Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 51 þann sigur að fá girt af allstórt stykki niður eftir bæjarhólnum. Þarna gróðursetti hún tré og runna ásamt blómum og matjurtum og kom upp gróðurskýli. Þarna var hún nokkuð á undan, því fæstir til sveita sinntu slíku sem skyldi á þeim árum. Garð- urinn var hennar yndisreitur og stolt. Þar sagðist hún eiga marga ham- ingjustundina, enda ljómaði Guðrún þegar hún sýndi gestum garðinn. Fjöldi sumarbarna og unglinga dvaldi á Þursstöðum um árin. Guð- rún var þeim sem besta móðir og öll- um sem á heimilinu dvöldu. Þórður, bróðir Helga, átti jafnan heima á Þursstöðum og naut umhyggju og góðvildar mágkonu sinnar. Auk þriggja barna sinna ólu þau Guðrún og Helgi upp stúlkuna Lilju Báru Gruber sem eigið barn væri. Eftir lát Helga árið 1983, lagði Guðrún af hefðbundinn búskap á jörðinni en átti þar alltaf heima. Hún naut góðrar heilsu lengst af og var fleyg og fær, ferðaðist nokkuð og ók eigin bíl til hinsta dags. Guðrún var skartkona, en allt var hjá henni í hófi. Hún hafði gaman af að vera vel til höfð og ókunnugir áttu bágt með að trúa að árin hennar væru orðin svo mörg sem var. Hún var góðlynd og glaðsinna og hafði af- ar gaman af að dansa. Fyrr á árum klæddist hún gjarnan íslenska þjóð- búningnum. Hún var sem drottning. Ég veit engu að síður að hún hefur tekið nóttinni feginshugar. Hún var orðin þreytt eftir langan dag og vinnusaman. Og nóttin, sem lengi hefur safnað óskum Guðrúnar á Þursstöðum, veit hvert hún á að leiða hana. Hún leiðir hana í unaðsfagra garða þar sem blómin brosa á allar hendur. Helgi Kristjánsson. Nú er Guðrún farin. Ég hélt ein- hvern veginn að hún yrði eilíf. Hún sagði mér fyrir nokkrum árum að hún væri orðin gömul. Ég trúði henni ekki. Hafði aldrei séð svo lipra konu, svo kraftmikla, svo lifandi. Hún var alltaf að. Held að henni hafi liðið best þegar hún hafði eitthvað fyrir stafni. Hún var einnig mjög félagslynd. Naut þess að fara á mannfagnaði. Stundum hafði hún saumað sér kjól og gleðin við saumaskapinn leyndi sér aldrei, fögnuðurinn og tilhlökk- unin smituðu út frá sér. Allt lék í höndunum á henni. Ef ekkert var framundan átti hún til að klæða sig upp á og fara niður í Borgarnes. Þá nægði að hitta nokkra kunningja í Kaupfélaginu til að hún léki við hvern sinn fingur. Oft var hún þó einmana heima á Þursstöðum. Hún var dugleg að leita félagsskapar. Síminn var inn- an handar ef ekki var annan fé- lagsskap að finna en ástvin í fjarska eða vinkonu. Alveg frá því ég kynntist Guðrúnu undraði ég mig á hve sjálfstæð og dugleg hún var. Hún var kona sem vílaði ekkert fyrir sér. Ég held hún hafi aldrei séð sjálf hve miklu hún áorkaði. Hún var mikil tilfinninga- vera og fylgdi hjartanu. Hún leit oft yfir farinn veg og hafði gaman af því að segja sögur. Ég sat tímum saman í eldhúsinu hjá henni og hlustaði á sög- ur af öllu sem á daga hennar hafði drifið. Stundum hló hún og dillaði sér, en fyrir kom að sagan var sárbit- ur og þá var eins og ský drægi fyrir sólu. Hún sagði stundum að ég ætti að setjast niður og skrifa ævisögu hennar. Ef einhver tæki það verkefni að sér þá væri frá nógu að segja. Fullt af litríkum persónuleikum í fjölskyld- unni, góðir dagar og erfiðir tímar – allt sem litar heila mannsævi og gerir hana í frásögur færandi. Umfram annað held ég þó að Guðrúnar verði einkum minnst fyrir hve góð amma hún var. Hún hafði gott lag á börnum og barnabörnin voru henni einstak- lega kær. Hennar verður sárt sakn- að. Ég sendi Guðrúnu, Lilju Báru og Guðfinni, Tótu, Helga og Guðrúnu, Þórði Erni, Ingunni, Markúsi, Helga, Guðrúnu Helgu, Þórði Helgasyni og öðrum barnabörnum og barnabarna- börnum mínar bestu kveðjur. Í huga mínum þakka ég Guðrúnu fyrir það sem hún hefur gefið mér og mínum. Hvíl í friði. Eva Ólafsdóttir. ✝ Íris Lilja Sigurð-ardóttir fæddist á Freyjugötu 11 í Reykjavík 2. maí 1949. Hún lést að heimili sínu í Hafnar- firði fimmtudaginn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Olga Gísladóttir, f. 25.7. 1923 og Sig- urður Sigurðsson, f. 7.12. 1924, og bjuggu þau lengst af í Heið- argerði 90 í Reykja- vík. Systur Írisar eru Erla Fríður, f. 30.3. 1946, gift Ingvari Friðrikssyni og Fríður, f. 21.8. 1953, gift Ara Guð- mundssyni. Íris giftist 2.8. 1969 Guðmundi Kristinssyni, f. 29.8. 1944. Börn þeirra eru: 1) Olga Gunnarsdóttir, f. 23.5. 1968, maki Pét- ur Smári Richar- dsson og eiga þau tvö börn. 2) Kristinn Þór Guðmundsson, f. 9.7. 1972, maki María Erla Erlings- dóttir og eiga þau tvö börn. 3) Erlend- ur Guðlaugur Guð- mundsson, f. 14.6. 1976, maki Hildur Brynja Sigurðar- dóttir. Íris lauk námi í hárgreiðslu og seinna prófi sem aðstoðarmaður tannlæknis. Útför Írisar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku systir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um þig þá dettur mér í hug hlát- urmildi, gleði, grallaraskapur og stríðni. Þér þótti svo gaman að stríða, sem oftast varð til þess að við hlógum eins og vitleysingar. Þú gast alltaf komið mér til að hlæja. Og margar skemmtilegar stundir áttum við saman. Þú hefur ekki ein- ungis verið mér sem góð systir, heldur sem frábær vinkona sem ég leit upp til og geri enn. Og þú leyfð- ir mér að gramsa í dótinu þínu og þú sagðir mér sögur. Þú varst alltaf svo hress og glöð, hvar sem þú varst, var hlátur og gleði. Einnig er mér minnisstætt fyrstu búskaparár- in þín, er ég bjó hjá þér. Ég hef allt- af dáðst að þér hvað þú hafðir mik- inn vilja, þegar þú vildir við það hafa. Mér er sérstaklega minnis- stætt hversu barngóð þú varst og hafðir yndi af börnum. Sonum mín- um þótti alltaf gaman að koma með í heimsókn til þín, því þú hafðir svo mikið af þér að gefa. En lífið lék ekki alltaf við þig. Mér þótti sárt að sjá veg þinn verða holóttan. Og ég vildi óska þess að ég hefði getað verið meira hjá þér. Ég veit þú skil- ur mig. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Megi Guð vera með þér og fjöl- skyldu þinni. Hafðu þökk fyrir allt. Þín systir, Fríður. Elsku Íris mín. Hve sárt ég sakna þín! Það var svo sárt að fá fréttina um andlát þitt, en um leið er ég þakklát fyrir að þú ert laus frá þínum löngu og ströngu veik- indum. Það var mér alltaf óskilj- anlegt hversu dugleg og sterk þú ávallt varst. Ég þakka allar þær góðu og skemmtilegu minningar sem ég á um þig og þær hafa flögrað um huga minn síðustu daga. Sérstaklega þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman með börnunum, þegar strákarnir okkar voru á sjónum. Þeim stundum gleymi ég aldrei. Þú hafðir svo gott skap, létta lund og dillandi hlátur sem var svo gott að heyra. Þú áttir líka til slatta af stríðni sem fór oft illa í mig þá sérstaklega er við vorum ungar í foreldrahúsum, en við erum líka oft búnar að hlæja að því síðan. Fyrir stuttu gafstu mér bókina „Systur“ sem mér þykir svo vænt um, í henni fann ég þessar línur sem mér finnst eiga svo vel við okk- ur. Við fundum upp á ótalmörgu, komumst upp með alls kyns stríðni og hrekkjabrögð. Við eigum saman sögu sem eng- inn annar getur átt hlutdeild í, syst- ir mín og ég. Far þú í friði, þín systir, Erla. Hún Íris mágkona mín er látin, fráfall hennar kom óvænt þótt hún hafi átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár, oft var hún mjög illa haldin en hún hresstist oft ótrúlega vel og tók gleði sína aftur. Kynni okkar Írisar hófust þegar ég kom inn í líf Erlu systur hennar en þá var lífið skemmtilegt og mikið um að vera, það var ávallt gaman að vera í návist Írisar, hún var falleg ung kona sem geislaði af gleði og hafði smitandi hlátur sem naut sín vel í góðum félagsskap. Íris giftist Guðmundi, æskuvini mínum frá Akranesi, samgangur var oft á tíð- um mikill hjá okkur og börnin okk- ar ólust upp saman og voru góðir vinir. Ég get því miður ekki verið við útför Írisar vegna atvinnu minnar á sjónum. Um leið og ég kveð þig elsku Íris mín bið ég góðan Guð að styrkja Guðmund, Olgu, Kidda, Ella Gulla og fjölskyldur þeirra í sorginni, ennfremur foreldra og systur Ír- isar. Blessuð sé minning Írisar Sig- urðardóttur. Ingvar Friðriksson. Kæra frænka. Þegar ég lít til baka og hugsa um þær stundir sem við höfum átt sam- an kemur fyrst og fremst upp í huga mér þakklæti. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp í nánu sambandi ykkar systra. Ég er þakklátur fyrir þau skipti sem við Þórunn systir vorum hjá þér, þegar mamma og pabbi voru í útlöndum. Það voru góðir tímar og það væri óskandi að fleiri börn fengju að upplifa allt það sem við gerðum saman með ykkur mömmu, á meðan pabbi og Gummi voru á sjónum. Ég er þakklátur fyrir samveruna í gegnum ferðalögin sem við áttum, eins og ferðirnar í sumarbústaðina á Laugarvatni og Múlafoss-ævintýr- ið til Kaupmannahafnar verður lengi í minnum haft. Ég er þakklátur fyrir þær stund- ir sem við áttum þegar þú skaust húsaskjóli yfir mig um helgar, eftir að við fluttum til Keflavíkur. Stund- irnar sem við sátum og spjölluðum tvö eða með þeim fjölmörgu vinum krakkanna sem sóttu í þægilegt við- mót þitt og andrúmsloftið á heim- ilinu þínu, þar sem allir voru vel- komnir. En mest af öllu er ég þakklátur fyrir þig. Frænkuna með léttu lund- ina, þar sem svo stutt var í hlát- urinn og sem alltaf var svo notalegt að koma til. Guð veri með þér, Sigurður Ingvarsson. Elsku Íris mín. Mikið voru það erfiðar fréttir er pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir látin. Þú hefur alltaf verið mér svo góð og mér þykir svo vænt um þig. Heimili þitt og Gumma hef- ur ávallt verið opið mér og Sigga bróður, og var alltaf svo gott að koma til ykkar. Ég fór strax að hugsa til minna yngri ára er við vorum svo mikið saman. Ég man eftir siglingunum, er pabbi og Gummi sigldu saman og við fórum öll með, það voru skemmtilegir tímar. Og ekki má gleyma er við komum til ykkar um jólin og fengum að brjóta pipar- kökuhúsið með ykkur. Við áttum einnig oft góðar stund- ir í eldhúsinu hjá ömmu og afa í Heiðó. Mér þótti alltaf gaman að skætingnum í ykkur systrunum og að heyra sögurnar af ykkur er þið voruð ungar dömur. Húmorinn þinn var alveg frábær og alltaf svo stutt í þinn dillandi hlátur. Við höfum gengið í gegnum margt saman í þessu lífi og alltaf verið vinkonur og geta talað um allt, þú hafðir alltaf tíma til að hlusta á mig. Mér hefur þótt sárt að sjá hve veikindin hafa farið illa með þig með árunum, en nú hefur þú fengið frið og veit ég að þú ert á góðum stað. Ég elska þig og mun alltaf gera. Hér er bænin sem við áttum sam- eiginlega: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þórunn Sif. Þær eru margar minningarnar sem vöknuðu hjá okkur vinkonun- um er við settumst niður til að skrifa kveðjuorð til Írisar, móður Olgu vinkonu okkar. Heimili henn- ar, Miðvangur 129, var okkur alltaf opið og eyddum við mörgum frá- bærum stundum þar frá unglings- aldri. Þar stofnuðum við félag sem við kölluðum „Pottavinafélagið“ og var Íris aðalforinginn eða mamma félagsins. Þetta félag fæddist eitt kvöldið þegar við vinkonurnar lág- um í heitapottinum á Miðvanginum. Ákveðið var að hittast reglulega og fara í pottinn, borða góðan mat og skemmta okkur. Enn hittist þessi hópur reglulega. Íris reyndist okkur góður félagi. Heimili hennar var alltaf fallegt og notalegt, staður sem okkur leið mjög vel á. Hún var glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og kenndi hún okk- ur þá góðu lexíu að fara aldrei út óvaralitaðar. Síðustu árin átti Íris við ýmis veikindi að stríða. Hefur þessi tími vafalítið verið fjölskyldunni mjög erfiður og ekki síst Olgu vinkonu okkar sem stóð alltaf eins og klettur við hlið móður sinnar. Við sendum Olgu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur. Erla, Valdís, Ingibjörg, Friðrikka og Hildur. Elsku Íris. „Kallið er komið, komin er nú stundin“ og frá henni kaupir sig víst enginn frí. Eftir standa margar góðar minningar. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar ég hitti þig fyrst. Elli sagði mér að ég þyrfti nú engu að kvíða né vera með ein- hverja feimni þar sem þú værir nú einu sinni „Drottningin í Norður- bænum“. Það verður að viðurkenn- ast að ég varð ekkert minna kvíðin eða feimin yfir þeim titli. En það reyndist svo vera algjör óþarfi. Þú tókst afar hlýlega á móti mér með hárið vel greitt, bleikan varalit og bleikt naglalakk, glæsileg eins og drottning. Ég kynntist því fljótlega að þú tókst öllu gríni vel og varst sjálf mjög stríðin og ósjaldan stóðum við nautin saman í gríninu. Þú vildir alltaf hafa fínt í kringum þig, varst afar vanaföst en jafnframt hafðirðu mjög gaman af því að breyta, líkt og þú værir að leyfa öllum húsgögn- unum að prófa nýjan stað. Elsku Íris, ég vil þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman og trúi því að þér líði nú betur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Hildur Brynja. ÍRIS LILJA SIGURÐARDÓTTIR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.