Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ VONIR manna um að bjarga Bald- vini Þorsteinssyni EA í gærkvöldi af strandstað í Skálafjöru urðu að engu vegna veðurs og er spáin fram undan ekki heldur hagstæð. Búist er við komu norsks dráttarskips til lands- ins fyrir hádegi á morgun, föstudag, og verður þá haldið áfram með björgunaraðgerðir og þess freistað að koma 2,5 km langri taug á milli Baldvins Þorsteinssonar og dráttar- skipsins. Áhöfn á TF-LÍF, þyrlu Landhelg- isgæslunnar, flutti 11 skipverja út í skipið síðdegis í gær. Þyrlan kom til Víkur í Mýrdal um miðjan dag í gær og var fyrsti skipverjinn kominn um borð í skipið skömmu eftir kl. 16 og sá ellefti og síðasti um þremur stundarfjórðungum síðar. Skutu þeir línu í land til björgunarsveitarmanna og drógu svera öryggislínu til sín um borð en hún á að vera til taks næstu daga með björgunarstól ef ekki verð- ur unnt að hífa skipverjana um borð í þyrlu þegar þeir þurfa að fara um borð til að kanna ástand mála. Skip- verjar voru tvær og hálfa klukku- stund um borð í skipinu til að tengja björgunarlínuna við land og „taka til“, eins og þeir orðuðu það. Þeir ræstu vél skipsins og gangsettu ljósavélina sömuleiðis og sögðu „allt í góðu um borð“. Þegar þeir höfðu unnið sína vinnu um borð var tímabært að sækja þá á þyrlunni sem beið við Bakkakot skammt frá. Vind herti þegar þyrlan hafði híft sex frá skipinu en það kom þó ekki að sök við hífinguna á hinum fimm. Björgunarsveitarmenn vakta skipið að næturlagi og fylgjast með hreyfingum þess. Akkerisfestingar skipsins höfðu slitnað aðfaranótt miðvikudags og færðist það lengra upp í fjöruna. Þegar líða tók á daginn í gær fór skipið að hallast nokkuð á stjórnborða í brimrótinu en rétti sig við stuttu síðar. Þá var jarðýta feng- in á strandstað í gærkvöldi í örygg- isskyni ef rétta þarf skipið af. Morgunblaðið/RAX Þyrla Landhelgisgæslunnar lætur tvo áhafnarmeðlimi Baldvins Þorsteinssonar síga um borð í gærdag þar sem þeir könnuðu ástand skipsins. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgunarsveitarmenn frá Vík og Kirkjubæjarklaustri halda við línu sem liggur frá landi og út í skipið. Ekki tókst að draga skip- ið á flot vegna veðurs TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur tryggt um 5–6 skip af sömu stærð- argráðu og fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA, sem strandaði á þriðjudagsmorgun í Skarðsfjöru suður af Kirkjubæjarklaustri. Eitt þeirra er Guðrún Gísladóttir KE-15, sem strandaði undan Norður-Noregi sumarið 2002. Gunnar Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, segir að félag- ið hafi fulltrúa á strandstað, sem komi að undirbúningi allra björgun- araðgerða, en Samherji tryggir skip sín hjá félaginu og ber TM því kostn- að af björgunaraðgerðum. Gunnar segir að þetta sé gert í samstarfi við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og Landhelgisgæsluna. TM og Samherji hafi t.d. tekið á leigu norskt dráttarskip, sem er á leið hingað til lands. „Það kemur einnig sérfræðingur á vegum drátt- arskipsins, til að hafa hönd í bagga með hvernig verði staðið að þessum aðgerðum, með tengingar og annað,“ segir Gunnar. Hann segist ekki vita hversu hár kostnaðurinn af björgun- araðgerðum er orðinn nú þegar, en vonast til að það takist að draga skip- ið á flot. Talið er að skipið sé lítið sem ekkert skemmt. Tryggingamiðstöðin tryggir rúm- lega helming fiskiflota landsmanna. „Við höfum tryggt skip í áratugi og höfum oft tryggt skip sem hafa strandað eða lent í öðru tjóni, en það hafa ekki verið skip á stærð við þetta, að undanskilinni Guðrúnu Gísladóttur,“ segir Gunnar. Hann segir að félagið hafi tryggt um 5–6 skip af þeirri stærð. Mörg stórtjón á síðustu árum Eftir að Guðrún Gísladóttir sökk árið 2002 kom fram í Morgunblaðinu að það væri sjöunda stjórtjónið sem félli á Tryggingamiðstöðina síðustu 3 ár á undan. TM bætti fimm stór- bruna, t.d. í togaranum Hannover, sem Baldvin Þorsteinsson hét áður. Þá tryggði félagið einnig togarann Ögmund sem sökk árið 2001. Tryggingamiðstöðin tryggir Baldvin Þorsteinsson EA Annað tjón vegna fjöl- veiðiskips RÁÐSTEFNA UM ATVINNUMÁL Í HÚNAÞINGI VESTRA í Félagsheimilinu á Hvammstanga 13. mars 2004 kl. 13:00. DAGSKRÁ: Kl. 13:00 Setning: Heimir Ágústsson, oddviti. Kl. 13:10 Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Kl. 13:25 Stefnumótun í atvinnumálum fyrir Húnaþing vestra: Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Kynning á niðurstöðum starfshópa: Tækifærishópur, Sigríður Lárusdóttir. Búsetuhópur, Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir. Þekkingarhópur, Jóhann Albertsson. Landnýtingarhópur, Bjarni Þór Einarsson. Kl. 14:45 Kaffihlé. Kl. 15:15 Niðurstöður og tillögur: Ásgeir Jónsson, verkefnisstjóri. Kl. 16:00 Almennar umræður og fyrirspurnir. Kl. 17:00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri er Elín R. Líndal, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra. Að ráðstefnunni lokinni verður boðið uppá léttar veitingar. Ráðstefnan er öllum opin. SVEITARSTJÓRN HÚNAÞINGS VESTRA HÚNAÞING VESTRA SÉRHÆFT dráttarskip verður fengið til landsins til að aðstoða við að koma Baldvini Þorsteinssyni EA á flot og er gert ráð fyrir að það verði komið til landsins eftir um það bil einn og hálfan sólarhring eða seinnipartinn á morgun, föstudag. Það er útgerðaraðili skipsins, Samherji hf., í samvinnu við Trygg- ingamiðstöðina sem fær skipið til landsins. Það lagði af stað til lands- ins frá Bergen í gærmorgun. Skipið heitir Normand Mariner og er af gerðinni Ulstein A101. Það Sérhæft dráttarskip á leiðinni er 82 metra langt og 20 metra breitt með samtals tæplega 24 þúsund hestafla vélar, sem gefa 282 tonna togátak frá skrúfum skipsins. Skip- ið er einnig búið tveimur hlið- arskrúfum að framan, 1100 kW og 1200 kW, svo og tveimur að aftan sem hvor um sig er 880 kW. Skipið er með tvær dráttarvindur, eina 400 tonna og aðra 500 tonna, þrjá þilfarskrana, tvær hjálparvindur, hvor með um 170 tonna átaki, og ýmsan annan sérhæfðan búnað til björgunaraðgerða. Þá er skipið bú- ið sérstöku stýrikerfi, sem heldur skipinu stöðugu á ákveðnum stað, að því er fram kemur á heimasíðu Samherja. 2.500 metra langt dráttartóg Þá hefur einnig verið samið um leigu á 2500 metra löngu drátt- artógi, sem þolir 800 tonna átak. Tógið flýtur á sjónum og er í 500 metra lengjum, sem lásaðar eru saman, með sérstökum búnaði. Tóg- ið er nú þegar komin um borð í dráttarskipið, segir enn fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.