Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín BjarneyBrynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 19. september árið 1946. Hún lést á heimili sínu í Sei- ðakvísl 36 í Reykja- vík hinn 29. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Brynj- ólfur Karlsson, f. 27. desember 1925, og Pálína Bjarnadóttir, f. 7. febrúar 1925, d. 2. október 1997. Elín var einkabarn þeirra hjóna. Elín lauk verslunarprófi árið 1962. Hún stundaði verslunar- störf hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. og Velti hf. um árabil og síðar hjá B. Magnússyni hf. Eftirlifandi eiginmaður Elínar er Hjörtur Benediktsson, f. 14. desember 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Ingþórsdóttir, f. 24. febrúar 1910, d. 26. desember 1997, og Benedikt Hjartar- son, f. 6. mars 1908, d. 16. júlí 1981. Elín og Hjörtur gengu í hjónaband hinn 18. maí árið 1968 og eiga þau tvo syni. Þeir eru: Brynjólfur Hjartarson, f. 17. ágúst 1968, í sambúð með Eddu Björk Við- arsdóttur, f. 24. febr- úar 1971; og Bene- dikt Hjartarson, f. 8. maí 1972, kvæntur Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur, f. 9. apríl 1973. Börn Jóhönnu og Benedikts eru Ásgerður Hörn, f. 29. október 1996, Hjörtur Jarl, f. 8. maí 2000, og Emilía Rán, f. 11. maí 2002. Útför Elínar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hugurinn leitar heim frá Kýpur, þar sem við Binna höfum dvalið í vet- ur. Hve undarleg og óráðin er þessi tilvera okkar hér á jörðu og hve litlu við ráðum þar um. Á tveimur mánuðum hafa tvö af börnum systra minna kvatt þennan heim, Sigurmundi sonur Klöru og núna Elín, dóttir Pálínu og Brynjólfs Karlssonar. Bæði voru þau á besta aldri og Elín aðeins 57 ára. Ég man þessa fallegu hnátu frá því hún fæddist og var hún einkabarn foreldra sinna. Oft lágu leiðir fjölskyldna okkar saman, því samgangur var mikill á milli heimila í þá daga, og farið saman í ferðalög. Elín var góð stúlka og vel gefin. Hún var umvafin ást og kærleika for- eldra sinna og þá ekki síður er hún giftist góðum dreng, þar sem Hjörtur Benediktsson er. Það ríkti mikill kærleikur á þeirra fallega heimili og þar við bættist er synir þeirra fædd- ust, þeir Brynjólfur og Benedikt, sem báðir eru mætir menn. Brynjólfur er lögfræðingur en Benedikt stundaði nám í Þýskalandi, þar sem hann býr nú með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Þessi fjölskylda, ásamt for- eldrum Elínar, myndaði órjúfanlega heild svo ekki sé meira sagt. Elín var frábær móðir og húsmóðir og dugleg í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Bæði voru þau hjón samhent og miklir gestgjafar og var ætíð gott og gaman að koma til þeirra. Það var sannarlega erfið stund er við Binna kvöddum Elínu í hinsta sinn. Þrátt fyrir að hafa þurft að tak- ast á við erfið og langvarandi veikindi hélt hún reisn sinni og með ótrúlegu æðruleysi lét hún okkur finna að allt er hægt að gera gott á einhvern hátt. Guð veri með þér, elsku Elín. Við Binna þökkum þér samfylgdina alla tíð. Elskulegu vinirnir okkar og frændur; Hjörtur, Binni, Brynjólfur, Benedikt og fjölskyldur. Guð styrki ykkur og styðji í ykkar miklu sorg. Eftir stendur minningin um góða eig- inkonu, dóttur, móður og ömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja. Guðmundur Bjarnason. Margar góðar minningar leita fram í hugann er ég minnist Ellu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Maður var ávallt velkominn í Seiðakvíslina til Ellu og Hjartar þar sem ævinlega var mikið spjallað og mikið hlegið. Börnin voru í sérstöku uppáhaldi og voru meðhöndluð sem prinsar og prinsessur. Við nutum margra ógleymanlegra samverustunda í gegnum tíðina, ferðuðumst saman þegar ég var barn, fórum til dæmis í ógleymanlega Frakklandsferð 1982 sem leitar á hugann þegar ég horfi til baka og rifja upp okkar góðu stundir. Ella hafði yfirleitt frá mörgu að segja enda veraldarvön kona og sá hún æv- inlega spaugilegu hliðarnar á málinu og það sem var best að hún tók alltaf málstað okkar barnanna. Þegar á bjátaði var Ella ávallt til staðar og tilbúin að rétta hjálpar- hönd. Páli bróður mínum var hún ein- stök, hann var iðulega í mat hjá henni og hefur ósjaldan minnst á kjötboll- urnar hennar Ellu. Hún hafði alltaf tíma fyrir hann sem var honum mik- ils virði. Fyrir nokkrum árum flutti ég og fjölskylda mín til Noregs sem Ella setti aldrei fyrir sig heldur hélt uppteknum hætti og hringdi alltaf til allra fjölskyldumeðlima í tilefni af- mælis- og tyllidaga. Þessara símtala verður minnst með miklum söknuði þar sem þau voru góður partur af þessum dögum. Ella var gædd mörgum kostum, hún var góð, hjartahlý, gaf mikið af sjálfri sér, lífsglöð og jákvæð. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða ef þörf var á, var sannur vinur sem kunni að samgleðjast með manni og njóta líðandi stundar. Síðustu mán- uðir voru henni erfiðir vegna veik- inda og stóð Hjörtur eins og klettur við hennar hlið. Ég er þakklát fyrir að hafa átt góða frænku svo ekki sé nú minnst á þann góða vin sem hún var mér og mínum öll þessi ár. Eftirlifandi föður, eiginmanni, sonum og fjölskyldum þeirra votta ég mína innilegustu sam- úð vegna fráfalls Ellu. Drottinn blessi minningu hennar. Þóra Þórisdóttir. Það er stutt á milli stórra högga í fjölskyldunni okkar, rétt um tveir mánuðir síðan Mummi frændi kvaddi og nú fylgir þú í kjölfarið, elsku frænka, langt fyrir aldur fram. Sjúk- dómarnir sem voru búnir að hrjá þig árum saman náðu að lokum að yf- irbuga þig. Ég man svo vel þegar þú komst í heiminn. Árið 1946 var viðburðaríkt ár, stríðið búið og Palla stóra systir mín gekk með þig, fyrsta og eina barn foreldra þinna. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur þegar barn var á leiðinni og þegar þú fædd- ist svo hinn 19. september á Berg- þórugötu 12, varð ég svo spennt þeg- ar ég heyrði þig gráta í fyrsta sinn að ég gat varla beðið eftir að fá að sjá þig. Þú varst eitt það fallegasta barn sem ég hafði séð og litli nebbinn þinn var svo fallega formaður. Þú varst þriðja barnabarn pabba og mömmu og sólargeislinn okkar allra í fjöl- skyldunni. Það er sár missir fyrir fjölskylduna að sjá á bak þér og ekki síst fyrir pabba þinn sem alltaf var þér svo ná- inn. Ég og mínir þökkum fyrir öll góðu árin sem við áttum saman og ein- kenndust af gleði og vináttu. Ofar- lega í huga mínum eru öll jólaboðin og aðrar veislur þar sem við komum öll saman. Nú ert þú laus við allar þjáningar, elsku Ella, og er ég viss um að mamma þín, Elín amma, Klara og öll hin munu taka vel á móti þér. Ég bið Guð að blessa pabba þinn, Hjört, syn- ina og fjölskyldur þeirra og styrkja þau í sorginni. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með einu af þeim versum sem Elín amma var vön að fara með fyrir okk- ur: Vertu yfir og allt um kring í eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Steinvör Bjarnadóttir og fjölskylda. Skammt er stórra högga á milli. Í dag kveðjum við Ellu frænku okkar aðeins 57 ára að aldri. Nýlega fylgd- um við til grafar Mumma bróður okk- ar. Þau tvö elstu af okkar kynslóð hafa nú kvatt þetta jarðlíf og gengið í heim þeirra sem á undan eru farnir. Mæður okkar voru systur og mjög nánar. Þannig var Ella eins konar stóra systir okkar systkinanna. Hún var einkabarn foreldra sinna og var mikill samgangur á milli fjölskyldn- anna. Ella var gull af manni og ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd. Hún gaf lítilli frænku sem hún leit eftir, fal- lega jólakjóla í mörg ár og íbúð henn- ar og Hjartar var griðastaður þegar lesið var til stúdentsprófs og næði vantaði. Í mörg ár hafði Ella barist við syk- ursýki og hafði sjúkdómurinn farið illa með líkama hennar, en þrátt fyrir það var stutt í dillandi hlátur og gam- ansemi. Ella var með myndarlegri húsmæðrum sem hægt er að hugsa sér og ávallt var góðgæti á boðstól- um. Hún sá um heilu veislurnar og töfraði fram kræsingar engu líkar. Börnin fengu ávallt allt það besta og ef Ella hefði snúið sér að kennslu hefði hún orðið frábær kennari. Drengjunum sínum var hún frábær móðir, ávallt vakandi fyrir velferð þeirra. Barnabörnunum þremur er mikil eftirsjá að missa af því að alast ekki upp í skjóli ömmu sinnar en þau voru hennar stolt og prýði síðustu ár. Einn af mörgum hæfileikum Ellu voru hæfileikar sjáandans. Það var sem partur af lífi hennar að skynja eitt og annað sem við hin komum ekki auga á. Mæður okkar sem dóu með stuttu millibili sendu henni strauma sem hún skynjaði sterkt og var sátt með. Vitneskjan um góða nærveru systranna var henni góð tilfinning. Hún ræddi um nærveru þeirra eins og þegar kæra gesti bar að garði. Nú er hún komin til þeirra og við vitum að ef hún fær nokkru um það ráðið mun hún líta til með okkur frænkum sínum. Elsku Binni, Hjörtur, Binni yngri, Benni og fjölskyldur. Ykkar missir er mikill. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um Ellu lifir í hjörtum okkar. Eva og Elín Vilhelmsdætur. Mín kæra frænka og vinkona Ella er látin eftir löng og erfið veikindi. Öllu þessu mótlæti tók hún með miklu æðruleysi. Við Ella vorum saman alla okkar skólagöngu, og átti ég því láni að fagna að vera heimagangur hjá henn- ar yndislegu foreldrum. Svo tók alvara lífsins við, og Hjört- ur kom inn í líf hennar, og hefur hann verið hennar stoð og stytta frá fyrsta degi. Alltaf var gaman að koma til þeirra þar sem mikið var spaugað og hlegið. Frænka mín hjálpaði mér og mín- um á erfiðu tímabili í lífi okkar, með sínum kærleika og hlýju, og erum við henni þakklát fyrir það. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Megi algóður Guð styrkja Brynjólf eldri, Hjört, Benedikt, Brynjólf, tengdadætur og barnabörn í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Kveðja, Steinunn Unnur Pálsdóttir. Lífsblóm Elínar, frænku okkar, eða Ellu eins og hún var jafnan köll- uð, er nú fallið. Ella var einstök manneskja og því okkur mikils virði að hafa fengið að kynnast henni. Hún var einstaklega hjartahlý og góð manneskja sem lét fjölskyldu sína alltaf í forgang. Heimili hennar var alltaf öllum opið og það var einstak- lega gott að sækja hana heim. Þegar við horfum til baka er svo margt sem við gætum tekið okkur til fyrirmynd- ar frá henni. Minningar frá aðfangadagskvöld- um hjá móðurömmu okkar og afa koma í hugann því að allajafna kom Ella þangað um kvöldið ásamt fjöl- skyldu sinni og foreldrum. Þar var ætíð mannmargt og skemmtilegt. Sumar okkar nutu þess að hafa verið í pössun hjá henni sem börn og kynntust þá gjafmildi hennar og góð- mennsku. Eins áttum við skemmti- legar stundir á miðilsfundum heima hjá henni þar sem var oft mikið hleg- ið og léttur andi yfir. Móðir hennar og amma okkar voru systur og alla tíð mjög nánar. Þannig tengdust fjölskyldur okkar sterkum böndum sem því miður dofnuðu eftir að þær létust. Engu að síður höfðum við stöðugar spurnir af fjölskyldun- um þrátt fyrir aldrei hafi neitt orðið úr heimsóknunum til Ellu sem stóðu alltaf til. Það kennir okkur að draga ekki hlutina á langinn. Við eigum þó ótal góðar minningar um hana sem eru okkur nú svo kærar. Ella hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða í gegnum árin sem var henni miskunnarlaus. Heilsu hennar hafði stöðugt hrakað síðustu árin en samt sem áður bjuggumst við ekki við að kallið kæmi svo skjótt. Fjöl- skyldan hennar hefur misst mikið. Við sendum Hirti, sonum þeirra og fjölskyldum og Brynjólfi, föður henn- ar, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Árný, Hrönn, Klara og Una Dögg. Ég hef þekkt Ellu frá því ég man fyrst eftir mér. Við sögðum stundum að við hefðum orðið vinkonur strax í barnavögnum þegar við kölluðumst á yfir lóðamörkin, en húsin okkar stóðu hlið við hlið í Sigtúninu. Bernska mín og æska eru nátengdar Ellu og for- eldrum hennar, Pöllu og Binna. Þessi litla fjölskylda var með eindæmum samheldin og aldrei man ég eftir að Ella væri skilin eftir heima ef foreldr- arnir fóru af bæ. Foreldrar okkar voru meðal frumbýlinga í Sigtúninu sem þá var rétt á mörkum íbúðar- byggðar í borginni. Við vorum svo heppnar að alast upp í borg en þó með ívafi sveitarinnar þar sem svínabú var hinum megin við götuna og í Laugardalnum, þar sem nú eru íþróttamannvirki, voru þá bóndabæir með kýr á beit og miklu fuglalífi. Þetta var okkar leikvangur ásamt myndastyttunum hans Ásmundar Sveinssonar. Við höfðum ríkt ímyndunarafl og vorum oft uppátektasamar, jafnvel svo að eitt sinn hótaði Binni að flengja okkur, þegar við höfðum „strippað“ alla túlípanana í garðinum hjá þeim og þurfti þó talsvert til að reita Binna til reiði. Á heimili litlu fjölskyldunnar í Sig- túninu var alltaf mjög gestkvæmt, enda húsráðendur mjög gestrisnir og hjálpsamir og Palla gegndi oftar en ekki hlutverki hárgreiðslukonu og snyrtifræðings fyrir vini og ná- granna. Við vinkonur Ellu nutum þeirra forréttinda að vera oft og ein- att boðnar í bíltúra með fjölskyldunni og þá keypti Binni gjarnan ís handa okkur eða eitthvert annað góðgæti. Bernskan og æskan liðu hratt en minningarnar eru góðar og alltaf var Ella sú sem maður gat leitað til með vandamálin, meðal annars sá hún um hárgreiðslu okkar vinkvennanna þegar mikið stóð til. Sambandið minnkaði með árunum en ég minnist góðra stunda með Ellu, Hirti og sonunum á ferðalagi innan- lands og eins þegar við fjölskyldan heimsóttum þau á suðurströnd Frakklands þar sem þau voru í sum- arleyfi í hópi stórfjölskyldunnar og áttum með þeim eftirminnilega viku. Í þeirri ferð sá ég best hve Ella og Hjörtur voru samhent í öllu, gestris- in og greiðvikin. Þegar ég frétti af alvarlegum veik- indum Ellu fyrir um ári síðan hófst seinni þátturinn í vináttu okkar. Við tókum upp þráðinn að nýju, þó það væri að þessu sinni við sjúkrabeð hennar. Við rifjuðum upp bernskuna og æskuna og skemmtum okkur kon- unglega við þá upprifjun. Það var rétt eins og öll árin sem liðin voru síð- an væru horfin og við aftur orðnar bara Ella og Dedda eins og í gamla daga. Við ræddum líka eilífðarmálin, því Ella trúði einlæglega á líf eftir dauð- ann og var mikil áhugamanneskja um spíritisma. Ella sýndi mikla hetjulund og æðruleysi í sínu erfiða veikindastríði, hún var jákvæð og bjartsýn, þrátt fyrir marga ósigra en fáa sigra. Mér finnst ég hafa öðlast meiri þroska og aðra sýn á lífið við að fylgjast með Ellu í þeirri baráttu og sjá hvernig hún tókst á við sína erfiðleika. Ég kveð nú kæra vinkonu í þeirri vissu að hún hefur nú fengið sönnun fyrir framhaldslífi. Hirti, Binna son- unum og tengdadætrunum votta ég samúð mína en veit að minningin um kærleiksríka móður, eiginkonu, dótt- ur og tengdamóður lifir áfram með þeim og verður þeim huggun og styrkur í sorginni. Kristín Snorradóttir (Dedda). Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér. (Úr 23. Davíðssálmi.) Í dag er Ella Brynjólfs, eins og hún var nefnd í okkar hópi, kvödd hinstu kveðju. Margs er að minnast eftir löng kynni. Fyrr á árum vorum við ná- grannar í Safamýrinni og var þá stutt að skreppa á milli til að ræða málin og hlæja. Ella átti marga góða eig- inleika. Einn þeirra var hjálpsemin, sem ekki síst börnin í fjölskyldunni nutu. Alltaf hafði Ella tíma til að gæta lítilla sálna ef illa stóð á hjá ELÍN B. BRYNJÓLFSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar/sendanda (vinnusíma og heimasíma). Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.