Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 11 ÍSLENSKIR lögreglumenn sem sér- hæfa sig í samningum þegar sér- sveit lögreglu er kölluð út eru með þeim bestu í heiminum, að sögn sér- fræðings bandarísku Alríkislögregl- unnar, FBI, sem unnið hefur að þjálfun hópsins undanfarna viku. Samningamennirnir íslensku eru hluti af víkingasveitinni og þeirra hlutverk er að tala við menn sem t.d. taka gísla, hóta öðrum með vopnum eða hyggjast frema sjálfsvíg, segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Þeirra hlutverk er að gera allt sem hægt er til að málin fái friðsama lausn. Liane McCarthy er fulltrúi FBI og sérhæfir sig í samningaviðræðum af þessu tagi. Hún hefur kennt samn- ingatækni hjá lögregluliðum víða um heim, og var hér á landi und- anfarna viku til að vinna að þjálfun tíu manna hóps lögreglumanna úr sérsveit lögreglu. McCarthy segir að ekki þurfi að gera annað en að líta á tölur frá Bandaríkjunum til að skynja mik- ilvægi samningamanna lögreglu, en þar leysast um 86% mála þar sem til þeirra kasta kemur án þess að vald- beitingar gerist þörf. Sérfræðingur lögreglunnar hér á landi segir ekki til tölur um slíkt hér á landi, en segir 86% eflaust mjög nærri lagi. Býður sig fram sem gísl hérlendis McCarthy segir samningamenn lögreglunnar hér á landi sérlega færa, og segir brosandi að hún hafi boðið þeim að gerast gísl hér á landi hvenær sem þeim henti. „Þeir vinna mjög gott starf, og helga sig starf- inu. Kynna sér mál víða að, reyna að sjá hvert mál í víðu samhengi. Þetta er alls ekki auðvelt starf.“ Meðal þess sem McCarthy segir að farið hafi verið í með íslensku sérsveitarmönnunum er hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkum, gíslatökum í bönkum og öðru sem hefur enn ekki komið upp hér á landi. „Maður vill þjálfa fólk til að geta tekist á við það versta. Maður vill vera tilbúinn ef til þess kemur. Það er ekki góð hugmynd að þjálfa sig aðeins í að bregðast við að- stæðum sem þekktar eru hér á landi, það verður að þjálfa menn í öllum aðstæðum,“ segir McCarthy. Stærsti hæfileikinn sem samn- ingamenn þurfa að hafa er að vera góður hlustandi. Einnig þurfa þeir að geta sýnt þeim sem rætt er við hluttekningu, vera mjög þolinmóður og geta hugsað hratt á vettvangi, segir McCarthy. Hvert tilvik einstakt McCarthy segir að í grundvall- aratriðum sé hvert tilvik þar sem samningamaður lögreglu komi að einstakt, en þó séu einstaklingar um allan heim í grunnatriðum eins. „Fólk hefur sömu þarfir, sömu til- finningar og sömu vandamálin. Vandamál milli hjóna, vandamál með börnin, vandamál tengd valdi o.s.frv. Það kemur mér sífellt á óvart hversu mikið við mannfólkið eigum sameiginlegt,“ segir McCarthy. Lögð er höfuðáhersla á að allt starf á vettvangi er samstarf þeirra lögreglumanna sem þar eru. Þó að einn einstaklingur sjái um að ræða við þann sem hefur komist í erfiða aðstöðu hefur hann í rauninni allt liðið á bak við sig. Jafnvel þegar samningaleiðin gengur ekki og lög- reglan þarf að ráðast til inngöngu hefur samningamaðurinn hlutverk, svo í raun má segja að hann hætti ekki að vinna að málinu fyrr en nið- urstaða er komin, hvort sem er með friðsamlegum hætti eða með beit- ingu valds. Sérfræðingur FBI þjálfar samningamenn lögreglunnar á Íslandi Íslenskir samningamenn með þeim bestu í heiminum Morgunblaðið/Júlíus Sigurgeir Arnþórsson, aðalvarðstjóri Ríkislögreglustjóra og yfirmaður samningasveitar, Liane McCarthy, fulltrú FBI, og Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. STOFNUN stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir opnum fyrirlestri föstudaginn 12. mars kl. 12.05–13.15 í Odda stofu 101, um samvinnu sveit- arfélaga í tilefni af meistara- prófsritgerð Róberts Ragnars- sonar um efnið. Róbert hefur lokið BA- og MA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands. Hluta námsins tók hann við Há- skólann í Árósum þar sem hann sérhæfði sig í sveitarstjórnar- málum. Hann er verkefnisstjóri átaks félagsmálaráðherra til eflingar sveitarstjórnarstigs- ins. Samvinna vænlegri kostur en samstarf? Í inngangserindi mun Ró- bert kynna niðurstöður rann- sóknar sinnar á samvinnu sveitarfélaga á Íslandi. Margir telja að sameining sveitarfé- laga sé vænlegri kostur en sam- starf, t.d. í byggðasamlögum, og það hefur verið stefna stjórnvalda að stuðla að sam- einingu á sveitarstjórnarstig- inu. Róbert fer líka yfir reynslu Finna af samstarfi sveitarfé- laga, en þar í landi hefur minni áhersla verið lögð á sameiningu en á hinum Norðurlöndunum. Hann reynir einnig að svara því hversu vænlegur kostur sam- vinna sveitarfélaga sé frá sjón- arhóli lýðræðis, rekstrarhag- kvæmni og þjónustuframboðs. Að loknu erindinu mun Jón Gauti Jónsson, viðskiptafræð- ingur og ráðgjafi hjá ParX-við- skiptaráðgjöf IBM, bregðast stuttlega við niðurstöðum Ró- berts og eftir það gefst tími til fyrirspurna og umræðna. Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Samvinna sveitar- félaga MJÖG mikil velta var á skuldabréfa- markaði í gær og að sögn greining- ardeildar Landsbankans má rekja ástæðuna til frumvarps til breyting- ar á lögum um húsnæðismál sem fé- lagsmálaráðuneytið lagði fram sl. þriðjudag sem og því að vísitala neysluverðs fyrir mars var kynnt í gær. Veltan á skuldabréfamarkaði nam yfir 15 milljörðum króna sem er næstmesta velta með skuldabréf í Kauphöllinni frá upphafi. „Við opnun markaða tók ávöxtunarkrafa hús- og húsnæðisbréfa að lækka og virtist því sem markaðsaðilar hafi túlkað innihald frumvarpsins um húsnæðis- mál á jákvæðan hátt. Klukkutíma fyrir lokun markaða tók ávöxtunar- krafa húsbréfa og lengri húsnæðis- bréfa hins vegar að hækka að nýju sem leiddi til þess að lækkun kröfu fyrripart dags gekk að öllu leyti til baka og meira til,“ segir í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. Tryggir hagkvæmari lán Markmið frumvarpsins til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál er samkvæmt tilkynningu frá félags- málaráðuneytinu að tryggja hag- kvæmari húsnæðislán í gegnum Íbúðalánasjóð með ódýrari fjár- mögnun á almennum lánamarkaði. Þessu markmiði á að ná með end- urskipulagningu á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sem felur í sér að í stað húsbréfa og húsnæðisbréfa verða gefin út íbúðabréf sem kallast munu ÍLS verðbréf, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins. Kerfisbreytingin sem lögð er til í frumvarpinu leiðir til þess að íbúða- lán verði greidd út í peningum og áhrif affalla við sölu verðbréfa verði þar með úr sögunni. Smkv. tillögun- um munu lánin bera vexti í samræmi við ávöxtunarkröfu hverju sinni. Frumvarpið miðar að því að auka seljanleika íbúðabréfa á verðbréfa- markaði en líkur eru á því að ávöxt- unarkrafa fjárfesta lækki vegna þessa. Ef svo verður, getur Íbúða- lánasjóður lækkað vexti á útlánum sínum. Væntingar eru því um að framangreindar breytingar hafi í för með sér lækkun fjármögnunarkostn- aðar lántakenda og dragi úr um- sýslukostnaði Íbúðalánasjóðs, að því er fram kemur í tilkynningu félags- málaráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að íbúðabréf verði verðtryggð jafn- greiðslubréf með fjórum endur- greiðslum á ári. Stefnt er að því að íbúðabréf verði gefin út í fáum flokk- um sem verði opnir allan líftímann og verði stórir og því markaðshæfir á alþjóðlegum markaði. Gert er einnig ráð fyrir því að breytingin geti tekið gildi 1. júlí 2004, en að útboð á íbúðabréfum hefjist eftir 15. apríl 2004. Mikil velta á skuldabréfa- markaði Tengist nýju íbúðalánafrumvarpi ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. hefur hafið sölu á áburði í Noregi og Svíþjóð. Haraldur Haraldsson, stjórnarmaður Áburðarverksmiðj- unnar, segist vera bjartsýnn á að fyr- irtækið nái árangri á þessum mörk- uðum. Áburðurinn kemur frá Eistlandi, en allur rekstur og stærst- ur hluti af sölustarfi fer í gegn um skrifstofu verksmiðjunnar í Gufunesi. Áburðarverksmiðjan hefur sett upp heimasíðu þar sem norskum og sænskum bændum er boðinn áburður undir nafninu Aburdur Agri AS. Þar segir að metnaður fyrirtækisins sé að bjóða bændum í Noregi og Svíþjóð gæðaáburð á góðu verði. Haraldur segir að það sé stórt verkefni að hefja sölu á áburði í Skandinavíu. Hann segist ekki gera ráð fyrir umfangsmikill sölu á þessu ári en stefnan sé að byggja upp góða markaðshlutdeild þar á næstu árum. Lægra verð í Noregi Athygli vekur að talsverður verð- munur er á þeim áburði sem Áburð- arverksmiðjan er að bjóða í Noregi og hér á landi. T.d. kostar tonnið af Fjölgræði 6 sem seldur er á Íslandi 23.448 krónur, en í Noregi kostar sambærilegur áburður 17.271 krónur tonnið eða 36% minna en á Íslandi. Í báðum tilvikum er um að ræða fjöl- kornaáburð. Ef borið er saman verð á fjölkornaáburði við einkornaáburð er verðmunurinn enn meiri eða allt að 60%. Í Evrópu er verðmunurinn á þessum tveimur tegundum almennt 20-30%. Haraldur segir að ekki sé um alveg samskonar vöru að ræða. Hann bend- ir líka á að flutningskostnaður frá Eistlandi til Noregs sé lægri en kostnaður við að flytja áburð til Ís- lands, en allur áburður sem Áburð- arverksmiðjan selur í dag er innflutt- ur. Áburðarverksmiðjan hefur sakað samkeppnisaðila hér á landi að stunda undirboð á norskum áburði í þeim tilgangi að komast inn á mark- aðinn. Haraldur var spurður hvort hann væri ekki að gera það sama í Noregi, en hann vísaði því á bug. Hann væri að selja áburð í Noregi og Svíþjóð með hagnaði. Áburðarverksmiðjan selur áburð í Noregi og Svíþjóð SAMÞYKKT var á stjórnarfundi í Landsvirkjun í gær að leggja 50 millj- ónir króna til Tetra Ísland sem nýtt hlutafé til að leysa vanda fyrirtæk- isins, en eins og fram hefur komið á fyrirtækið í miklum rekstrarerfiðleik- um og er stefnt að lausn þeirra með hlutafjáraukningu og lækkun skulda fyrirtækisins með samkomulagi við lánardrottna þess. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, sagði að samþykkt hefði verið í stjórninni að vinna áfram að þeirri lausn sem uppi hefði verið á vanda fyrirtækisins. Ef allt gengi upp væri Landsvirkjun tilbúin til þess að leggja 50 milljónir í fyrirtækið, en auk eigenda þyrftu helstu lánardrottnar og viðskiptavin- ir, þ.m.t. dómsmálaráðuneytið, einnig að leggja sitt af mörkum. Landsvirkj- un stæði þannig ekki í vegi þess að þetta samkomulag gæti gengið eftir. Eigendur Tetra Ísland eru Orku- veita Reykjavíkur, sem á um 45% hlut í félaginu, Landsvirkjun, um 30%, bandaríska fjarskiptafyrirtækið Mot- orola, tæp 20%, og TölvuMyndir, tæp 5%. Þorsteinn sagði að í raun afskrif- aðist það hlutafé sem lagt hefði verið fram áður miðað við að þetta sam- komulag gengi eftir og eftir hlutafjár- aukninguna mætti gera ráð fyrir að Landsvirkjun ætti tæpan fjórðung í fyrirtækinu. Stjórnarfundur haldinn í Landsvirkjun í gær Tilbúnir að leggja 50 milljónir til Tetra Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.