Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 39 AÐ undanförnu hefur verið nokkur umfjöllun í fjölmiðlum um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga. Tilefnið er sam- antekt sem ASÍ hefur látið vinna. Þar sem umfjöllunin hefur að hluta til einkennst af misskilningi og rangfærslum er nauðsynlegt að skýra málið nánar. Af hálfu forsvars- manna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) og ríkissjóðs er vel fylgst með breyt- ingum á lífeyr- isskuldbindingum sjóðanna og um leið á þeirri ábyrgð sem hvílir á ríkissjóði og einstökum launa- greiðendum vegna skuldbindinga þeirra. Ítarlega er greint frá þessu í ársreikningum lífeyrissjóð- anna og í ríkisreikningi. Þá hafa LSR og LH látið vinna áætlun um það hvernig þessar skuldbind- ingar koma til greiðslu á næstu árum og áratugum. Upplýsingar um þær ættu því hvorki að hafa komið forsvarsmönnum ASÍ né öðrum á óvart. Skuldbindingar Í greinargerð ASÍ segir m.a: „Skuldir umfram eignir, sem falla að óbreyttu á ríki og sveitarfélög, eru hvorki meira né minna en 317 milljarðar króna í árslok 2002 eða um 51%. Til samanburðar má geta þess að þetta eru ríflega 40% af landsframleiðslu. Hver Íslend- ingur skuldar þannig ríflega 1 milljón króna vegna þessa rétt- inda.“ Nauðsynlegt er að gera margvíslegar athugasemdir við þessa framsetningu. Til þess að hafa fjárhæðina sem hæsta lætur skýrsluhöfundur ekki duga að tilgreina þá skuldbind- ingu, sem nú þegar hvílir á lífeyr- issjóðunum, vegna réttinda sem sjóðfélagar hafa áunnið sér. Jafn- framt er bætt við fjárhæð sem svarar til skuldbindinga sem munu myndast í framtíðinni. Í til- felli B-deildar LSR og LH er þarna bætt við skuldbindingum sem áætlað er að muni falla á sjóðina vegna greiðslu til þeirra til ársins 2040 og koma til útborg- unar til ársins 2070. Þessi fjárhæð er síðan tekin og borin saman við landsframleiðslu í dag. Í greinargerð ASÍ er fjallað ít- arlega um skuldbindingar LSR og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hins vegar yfirsést skýrsluhöfundi að fjölmargir aðrir launagreiðendur en ríkissjóður hafa greitt iðgjald fyrir starfsmenn sína til sjóðsins. Þó svo að ríkið sé stærsti ábyrgð- araðili skuldbindinga LSR, eru fjölmargir aðrir launagreiðendur í ábyrgð vegna greiðslna til sjóðs- ins fyrir starfsmenn sína. Þetta á m.a. við um sveitarfélög, sjálfs- eignarstofnanir, félagasamtök og stéttarfélög. Meðal launagreið- enda, sem greitt hafa iðgjöld til LSR fyrir starfsmenn sína og bera að hluta til ábyrgð á skuld- bindingum vegna þeirra er ASÍ. Í greinargerð ASÍ eru þær hins vegar tilgreindar sem skuldbind- ingar ríkissjóðs. Varasamt er að tilgreina út- reikninga tryggingafræðinga á áföllnum og framtíðarskuldbind- ingum vegna iðgjaldagreiðslna í lífeyrissjóð sem skuld ríkissjóðs, sem jafnað er á landsmenn. Ef reikna á hve stór hluti þeirrar „skuldar“ kemur til greiðslu þarf að taka fleiri atriði til skoðunar. Ríkið á eftir að fá skatttekjur af þessum lífeyrisgreiðslum. Þá hafa greiðslur frá lífeyrissjóðum áhrif til lækkunar á greiðslur frá Tryggingastofnun. Það sem ríki og sveitarfélög þurfa því í reynd að greiða vegna þessara skuld- bindinga er mun lægri fjárhæð en tryggingafræðilegt mat á skuld- bindingum segir til um. Áhrif launahækkana Í greinargerð ASÍ er vakin at- hygli á miklum hækkunum sem orðið hafa á skuldbindingum líf- eyrissjóða opinberra starfsmanna á undanförnum árum. Hér verður á engan hátt reynt að gera lítið úr þessum áhrifum. Vægi dagvinnulauna opinberra starfs- manna í heild- arlaunum hefur auk- ist mikið á síðustu árum. Þetta hefur haft veruleg áhrif á skuldbindingar LSR, LH og annarra lífeyr- issjóða opinberra starfsmanna og full ástæða er til að vekja athygli á þeim. Hins vegar er umfjöllun í greinargerð ASÍ um þetta atriði með þeim hætti að jaðrar við rangfærslur. ASÍ reiknar út og leggur áherslu á að launahækkun um 1% kosti 6% í launakostnaði. Launa- hækkun um 1% hækkar laun sem því nemur til frambúðar. Áhrif launahækkana koma hins vegar bara einu sinni fram í skuldbind- ingum lífeyrissjóðanna. Fullyrðing í greinargerð ASÍ um þetta efni er því ekki rétt. Þá skoðar ASÍ sérstaklega breytingar á áföllnum skuldbind- ingum B-deildar LSR síðustu fimm ár. Þar er talið „sérstaklega athyglisvert“ að 90% af aukningu á þeim megi rekja til launahækk- ana á tímabilinu. Þetta er hins vegar eðlilegt í ljósi þess að hér er um að ræða sjóð, sem á sér langa sögu, með marga lífeyr- isþega, en tiltölulega fáa ið- gjaldagreiðendur vegna þess að honum hefur verið lokað fyrir nýj- um sjóðfélögum. Þá er í greinargerð ASÍ sagt að 1% launahækkun hafi engin áhrif á áfallinn lífeyrisrétt hjá almennu lífeyrissjóðunum. Erfitt er að sjá að þessa fullyrðingu standast. Áfallinn lífeyrisréttur hjá almennu lífeyrissjóðunum er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs. Launahækkun hefur óbein áhrif á vísitöluna og þannig á áfallinn líf- eyrisrétt hjá almennu sjóðunum. Hækkun lífeyrisréttinda Meginefni greinargerðar ASÍ er umfjöllun um miklar hækkanir á skuldbindingum lífeyrissjóða op- inberra starfsmanna á und- anförnum árum. Þessar hækkanir eru mikið áhyggjuefni og er um- fjöllun um þær eðlileg. Hins vegar verða menn að fara varlega í allri umfjöllun hér um. Skuldbindingar lífeyrissjóða opinberra starfs- manna eru lífeyrisréttindi þess fólks sem starfað hefur í opinberri þjónustu. Þegar nefndar eru fjár- hæðir um skuldbindingar B- deildar LSR eða LH er búið að reikna í eina fjárhæð ógreidd líf- eyrisréttindi vegna iðgjalda til sjóðanna á liðnum áratugum. Í sumum tilfellum ná þessar greiðslur aftur til fyrri hluta síð- ustu aldar. Eins og ASÍ leggur málið upp hefur til viðbótar verið bætt fjárhæð vegna skuldbind- inga, sem að óbreyttu mun bætast við vegna iðgjalda nokkra næstu áratugi. Lífeyrisréttindi hafa verið órjúfanlegur hluti heildarkjara hjá opinberum starfsmönnum. Í mörgum tilfellum hafa þeir fengið lægri laun en ella vegna betri líf- eyrisréttinda. Þeir sjóðfélagar sem nú taka lífeyri frá B-deild LSR eða LH hafa fengið veru- legar hækkanir á lífeyris- greiðslum á undanförnum árum. Jafnframt hefur áunninn réttur hækkað hjá þeim sem ekki eru byrjaðir að taka lífeyri. Á starfs- tíma sínum í opinberri þjónustu áunnu þeir sér réttindi sem reikn- ast sem hlutfall af dagvinnulaun- um. Sumir þeirra töldu sig hlunn- farna hér á árum áður þegar aukagreiðslur hvers konar, m.a. jafnaðar yfirvinnugreiðslur, voru orðnar stór hluti dagvinnulauna. Slíkar greiðslur reiknuðust ekki inn í lífeyrisrétt þeirra. Þetta fólk lítur á hækkanir á skuldbind- ingum á síðustu árum sem leið- réttingu á ákveðnu misrétti. Það er hin hliðin á málinu. Breytingar á réttindakerfi lífeyris hjá opinberum starfsmönnum Lífeyrissjóðum má almennt skipta í tvo flokka, gegnumstreymissjóði og söfnunarsjóði. Í gegn- umstreymissjóðum eru lífeyr- isgreiðslur greiddar með iðgjöld- um dagsins í dag eða sköttum. Þetta kerfi er við lýði víða í Evr- ópu. Söfnunarsjóðir eru hins veg- ar þannig uppbyggðir að hver kynslóð safnar upp sjóði til að standa straum af lífeyrisrétti sín- um. Gott dæmi um gegnumstreym- iskerfi er almannatryggingakerfið á Íslandi. Greiðslur almanna- trygginga eru fjármagnaðar með sköttum. Vissulega væri hægt að reikna út skuldbindingar sem hvíla á ríkissjóði vegna greiðslna sem falla munu á Trygg- ingastofnun í framtíðinni vegna ógreidds ellilífeyris, örorkulífeyris o.fl. Út úr því dæmi kæmi veru- lega há fjárhæð, hvort sem hún yrði skoðuð í heild eða dreift sem skuld á alla landsmenn. Lífeyriskerfi opinberra starfs- manna var byggt upp að hluta til sem gegnumstreymiskerfi og að hluta til sem söfnunarkerfi. Það hefur aldrei verið miðað við að B- deild LSR og LH geti staðið und- ir skuldbindingum sínum með uppsöfnuðum eignum. Þessum sjóðum hefur hins vegar verið lok- að fyrir nýjum sjóðfélögum. Allir nýir sjóðfélagar greiða nú iðgjald til A-deildar LSR sem er að fullu fjármögnuð með samtíma- iðgjöldum. Það kerfi lífeyrisrétt- inda sem til umfjöllunar er í greinargerð ASÍ er því á und- anhaldi. Eftir sem áður stendur að fram til 1997 greiddu allir sjóðfélagar í LSR og LH til lífeyrissjóðs sem ekki var nema að hluta til byggð- ur á sjóðsöfnun. Jafnframt var þeim sjóðfélögum sem þá þegar voru í sjóðunum gefin kostur á að vera í óbreyttu réttindakerfi. For- svarsmenn ríkissjóðs hafa haft um tvo kosti að velja um hvernig loka megi þessum eldri réttindakerfum opinberra starfsmanna. Annað hvort að greiða hluta af lífeyr- isgreiðslum þegar þær falla til, eða hefja nú þegar greiðslur til sjóðanna umfram lögbundin ið- gjöld. Forsvarsmenn ríkissjóðs hafa valið seinni kostinn og greitt umtalsverðar fjárhæðir inn á skuldbindingar ríkissjóðs á síð- ustu árum. Lífeyrissjóðunum er þannig betur gert kleift að standa við skuldbindingar sínar í framtíð- inni. Fyrir ríkissjóð þýðir þetta flýtingu á greiðslum sem eru óumflýjanlegar. Með því hafa for- svarsmenn ríkissjóðs sýnt mikla framsýni. Lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga Eftir Hauk Hafsteinsson ’Forsvarsmenn rík-issjóðs hafa haft um tvo kosti að velja um hvernig loka megi þessum eldri rétt- indakerfum opinberra starfsmanna.‘ Haukur Hafsteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri LSR og LH. boðar því nn hefur venna og eirra sem legra inn- boðar um- arkslauna „mildara“ spænskir undan að danliðinna etra sam- a España ista fyrir ramhald á því einnig m. Áfram iptum og ðar nýttir lækka og reina þeg- ars vegar. þjóðernis- n og jafn- r á þeim í þótt þær oy kveðst ngi Spán- jamenn í hnattræna hryðjuverkastríðsins“ sem George W. Bush lýsti yfir eftir árásirnar 11. september 2001. Rajoy hefur í kosningabaráttunni lagt áherslu á stöðugleika og árang- urinn í efnahagsmálum sem hlýtur að teljast umtalsverður. Atvinnu- leysið sem var um 23% árið 1996 mælist nú um 11%. Á síðustu þrem- ur árum hafa fjögur af hverjum tíu nýjum störfum í Evrópusamband- inu orðið til á Spáni. Hagvöxturinn á Spáni er yfir meðaltali í ríkjum ESB. Hallinn á ríkissjóði er horfinn og laun eru nú að meðaltali 84% þess sem tíðkast í ESB-ríkjum en voru 78% þess árið 1995. Þjóðernissinnar í lykilstöðu? Skoðanakannanir sem birst hafa í vikunni gefa til kynna að Þjóðar- flokkurinn nái eða verði mjög nærri því að halda meirihluta sínum á þingi en þar sitja 350 menn í neðri deildinni sem er miðstöð hins póli- tíska valds samkvæmt stjórnarskrá Spánar. Verði Þjóðarflokkurinn eft- ir sem áður stærstur flokka en án meirihluta mun Rajoy þurfa að leita til þjóðernissinna eftir stuðningi líkt og forveri hans gerði 1996. Erfitt er að segja til um þá stöðu sem þá kæmi upp en hún færi mjög eftir því hversu nærri flokkurinn væri 176 manna markinu sem tryggir hreinan meirihluta. Sjálfur hefur Rajoy gagnrýnt þjóðernis- sinna harðlega á undanliðnum dög- um og m.a. fullyrt að flokkar þeirra séu án stefnu og lítt fallnir til að tryggja stöðugleika. Athygli hafa vakið eindregnar yfirlýsingar Raj- oys þess efnis að ekki komi til greina að semja við þjóðernissinna. Vera kann að þær endurspegli sigurvissu hans. Engu að síður kann Rajoy að neyðast til að leita samninga við þjóðernissinna. Þá verður sveigjan- leika þörf sem aftur fæli í sér frá- hvarf frá stefnu Aznars sem síðustu fjögur ár hefur reynst með öllu óhagganlegur og gjörsamlega and- vígur því að nokkuð verði gefið eftir gagnvart kröfum flokka þjóðernis- sinna. Á Spáni eru þeir stjórnmála- skýrendur auðfundnir sem halda því fram að ósveigjanleiki Aznars í þessu efni hafi orðið til þess að kveikja nýja elda í samfélaginu sem kunni að leiða til aukins óstöðug- leika þegar til lengri tíma er litið. Kampavínsveisla íhaldsins Í valdatíð Aznars hafa Spánverjar skipulega unnið að því að auka veg þjóðarinnar innan Evrópusam- bandsins og á vettvangi alþjóða- stofnana. Þar hafa þeir náð eftir- tektarverðum árangri. Þá hafa samskipti við ríki í Suður-Ameríku verið aukin á grundvelli sameigin- legrar tungu og mótandi menning- aráhrifa Spánverja í þessum heims- hluta. „Spánn er kampavínsflaska og hana var verið að opna rétt í þessu,“ sagði Ana Palacio utanríkisráðherra í viðtali við tímaritið Time á dögun- um. Undir þessi ummæli má um margt taka. Spánn hefur tekið mikl- um breytingum á síðustu átta árum og vitanlega má deila um ágæti þeirra umskipta á margvíslegum forsendum. José María Aznar, maður sem er íhaldssamur á flestum sviðum og af- ar mörgum þótti ekki líklegur til af- reka, hefur þar farið fremstur í flokki. Og eftir kosningarnar á sunnudag bætist sá litlausi í sögu- legan þungavigtarflokk spænskra stjórnmálamanna þar sem fyrir er Felipe González. nn kveður Reuters muni leita eftir háum embættum á vettvangi alþjóðlegra stofnana. asv@mbl.is Reuters sjálfsstjórnar í borginni San Sebastian í Baska- ami Þjóðarflokkur Baska (PNV) verið ráðandi í Flokkurinn hefur nú sjö fulltrúa á þinginu í klega í kosningunum á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.