Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ EIN af röksemdunum fyrir efl- ingu sérsveitar ríkislögreglustjóra er að afbrot séu orðin tíðari og al- varlegri á Íslandi en áður. Hver hefur þróunin verið á tímabilinu 1998–2003? Ofbeldisbrot Margir telja að ofbeldismálum fari sífellt fjölgandi um leið og ofbeldið verði miskunnarlausara. Sam- kvæmt gögnum lög- reglu hefur fjöldinn þó verið tiltölulega svipaður frá ári til árs og hlýtur að vekja at- hygli að mál er fela í sér líkamsmeiðingar fækkar á þessu tíma- bili. Manndráp hafa þó vakið meiri óhug meðal almennings. Við virðumst hafa fengið hrinu drápsmála yfir okkur og er árið 2000 skæðast með fimm málum alls. Ef tíðni manndrápa það ár er borin saman við önnur lönd er hún talsvert há eða nálægt meðaltali annarra ríkja í V-Evrópu. Þar sem við erum fámenn þjóð verður að skoða tíðnina yfir lengra tímabil til að komast hjá sveiflum sem óhjá- kvæmilega verða þegar fjöldi mála er yfirleitt lítill á hverju ári. Ef við skoðum allt tímabilið 1998–2003 kemur í ljós að tíðni manndrápa á Íslandi er að jafnaði um tvö mann- dráp á ári eða um 0,7 mál á ári mið- að við hundrað þúsund íbúa, sem er með því lægra sem við sjáum í sam- anburði vestrænna ríkja. Kynferðisbrot Kynferðisbrotum hefur fjölgað talsvert á þessu tímabili og á það við um flestar tegundir þeirra. Mest hefur aukningin verið í kær- um vegna kynferðisbrota gegn börnum yngri en 14 ára og vegna sifjaspells. Sömuleiðis hefur kær- um um nauðgun fjölgað. Brot vegna vörslu á barnaklámi og til- kynningum vegna misneytingar vegna andlegra annmarka eða rænuleysis hefur einnig fjölgað nokkuð. Hvort um sé að ræða aukningu á þessum brotum í sam- félaginu eða meiri líkur á að brot af þessu tagi séu kærð í dag en áður er erfitt að segja til um með vissu. Umfjöllun um kynferðisbrot og þær þjáningar sem þolendur verða fyrir hefur þó verið áberandi í fjöl- miðlum á síðustu misserum og má vera að þolendur séu viljugri en áð- ur að koma fram og kæra en stund- um áður. Gögn frá Stígamótum og frá neyðarmóttöku Landspítalans sýna þó að margir þolendur veigra sér enn við að kæra brotin til lög- reglu. Auðgunarbrot Innbrotum, sem að meirihluta fela í sér innbrot í bíla, fyrirtæki eða stofnanir, hefur lítillega fjölgað en fjöldi þjófnaða staðið í stað. Brýnt er að sporna við ástandinu með markvissum hætti löggæsluaðila og borg- aranna sjálfra. Sífellt fleiri telja nauðsynlegt að kaupa sér örygg- iskerfi og hefur fyr- irtækjum af því tagi vaxið ásmegin á síð- ustu árum. Rán hafa mikið ver- ið í umræðunni sér í lagi bankarán og rán í smásöluverslunum. Sumir telja brotin fela í sér nýja ógnun við öryggi borg- aranna. Langflest málanna hafa verið upplýst af lögreglu. Brota- mennirnir eru yfirhöfuð ungir karl- ar um tvítugt með eggvopn og lambhúshettu sem lítið hafa haft upp úr krafsinu. Ránin hafa sem betur fer flest verið mjög ófagleg og framkvæmd í bráðræði. Einn gerenda var t.d. handtekinn strax eftir eitt málið sem taldist gripdeild þar sem hann beið eftir strætó rétt hjá útibúi bankans. Athygli vekur að tíðni rána hefur ekki aukist á síðustu árum. Flóknari auðgunarbrot hafa sömuleiðis verið til rannsóknar hjá lögreglu og samkeppnisyfirvöldum. Sér í lagi hafa mál er varða ólög- mætt samráð fyrirtækja um verð- lag t.d. á grænmetismarkaði og í ol- íuviðskiptum verið áberandi og um mun stærri fjárhæðir að tefla en í öðrum auðgunarbrotum. Skipulögð glæpastarfsemi af öðru tagi hefur ekki verið sérlega áberandi fyrir utan fíkniefnaviðskipti. Þó má nefna að nokkrir meðlimir glæpak- líkna frá Danmörku og Noregi hafa gert tilraun til að koma til Íslands í skemmtiferð að eigin sögn en um- svifalaust verið vísað úr landi. Fíkniefnabrot Fjöldi fíkniefnabrota hefur vaxið mjög á tímabilinu sérstaklega á síðasta ári og tengist meirihluti málanna eigin neyslu og vörslu á fíkniefnum. Haldlagning fíkniefna hefur sömuleiðis stóraukist. Sama á við um fjölda fíkniefnafanga í fangelsum landsins. Árið 1990 var hlutfall þeirra um 7 prósent en árið 2002 var hlutfall þeirra komið í um þriðjung allra fanga á Íslandi. Fíkniefni virðast því vera útbreidd á Íslandi eins og í öðrum löndum. Niðurlag Í heildina sýna gögn ríkislög- reglustjóra að heildarfjöldi mála er tiltölulega svipaður frá ári til árs. Einhverjar sveiflur eiga sér stað í einstökum flokkum en fátt bendir til að fjöldi afbrota hafi farið úr böndunum á síðustu árum. Tveir brotaflokkar skera sig þó úr. Fíkniefnabrotum hefur stórlega fjölgað svo og kynferðisbrotum. Hvað snertir fíkniefnin virðist fyrst og fremst vera um að ræða aukna áherslu yfirvalda til að stemma stigu við brotum af því tagi. Erfiðara er að segja til um aukningu kynferðisbrota. Ekki er þó ósennilegt að líkur á að þolendur kynferðisbrota kæri hafi aukist frekar en að um raun- aukningu slíkra brota sé að ræða. Þetta þyrfti þó að rannsaka frekar. Fyrir dyrum stendur að gera ítarlega þolendamælingu á af- brotum á Íslandi í alþjóðlegu sam- starfi ef nægur fjárstuðningur fæst. Væri þar um stórt framfara- skref í þekkingu okkar á umfangi afbrota á Íslandi í alþjóðlegu sam- hengi. Hvort efla þurfi sérsveitir lögreglunnar til að draga úr vanda afbrota hlýtur að vera álitamál. Vandinn er margþættur og snertir ekki síður félags- og heilbrigðismál en réttarfarsleg úrræði. Hugsanlega á þó öflug sérsveit lögreglu að fullnægja fleiri þörfum en að draga úr afbrotum. Þróun afbrota og sérsveitin Helgi Gunnlaugsson skrifar um afbrotamál ’Hvort efla þurfi sérsveitir lögregl- unnar til að draga úr vanda afbrota hlýtur að vera álitamál.‘ Helgi Gunnlaugsson Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. FRÆÐSLA í almennum trúar- brögðum á grunnskólastigi er mjög ófullnægjandi og enn minni í fram- haldsskólum landsins. Hið sama má raunar segja um kennslu í sið- fræði og kristnum fræðum. Þetta kom m.a. fram í frétt hér í Morgunblaðinu í upp- hafi vikunnar. Það var mikilvæg ábending og þörf. Guðfræðideild Há- skóla Íslands vill gera sitt og hefur gert sitt til að ráða bót á þessum vanda. Í samvinnu við heimspekideild og fé- lagsvísindadeild hefur deildin komið á þverfag- legu námi í almennum trúarbragðafræðum. Það var orðið löngu tímabært að bjóða upp á slíkt nám og nú hefur það fest sig í sessi og stefnt er að því að efla það enn frekar innan Háskóla Íslands. Í námskynningu deildanna þriggja nú um helgina verður sérstök athygli vakin á þessari námsleið. Jafnsjálfsagt og það þykir að í skólum landsins séu kennd erlend tungumál ætti fræðsla í almennum trúarbragðafræðum að vera mikil- væg skyldugrein í íslenska skólakerf- inu. Til að undirstrika mikilvægi þess- arar fræðigreinar svo og kristinna fræða og siðfræði væri mjög eðlilegt og sjálfsagt að þessar greinar væru meðal þeirra sem prófað væri í á hin- um samræmdu prófum. Á þetta hafa aðrir bent og er full ástæða til að taka undir það. Réttilega hefur einnig verið sagt að sá sem er illa læs á kristið mál sé nánast ólæs á íslenska sögu. Þannig hefur Jón Friðjónsson prófessor vel og rækilega sýnt fram á hversu mjög íslensk tunga er mótuð af tungutaki Biblíunnar. Áhrif kristninnar á íslenska menn- ingu eru slík að því fólki sem ætlar að setjast að hér á landi er enginn greiði gerður með því að halda þeim utan við fræðslu um kristna trú enda á slík fræðsla í skólum landsins að vera fræðsla en ekki trúboð eða innræting. Hvernig á t.d. útlendingur sem sest hefur að hér á landi og gerst íslensk- ur ríkisborgari að skilja þjóðsönginn okkar fái hann ekki fræðslu um hann og tengsl hans við 90. Davíðssálm? En þá er um leið rétt að gera þá kröfu til okk- ar sem alist höfum upp hér á landi við kristna trú og menningu að við gerum okkur grein fyrir því að samfélag okkar er smám saman að breytast í fjölmenning- arsamfélag. Þessi stað- reynd leggur okkur þá skyldu á herðar – og það ætti að vera ljúf skylda – að við kynnum okkur trúarbrögð, menningu og siði hinna nýju Íslendinga hvort sem trú þeirra er búdd- ismi, gyðingdómur eða íslam, svo dæmi séu tekin. Nám í almennum trúarbragðafræðum felst í samanburði á trúarbrögðum og könnun á uppruna þeirra, þróun og sérkennum. Gerð er grein fyrir heimsmynd þeirra, kenningum þeirra um manninn og afstöðu þeirra til samfélagsins. Fjallað er um skil- greiningar og aðferðafræði almennra trúarbragðafræða og sýnt hvernig þau skarast á við önnur fræðasvið. Nám í almennum trúarbragða- fræðum bætir úr brýnni þörf fyrir menntakerfið og þær starfsstéttir sem gegna menningarlegu hlutverki, vinna við fjölmiðlun eða sjá um al- þjóðleg samskipti. Þekking á trúar- brögðum framandi þjóða er t.d. al- gjör nauðsyn fyrir þá sem stunda viðskipti við þessar þjóðir. Fyrir mikinn meirihluta mannkyns eru trúarbrögðin mikilvæg menning- arleg og siðferðileg kjölfesta. Kennsla og fræðsla á sviði almennra trúarbragðafræða er því til þess fallin að auka á skilning milli þjóða, að standa vörð um mannréttindi og stuðla að umburðarlyndi og jafnrétti milli manna og þjóða. Meðal annars þess vegna er fræðsla um þau svo mikilvæg í skólakerfinu. Brugðist við þörf á kennslu í trúar- bragðafræðum Gunnlaugur A. Jónsson skrifar um trúarbragðafræðslu Gunnlaugur A. Jónsson ’Það var orðiðlöngu tímabært að bjóða upp á slíkt nám…‘ Höfundur er forseti guðfræðideildar Háskóla Íslands. HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra var í heimsókn í Kára- hnjúkum í byrjun árs samkvæmt frétt í Mbl. Svo sem vænta mátti átti ráð- herrann vart orð til að lýsa hrifningu sinni með framkvæmdir þar. „Þetta eru í einu orði sagt stórkostlegar framkvæmdir,“ segir ráðherrann, og bætir við, að raskið, sem eft- ir sé á virkjunar- svæðinu, verði „allt meira og minna neð- anjarðar“. Að vísu seg- ir hann, að það eigi nú eftir að byggja stífl- una, en telur, að hún muni falla vel að landslaginu og þarna muni skapast „stórkostlegir möguleikar í sambandi við ferða- mál“. Að sjálfsögðu forðast ráð- herrann eins og heitan eldinn að minnast á annars konar „rask“ sem virkjunin mun hafa í för með sér fyrir náttúrufar Austurlands, það passar einfaldlega ekki inn í lof- gjörðaróðinn. Hann minnist að sjálfsögðu ekki á umturnun Lag- arfljóts, þarf ekkert að vita af því, að grunnvatnsstaða Fljótsins muni hækka um tugi cm með þeim afleið- ingum að grösug tún og nes spillist, kólnun verði í Fljótinu, sem valda mun stórversnandi lífsskilyrðum og að það muni með tím- anum breytast í brún- leitan drullupoll. Og ekki hefur hann áhyggjur af landbroti sjávar við Héraðsflóa, þegar framburður Jökulsár á Dal nánast hverfur. Að ekki sé nú talað um fossana fögru í Jökulsá í Fljótsdal, sem aðeins verða svip- ur hjá sjón eftir virkj- un. En hver veit nema þar skapist líka mögu- leikar fyrir ferðamenn, þeir gætu t.d. fylgst með því, þegar umhverfisráðherrann ætlar að hleypa vatni yfir á stíflunni um ferðamannatímann. Kannski verða þessar breytingar „meira og minna“ neðanjarðar og vart sýnilegar, ekki frekar en sandfokið úr Hálslóni, sem lagst gæti niður yfir byggðir Fljótsdalshéraðs og valdið þar óbætanlegu tjóni. Hér er heldur ekki minnst á fyrirhugað álver í Reyðarfirði, sem spúa mun 530.000 tonnum af koltvísýringi árlega út í andrúmsloftið. Allt eru þetta smámunir í augum utanríkisráðherrans, sem ekki er ástæða til að hafa orð á á hrifning- arstund í Kárahnjúkum. Ekki fá yf- irmenn Impregilo heldur slæma einkunn hjá ráðherranum, þar hef- ur að hans mati allt tekist mjög vel til, þrátt fyrir alls konar und- anbrögð, sem fyrirtækið hefur sýnt verkafólki í Kárahnjúkum, og ítrek- aðar tilraunir til að sniðganga ís- lensk lög. Enda sagði ráðherrann á sínum tíma á Alþingi, að menn ættu ekki að agnúast út í Impregilo, því hefðu þeir ekki komið til sögunnar væri óvíst, að nokkuð hefði orðið af Kárahnjúkavirkjun. Þannig að það er nokkuð á sig leggjandi til að þóknast þeim. Halldór Ásgrímsson þekkir þessi mál öll af eigin hyggjuviti. Hann þarf ekki að leita sér upplýsinga eða hlusta á rök sérfræðinga á sviði umhverfismála, þeirra sem besta þekkingu hafa og skrifað hafa um Kárahnjúkavirkjun og áhrif hennar á náttúrufar Austurlands af faglegri kunnáttu. Benda mætti ráðherran- um á Kárahnjúkablað tímaritsins Glettings á Egilsstöðum frá árinu 2001 þar sem fjöldi vísindamanna ritar um Kárahnjúkavirkjun og ger- ir grein fyrir afleiðingum hennar undir ritstjórn Helga Hallgríms- sonar, náttúrufræðings á Egils- stöðum. Kannski ætti ráðherrann að taka þetta blað með sér í næstu utanlandsferð. En slíkir menn eru aðeins til óþurftar að mati ráðherrans og skoðanabræðra hans, af því þeir segja sannleikann um Kára- hnjúkavirkjun, sannleika sem marg- ir vilja helst ekki heyra. En sann- leikurinn mun alltaf koma í ljós að lokum, og hann verður væntanlega öllum augljós. Þar verður ekki hægt að fela neitt „neðanjarðar“. Og einu sinni var sagt, „að sannleikurinn mun gera yður frjálsa“. Sannleikurinn um Kára- hnjúkavirkjun vefst ekki fyrir utan- ríkisráðherranum, ekki fremur en sannleikurinn um innrásina í Írak, þegar hann ásamt forsætisráðerra tók þá ákvörðun, án þess að spyrja þing eða þjóð, að bendla nafn Ís- lands við árásarstríð Bandaríkjanna og Breta þar í landi undir því yf- irskini, að Írakar réðu yfir efna- vopnum, sem þeir gætu beitt með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Í ljós hefur komið að upplýsingar þar að lútandi voru byggðar á blekk- ingum, enda engin efnavopn fundist þrátt fyrir gífurlega leit, en tugir þúsunda saklauss fólks látið lífið í þeim hörmungum sem engan veg- inn sér fyrir endann á. Ráðherrann skuldar þjóðinni af- sökunarbeiðni á frumhlaupi sínu. Hann lemur hausnum við steininn og heldur áfram að hamra á gereyð- ingarvopnum og útlista glæpi Sadd- ams Hússein, sem umheimurinn ætti að þekkja. Nú eru horfur á að Halldór Ás- grímsson taki við embætti forsætis- ráðherra af Davíð Oddssyni í sept- ember nk. Skiptar munu skoðanir um það, svo ekki sé meira sagt, og spurning hversu stór hluti þjóð- arinnar vill sjá Halldór Ásgrímsson í því embætti eða telur hann verð- skulda það eftir úrslit síðustu kosn- inga. Á það skal enginn dómur lagð- ur hér. Enda eins víst að einhver auglýsingastofan verði búin að „skanna“ inn viðkunnanlegt bros á ráðherrann áður en hann flytur sitt fyrsta ávarp til þjóðarinnar á gaml- árskvöld. Þá verður þetta allt í lagi. Halldór í Kárahnjúkum Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar um Kárahnjúkavirkjun ’Sannleikurinn umKárahnjúkavirkjun vefst ekki fyrir utanrík- isráðherranum …‘ Ólafur Þ. Hallgrímsson Höfundur er sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.