Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Rögnvaldur bar það alla tíð utan á sér að vera píanóleikari – allt frá barnsaldri. Krullað hár, alltaf ofan í augum, langir fingur sem hann hafði alltaf á undan sér, hendur sem spönnuðu 10– 12 nótur þar sem aðrir þóttust góðir með átta. Nef eins og Chopin. Talaði með handapati og var alltaf að segja brandara. Ég kynntist honum þegar hann trúlofaðist vinkonu minni Helgu Egilson en hafði dáðst lengi að honum fyrir afburða spilamennsku í Tónlist- arskólanum. Við áttum dálítið svipaðan náms- feril. Eftir próf í Tónlistarskólanum lögðum við á djúpið til framhalds- náms. Hann til Parísar en ég til Berl- ínar. Þeirri dvöl lauk 1939 þegar heimsstyrjöldin síðari skall á, þá snerum við bæði heim. Hann kvænt- ist bekkjarsystur minni úr MR, Helgu Egilson. Það varð hans stóra gæfa. Síðan fóru þau til New York. Ég giftist Lárusi Fjeldsted en við höfðum verið trúlofuð í tvö ár. Það var mín stóra gæfa. Svo fórum við líka til New York. Þar urðu fagnaðarfundir. Síðan hefst eitt allsherjar „píanó- box“ eins og við kölluðum það. Rögn- valdur æfði sig alla daga af ótrúlegum krafti og dugnaði. Það kom stundum bobb í bátinn hjá honum vegna hand- armeins, en eftir að hann komst til Gorodnitzky var honum borgið. RÖGNVALDUR K. SIGURJÓNSSON ✝ RögnvaldurKristján Sigur- jónsson fæddist á Eskifirði 15. október 1918. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 28. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 9. mars. Þegar til stóð að hann héldi tónleika í National Gallery í Washington keyrðum við öll þangað í bíl, Helga og Rögn- valdur og við Lárus. Við komum við á veit- ingakrá á leiðinni og Rögnvaldur símaði til Thors Thors sendiherra í Washington. Hann fékk þær fréttir að Roosevelt hafi látist þennan dag og að senni- lega yrðu engar skemmtanir leyfðar í viku í opinberum bygg- ingum. Komið þið bara samt, sagði Thor. Við þangað og varð nú virkilega glatt á hjalla. Tónleikarnir frestuðust og við snerum aftur til New York. Þegar loksins kom að tónleikunum flaug ég til Washington og var það í fyrsta sinn sem ég settist upp í flug- vél. Fengum slæmt veður svo vélin hentist til skiptis til vinstri eða hægri og á leiðinni sprungu í mér báðar hljóðhimnur. Ég man vel eftir kons- ertinum. Rögnvaldur spilaði h moll sónötu Franz Liszt, Chopin mazurka og Nocturne í F dúr og svo sitt mikla glansnúmer Diabolique og Gavotte eftir Prokofieff. Síðast Schumann Toccötuna með sínum æðisgengnu gripum yfir 10 nótur í báðum hönd- um, sem var auðvitað barnaleikur fyr- ir hans löngu fingur. Þessa toccötu glímdi ég sjálf við í nokkur ár og lék síðan á tónleikum hér heima. „Af hverju ert þú alltaf að spila mín lög?“ Ég verð bara að spila sumt sem þú spilar, því þú spilar allt! Rögnvaldur fékk rosalega fínar móttökur í Washington og konsertinn var glæsilegur. Það var ekki mikið um að vera á Ís- landi þegar heim kom. En mikil gróska var í tónlistinni og Sinfóníu- hljómsveitin komin á laggirnar. Ég las það í viðtali að Rögnvaldur hefði spilað 14 eða 15 sinnum einleik með hljómsveitinni og haldið fjölda tón- leika bæði hér heima, á Norðurlönd- unum og í Sovétríkjunum. 11. september 2001 var Helga kona hans borin til grafar. Þá hrundi hans heimur en samt bar hann sig vel. Löngu lífi er lokið þar sem fegurð og tónlist hafa ríkt. Ég mun alltaf muna hann með allt hárið í augunum, gler- augun að detta fram á Chopin-nefið og með fingurna á undan sér. Herra hljómsveitarstjóri alheims- ins! Má ég biðja um sorgarmars Chopin. Jórunn Viðar. Kveðja frá Félagi íslenskra tónlistarmanna Hinn 3. mars árið 1940 komu 12 tónlistarmenn saman í Reykjavík og stofnuðu Félag íslenskra tónlistar- manna. Þetta var fólk sem hafði þá þegar lagt á sig langt tónlistarnám og vildi auka veg og virðingu tónlistarinnar. Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari var einn þeirra og kveður nú síðastur þeirra 12 frumkvöðla sem lögðu sinn mikilvæga skerf fram til listar og menningar landsins. Rögnvaldur var dyggur félagsmað- ur alla tíð og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var lengi fulltrúi félagsins í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, stjórnarmaður og formaður félagsins árin 1977–1982. Hann var kjörinn heiðursfélagi árið 1980. Hann bar hag félagsins alla tíð fyr- ir brjósti og minnisstæð er koma hans á aðalfund fyrir nokkrum árum þar sem hann kvaddi sér hljóðs, gladdist yfir starfinu og hvatti til dáða af sinni alkunnu lífsgleði. Við minnumst hans í mikilli virðingu og þökk fyrir störf hans og ómetanlegt framlag til tón- listarlífs á Íslandi. Blessuð sé minning hans. Margrét Bóasdóttir. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Kæri vinur, þökkum þér samfylgd- ina gegnum öll árin og allar skemmti- legu samverustundirnar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við, fjölskyldan í Melseli, sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Ásta, Hinrik, Jón Óskar, Ninna, Bjarki Már og Hinrik Örn. Ég kveð kennarann minn og kæran vin með þakklæti fyrir hans ljúfu handleiðslu og skemmtilega fé- lagsskap á undanförnum árum. Rögnvaldur kenndi mér í Nýja Tón- listarskólanum, eftir að Ragnar Björnsson lést, allt þar til ég braut- skráðist fyrir fjórum árum. Þegar ég fór í framhaldsnám til Sviss héldum við Rögnvaldur sam- bandi, bæði bréfleiðis og eins hitt- umst við þegar ég kom heim í frí. Við höfðum þann háttinn á, þegar ég var á landinu, að ég spilaði fyrir hann og svo fórum við á einhvern veitingastað á eftir, fengum okkur að borða og ræddum saman um alla heima og geima. Það var tilhlökkunarefni að fá frá honum bréf, alltaf hafði hann frá einhverju skemmtilegu að segja auk þess sem hann talaði af einlægni og tæpitungulaust um hlutina. Ég minn- ist þess hvað hann talaði fallega um Helgu og hve hann saknaði hennar þegar hún lést. Þessar stundir eru mér ómetanleg- ar. Þótt ekki hefði það átt að koma mér á óvart að maður á hans aldri félli frá, þá var mér sannarlega brugðið þegar mér barst fréttin og það fyrsta sem ég sagði var: „Og ég sem var að skrifa honum bréf!“ Þótt hann fái ekki bréfið frá mér og samverustundirnar verði ekki fleiri, þá halda tengslin við Rögnvald áfram um aldur og ævi. Hann verður alltaf í huga mér þegar ég spila og æfi ný verk, horfir yfir öxlina á mér, kíminn á svip og stappar í mig stálinu. Það eru forréttindi að hafa kynnst slíkum manni og fyrir það er ég þakk- lát. Ættingjum og vinum öllum votta ég samúð. Elísabet Þórðardóttir. Fyrir rúmlega tveimur áratugum fór ég í minn fyrsta píanótíma hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni í Nýja tón- listarskólanum í Reykjavík. Ég var ungur að árum, feiminn nokkuð, en líkaði strax vel við hinn geðuga og jafnframt fræga píanista. Næstu ár liðu hratt; í hverri viku var mætt í tíma og við tókumst á við hvert stigs- prófið á fætur öðru. Að lokum, 13 ár- um síðar, var stefnan sett á burtfar- arpróf. Þótt skólavist lyki hélst náin vinátta okkar um alla tíð. Það er skemmst frá því að segja að ég lít með stolti en jafnframt djúpu þakklæti til baka er ég minnist þessara ára. Rögnvaldur var í eðli sínu sérstak- lega viðfelldinn, alúðlegur og skemmtilegur maður. Líf hans var eftir því fjölbreytt, uppfullt af ævin- týrum, sigrum sem áföllum. Snemma á ævi hans voru þáttaskil mörkuð er hann hitti Helgu Egilson, sem síðar varð eiginkona hans og sem ætíð stóð við hlið hans sem klettur. Rögnvaldur syrgði mjög Helgu, sem dó fyrir tveimur árum. Minnist ég þess að í nýlegri heimsókn til hans barst talið sem oftar að Helgu og nefndi ég þá sem oft áður hve heppinn hann hefði verið að hafa hitt Helgu svo ungur, ástina í lífi sínu, og lifa með henni meir en 60 ár í farsælu hjónabandi. Slíkt væri einstakt og aðdáunarvert. Eiginleikar Helgu, sem birtust í lífs- gleði hennar, gæðum og heilindum, höfðu án efa afgerandi áhrif á frábært samspil þeirra hjóna. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir kynni mín af Rögnvaldi og Helgu. Ég minnist heimsókna, ferðalaga, kennslustunda, tónleika, kvöldverða, umræðna um lífið og tilveruna. Tveimur dögum fyrir andlát Rögn- valdar hittumst við á heimili hans og spilaði ég fyrir hann, að ég nú veit, í síðasta sinn. Ég met það sem hina dýrmætustu gjöf að hafa fengið að hitta Rögnvald þennan dag og hljóta hrós frá mínum gamla meistara. Að fá að minnast slíks fundar sem hinstu minningu um einstakan mann og listamann er meira virði en orð fá lýst. Blessuð sé minning Rögnvaldar Sigurjónssonar. Ólafur Reynir Guðmundsson. Rögnvaldur píanókennarinn minn er nú fallinn frá og mig langar að minnast hans með örfáum orðum. Fyrstu kynni mín af Rögnvaldi voru fyrir rúmum tveimur árum. Allt frá fyrsta tíma fannst mér gott að um- gangast Rögnvald, tala við hann og læra af honum. Rögnvaldur var ætíð brennandi af áhuga við kennsluna og sýndi mikinn eldmóð, sem gerði það að verkum að ekki var hægt annað en að hafa gaman af því að læra undir handleiðslu hans. Áhugi minn á tón- list jókst til muna eftir að ég hóf pí- anónám undir stjórn Rögnvaldar, enda tókst honum á sinn einstaka hátt að gera tónlist og allt sem henni teng- ist ótrúlega spennandi og áhugavert. Hann sagði meðal annars sögur af hinum ýmsu tónskáldum ásamt því leyfa manni að hlusta á upptökur frá sjálfum sér og öðrum píanóleikurum. Allt frá upphafi bar ég mikla virð- ingu fyrir Rögnvaldi enda ekki annað hægt þar sem um virðulegan, lífs- reyndan og umfram allt bráð- skemmtilegan mann var að ræða. Okkur Rögnvaldi kom vel saman frá fyrstu kynnum, það var alltaf gaman að koma til hans í tíma eða heimsækja hann í Álfheimana og alltaf var maður að læra eitthvað nýtt af honum. Ég komst meir og meir að því að þarna var um mjög merkilegan mann að ræða, mann sem hafði ferðast um all- an heim og haldið fjölda tónleika, spil- að inn á tugi platna og upplifað marga merkilega atburði. Hann sagði mér sögur af því þegar hann var ungur að halda tónleika víðsvegar um heiminn og fræddi mig um marga skemmti- lega hluti. Frásagnargáfa Rögnvald- ar og húmor er eitthvað sem ein- kenndi hann, alltaf gat hann sagt hlutina á svo skemmtilegan hátt og húmorinn var iðulega til staðar. Það leið varla sá tími sem maður gat ekki hlegið að einhverju sem hann sagði frá. Að hafa kynnst Rögnvaldi og haft hann fyrir kennara í þennan tíma er mér ómetanlegt og fyrir það er ég þakklát. Því sem ég hef lært af Rögn- valdi um tónlistina, lífið og tilveruna mun ég búa að alla mína ævi. Ég votta sonum Rögnvaldar, tengdadætrum, barnabörnum og öðr- um aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Elsku Rögnvaldur, megi guð vaka yfir þér. Hvíl í friði. Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir. Ég sá Rögnvald Sigurjónsson fyrst daginn sem hann varð fertugur. Hann var að loka dyrunum á húsinu þar sem hann átti heima í Eskihlíð 14. Ég hafði flutt í húsið nokkrum dögum áð- ur. Ég vissi að þessi sérkennilegi maður með þykku gleraugun var frægur píanóleikari. Ég vissi líka að hann átti tvo syni. Geir var á aldur við mig og varð besti vinur minn árum saman. Þór var nokkru eldri en ég og varð líka náinn vinur minn og læri- meistari um margt. Ég var á þeim aldri þegar það rennur mjög óvænt upp fyrir ungum drengjum að lífið snýst um annað og meira en fótbolta og þrístökk en þrístökkið var alveg þangað til langmesta stökk lífsins fyr- ir mér eins flestum íslenskum drengj- um á þessum árum. En vegna kynna af þessari fjölskyldu tók hugarheimur minn nú gríðarlegt langstökk inn í heillandi heim sem ég hafði enga hug- mynd um áður. Þessi nýja veröld var heimur listarinnar. Hann var í hverj- um krók og kima á heimili fjölskyld- unnar og ekki síst í þessu heljarmikla Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNASSON, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. mars kl. 11.00. Stefanía Kristín Jónsdóttir, Gylfi Eiríksson, Ágústa Sigrún Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Gísli Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns og föður okkar, SIGURJÓNS AUÐUNSSONAR, sem lést föstudaginn 20. febrúar. Jóhanna Einarsdóttir, Gylfi Sigurjónsson, Aðalsteinn Sigurjónsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir. JÓHANNA THORARENSEN frá Kambi á Ströndum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi laugar- daginn 6. mars síðasliðinn. Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju laugar- daginn 13. mars kl. 14.00. Stefán Þór Árnason, fóstursystkini, skyldfólk og vinir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.