Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 37 UM leið og ég þakka Sigþrúði Ármann fyrir ágæta grein um Há- skóla Íslands í Morgunblaðinu 1. mars vil ég benda á nokkur atriði sem ekki komu fram í grein henn- ar. Sigþrúður bendir réttilega á að mikil menntun þjóðarinnar styrki samkeppnisstöðu landsins og að almenn sátt hafi hingað til ríkt um að menntun sé greidd úr sameig- inlegum sjóðum. Hún telur hins vegar rétt- látt að námsmenn greiði stærri hluta náms síns sjálfir en nú er. Til rökstuðn- ings þessu bendir hún á að nýútskrifaður lögfræðinemi geti sótt um fjöldamörg störf og sett fram ákveðnar launakröfur. Það er af hinu góða að rætt sé um málefni Háskóla Íslands og fjallað um möguleikann á að taka þar upp skólagjöld. Það sem hins vegar hefur ekki komið fram í um- ræðunni hingað til er að þeir sem kjósa að hefja nám á framhalds- stigi eru nú þegar að taka á sig töluverðan kostnað. Hvernig má það vera? Er námið ekki frítt? Jú, vissulega hleypur hið opinbera nokkuð undir bagga með náms- mönnum í núverandi kerfi með því að niðurgreiða beinan kostnað við námið. Á það ber hins vegar að líta að fullorðinn einstaklingur sem kýs að hefja framhaldsnám er að taka þá ákvörðun að vera án tekna næstu árin og safna auk þess skuldum í formi námslána. Stærsti kostnaðurinn við framhaldsnám er skuldasöfnun og tekjuskerðing, ekki kostnaður við námið sjálft, jafnvel þó að full skólagjöld séu við lýði. Skoðum tvo ímyndaða nýstúd- enta úr framhaldsskóla sem kjósa að fara ólíkar leiðir. Annar fer beint á atvinnumarkaðinn og fær þar starf sem gefur af sér 150 þús- und krónur á mánuði (þessi tala gæti bæði verið hærri og lægri, en upphæðin er í meðallagi fyrir ein- stakling á þessum aldri með þessa menntun). Upphæð hans eftir skatt er u.þ.b. 120 þúsund krónur. Hinn fer í framhaldsnám í Haskóla Íslands og velur þar sagnfræði. Sagnfræðineminn þarf að hafa í sig og á og tekur þar af leiðandi námslán. Hann fær fullt fram- færslulán, í kringum 80 þúsund krónur á mánuði níu mánuði árs- ins. Á sumrin fær hann sömu laun og hinn, 150 þúsund krónur. Þar sem gert er ráð fyrir því að stúd- entar við HÍ lifi af 80 þúsund krónum á mánuði gefum við okkur að á því þriggja ára tímabili sem sagn- fræðineminn stundar sitt nám lifi báðir ein- staklingarnir á þessari upphæð, þ.e. 80 þús- und krónum. Hver er svo staðan eftir þrjú ár? Einstaklingurinn sem kaus að fara beint á atvinnumark- aðinn hefur lagt til hliðar rúmlega 1,4 milljónir (40 þús. * 36 = 1,44 milljónir) og hefur átt þess kost að ávaxta þær nokkuð. Hann er auk þess skuldlaus. Sá sem kaus að fara í sagnfræðina skuldar að námi loknu tæplega 2,2 milljónir í náms- lán (80 þús. * 27 (9 mán./3 ár)), en á í kringum 600 þúsund í afgang af sumarlaunum þriggja ára. Yfir þriggja milljóna munur er á stöðu þessara einstaklinga eftir ár- in þrjú. Þessar þrjár milljónir eru sá kostnaður sem sagnfræðinem- inn hefur greitt fyrir nám sitt. Þegar kemur að fögum eins og sagnfræði, mannfræði, þjóðfræði, fornleifafræði, íslensku, heimspeki og jafnvel sálfræði er ekki ljóst hvort eða hve mikilli tekjuaukn- ingu námið skilar og því langt í frá öruggt að um góða fjárfestingu hafi verið að ræða. Við þetta bæt- ist svo sá möguleiki (sem raunar er afar líklegur) að einstakling- urinn sem fór beint út á atvinnu- markaðinn í kjölfar stúdentsprófs hafi fengið kauphækkun og/eða stöðuhækkun á þeim þremur árum sem hinn var í námi. Það er nú bara þannig að það eru ekki allar greinar við Háskól- ann eins og lögfræði, læknisfræði og tölvunarfræði, þar sem útskrif- aður einstaklingur getur alla jafna búist við mun hærri tekjum en fyr- ir nám. Í þessu samhengi er t.a.m. rétt að benda á kennara. Launa- umslög grunnskólakennara eru ekki of bústin í dag og ljóst er að ef sett yrðu skólagjöld á nám við Kennaraháskólann myndi það enn frekar fæla gott fólk frá því að hljóta menntun í þessu mikilvæga fagi. Við viljum hafa kennara í þessu landi og það sem meira er við viljum hafa góða kennara hér. Ef hér myndu ríkja lögmál mark- aðarins í háskólanámi myndu lík- lega einungis leggja í kennaranám einstaklingar sem ekki kæmust inn í hátekjugreinarnar, eða ein- staklingar sem ættu ríka maka. Slíkt viljum við ekki sjá og um það held ég að allir geti verið sammála. Það má vel íhuga að taka upp skólagjöld við einhverjar deildir Háskólans. Slík gjöld yrði hins vegar að tekjutengja eftir að námi lyki og mætti ekki setja á allar deildir Háskólans. Ég er sammála Sigþrúði um nauðsyn þess að íhuga hvort ekki beri að taka upp skólagjöld við þær deildir Háskól- ans þar sem samkeppni ríkir við aðra skóla. Slík gjöld verður hins vegar að einskorða við ákveðnar deildir og gætu þar af leiðandi orð- ið erfið í framkvæmd. Það er frábært fyrir Ísland að hér hafi á undangengnum árum sprottið upp háskólar sem veita Háskóla Íslands aðhald. Þessir skólar hafa skilað frábæru starfi og séð til þess að Háskóli Íslands verður að vera á tánum öllum stundum. Margt af því sem Há- skóli Íslands gerir er hins vegar einfaldlega ekki mögulegt að gera arðbært, en er nauðsynlegt eigi að síður. Við viljum að hér búi fólk með fjölbreytta menntun af öllu tagi og til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að halda úti stórum Háskóla fyrir alla. Það væri gjör- samlega ótækt að efnilegt fólk myndi nauðbeygt velja sér mennt- un eftir því hve mikilli tekjuaukn- ingu námið skilaði. Þrátt fyrir ágæti umræðunnar um skólagjöld ber að nálgast hana varfærnislega og hafa í huga að ýmislegt er unnt að bæta við Háskóla Íslands án þess að taka þar upp skólagjöld. Að ljúka námi á eigin kostnað Sölvi Tryggvason skrifar um háskólanám ’Það má vel íhuga aðtaka upp skólagjöld við einhverjar deildir Háskólans.‘ Sölvi Tryggvason Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðlun. 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s FASTEIGNASALAN GIMLI EINBÝLI HLAÐBREKKA - TVEGGJA ÍBÚÐA HÚS Nýtt á skrá. Sérlega vel staðsett og mikið endurnýjað tveggja íbúða hús, stað- sett neðan götu. Efri hæðin er 136 fm auk 28 fm bílskúrs. Fjögur svefnherbergi. Neðri hæðin er jafnstór efri hæðinni, þar eru þrjú svefnherbergi og sérinngangur. Búið er að endurnýja þakvirki, ofna, gler, ídregið raf- magn á neðri hæð og hluta efri hæðar. Verð 31,5 millj. Áhv. 2,5 millj. FRAMNESVEGUR - LAUS STRAX Nýtt á skrá. 118 fm einbýli á tveimur hæðum. Tvö svefnherbergi og tvær stofur. Endurnýj- að baðherbergi og lagnir. Verð 15,9 millj. Áhv. 4,7 millj. byggsj. og húsbréf. 4RA HERBERGJA BALDURSGATA HÆÐ OG RIS Um er að ræða 80 fm íbúð á 3. hæð og í risi þar sem búið er að útbúa einstaklingsíbúð og þvottaaðstöðu fyrir íbúð. Eldhús með nýlegri innréttingu og borðkrók. Stór stofa og þaðan gengt út á vestursvalir. Parket og kókos- teppi á gólfum. Verð 13,5 millj. Áhv. 3,4 millj. HOLTSGATA Vorum að fá í einkasölu fal- lega 98,4 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í vesturbænum. Íbúðin er einstaklega vel skipulögð með fallegu og björtu rými. Parket er á allri íbúðinni nema nýlegur korkur á eld- húsi og flísar á baðherbergi. Búið er að end- urnýja m.a. rafmagn ídregið og rafmagns- tafla endurnýjuð, járn á þaki var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Hús málað að utan og viðgert sl. sumar. Verð 14,9 millj. Áhv. 5,3 millj. BRÆÐRABORGARSTÍGUR - LAUS STRAX Erum með í sölu glæsilega 4ra-5 herbergja 124 fm íbúð á þessum frábæra stað. Íbúðin, sem er á fyrstu hæð, skiptist í hol með skápum, stofu/borðstofu, eldhús með innr. úr kirsuberjavið og Blomberg- tækjum, baðherb. flísalagt, með innréttingu og baðkari. Svefnherb. eru fjögur, þar af eitt með salernisaðstöðu í kjallara. Gólfefni er parket og flísar. Sérgeymsla og þvottahús í kjallara. Hús og íbúð hefur mikið verið end- urnýjað. Verð 16,7 millj. 3JA HERB. RAUÐARÁRSTÍGUR - 1. HÆÐ Vel skipulögð og björt 3ja herb. 63 fm íbúð með vestursvölum. Holið er rúmgott. Tvö svefn- herbergi, annað með fataskáp. Rúmgóð stofa. Járn á þaki endurnýjað og gler. Verð 9,8 millj. áhv. 5,0 millj. KLAPPARSTÍGUR - HÆÐ OG RIS Nýtt á skrá. Sérlega falleg og mikið endur- nýjuð 3ja herb. 78,8 fm íbúð á 3. hæð með austursvölum. Íbúðin er á tveimur hæðum. Risið er nýtt sem eitt stórt rými. Eldhús með nýlegri innréttingu, gaseldavél og borðkrók. Baðherbergi með móasíkflísum í hólf og gólf og sturtuklefa. Parket á öllu nema risi. Verð 12,9 millj. Áhv. 6,0 millj. FURUGRUND - LAUS STRAX Nýtt á skrá. Falleg og vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í nýviðgerðu og máluðu fjölb. Tvö svefnherbergi. Baðherbergi endurnýjað. Suðursvalir úr stofu. Parket á gólfum. Tengi fyrir þvottavél á baði. Verð 11,9 millj. Áhv. 5,8 millj. GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Vantar 50 íbúðir - staðgreiðsla Okkur vantar strax 50 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja á höfuðborgarsvæðinu fyrir opinbera stofnun. Staðgreiðsla í boði. Öll staðsetning kemur til greina og allar teg- undir eigna þ.e. blokkir, lyftuhús, tvíbýli, þríbýli, fjórbýli o.fl. Hafið samband strax, skoðum og verðmetum seljendum að kostnaðarlausu. Seljandi góður! Við val á fasteignasölu skiptir miklu máli að starfsmenn fasteigna- sölu búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu, reynslu, fagmennsku og heiðarleika. Einnig þarf fasteignasalan að búa við fjárhagslegt öryggi og traust til að höndla þá mikilvægu umsýslu sem fylgir fasteignaviðskiptum. Valhöll fasteignasala og starfsmenn hennar hafa allt þetta til að bera, yfir 100 ára samanlögð starfsreynsla við fasteignaviðskipti. Látið ekki glórulaus og óraunhæf undirboð nýrra óreyndra aðila á markaði villa ykkur sýn. Slíkt gefur oftast skammvinnan ábata. Gerið samanburð á verði, reynslu og gæðum þjónustunnar. Áratuga reynsla tryggir fagleg vinnubrögð. Sölumenn: Bárður, s. 896 5221 (22 ára reynsla) - Ingólfur, s. 896 5222 (15 ára reynsla) - Ellert, s. 893 4477 (15 ára reynsla) - Þórarinn, s. 899 1882 (15 ára reynsla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.