Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 67 FÓLK  NICK Boyd, einn bandarísku leikmannanna hjá körfuknattleiks- liði Tindastóls, meiddist á ökkla um síðustu helgi og tvísýnt er hvort hann geti spilað með gegn Keflavík í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld. Samkvæmt vef Tindastóls hefur hann ekkert æft með liðinu í vikunni.  AUGUSTAS Strazdas annar af Litháunum í liði HK gat ekki leikið með gegn Haukum í gær. Stradaz meiddist á ökkla í leiknum gegn Val um síðustu helgi.  HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði Hauka, var fjarri góðu gamni þriðja leikinn í röð en nárameiðsli hafa verið að hrjá leikmanninn. Halldór ætti að verða klár í slaginn um næstu helgi en þá taka Haukar á móti Val í toppslag deildarinnar.  ROBERTAS Pauzuolis, stór- skytta Haukaliðsins, gat lítið sem ekkert beitt sér í gær. Hann skaut tveimur skotum á HK-markið og eftir það síðara um miðjan fyrri hálfleik greip hann um öxlina og skokkaði á varamannabekkinn þjáð- ur í öxlinni og kom ekkert meira við sögu í leiknum.  JULIAN Martinez Alman lét í gær af störfum sem körfuknatt- leiksþjálfari hjá Þór á Akureyri, eftir samkomulag þar að lútandi, samkvæmt fréttatilkynningu frá Þór. Lið Þórs hefur lokið keppni í 1. deild karla en Julian þjálfaði einnig tvo yngri flokka og hefur Guðmundur Ævar Oddsson tekið við þeim.  JIANG Tao, 18 ára kínverskur atvinnumaður í knattspyrnu, lést í gær þegar hann varð fyrir eldingu á æfingu með liði sínu, SinChi, í Singapúr. Lífgunartilraunir félaga hans báru engan árangur og sjúkraliðar úrskurðuðu hann látinn þegar þeir komu á vettvang.  CHRISTIAN Vieri, sóknarmaður Inter Mílanó, var í gær úrskurð- aður í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu. Vieri fékk rauða spjaldið fyrir að gefa leikmanni Sochaux olnboga- skot í leik liðanna í síðustu viku. Hann verður því í banni þegar lið hans tekur á móti Benfica í 16-liða úrslitum UEFA-bikarsins í kvöld.  KODJO Afanou, leikmaður Bord- eaux frá Frakklandi, fékk þriggja leikja bann fyrir ofsafengna fram- komu eftir brottrekstur í leik gegn Groclin frá Póllandi í UEFA-bik- arnum í síðustu viku.  ALESSANDRO Del Piero, leik- maður Juventus og ítalska lands- liðsins í knattspyrnu, meiddist á kálfa í leik liðsins gegn Deportivo La Coruna í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld og fór af velli eftir að- eins 7 mínútur. Hann verður líklega frá keppni í minnst einn mánuð, en sams konar meiðsli í haust kostuðu hann sjö vikna fjarveru. HELGI Magnússon, körfu- knattleiksmaður úr KR, var valinn besti leikmaðurinn í úr- slitakeppni South Atlantic há- skóladeildarinnar í Bandaríkj- unum um síðustu helgi. Skóli Helga, Catawba, sigraði þá Newberry í úrslitaleik deild- arinnar, 81:68, en Helgi skor- aði 20 stig í leiknum og tók 10 fráköst. Sigur Catawba var mjög óvæntur þar sem liðið var aðeins metið sem það sjö- unda sterkasta í deildinni og á tímabilinu í heild vann það ein- ungis 12 af 30 leikjum sínum. Með þessu vann Catawba sér þátttökurétt í úrslitakeppni 2. deildar NCAA, bandarísku há- skólakeppninnar. Helgi valinn besti leik- maðurinn LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðs- maður hjá WBA í Englandi, sleit krossband í leik með varaliðinu á móti Aston Villa á mánudags- kvöldið. Í skoðun hjá læknum í gær kom í ljós að fremra kross- band í hægri fæti er slitið og það þýðir að kappinn verður frá æfing- um og keppni í 6–9 mánuði. „Þetta er alveg skelfilegt. Ég var að koma úr meiðslum á vinstri fæti þar sem liðþófi var rifinn og nú þetta,“ sagði Lárus Orri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Lárus Orri sleit krossband í vinstra hné fyrir fjórum árum. „Maður veit svo sem hvað um er að ræða. Ég fer í aðgerð hérna úti eftir þrjár vikur og síðan er bara að bíða og endurhæfa sig. Ætli það sé ekki eitthvað farið að stytt- ast í veru manns hér úti. Ég á þetta ár og næsta eftir af samningi mínum við félagið og fer sjálfsagt að horfa heim á leið,“ sagði Lárus Orri. Hann sagði að vissulega reyndi svona nokkuð á sálartetrið. „Sér- staklega þar sem ég var að koma úr fimm mánaða meiðslum og svo bætist þetta við,“ sagði hann. Leik- urinn með varaliðinu á mánudag- inn var þriðji leikur Lárusar Orra með varaliðinu eftir meiðslin. „Ég var að vona að þetta væri að koma hjá mér, en því miður verð ég nú frá æfingum í hálft ár í það minnsta,“ sagði Lárus Orri. Lárus Orri með slitið krossband Gestirnir frá Hlíðarenda vorusprækari fram í miðjan fyrri hálfleik og góð vörn þeirra gerði sóknarleik heima- manna þunglama- legan. Engu að síð- ur tókst þeim að hanga í Valsmönn- um þangað til á 17. mínútu. Þá var sem allur vindur væri úr Vals- mönnum, sóknarleikur þeirra var ekki sannfærandi þegar Gísli mark- vörður hrökk í gang og varði víta- skot, hraðaupphlaup og úr mörgum opnum færum svo að gestirnir skoruðu ekki mark síðustu 13 mín- úturnar. Fyrstu sjö mínúturnar eftir hlé gekk allt á afturfótunum hjá Gróttu/KR, þrívegis small boltinn í slánni, hraðaupphlaup fór forgörð- um og Pálmar Pétursson í marki Vals varði tvisvar. Slíkt láta Vals- menn ekki bjóða sér tvisvar og jöfnuðu 12:12 með þremur mörk- um. Eftir það var leikurinn í járn- um, oftast hafði Grótta/KR eitt mark í forskot en síðustu mínút- urnar lét Gísli aftur til sín taka og Grótta/KR skreið fram úr. „Þetta var ánægjuleg tilbreyting frá síðustu helgi þegar við töpuðum báðum leikjum okkar enda var ann- aðhvort að vinna þennan leik eða detta alveg út úr baráttunni,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, fyrirliði Gróttu/KR, eftir leikinn. „Við vor- um óöruggir fyrstu mínúturnar og leikur okkar gekk ekki smurt en svo kom þetta, vörnin varð sterk og Gísli fór að verja svo að sigurinn féll okkar megin. Markmiðið var að halda aftur af Markúsi Mána, sem er langhættulegasti leikmaður Vals. Hann raðaði samt inn mörk- um til að byrja með en þegar tekst að loka fyrir hann er hálfur sigur unninn. Við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni og þurftum nú að sanna fyrir áhorfendum og okkur sjálfum að við gætum alveg unnið það og eigum erindi meðal sex efstu liða,“ bætti fyrirliðinn við. Ásamt Gísla voru Magnús Agnar og Konráð Olavson góðir auk þess að Daði Hafþórsson var drjúgur. Valsmenn voru ekki eins brattir. „Ég veit ekki hvort þetta var van- mat en þetta var skelfilegt frá fimmtándu mínútu fyrri hálfleiks,“ sagði Sigurður Eggertsson úr Val eftir leikinn. „Það er eitthvert and- leysi í liðinu, sérstaklega miðað við hvernig okkur hefur gengið í vetur. Það kom aldrei þessi „maskína“ sem hefur komið í undanförnum leikjum.“ Pálmar varði ágætlega í markinu og Heimir Örn Árnason, Markús Máni og Hjalti Gylfason áttu góða spretti. Gísli gaf tóninn GÍSLI Guðmundsson reyndist Val erfiður ljár í þúfu í gærkvöldi þeg- ar hann fór á kostum milli stanganna hjá Gróttu/KR á Seltjarn- arnesinu. Hann hrökk í gang á sama tíma og Valsmenn hrukku úr gír, slepptu frumkvæðinu og máttu elta heimamenn þar til yfir lauk. Það fór því svo að neðsta lið deildarinnar vann það efsta, 23:20, sem sýnir að allra veðra er von í úrvalsdeildinni. Stefán Stefánsson skrifar Framarar byrjuðu leikinn betur,þeir leiddu lengst af fyrri hálf- leiks en ÍR-ingar áttu síðasta orðið fyrir leikhlé og liðin gengu jöfn til hálf- leiks, 16:16. Fram- arar, með Héðin Gilsson í broddi fylkingar, héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Höfðu eins til tveggja marka forskot fram í miðj- an hálfleikinn en þá fundu ÍR-ingar loks varnarafbrigði sem virkaði vel gegn þeim, tóku Héðin föstum tök- um og náðu forystu í leiknum sem þeir héldu til leiksloka. „Við vorum með leikinn í hendi okkar fram eftir öllu en sóknarleik- ur okkar varð óyfirvegaður og varnarleikur okkar var lélegur. Við hleyptum þeim inn í leikinn í stað þess að hamra á þeim og getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór,“ sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, og var heldur ókátur í leikslok. Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, var hins vegar öllu sáttari við niður- stöðuna. „Þetta var í járnum nánast allan leikinn. Við komumst inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks en missum hann síðan aftur frá okkur og náum ekki tökum á honum fyrr en undir lokin. Þetta hefði getað lent hvorum megin sem var. Við vorum að fá alltof mikið af mörkum á okkur, reyndar eins og þeir, og varnarleikur beggja liða var ekki burðugur. Á þessum tímapunkti eru öll liðin í deildinni þreytt, það hefur verið mikið álag,“ sagði Júlíus. Leikurinn var í heildina tekið ágætlega leikinn. Bæði lið reyndu að keyra upp hraðann en greinilegt er að leikmenn voru dálítið þreyttir. „Leikurinn í kvöld var mjög hægur. Framararnir reyndu að halda hrað- anum niðri og það sem ég óttaðist mest var að við dyttum niður í það sama og við gerðum það á tímabili. Okkur tókst hins vegar að breyta því þegar leið á seinni hálfleikinn, þá fórum við að spila á okkar hraða og þá fór þetta að ganga. Ég er sáttur við sigurinn, við getum bet- ur, en það eru tveir punktar í höfn og það skiptir mestu,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR. Einar Hólmgeirsson, Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Gíslason markvörður léku best ÍR-inga í leiknum. Ólafur var sérstaklega mikilvægur á síðustu mínútunum þegar hann hreinlega lokaði mark- inu. Hjá Fram léku þeir Héðinn Gils- son og Stefán Baldvin Stefánsson best. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Hólmgeirsson hjá ÍR og Héðinn Gilsson hjá Fram voru at- kvæðamestir í sínum liðum í gærkvöld. Hér er það Einar sem heldur aftur af Héðni. Góður lokasprettur dugði ÍR til sigurs ÍR-INGAR héldu sér í hópi efstu liða í úrvalsdeild karla í handknatt- leik eftir 36:33 sigur á Fram í Austurbergi í gærkvöldi. Framarar virtust hafa leikinn í hendi sér nær allan leiktímann en síðustu 10 mínútur leiksins bitu ÍR-ingar í skjaldarrendur, bættu varnarleik sinn til muna og innbyrtu tvö mikilvæg stig. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.