyrnusam- bandið og því verður leikurinn á Villa Park laugardaginn 3. apríl í stað sunnudagsins 4. apríl. Fá ekki að leika í Cardiff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.