Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNESARPASSÍAN verður flutt í Egilsstaðakirkju og Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í lok mánaðarins. Magnús Magn- ússon, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Héraðs, segist ekki vita til þess að verkið hafi verið flutt áður utan höfuðborgarsvæðisins og rísi flutningur Jóhannesarpassíunnar hæst af vetrarverkefnum skólans. „Um 60 manns taka þátt í upp- færslunni og þar af er kórinn um 30 manns,“ segir Magnús. „Uppfærslan er samstarfsverkefni kórs tónlistar- skólans og Kammerkórs Austur- lands, undir stjórn Keith Reed, sem hefur stjórnað kórnum frá stofnun og verið listrænn stjórnandi Óp- erustúdíós Austurlands frá upphafi. Langflestir söngvarar Kamm- erkórsins stunda nám við skólann eða hafa gert og einsöngvarar í verkinu koma allir af Austurlandi og hefur meginþorri þeirra lært við skólann hér. Þá er hljómsveitin skip- uð kennurum og nemendum í bland.“ „Dýrðarinnar drama- tíska og fagra verk“ Magnús segir flutning Passíunnar tónlistarviðburð sem fólk eigi ekki að láta fram hjá sér fara. „Við hvetj- um fólk einnig til að mæta á fyr- irlestur með tóndæmum um Pass- íuna sem Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur verður með í Eg- ilsstaðakirkju 21. mars nk. Það er góð leið til að skilja enn betur þetta dýrðarinnar, dramatíska og fagra verk.“ Einsöngvarar í verkinu eru Pétur Örn Þórarinsson, Suncana Slamnig, Torvald Gjerde, Keith Reed, Muff Worden, Ragnhildur Rós Indr- iðadóttir, Vígþór Sjafnar Xophonías- son og Þóra Guðmannsdóttir. Með hlutverk Guðspjallamannsins fer Þorbjörn Rúnarsson, en stjórnandi er Keith Reed. Nú eru 220 nemendur við Tónlist- arskóla Austur-Héraðs og 13 kenn- arar, auk skólastjóra. Beiðnum hef- ur nú verið skilað inn fyrir 13 áfangapróf, en í vor verða öll próf samræmd og gömlu stigsprófin not- uð sem innanhússpróf í skólanum, sem er skv. nýrri aðalnámsskrá tón- listarskóla. Flestir nemendur skól- ans leggja stund á píanónám, en einnig er talsverður fjöldi að læra söng og á þverflautu. Sérstaða skólans margir nemendur á efri stigum söng- og hljóðfæranáms „Við höfum þá sérstöðu að hafa töluvert af nemendum á efri stigum, einkum í söng“ segir Magnús. „Núna eru til dæmis tveir nemendur sem hafa farið beint héðan í há- skólanám erlendis, annar til Þýska- lands og hinn til Ameríku. Þá var söngnemi frá okkur á dögunum að prufusyngja við nokkra háskóla í Bandaríkjunum og er þegar búinn að fá jákvætt svar frá einum þeirra. Nýlega tók nemandi hér 8. stig í þverflautuleik og um þessar mundir eru nokkuð margir að vinna á þessu sviði, þ.e. á fimmta til áttunda stigi.“ Jón Guðmundsson aðstoð- arskólastjóri bendir á að mikil breidd sé í aldri nemenda. „Elsti nemandi skólans er á níræðisaldri og nokkrir á sjötugsaldri. Það er því mikil vídd bæði í nemendum og námi þeirra. Hitt er annað mál að auðvit- að er ýmislegt í skólastarfinu sem má bæta. Til dæmis vildum við gjarnan auka málmblásturskennslu, sem hefur verið afar lítil undanfarin ár. Það er líka mjög slæmt fyrir okk- ur að geta ekki verið meira með dægurtónlistina hér inni, en til þess þarf alveg sérstaka aðstöðu sem við höfum ekki yfir að ráða. Við erum uppeldisstofnun og viljum vera inn- legg inn í samfélagið, jafnt með flutningi Jóhannesarpassíunnar sem og kennslu í tónlist dagsins í dag.“ „Við erum uppeldisstofnun og viljum vera innlegg í samfélagið“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þverflautudeildin blæs út: Annað vinsælasta hljóðfæri Tónlistarskóla Austur-Héraðs. Jón Guðmundsson aðstoðarskólastjóri leiðbeinir hér Fanneyju Vigfúsdóttur um hina fínni þætti þverflautublásturs. Nú standa yfir æfingar hjá Tónlistar- skóla Austur-Héraðs á Jóhannesarpassí- unni, stórbrotnu kór- og hljómsveit- arverki eftir J.S. Bach. Steinunn Ásmundsdóttir kom við í skólanum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hættir í haust eftir þrjátíu og þrjú ár við stjórnvölinn: Magnús Magnússon skólastjóri segist sáttur við afraksturinn. LANDIÐ Hveragerði | Menningarhús fyrir fólk á aldrinum sextán til tuttugu og fimm ára, verður opnað í mars. Búið er að ráða forstöðumann í fullt starf, Matthías Frey Matthíasson, sem hóf störf fyrir hálfum mánuði. Matthías hefur starfað í æskulýðs- og fé- lagsmálum frá árinu 1998, m.a. á Akranesi, Snæfellsnesi, Reykjavík og Garðabæ. Matthías er Skagamað- ur en er um þessar mundir að flytja hingað í Hveragerði. Nýlega lauk samkeppni um nafn á húsið og verða úrslit kynnt þegar formleg opnun verður. Heimasíða hússins er í vinnslu og eru það ungir Hvergerðingar, þeir André Berg Bragason, Atli Þór Jónsson, Daði Jónsson og Einar Þór Guðmundsson sem hafa unnið að gerð hennar. „Húsið verður einhverskonar mið- stöð, þannig að við getum boðið upp á heilbrigða afþreyingu,“ segir Matthías. Ungmennaráð er til staðar í bænum og mun það koma að skipu- lagningu vinnunnar. „Við ætlum að nota það sem til er í bænum. Ef við efnum til ljósmyndasamkeppni kom- um við til með að fá að sýna í Lista- safninu, ef við setjum upp leiksýn- ingu þá vinnum við í samvinnu við Leikfélagið og fleira í þeim dúr.“ Allir geta komið með hugmyndir og þær verða framkvæmdar ef möguleiki er á því. Skipulag hússins er í fullum gangi og ákveðið hefur verið að halda fyrsta LAN mótið í apríl, um páskana stendur til að hafa maraþon-sjónvarpsþáttagláp, sem verður haldið eftir kosningar á heimasíðunni. Í húsinu verður lítið svið, þar sem hægt verður að vera t.d. með uppistand, tónleika eða hvað sem er. Einnig verða þar tvær nettengdar tölvur sem gestum verður frjálst að nota sér að kostnaðarlausu. Þráð- laust net verður í húsinu, sem gefur fólki möguleika á því að koma með sínar tölvur. Einnig verður skjávarpi Heilbrigð afþreying í setri ungmenna Nýtt kaffihús | Opnaður hefur ver- ið veitingastaðurinn Café Kósý á Reyðarfirði. Opið er frá kl. 20 til 01 virka daga, en til kl. 03 um helgar, en þá er oftast lifandi tónlist. Einnig er opið þegar íþróttaviðburðir eru, en á efri hæð er breiðtjald og verið að koma upp fleiri afþreyingartækifær- um. Húsið var byggt af Kaupfélagi Héraðsbúa um 1920 og var fyrst not- að sem vörugeymsla, pakkhús og hluti af því sem sláturhús og kjöt- afgreiðsla. Síðustu árin sem Kaup- félagið notaði húsið var í því bygg- ingavöruverslun og var hún almennt nefnd Bjössabúð eftir verslunar- stjóranum. Margir eiga skemmtileg- ar minningar úr þessu húsi, því oft var líf og fjör innan veggja, sérstak- lega í „slagteríinu“ á haustin. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Rekstur Breiðdalshrepps | Frumvarp að þriggja ára áætlun Breiðdalshrepps er nú í athugun hjá hreppsnefnd og var tekið til fyrri umræðu í febrúarlok. Frumvarpið gerir ráð fyrir svipuðum rekstri árin 2005–2007 og í ár. Er í áætluninni gert ráð fyrir framkvæmdafé sem nemur 13 milljónum fyrir árið 2006 og 7, verja á einni og hálfri milljón til íþróttamála og greiða niður skuldir árið 2007 og stefnt að því að halda áfram með framkvæmdir við fráveitu og aðalskipulag, götur og gangstéttir og úrbætur í sorpmál- um. Þá hefur verið samþykktur verksamningur við Teiknistofu arki- tekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. um framkvæmd skipulagsvinnu við aðalskipulag Breiðdalshrepps. Breiðdals- og Djúpavogshreppar vinna nú að könnun um hagkvæmni hugsanlegrar sameiningar sveitar- félaganna tveggja. Grunnskóli Reyðarfjarðar | Bæj- arráð Fjarðabyggðar hefur hafnað tilboði Eikarsmiðjunnar í byggingu Grunnskólans á Reyðarfirði. Eikar- smiðjan bauð lægst í framkvæmd- irnar, en að fengnu mati arkitekta- stofunnar Batterísins á tveimur lægstu tilboðum, þykir sýnt að lægstbjóðandi uppfyllir ekki skil- mála útboðsins. Verður því næst- lægsta tilboði tekið, en það kom frá Byggðaholti á Eskifirði og nemur 429,5 milljónum króna og er um milljón krónum hærra en lægsta til- boð. VIÐFANGSEFNI Tónlistarskóla Austur-Héraðs eru, auk hefðbundinnar kennslu og flutnings Jóhannesarpassíunnar, margvísleg þennan veturinn. Má sem dæmi nefna tónleikaröðina Stund með sellóinu og nú síðast Stund með þverflautunni, þeir síðast töldu verða haldnir í vor. Alls er áætlað að halda átta opinbera tónleika á vegum skólans fram til vors. Nýlokið er námskeiði um fiðluna sem þjóðlagahljóðfæri, en það var hald- ið á Eiðum með þátttöku fjölda nemenda frá Austurlandi og Reykjavík. Þá eru tónlistarskólinn og Tónskóli þjóðkirkjunnar í samstarfi um nám fyrir organista eystra. Er um að ræða svokölluð námshreiður, sem Tón- skólinn er að stofna víða um land og ríður á vaðið á Egilsstöðum. Orgel-, pí- anó- og söngkennsla verður í skólanum á Egilsstöðum, en bókleg fög kennd í fjarnámi. Um miðjan apríl verður námskeið í Alexandertækni fyrir tónlistarskóla á Austurlandi í umsjá Sverris Guðjónssonar söngvara, en sífellt er hugað að endurmenntun tónlistarkennara eystra. Í haust var t.d. farið í kennslu- fræði píanósins og nýlega var haldið námskeið fyrir fiðlukennara Tónlist- arskóla Austur-Héraðs. Stjórnendur og starfsfólk skólans hafa á undangengnum vikum rýnt í innri starfsemi og eru á lokaspretti í hugmyndavinnu að enn betri tónlist- arskóla. Mótuðum tillögum þar að lútandi verður skilað inn til yfirstjórnar skólans á vordögum. Viðfangsefni skólans margvísleg í vetur ♦♦♦ ♦♦♦ Fljót | Kýrin Frigg á bænum Litlu-Brekku mjólkaði mest kúa í Skagafirði á síðasta ári, afurðir hennar voru 9.386 kíló. Næst koma Gola á bænum Marbæli með 9.254 lítra og þriðja varð Hvítkolla í Efra-Ási með 9.098 kíló. Ef horft væri á verðmæti mjólkur ein- stakra kúa stæði Lóló á Skúfsstöðum efst yfir héraðið annað árið í röð. Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðárkróki hefur tekið saman helstu niðurstöður hvað varðar afurðir kúabúa í Skagafirði árið 2003. Alls skiluðu 59 bú kúaskýrslum allt árið en kúabú voru 75 alls. Meðalnyt á skýrslubú- um var 5.131 kíló eftir hverja kú sem þýðir lækkun um 7 kíló frá árinu á undan. Þetta er þónokkuð yfir landsmeðaltali 2003 sem var 5.063 kg. Meðal kjarn- fóðurgjöf var 867 kíló á kú og lækkaði um 167 kíló milli ára. Heildargreiðslumark héraðsins var í árslok um 10,5 milljónir lítra og meðalframleiðsluréttur á hvert bú nærri 142 þúsund lítrar. ,,Þróunin í héraðinu hefur líkt og annars staðar verið sú að kúabúum fækkar en þau stækka. Búin hafa verið að bæta við sig framleiðslurétti sem hefur verið keyptur bæði innan héraðs og utan. Menn hafa verið mjög duglegir að bæta við sig rétti undanfarin ár en heldur hefur hægt á því síðasta árið. Það er bú- ið að vera talsvert um breytingar og stækkanir á fjósum síðustu ár og nú eru nokkrir bændur búnir að fylla þau og hafa einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri gripi,“ sagði Eiríkur Loftsson, nautgriparáðunautur Skagfirðinga, í samtali við fréttaritara á dögunum. Eiríkur sagði að þótt afurðir eftir hvern grip hefðu minnkað lítilsháttar á síðasta ári gætu bændur mjög vel við unað. Síðustu ár hafa hey almennt verið góð og árið 2002 var meðalnyt kúa í Skagafirði sú mesta sem verið hefur. Í fyrra voru heyin víðast góð en þó var seinni sláttur sums staðar lakari að gæðum en undanfarin ár. Kornuppskera var hinsvegar mikil, bæði að magni og gæðum. Frigg mjólkaði mest í Skagafirði Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Halldór Jónsson, bóndi í Litlu-Brekku, með kúna Frigg sem skilaði flestum mjólkurlítrum á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.