Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Garðabær | Foreldrum í Garðabæ er í kvöld boðið á sérstakan kynning- arfund um val á skóla, þar sem þeir geta fræðst um kosti þeirra þriggja grunnskóla sem starfa á yngra stigi í Garðabæ. Auk þess verður kynning á starfi leikskóla í Garða- bæ fyrir 5 ára börn. Fundurinn verður haldinn í Tónlistarskóla Garðabæjar, frá 17.30 til 18.45. Foreldrar barna fædd 1998 eru sérstaklega hvattir til að mæta, en allir eru velkomnir á fundinn. Í Garðabæ eru þrír grunnskólar sem innrita börn í fyrsta bekk, Flata- skóli, Hofsstaðaskóli og Barnaskóli Hjallastefnunnar, og er foreldrum frjálst að velja milli þeirra eftir því sem þeir telja henta sínum börnum best. Þá starfa í Garðabæ sjö leik- skólar þar sem fram fer markvisst starf með fimm ára börnum. Engin skólagjöld í einkaskólum Grunnskólarnir þrír sem foreldrar í Garðabæ geta valið um hafa mis- munandi áherslur að leiðarljósi. Á fundinum munu stjórnendur skól- anna þriggja kynna áherslur sinna skóla og foreldrum mun gefast kost- ur á að ræða við starfsmenn skól- anna. Þegar barnaskóli Hjallastefnunnar tók til starfa í haust var samið við Garðabæ um að sveitarfélagið kost- aði nám barna úr Garðabæ. Börn úr Garðabæ borga því engin skólagjöld í honum. Einnig var samþykkt að sveitarfélagið greiddi sömu upphæð með börnum sem fara í aðra einka- rekna skóla. Þetta var gert í ljósi þeirrar áherslu sem Garðabær legg- ur á að bæjarbúar hafi val um hvert börn þeirra sækja nám og geta for- eldrar sjálfir valið þann skóla sem þeir telja að henti sínu barni best. Í Barnaskóla Hjallastefnunnar geta börn byrjað fimm ára og greiða þá gjald samkvæmt gjaldskrá leik- skóla Garðabæjar. Vegna þess verð- ur á fundinum einnig kynnt starf leik- skóla Garðabæjar fyrir fimm ára börn en það miðar í æ meira mæli að því að undirbúa börnin fyrir grunn- skólann. Upplýst og frjálst val mikilvægt Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri Garðarbæjar, segir þennan kynningarfund koma í kjölfar mik- illar vinnu undanfarin ár við að auka valfrelsi í námsframboði í Garðabæ. „Með bæklingnum sem við gáfum út og fundinum sem við höldum í dag er- um við að hvetja foreldra til að velta fyrir sér þeim valkostum sem eru í boði, vegna þess að börnin eru ólík, þarfirnar eru ólíkar og skólarnir eru ólíkir. Við viljum að foreldrar axli þá ábyrgð að velta fyrir sér þessum ólíku valkostum og velja þá skóla sem þeir telja að best henti þörfum barnanna þeirra,“ segir Ásdís Halla og bætir því við að hún undirstriki að með þessu sé alls ekki verið að segja að hverfisskólar séu ekki eðlilegt og gott val. „Við gerum ráð fyrir því að flestir muni velja þann skóla sem næst þeim er, en við viljum ekki að foreldrar geri það án þess að hafa hugsað málið.“ Ásdís Halla segist telja frjálst val og upplýsingu foreldra mjög mikla hvatningu fyrir skólana og stuðli að því að þeir verði enn duglegri við það að láta vita af því góða starfi sem þar fer fram. „Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt sveitarfélag heldur svona fund og hvetur foreldra til að íhuga val á milli skóla,“ segir Ásdís og bætir því við að mikilvægt sé að leggja það ekki einvörðungu á foreldra að leita upplýsinga um skólana og grennslast fyrir um mismunandi áherslur þeirra og kosti. „Það á að vera frumkvæði sveitarfélagsins að kynna hvaða þjón- usta stendur bæjarbúum til boða,“ segir Ásdís Halla að lokum. Grunnskólar í Garðabæ kynntir á fundi með foreldrum Morgunblaðið/RAX Margt er sér til gamans gert í grunnskólum Garðabæjar. Hér æfa börnin í Flataskóla götudans. Áhersla á frjálst val Ásdís Halla Bragadóttir Það er slæmt að þjóna tveim þegar illa stendur. Óli Ragnar út í heim á afmæli var sendur. Svo hljómaði vísan sem hlaut flest atkvæði dómnefnd- ar á hagyrðingakvöldi sem Lionsklúbbur Kópavogs hélt á dögunum. Þar varpaði stjórnandi kvöldsins, skáldið í Skerjafirðinum, Kristján Hreinsson, fram tveimur fyrri- pörtum. Fjölmargir botnar bárust frá gestum kvöldsins en sá sem fékk flest atkvæði á endanum var botn Baldurs Garðarssonar Kópavogsbúa, sem fór hér að ofan. Hagyrðingar kvöldsins voru þau Dagbjartur Dag- bjartsson, Ómar Ragnarsson, Þórdís Sigurbjörnsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Tóku hagyrðingarnir á hinum ýmsu málum sem hafa ver- ið í brennidepli síðustu vikna og smættuðu þau niður í fjögurra lína vísur, eins og hagyrðingum einum er lagið. Þannig kvað Kristján Jóhann um KB banka og Kaup- félag Borgfirðinga: Kappar þeir sem um kaupin þinga og kunna til fjármála sjónhverfinga þeir verða ríkir með ráðgjafa slynga rétt eins og Kaupfélag Borgfirðinga. Þá kvað Dagbjartur svo um opinberun barms Janetar Jackson á dögunum. Amríkönum illa brá er þeir sáu pena, systur Mikka með sogvörn á sínum hægri spena. Var það almennt mál manna að kvöldið hefði heppnast vel og er áformað að halda annað hagyrðingakvöld á næsta starfsári Lionsklúbbsins. Allur ágóði af kvöldinu rennur til líknarmála. Morgunblaðið/Jim Smart Gleðistund: Það vantaði ekki kátínuna þegar vísurnar þutu á hagyrðingakvöldi Lionsklúbbs Kópavogs á dögunum. Vel heppnað hagyrðingakvöld GUNNAR M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, hefur keypt 37,5% eignarhlut Sjafn- ar hf. í félaginu og á hann eftir kaupin um 83% eignarhlut í félag- inu. Aðrir hluthafar í SBA-Norð- urleið eru Ferðaskrifstofan Atlan- tik, Guðni Þórólfsson og Hafþór Hermannsson. Gunnar hefur um árabil verið stærsti einstaki hluthafi félagsins og framkvæmdastjóri þess. Félagið hefur verið í örum vexti á síðustu árum og er orðið eitt stærsta fyrirtæki landsins í fólks- flutningum. Félagið er með 52 hóp- ferðabíla í rekstri í hópferðum um allt land og sinnir auk þess sérleyf- isakstri m.a. á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Frá þessu er greint á vef SBA-Norðurleiðar. Gunnar kaupir hlut Sjafnar í SBA FJÖLMARGIR lögðu leið sína í Verkmenntaskólann á Akureyri, en í tilefni af 20 ára afmæli skólans var gestum boðið að kynna sér fjöl- breytta starfsemi sem þar fer fram. Við skólann eru m.a. starfs- og verk- námsbrautir af fjölbreytilegum toga og voru kennarar og nemendur þeirra að störfum á verkstæðum og í kennslurými skólans. Þá voru verk nemenda bæði í bók- og verknámi til sýnis og vöktu óskipta athygli gesta sem margir hverjir komu nú í skólann í fyrsta sinni. Mörgum lék forvitni á að fá að sjá þær deildir sem starfa í nýjasta byggingaráfanganum sem lokið var við síðastliðið haust, þ.e. rafiðn- aðardeild, matvælabraut og list- námsbraut Fjölmargir þáðu veitingar, sem boðið var upp á í Þrúðvangi, nýrri aðstöðu í matvæladeild og skemmti- dagskrá var í Gryfjunni sem gerði lukku. Fjölmargir gestir í VMA Morgunblaðið/Rúnar Þór Nemar á starfs- og verknámsbrautum voru að störfum ásamt kennurum sínum á opnu húsi í VMA um helgina. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Dagný Jónsdóttir þingmaður voru á meðal þeirra sem lögðu leið sína á opið hús í VMA og eru hér á ferð með skólameistaranum, Hjalta Jóni Sveinssyni. Stefán sýnir | Þessa dagana og til loka aprílmánaðar stendur yfir myndverkasýning Dalvíkingsins Stefáns Björnssonar á veit- ingastaðnum Friðriki V. á Strand- götu 7 á Akureyri. Þetta er þriðja einkasýning Stefáns á jafnmörgum árum. Sýningin ber yfirskriftina „Land- sýn“ og sýnir Stefán fjórtán mynd- verk sem öll eru til sölu. Viðbrögð foreldra | Fundur verð- ur hjá hópi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi á Sigurhæðum á Akureyri á fimmtu- dagskvöld, 11. mars klukkan 20–21. Á fundinum verður meðal annars fjallað um viðbrögð foreldra þegar börn þeirra koma úr felum. Nýir félagar eru allt- af velkomnir og geta þeir sem og aðrir sem það vilja átt spjall og ró- lega stund fyrir fundinn og hitt þar forsvarsmenn hópsins, en húsið er opið frá klukkan 19.30. „Markmið hópsins er að hittast, fræðast og deila reynslu til þess að geta betur stutt við samkynhneigða ástvini, en velferð þeirra er mik- ilvæg og varðar alla,“ segir í tilkynn- ingu um fundinn. Samhygð | Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, efna til fundar í safnaðarsal Akureyr- arkirkju á fimmtudagskvöld, 11. mars. Gestur fundarins verður sr. Svavar A. Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Aðalfundur Samhygðar verður svo haldinn 15. apríl.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.