Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Stefnir Hilm-arsson hár- greiðslumeistari fæddist á Blönduósi 15. maí 1949. Hann lést á heimili dóttur sinnar 2. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Anna Guðbjörg Jónsdóttir, f. 19. mars 1926, d. 23. septem- ber 2002, og Hilmar Snorrason, f. 9. októ- ber 1923. Jón Stefnir var elstur fimm systk- ina. Hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Blönduósi, þeim Elinborgu Guð- mundsdóttur og Jóni M. Einars- syni, d. 1968. Jón Stefnir kvæntist 24. nóvem- ber 1973 Berglindi Freymóðsdótt- ur hjúkrunarkonu. Þau skildu árið 1998. Dætur þeirra eru: 1) Anna Björk hárgreiðslumeistari, f. 9. júní 1974. Hennar sonur er Aron Snær Arnarsson f. 13. júlí 2000; 2. Jó- hanna Ella sálfræði- nemi, f. 22. apríl 1979. Hennar maður er Jón Már Svavars- son rafvirki, f. 29. ágúst 1979. Sonur þeirra er Leó Már f. 20. janúar 2002. Jón ólst upp á Blönduósi og nam svo hárskurð í Reykjavík og stund- aði þá iðn allan sinn starfsferil þar til fyr- ir fjórum árum að hann varð að hætta vegna veik- inda. Hann rak hárgreiðslustofuna Saloon Ritz á Laugavegi 66 í um það bil tveggja áratuga skeið. Jón Stefnir var margfaldur Íslands- meistari í samkvæmisdönsum. Útför Jóns Stefnis verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besti pabbi. Þú kveður þennan heim í skyndi og mér finnst margt ósagt, en ég veit að þér líður rosalega vel á þeim stað sem þú ert kominn á, hamingju- samur og frjáls. Ég man hvað þú varst frábær pabbi, alltaf að knúsa mann og kela og þegar manni leið illa gat maður sagt þér allt. Þú varst alltaf síbrosandi og í góðu skapi. Ég man allar útilegurnar sem við fórum í og þú varst alltaf sá hressi og með í öllu sem á gekk. Ég á þér að þakka hvað ég fékk frábært uppeldi og það eru ekkert nema góða minningar. Þú kenndir mér allt sem ég kann í hárgreiðslu, ég á þér allt það að þakka hvað ég er góð hárgreiðslu- kona og er rosalega stolt af því. Eins og þú veist var ég algjör pabbas- telpa og stolt af því. Ég man líka öll árin sem við vorum í dansinum og það eru ein bestu árin í lífi mínu. Þú veist að ég elska þig út af lífinu og litli afastrákurinn þinn elskar þig líka rosalega mikið. Ég er stolt af því að þú yfirgafst þennan heim, heima hjá mér, á góðum stað. Þú varst svo friðsæll og frjáls að sjá. Ég hlakka til að sjá þig seinna, elsku besti pabbi. Ég elska þig upp til himna og til- baka. Anna Björk pabbastelpa. Elsku besti pabbi minn. Alla mína æsku varstu mér ynd- islegur faðir. Ég gleymi aldrei þeim stundum er ég fékk að kúra á bumb- unni þinni meðan við horfðum sam- an á sjónvarpið enda tveir algjörir sjónvarpssjúklingar saman komnir. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig til þess að leika við mig, bera mig á há- hest og snúa mér í hringi. Þú sýndir áhugamálum mínum alltaf mikinn áhuga og stoltastur varstu af öllum og montaðir þig úti um allan bæ af litlu Jolly þinni. Jolly er einmitt það nafn sem þú einn fannst upp til þess að kalla mig því þér fannst ég svo lít- il sæt Jolly. Seinasta skiptið er við töluðumst við kallaðirðu mig enn Jolly þína. Þú varst einn sá örlátasti maður sem ég hef þekkt, alltaf gafstu ást, umhyggju og áhuga, aldrei léstu mig skorta neitt. Þú hefðir gefið mér heiminn hefðir þú haft tök á. En pabbi, þú gafst mér allt sem ég þurfti. Þú gafst mér líf, góða tíma og endalausa ást, hvað getur dóttir meira um beðið? Enda er ég þér endalaust þakklát og geymi yndis- legar minningar. Með þessum orð- um vil ég kveðja þig, þó mér finnist það endalaust sárt en þinn tími var víst kominn, ég veit þú ert ham- ingjusamur á ný ... Elsku besti pabbi minn, mín ást til þín er endalaus ... Jóhanna Ella (Jolly). Jæja Jón minn, nú er þinni göngu lokið. Nú ertu búinn að fá friðinn. Það er alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt gerðir þú með stæl. Þú áttir æðislega fjölskyldu, skaraðir fram úr í hárgreiðslu, skar- aðir fram úr í dansi og lokagönguna tókstu líka með stæl. Það var þinn stíll. Jæja stóri bróðir, nú ertu farinn en minningarnar um þig lifa. Ein af mínum fyrstu minningum um þig var þegar þú komst frá Englandi og gafst mér eitthvert dót. Hún er líka sterk minningin þegar þú komst með Berglindi í fyrsta skipti norður. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem ég dvaldi á heimili ykkar í Blönduhlíðinni. Ég man líka eftir því að þegar ég var unglingur var ég alltaf eins og klipptur út úr tísku- blaði af þínum völdum. Ég var t.d. fyrsti strákurinn sem var með pönkklippinguna á Blönduósi því að tískan í klippingu var oft lengi á leið- inni út á land í þá daga. Ég minnist þess þegar ég kom með Eystein Sölva son minn til þín í fyrsta skipti, en þá sagðir þú að hann líktist þér miklu meira en mér, þannig að þú hlytir að eiga hann. Ég var oft þreyttur á því að vera kallaður Jón-Guðmundur af ömmu okkar, og eins er ég fór til hennar og tilkynnti henni andlát þitt þá var ég kallaður Jón-Guðmundur. En þetta fylgdi því að vera litli bróðir. Þú varst mér hinn besti stóri bróðir sem hægt er að hugsa sér því að allt- af gátum við rætt um hin persónu- legustu málefni, hlegið og haft gam- an af. Þú hafðir þennan djúpa húmor og hann var eitt af því fáa sem ekki var frá þér tekinn á loka- göngunni. En þú skildir eftir þig hér tvær fallegar dætur og tvö barna- börn sem þú dýrkaðir út af lífinu því þú varst mikill barnakarl. Þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú gafst mér. Þinn litli bróðir Guðmundur. Elsku Jón. Þú kvaddir þennan heim svo skyndilega hinn 2. mars síðastliðinn, nú langar mig til að kveðja þig op- inberlega, í rituðu máli, og deila því með þeim sem lesa þetta núna. Frá árinu 1972 höfum við deilt mörgu í þessu lífi og vil ég þakka þér fyrir það allt, þú varst svo góður maður. Fjölskyldan og vinirnir voru þér allt. Þú varst yndislegur faðir beggja dætra þinna, Önnu Bjarkar og Jóhönnu Ellu, og eiga þær ynd- islegar minningar frá uppeldi sínu eins og þær hafa báðar sagt og eru afar þakklátar því. Tengdasonur móður minnar, Jóhönnu Freysteins- dóttur, varst þú einstakur. Þú um- vafðir hana ást og umhyggju í 23 ár og þótti henni eins vænt um þig eins og eigin syni, hafðu þökk fyrir það. Sólargeisli varst þú ömmu þinni, El- inborgu Guðmundsdóttur á Blöndu- ósi, sem ól þig upp og er nú 100 ára og má sjá á eftir þér með söknuði, nýbúin að sjá á eftir móður þinni, Önnu Guðbjörgu Jónsdóttur (Stellu), sem var hennar einkadóttir. Þú varst stóri bróðir systkina þinna, Elinborgar Traustadóttur, Ragn- hildar Traustadóttur, Guðmundar Traustasonar og Elísabetu Trausta- dóttur og þótti þeim afar vænt um þig. Þú varst einnig sannur vinur þinna vina. Fagmaður varst þú mik- ill í þínu fagi og er ég viss um að nokkur hundruð manns eru mér sammála og minnast þín sérstaklega frá hárgreiðslu- og snyrtistofunni Saloon Ritz sem þú settir upp ásamt frænku þinni Guðrúnu Þorbjarnar- dóttur og Sigríði og Guðjóni Þór hárskera. Það eru ekki margir sem vita af því að þér var boðið starf á vegum Matrix hjá stjörnunum í Hollywood vegna snilldar þinnar í hárlitun en þú hafnaðir því vegna dansins sem var áhugamál okkar fjölskyldunnar, ég held að Íslands- meistaratitlarnir okkar hafi orðið 20 í dansi í okkar aldurshópi og annað eins hjá báðum dætrum okkar ásamt þeirra dansherrum, ásamt því að fá mörg verðlaun erlendis. Þó svo að við slitum okkar hjú- skap 1998 hafði það ekki áhrif á okk- ar vináttu, alltaf héldum við stöðugu sambandi. Fyrir 4 árum síðan varst þú svo óheppinn að verða fyrir slysi sem leiddi til blæðingar inn á heila og varst þú aldrei samur eftir það. En nú kveð ég þig, elsku vinur, með þeim orðum sem þú sagðir alltaf við mig í hverju símtali. Ég elska þig, þú ert minn allra besti vinur. Berglind Freymóðsdóttir. Margs er að minnast eftir 20 ára samstarf. Við vorum fjögur sem stofnuðum hárgreiðslu- og snyrti- stofuna Saloon Ritz 1981. Þetta var fyrsta stofan þar sem hægt var að fá bæði hár- og snyrtiþjónustu á sama stað fyrir bæði kynin. Þetta var fjöl- mennur og mjög skemmtilegur vinnustaður, líf og fjör alla daga. Einnig tókum við þátt í mörgum sýningum og keppnum. Að ógleymdum árshátíðum, útilegum, garðveislum og fleiru skemmtilegu. Í garðveislunum dönsuðum við Jón t.d. alltaf „Svínavatnið“ fyrir við- stadda. Hann var mikill húmoristi, sem gaman var að hlæja með. Jón var mjög góður fagmaður, fá- ir tóku honum fram í flottum upp- greiðslum á hári og fljótur var hann að tileinka sér nýjungar í faginu. Hann var mikill fagurkeri. Á aðvent- unni var hann sko í essinu sínu að skreyta bæði heimili sitt og vinnu- staðinn. Fyrir nokkru síðan komu til mín margar af „stelpunum mínum“ á snyrtistofunni og spurðu þær frétta af Jóni. Þar kom svo glöggt í ljós hvað þeim þótti öllum innilega vænt um hann og hvað hann hafði verið vel liðinn á stofunni. Skuggahliðum lífsins fékk hann líka svo sannarlega að kynnast. Síð- astliðin ár hafa reynst frænda mín- um erfið. Síðustu samverustundir okkar voru í 100 ára afmæli ömmu hans og uppeldismóður. Við sátum saman og áttum reglulega skemmti- lega stund, rifjuðum upp gömlu góðu dagana á Saloon Ritz, gerðum grín hvort að öðru og hann gerði óspart grín að sjálfum sér. Vænt- umþykja okkar var eins og áður. Ég veit að þegar minn tími kemur verður hann tilbúinn með hárgræj- urnar til þess að lappa upp á hana frænku sína svo að hún verði nú bara „snotur“ með hinum englunum. Því hvað er það annað að deyja en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran.) Syrgjendum öllum sendum við Siggi Óli okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Jóni frænda mínum og starfs- félaga þakka ég fyrir allar góðu stundirnar og bið algóðan guð að varðveita hann um alla eilífð. Guðrún frænka. Jón Stefnir, frændi minn og vin- ur, er látinn, hugurinn reikar, minningar frá liðinni tíð hrannast upp. Við höfðum þekkst frá unga aldri, hann var fæddur á Blönduósi, sonur Stellu frænku, en alinn upp hjá ömmu sinni og afa, Ellu móðursyst- ur minni og Jóni manni hennar. Þannig vissi ég sem barn af Jóni því til Blönduóss fórum við mamma ár- lega í heimsókn. 15 ára kom Jón suður til þess að fara í skóla. Hann dvaldi fyrstu árin hjá okkur mömmu og urðum við fljótt góðir vinir. Fyrir mér var hann eins og litli bróðir minn, sem ég fylgdist með í námi og gladdist yfir öllu sem honum gekk í haginn. Jón lærði hárskeraiðn og rak lengi eigin stofu, hárgreiðslustof- una Saloon Ritz, en þar varð hann einn af vinsælustu hárskerum borg- arinnar. Þegar við bæði höfðum eignast eigin fjölskyldur, varð samgangur milli okkar mikill. Við hittumst oft með mökum og börnum og áttum frábærar samverustundir, en föst venja til margra ára voru matarboð hjá þeim annan í jólum og á gaml- árskvöld hjá okkur. Jón var mikill heimilisfaðir, hann naut þess að fegra heimilið, ekki síst fyrir jól en þá útbjó hann jóla- skreytingar af mikilli kostgæfni. Hann var ástríkur faðir dætra sinna, þeirra Önnu Bjarkar og Jó- hönnu Ellu, alltaf tilbúinn að upp- fylla óskir þeirra og væntingar. Þótt leiðir hafi sjaldan legið sam- an síðustu árin slitnuðu vináttu- böndin aldrei. Við töluðum annað slagið saman í síma og rifjuðum oft upp gamlan tíma og góðar stundir. Vera hans heima í Vonarstræti hjá Önnu móður minni, sem honum þótti svo afar vænt um, var honum gjarnan ofarlega í huga. Sú erfiða glíma sem Jón háði síð- ustu árin er á enda. Í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa átt hann að vini og fyrir þann tíma sem fjöl- skyldur okkar áttu saman. Elsku Jón minn, Guð blessi þig og leiði á nýjum vegum. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Ég bið Guð að styrkja og styðja ástvini þína alla. Helga frænka. Jón Stefnir Hilmarson var í þeim hópi sem tók sveinspróf í hárskurði 6. júní 1974 um leið og ég. Þetta var stór stund í lífi okkar. Leiðir okkar skildu, þar til við unnum saman í stjórn Meistarafélags hárskera. Þá var hann kominn í samstarf við Guðjón Þór Guðjónsson og ráku þeir saman Saloon Ritz á Lauga- veginum. Á þessum tíma unnum við saman að hárgreiðslusýningum og -keppnum bæði hér og erlendis. Jón Stefnir var gefandi og góður félagi. Hans er því sárt saknað og dauði hans ótímabær. Það er mér minnisstætt að þegar ég og Dóróthea Magnúsdóttir vor- um að vinna að sýningu í Chelms- ford á Englandi til styktar MS- sjúklingum, fannst okkur sýningin ekki bera sig vel, nokkuð flöt. Þá höfðum við heyrt af því að Jón Stefnir og Berglind voru þar ekki langt frá að æfa og taka þátt í keppni í dansi. Við hringdum í Jón Stefni til að athuga hvort þau væru til í að sýna dans og lyfta upp þess- ari sýningu. Ekki stóð á svari, full rúta af dönsurum á öllum aldri og þar á meðal Jón Pétur og Kara. Sýningin var frábær og ég hef aldrei verið eins stoltur af því að vera Íslendingur. Englendingarnir trúðu vart sín- um eigin augum, Heil rúta af döns- urum sem gaf vinnu sína og tíma til að safna fyrir aðra. Enda varð þetta metsöfnun til styrktar góðs málefn- is. Þetta varð til þess að Jón Stefnir vann hug og hjörtu þessa fólks sem við vorum að vinna fyrir og var hann síðar oft gestur hjá vinkonu okkar, Cristene Bartlett, sem bað mig um að senda kæra kveðju til Berglindar og barna þeirra og sam- hugarkveðjur. Einnig Keith Will- hamson sem var kynnir á þessari sýningu. Dætur hans voru með í þessum hópi sem tók þátt í sýningunni og vil ég sérstaklega votta þeim alla mína samúð og biðja þær að vera stoltar af föður sínum. Jón Stefnir var mjög góður fagmaður og vin- sæll sem slíkur. Hann var alltaf tilbúinn til að vinna með öðrum og gefa af sér. Það er þannig sem ég þekkti hann og virði minningu hans. Megi hann hvíla í friði. Torfi Geirmundsson. Elsku Jón Stefnir, ég kveð þig með fáeinum orðum. Eitt er öruggt í þessu lífi; við fæðumst og deyjum. Lífsins ganga er mislöng en þú fórst allt of snemma. Þú varst mér góður yfirmaður og vinur, við áttum góðar stundir saman í vinnunni sem verður alltaf partur af mínu lífi. Meistari varst þú í þínu fagi og sér í lagi í greiðslum þá varst þú í essinu þínu. Dætur þínar voru svo stór þáttur í lífi þínu og veit ég að sárt þær sakna þín. Ég kveð þig í þeirri vissu að guð geymi þig. Elsku Anna Björk, Jóhanna Ella, barnabörn og aðrir ástvinir, ég sendi ykkur mína dýpstu samúð og guð verði með ykkur. Svanhvít. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með söknuði kveðjum við í dag yndislegan og góðan vin, Jón Stefni. Það var á mínum unglings- árum sem ég og Jóhanna dóttir hans kynntumst og urðum bestu vinkonur og fljótlega varð ég orðin tíður gestur hjá þeim í Blönduhlíð- inni og tók Jón Stefnir mér með opnum örmum og lét mér líða eins og sinni eigin dóttur. Alltaf gat ég leitað til hans þegar eitthvað bját- aði á og fengið hreinskilin svör og góð ráð. Ég minnist þess alltaf hvað hann hafði gaman af því að fylgjast með mér og Jolly vera unglingar og hafa bara áhyggjur af því í hverju við ættum að vera í á næsta balli, hvernig við ættum að lita á okkur hárið og hvaða strákur væri sætur þá vikuna. Ég sé hann fyrir mér sitja inni á kaffistofu niðra stofu og ranghvolfa augunum og hrista hausinn yfir vitleysunni í okkur. Það er ekki nema mánuður síðan ég hitti hann síðast heima hjá Önnu Björk. Hann lék sér með Thelmu minni og dáðist að henni eins og stoltur afi á ská. Hann sat hjá okk- ur á meðan Anna Björk litaði mig og klippti og sagði henni frá trixinu sínu við að lita á mér hárið. Við átt- um svo góða stund saman og hlóg- um mikið. Það sem stendur mér efst í huga eru stóru og innilegu knúsin sem maður fékk alltaf frá honum, hve- nær sem var gat maður farið til hans og faðmað hann og allt lagað- ist. Það var ekkert sem þessi stóru knús gátu ekki lagað. Nú þegar hann er farinn leita svo margar yndislegar minningar upp í huga mér sem ég get huggað mig við og vona ég að honum líði vel á þeim stað sem hann er á núna. Þakka vil ég Guði fyrir Jón Stefni og þann tíma sem við fengum öll að njóta hans. Elsku Jóhanna Ella, Anna Björk, Berglind, Jón Már og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg ykkar. Ykkar vinkona, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. JÓN STEFNIR HILMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.