Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 1
Sólóplata með hækkandi sól Jón Ólafsson gefur senn út sína fyrstu plötu í eigin nafni Fólk Viðskiptablað Morgunblaðsins | Ábyrgð endurskoðenda  Skyldur stjórnarmanna  Yfirtökuskylda og stærri hluthafar Úr verinu | Vertíðarstemning Skötustofnar í skötulíki VÍSINDAMENN eru nú að þróa lyf sem á að hjálpa fólki að hætta að reykja og leggja af um leið, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Lyfið, rimonabant, hefur áhrif á heila- stöðvar sem stjórna ýmsum löngunum, þ.á m. í mat og reykingar. Svo virðist sem lyfið komi í veg fyrir að líkamanum berist boð frá þessum heilastöðvum. Framleiðendur lyfsins, franska fyrir- tækið Sanofi-Synthelabo, vonast til að það komi á markað á næsta ári. Í einni af rannsóknunum sem gerðar hafa verið á lyfinu tvöfaldaði það möguleika reykinga- manna á að hætta, að minnsta kosti til skamms tíma. Í annarri rannsókn tókst þeim sem tóku lyfið að léttast um níu kíló á einu ári. Lyf gegn offitu og reykingum VEÐUR kom í veg fyrir að reynt yrði að ná Baldvini Þorsteinssyni EA af strandstað í Skálafjöru í gær. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst að slaka skipverjum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í skipið og komu þeir öryggislínu um borð áður en þeir voru hífðir aftur í land. Norskt dráttarskip er væntanlegt til landsins í dag og verður þá freistað að koma 2,5 kílómetra langri taug í skipið. /6 Morgunblaðið/RAX Jóhannnes Gissurarson, björgunarsveitinni Lífgjöf í Álftaveri, og félagi hans fylgjast með þyrlu Gæslunnar slaka skipverjum um borð í skipið. Björgunaraðgerðir í Skálafjöru MÁLVERK sem eignað er Jóhannesi Kjarval og til stendur að bjóða upp hjá þekktu uppboðs- húsi í Kaupmannahöfn í lok mánaðarins er að öllum líkindum falsað, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Málverkið er kynnt á vefsíðu Bruun Ras- mussen, eins stærsta og kunnasta uppboðshald- ara Danmerkur, sem eitt verka sem til stendur að bjóða upp 31. mars næstkomandi. Verkið er nefnt Pige med harpe eða Stúlka með hörpu og sagt merkt Jóhannesi Kjarval. Um eigendasögu er vísað til þess að verkið hafi áður verið selt á uppboði númer 480 hjá Bruun Rasmussen, í desember árið 1985, og þá borið númerið 222. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að það verk sem þá var selt undir þessu númeri var eft- ir annan listamann, Mogens Hoff. Verkin eru jafnstór, 61x100 cm. Sama málverk og nú stendur til að bjóða upp hjá Bruun Rasmussen kom fram á uppboði hjá Gallerí Borg í maí árið 1994, þá undir heitinu Vorkoma. Var meðal annars mynd af verkinu á baksíðu bæklings sem gefinn var út fyrir upp- boðið. Pétur Þór Gunnarsson, þáverandi eig- andi Gallerís Borgar, hefur tvisvar hlotið dóma í málum sem tengjast málverkafölsunum. Að sögn Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar hjá Morkinskinnu, bendir allt til þess að umrætt málverk sé falsað. Líklegt sé að málað hafi verið yfir fyrrgreint verk Mogens Hoff, en falsararnir hafi séð sér hag í því að nota blindrammann og strigann með uppboðsnúmerinu á bakhliðinni. Ólafur kveðst þess fullviss að myndin sé fölsun sem byggist á málverkinu Landslag leikið á pí- anó eftir Kjarval, en það er í eigu Listasafns Ís- lands og hangir uppi í Ráðherrabústaðnum. Með viðtali við Ólaf Inga í Morgunblaðinu í nóv- ember 2002 voru birtar myndir af báðum mál- verkunum og það fyrrnefnda sagt líkleg stæling á því síðarnefnda. Málið til lögreglu ef verkið reynist falsað Svo virðist sem uppboðshaldarinn, Bruun Rasmussen, hafi ekki borið saman upplýsing- arnar um verkið nú og skrár frá uppboðinu 1985, þegar mynd með fyrrgreindu númeri var sem fyrr segir seld sem verk annars listamanns, enda þótt uppboðshúsið vísi sjálft til þess að myndin hafi þá verið seld á þess vegum. Peter Christmas-Møller, yfirmaður nútíma- listardeildar Bruun Rasmussen, tjáði blaða- manni Morgunblaðsins, eftir að athygli hans var vakin á misræminu í gær, að málið yrði að sjálf- sögðu kannað. Ekki ætti að vera erfitt að kom- ast að því hvort um fölsun væri að ræða og ef það kæmi í ljós yrði haft samband við lögreglu. Christmas-Møller kvaðst ekki geta gefið upp hver hefði keypt verkið á uppboðinu 1985, né hver hefði komið með það til sölu nú, enda væri trúnaðar jafnan gætt við viðskiptavini. Kjarvalsverk á dönsku uppboði talið falsað Efri myndin hangir í Ráðherrabústaðnum. Neðri myndin er hin meinta fölsun, úr upp- boðsskrá Gallerís Borgar frá árinu 1994. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞÝSKT fyrirtæki hefur framleitt hugbúnað til að hlaða völdum bak- grunnshljóðum inn í farsíma og spila í samtölum til að auka trúverð- ugleika fullyrðinga símnotandans um hvar hann sé staddur. Hægt er að fá níu hljóð, þ.á m. frá umferð, vegavinnu, skrúðgöngu, tannlæknastofu og hringingu í öðr- um síma ef maður vill losna úr símtali með því að segja viðmælandanum að annar sími sé að hringja. „Ég er hjá tannlækni“ París. AFP. SKANDINAVÍSKA flugfélaginu SAS, sem stofnað var fyrir rúmlega hálfri öld, verður skipt í þrjú sjálfstæð landsflugfélög í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, og fjórða einingin mun annast flug til annarra heimsálfa, að því er félagið greindi frá í gær. Með þessum hætti á að veita hverri ein- ingu fyrir sig stóraukið sjálfstæði, og getur hver um sig tekið ákvarðanir án samráðs við hinar, sagði talsmaður SAS, Hans Ollengren. „Nú geta Norðmenn til dæmis ákveðið að bæta við flugleið án þess að þurfa að ræða það fyrst við frændur sína Dani,“ sagði Oll- engren. „Við vonum að þetta einfaldi sam- skipti hverrar einingar fyrir sig við stéttar- félög. Aðstæður á atvinnumarkaðinum eru mjög ólíkar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.“ Þá verður norska einingin sameinuð þar- lenda flugfélaginu Braathens, sem einnig til- heyrir móðurfélagi SAS, SAS Group. Verður sameinaða félagið kallað SAS Braathens. SAS skipt í fernt Stokkhólmi. AFP. Viðskipti og Úr verinu í dag STOFNAÐ 1913 70. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.