Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 53
píanói sem hljómaði um allt húsið þegar á það var leikið. Þannig gerðist nú það að ég fór að leggja eyrun við stórkostlegum og taktföstum hljóma- höggum sem heyrðust alveg inn í mitt herbergi nokkrum hæðum fyrir neð- an íbúðina þar sem Rögnvaldur og þau áttu heima. Þetta var upphafið á Wandererfantasíu Schuberts. Það var fyrsta klassíska músíkin sem ég heyrði á ævinni. Og viti menn! Kom ekki út fyrir nokkrum árum á geisla- diski leikur Rögnvalds á þessu verki og var upptakan einmitt gerð eftir þessar sömu æfingar og ég heyrði á hverjum morgni í marga mánuði. Og lái mér hver sem vill að mér finnst vænst um þessa túlkun Rögnvalds á Wanderarfantasíunni af öllum túlk- unum sem ég þekki. Kannski er það bara tilviljun en staðreynd er það eigi að síður að Schubert er mér nú kær- astur tónskálda. En ég segi hér þessa litlu sögu til að minna á það að mann- lífið er mikill örlagavefur; eitthvað sem einn maður aðhefst getur haft óútreiknanleg áhrif á aðra menn. Það er nú eitt af því sem gerir lífið svona æsispennandi. Sem sagt: Með þess- um geisladiski get ég hvenær sem er rifjað upp þá örlagaríku „tilviljun“ hvernig ég uppgötvaði mesta og oft eina gleðigjafann sem ég þekki í líf- inu: tónlistina. Og ég er sammála Schopenhauer um það að einungis tónlistin geti opnað glufur inn í æðri heima og hafið manninn upp yfir tak- markanir sínar og þjáningar. Það má því ekki minna vera en ég þakki kær- lega fyrir mig nú þegar komið er að ævilokum hjá Rögnvaldi. Og það er reyndar dálítið fleira. Það er varla ofmælt að heimili Rögn- valds og Helgu hafi verið mitt annað heimili í heilan áratug þegar ég var barn og unglingur og eftir það hafði ég lengi mikil kynni. Þarna opnuðust mér ekki aðeins dyrnar að list og menningu heldur líka að samkennd og skilningi sem skiptir enn meira máli en öll heimsins dýra list. Þetta voru erfið unglingsár og stundum fannst mér hvergi skjól að finna nema hjá þessari fjölskyldu. Þar lögðust all- ir á eitt með uppörvun og vingjarn- leik, ekki síst Helga og Rögnvaldur sjálfur en andi hans ríkti yfir öllu í stóru og smáu. En nú er þetta orðin liðin tíð. Og þó. Vináttan við Geir og Þór hefur haldist öll þessi ár þó að oft hafi verið vík milli vina. Ég votta þeim og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Sigurður Þór Guðjónsson. Það gustaði af Rögnvaldi Sigur- jónssyni, aldursforseta í starfsliði Nýja tónlistarskólans. Eldmóður hans hafði mikil áhrif á unga nem- endur, upprennandi píanóleikara sem vildu læra hjá honum og engum öðr- um. Hann kenndi við skólann nánast frá stofnun hans og vann frábært starf allt til dauðadags. Rögnvaldur var fordómalaus og síungur hvort sem um var að ræða tónlist eða dag- leg málefni. Hann treysti nemendum sínum til að glíma við krefjandi verk- efni, frá hinum ýmsu tímabilum tón- listarsögunnar, og miðlaði þeim ríku- lega af reynslu listamannsins og heimsborgarans. Rögnvaldur var óvenju hreinskilinn maður og lét skoðanir sínar í ljósi tæpitungulaust en var þó ávallt nærgætinn. Hann gat leiðbeint okkur hinum en hlustaði ávallt á það sem aðrir höfðu fram að færa. Hann var lífsglaður samkvæm- ismaður. Stundum sátum við hjá hon- um langt fram á nætur og töluðum saman – ekkert endilega um gömlu góðu dagana eða um gömlu meistar- ana sem voru honum kærir. Á árshátíð tónlistarskólanna á höf- uðborgarsvæðinu, 20. febrúar sl., dansaði hann tango við Sigrúnu skólastjórann okkar við undirleik Rússíbananna og gaf unga fólkinu ekkert eftir. Hann kenndi við skólann 27. febrúar og 28. febrúar hafði hann kvatt þennan heim. Með Rögnvaldi er genginn einn merkasti tónlistarmað- ur þjóðarinnar, mikill höfðingi og sannur félagi. Það var mikil gæfa að fá að kynnast Rögnvaldi Sigurjóns- syni og Helgu konu hans sem lést fyr- ir rúmum tveimur árum. Við þökkum samfylgdina. Samkennarar við Nýja tónlistarskólann. Nú er Rögnvaldur horfinn af stóra sviðinu, einn litríkasti listamaður sinnar kynslóðar hefur kvatt fyrir- varalaust. Líklega hefur almættið verið orðið úrkula vonar um að Rögn- valdur yrði nokkurn tíma gamall maður. Við sjáum á eftir píanósnill- ingnum sem var í fararbroddi kyn- slóðar er gjörbreytti tónlistarlands- laginu á Íslandi. Með honum er genginn stórbrotinn eldhugi sem réðst til atlögu við mörg helstu stór- virki píanóbókmenntanna og sýndi okkur að þetta var líka hægt á Ís- landi. Flugeldasýningunni er lokið í bili. Það er fátæklegra um að litast að þeim Helgu og Rögnvaldi gengnum en það eru líka forréttindi að hafa átt þau að vinum, þessar leiftrandi skemmtilegu og næmu manneskjur sem þau voru. Að vera samvistum við þau var eins og að ferðast á fyrsta far- rými, svo frjó var lífsnautn þeirra og húmorísk sýnin á tilveruna ómót- stæðileg. Og þau voru örlát á vináttu sína. Þegar Víkingur fór að venja komur sínar á tónleikapallinn voru stuðningur þeirra og hvatningarorð ómetanleg. Í haust hafði staðið til að Rögnvald- ur kæmi „í snarl“ á Kjartansgötuna en eitthvað þótti honum dragast á langinn með heimboðið. Og eitt kvöld- ið hringdi síminn: „Sæl Svana, þetta er Rögnvaldur, þið eruð alltaf að tala um að kalla í mig heim en gerið svo ekkert í því, ég held að það sé bara sniðugra að þið komið til mín í Álf- heimana“. Og þar sátum við í dýrð- legri veislu seint í september með Rögnvaldi og fjölskyldu hans. Rögn- valdur bauð Víkingi inn í músíkher- bergið þar sem farið var vítt og breitt um píanóheima alla, yngri maðurinn hafði margs að spyrja og sagði á eftir: „Það er ekki til það verk sem hann hefur ekki spilað á tónleikum, þetta er ótrúlegt.“ Þegar leið að heimferð settist Rögnvaldur við flygilinn og lék fyrir okkur lítið lag, hárómantíska ballöðu sem hann hafði samið sautján ára gamall. Óþolinmóður tíminn buktaði sig og beygði fyrir listamanninum og dró sig í hlé á meðan hendingarnar sem á sínum tíma báru í sér fyrirheit um ævintýrin miklu með Helgu og pí- anóinu hljómuðu í stofunni. Nú minn- umst við þeirra með söknuði og vott- um sonum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Svana, Ólafur og börn. Á sjötta áratugnum gengur lítil stúlka inn í Þrúðvang við Laufásveg- inn þar sem þá var Tónlistarskólinn í Reykjavík. Hún er að fara í inntöku- próf á píanó. Í innsta herberginu á fyrstu hæð sitja nokkrir kennarar og hlusta á prófið og skólastjórinn Árni Kristjánsson spyr ljúflega nokkurra spurninga. Stúlkan fær skólavist og kennarinn hennar heitir Rögnvaldur Sigurjónsson. Í þrettán ár eiga þau eftir að hittast reglulega nemandinn og kennarinn að undanskildu einu ári þegar hann er fjarverandi vegna dval- ar erlendis. Í öll þessi ári leiðbeinir hann nemandanum af þolinmæði og alúð, minnir stundum á að hún megi nú aðeins æfa meira eða gleðst yfir framförum sem hafa orðið. Hann styður nemanda sinn til lokaprófs og hún lýkur píanókennaraprófi frá skól- anum. Alltaf með traustri leiðsögn kennarans í þeim stóru verkefnum sem þá voru komin til meðferðar. Þegar ég minnist nú míns kæra kennara í gegnum öll þessi ár er mér efst í huga sú ljúfmennska sem hann ávallt sýndi. Hann kryddaði kennsl- una með skemmtilegum sögum og brá aldrei skapi hvernig sem honum líkaði frammistaðan. Það var ekki síð- ur eftirminnilegt og ánægjulegt að kynnast Helgu Egilson eiginkonu Rögnvaldar. Hún var mikil handa- vinnukona og heimili þeirra yndislega hlýlegt. Árið 2001 urðum við Rögnvaldur fyrir þeirri þungu reynslu að missa bæði maka okkar. Ekki hafði kenn- arinn gleymt nemanda sínum. Hann hafði oft samband og vildi vita hvern- ig gengi. Hlýjan ávallt í fyrirrúmi. Ég votta sonum hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Rögnvaldar. Sigríður Sveinsdóttir, fyrrv. formaður Félags tónlistarskólakennara. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 53 Matreiðslumeistar- inn Tryggvi Jónsson, heiðursfélagi í Félagi matreiðslumanna, er fallinn frá. Eftir að Tryggvi lauk sveinsprófi 1950 fór hann fljótlega að vinna að félagsmálum og var kosinn í stjórn FM 1957 og var stjórnarmaður þar, að árinu 1960 undanskildu til 1972, þar af sem formaður félagsins á árunum 1968 til 1972. Hann var í fararbroddi við stofnun Lífeyrissjóðs matreiðslumanna 1968 og var formaður stjórnar sjóðsins frá stofnun og þar til hann var samein- aður Lífeyrissjóði framreiðslumanna og Lífeyrissjóði rafiðnaðarmanna í TRYGGVI JÓNSSON ✝ Tryggvi Jónssonfæddist í Brekku, Aðaldal í S-Þingeyj- arsýslu 10. mars 1924. Hann lést í Sól- túni í Reykjavík 2. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjarkirkju 10. mars. Lífeyrissjóðinn Lífiðn árið 1996. Tryggvi kom að kennslu matsveina á fiskiskipum hjá Hótel- og veitingaskólanum bæði í Sjómannaskólan- um og á Hótel Esju í um þrjá áratugi. Þá var hann fulltrúi félagsins í skólanefnd Hótel- og veitingaskóla Íslands um tíma. Leiðir okkar Tryggva lágu fyrst saman þegar ég fór í matsveinanám seint á sjöunda áratugn- um og hann var þar kennari. Síðar tengdumst við inn í sömu fjölskyldu gegnum konurnar okkar. Þegar stofnun Matvæla- og veitingasam- bands Íslands var á dagskrá 1995 óskaði Tryggvi okkur góðs gengis og sagði mér fá því að þetta hefði verið reynt um 1969 en því miður ekki gengið. Ég minnist Tryggva sem fundarstjóra á flestum aðal- og fé- lagsfundum FM sem ég sótti fram til ársins 1990. Hann hafði mikið traust á meðal félagsmanna og ekki minnist maður þess að um hann eða hans störf í þágu félagsins hafi verið deilt. Fyrir hönd Félags matreiðslu- manna og MATVÍS vil ég þakka Tryggva fyrir öll hans góðu störf í þágu félagsins og votta aðstandend- um hans mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Níels S. Olgeirsson. Móðurbróðir minn, Tryggvi Jóns- son, hefur kvatt þessa jarðvist, en hann er fjórði af níu börnum Mar- grétar og Jóns í Brekku í Aðaldal sem kveður. Það er sárt og erfitt að lifa þegar makinn hefur kvatt, eig- inkona og vinur í hálfa öld, líf Ásu og Tryggva var samofið, samtvinnað og því ætti ekki að koma á óvart, þótt hann fagnaði nú för á hennar fund. Það gerum við líka, þótt trega- blandnar tilfinningar bærist í brjóst- um fjölskyldu og vina. Ása og Tryggvi voru vinir mínir, vinabönd rofna ekki þótt veikindi og síðan önnur tilvera taki við. Minning- arnar halda áfram að lifa, verða hluti af daglegu lífi, hugurinn leitar til góðra stunda, stundum með söknuði, en fyrst og fremst með gleði og þakk- læti fyrir vináttu og elsku sem lifir með minningunni. María Elínborg Ingvadóttir. Ástkær móðir mín, dóttir, systir og amma, FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR, Laufrima 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 12. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kattavinafélag Íslands. Gunnar Björn Gunnarsson, Signý Sveinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Katrín Gunnarsdóttir, Róbert Dagur Gunnarsson og Andrea Sif Gunnarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR KOLBEINSDÓTTUR, Víðihvammi 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Rósa Björk Ásgeirsdóttir, Ingvar Ásgeirsson, ömmubörn og langömmubarn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför vinkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, UNU KRISTÍNAR GEORGSDÓTTUR, Baugsstöðum, Stokkseyrarhreppi. Guðmundur Eggertsson, Páll Siggeirsson, Svanborg Siggeirsdóttir, Pétur Ágústsson, Elín Siggeirsdóttir, Konráð Ásgrímsson, Þórarinn Siggeirsson, Ólafía Guðmundsdóttir, Guðný Siggeirsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HLYNUR JÚLÍUSSON, Þórðarsveig 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 12. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Júlíus Hlynsson, Hulda Gunnarsdóttir, Helga Hlynsdóttir, Hlynur Grétarsson, Sævar Arnarson, Ingibjörg Gestsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður okkar, mágs og frænda, GÍSLA ÁSMUNDSSONAR, Álandi 13, Reykjavík. Alfa Hjálmarsdóttir, Áslaug Ásmundsdóttir, Stefán O. Magnússon, Ingveldur Ásmundsdóttir, Garðar Viborg, Kristín Jónsdóttir og systkinabörn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.