Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eftirfarandi grein og athuga- semdum hefur verið synjað um rými í Frímerkjablaðinu. Nýstárlegar kenningar Í 1. tölublaði 3. árgangs Frí- merkjablaðsins birti Þór Þorsteins mjög svo undarlegar kenningar um uppruna og tilgang þeirrar frægu yfirprentunar þrír á fimm aura frímerkið græna. Um þessa yfirprentun, sem fór fram árið 1897, hefur mikið verið fjallað á liðnum hundrað árum, og allir, sem þekkja til íslenzkrar frímerkja- sögu, hafa talið sig vita, að þessi yf- irprentun hafi orðið til vegna hörg- uls á þriggja aura frímerkjum á pósthúsinu í Reykjavík síðsumars 1897. Um það liggja fyrir margs konar heimildir, en misgóðar, eins og við má búast. Engu að síður hafa menn í áranna rás þótzt eygja nokkurn veginn hið rétta í þessu dularfulla máli í póstsögu okkar, þótt aldrei sé fyrir það að synja, að eitthvað nýtt komi fram, þegar að- gangur er veittur að gömlum skjöl- um, sem hafa ekki áður legið á lausu. Það hlýtur þess vegna alltaf að vekja athygli, þegar fram koma heimildir, sem hugsanlega varpa nýju ljósi á frímerkjasögu okkar frá haustinu 1897 og hvað gerðist þá raunverulega bak við tjöldin? Þór Þorsteins er áhugamaður um íslenzka frímerkja- og póst- sögu og hefur kannað margs konar skjöl og skilríki í Þjóðskjalasafni Íslands og einnig í fórum Póstsins. Það starf ber að þakka, því að við íslenzkir frímerkjasafnarar vitum, að enn er víða lítt plægður akur í þessum efnum. Þess vegna hljóta nýjar uppgötvanir á þeim akri að vekja athygli. Nú telur Þór Þor- steins sig hafa fundið nýja lausn á því, hvernig raunverulega stóð á þeirri þörf, sem skyndilega mynd- aðist 1897 fyrir að yfirprenta fimm aura frímerki og gera þau að þriggja aura merkjum. Þetta hlýt- ur að vekja sérstaka athygli allra, sem safna íslenzkum frímerkjum. Þór tekur fram í upphafi greinar sinnar, að „í ýmsum prentuðum greinum og bókum hafi birst upp- lýsingar um þessa útgáfu og ýtar- legast í bók Jóns Aðalsteins Jóns- sonar: Íslenzk frímerki í hundrað ár.“ Hann klykkir svo út með því að segja eftirfarandi: „Í flestum þess- ara greina gætir nokkurs misskiln- ings og rangfærsla, eins og hann segir orðrétt. Ég hlýt að taka þessi ummæli að einhverju leyti til mín, þar sem hann tekur einungis fram bók mína, sem ég samdi fyrir Póst- og símamálastjórnina á sínum tíma. Ég reyndi að sjálfsögðu að rekja sögu yfirprentunarinnar þrír eftir beztu fáanlegum heimildum, bæði áður prentuðum og óprent- uðum, sem ég hafði aðgang að, og á eins hlutlausan og sögulegan hátt og mér var unnt. Ýmislegt nýtt kom fram við athuganir mínar, svo sem lesa má um í bók minni. Af þessu gefna tilefni er rétt að líta nokkru nánar á grein Þórs og at- huga ýmsar fullyrðingar hans. Af sjálfu sér leiðir í öllum sögu- legum ritum, að ýmislegt í þeim getur eitthvað breytzt í áranna rás og þá einkum, þegar nýjar og áður óþekktar heimildir koma fram. En það segir ekki, að misskilnings eða rangfærslna þurfi að gæta í fyrri greinum eða ritum. Þór lætur liggja að því – og með nokkrum drýgindum –, að „vegna nýrra gagna, sem fundist hafi í Þjóðskjalasafni Íslands“ og ýms- um öðrum söfnum sé „nú hægt að leiðrétta margt af því sem áður hefur verið haldið fram“. Ég hef áður talið þörf á að leið- rétta ýmsar ályktanir og fullyrð- ingar Þórs um önnur efni í Frí- merkjablaðinu vegna lesenda þess og tel, að ýmislegt geti eins orkað tvímælis í skilningi hans og fullyrð- ingum um yfirprentunina frá 1897. Hér verður staðar numið að sinni, en framhald þessarar grein- ar birtist í næsta þætti. Yfirprentunin þrír frá 1897 FRÍMERKI Jón Aðalsteinn Jónsson Mágur minn Hilm- ar Hjálmarsson lést hinn 12. feb. síðastlið- inn, langt fyrir aldur fram, aðeins 49 ára gamall. Hilli eins og hann var kallaður kom í fjölskyldu mína árið 1972 þegar hann flutti í forstofuherbergið á Ásabrautinni í Keflavík til Steinu systur, kærustu sinnar og jafn- öldru, þegar þau voru 17 ára göm- ul. Ég var þá ellefu ára og man hvað mér þótti spennandi þegar hann flutti inn með flottu græj- urnar sínar og stóra plötusafnið. Fljótt varð hann eins og einn af fjölskyldunni og hefur verið æ síð- an. Hilli og Steina trúlofuðu sig á aðfangadagskvöld 1973 og er sú stund mér svo minnisstæð þegar þau sátu ung, glæsileg og svo ást- fangin, hún með sitt síða fallega rauða hár og hann með álíka sítt hár eins og tískan hjá strákum var þá, í sófanum í stofunni nýbúin að setja upp hringana í leyni eftir kvöldmatinn að bíða eftir að við hin í fjölskyldunni gerðum okkur grein fyrir hvað hefði gerst. Árið 1974 fluttu þau svo að heiman og hófu sinn búskap í lítilli íbúð á Suðurgötunni og 17. okt. sama ár fæddist þeim til mikillar gleði svo frumburðurinn Þóra Björg eftir langa og erfiða fæðingu á Land- spítalanum í Reykjavík. Hinn 30. apríl 1977 giftu þau sig með pomp og prakt í Keflavík- urkirkju að viðstöddum ættingjum og vinum og var haldin veisla á Víkinni á eftir. Mitt hlutverk í veislunni var að hugsa um litlu frænku, sem þá var um tveggja og hálfs árs gömul, og var það mikið starf því sú litla vildi vera á hlaup- um allan tímann eða þar til hún sofnaði í fanginu á frænku, orðin dauðuppgefin. Um kvöldið var fagnað í fyrstu íbúðinni sem þau keyptu sér á Heiðaveginum með vinahópnum og fékk ég þá að vera með smástund í gleðinni sem stóð langt fram undir morgun, þeim ný- giftu til mikils ama eins og æsku- vinkonur þeirra Imba og Sirrý voru að rifja upp ekki alls fyrir löngu. Síðan liðu árin, Hilli vann við smíðar og spilaði fótbolta af miklum krafti bæði hér heima með Keflavík og einnig úti í Svíþjóð um tíma. Árið 1984, 26. mars, tíu árum eftir fæðingu frumburðarins, eign- uðust Hilli og Steina Hildi Hlíf á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Ég fékk þann heiður að vera viðstödd fæð- ingu hennar og kom það til mest- megnis vegna þess hversu erfið fæðing Þóru Bjargar hafði verið og Steina hafði áhyggjur af því að Hilli myndi guggna á að vera við- staddur ef illa gengi, en svo þegar á hólminn var komið gekk fæð- ingin vel, Hilli stóð eins og hetja við hlið Steinu allan tímann og systirin hékk út um gluggann til að líða ekki út af. Ég gleymi aldrei hve stoltur hann var þar sem hann stóð og horfði á þegar var verið að baða HILMAR HJÁLMARSSON ✝ Hilmar Hjálm-arsson fæddist í Keflavík 1. janúar 1955. Hann lést á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 20. febrúar, í kyrrþey að hans eigin ósk. nýfædda dóttur hans, hann var að rifna. Og ekki var hann síður stoltur rúmu ári seinna, 1. júní 1985, þegar svo prinsinn fæddist á sama sjúkrahúsi, en þá var undirrituð skilin eftir heima að passa stelp- urnar og Hilli var einn viðstaddur. Strákurinn var skírður í höfuðið á pabba sínum, Hilmar Davíð. Hilli var mikill barnakall og það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann um hann með börnunum sínum og þótti þeim gott að kúra uppi í sófa hjá pabba þegar hann var að leggja sig eftir langan vinnudag. Hilli og Steina voru gift í rúm tuttugu ár og var ekki alltaf dans á rósum eins og hjá flestum en þó var það alveg augljóst öllum sem þau þekktu hversu mikla ást þau báru hvort til annars og gátu helst ekki séð hvort af öðru. Þegar Þóra var orðin 18 ára, Hildur 8 og Hilmar 7 greindist móðir þeirra með alvarlegan sjúkdóm sem hún barðist við í sex ár og að lokum varð hennar banamein, aðeins 44 ára. Þessi tími var alveg gífurlega erfiður fyrir fjölskylduna og mikill harmur fyrir þau og alla sem henni unnu þegar hún lést. Því er það tvöfalt reiðarslag fyrir börnin þeirra þegar pabbi þeirra deyr einungis fimm árum seinna. Hilli var hógvær maður, hafði einstaklega stórt hjarta og vildi allt fyrir alla gera. Hann var alltaf fyrstur á staðinn þegar einhvern úr fjölskyldunni vantaði hjálp, reiðubúinn að taka til hendinni. Hann var ekki fyrir mikið umstang sér til handa og var það því lýs- andi á gamlárskvöld, sem við eyddum alltaf saman fjölskyldan meðan Steina lifði, þegar hann hljóp í felur á miðnætti því það mátti ekki gera neitt úr afmælinu hans en hann átti afmæli 1. janúar. Á síðustu árum sínum kynntist Hilli Ástu, en þau hófu sambúð fyrir um tveimur árum og var um það rætt í fjölskyldu okkar hversu ánægð við værum fyrir hans hönd að hann væri búinn að kynnast góðri konu og væri að höndla ham- ingjuna aftur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta Ástu og börnum hennar okkar dýpstu sam- úð. Kæru Helga, Hjalli, Albert, Lís- bet, Gummi og fjölskyldur, þið eig- ið alla okkar samúð þar sem þið standið nú í sömu sporum og við gerðum fyrir fimm árum, við vit- um hversu erfitt þetta er en minn- ingin um Hilla mun ylja ykkur um ókomin ár. Elsku Þóra, Hildur og Hilmar, fallegu börnin þeirra Steinu og Hilla, það er með ólíkindum hversu mikla sorg á að leggja á ykkur á unga aldri en þið eruð svo sterk og dugleg að þið eigið eftir að verða þeim góður vitnisburður um veru þeirra hérna á jörðinni og þið megið vita fyrir víst að þau munu bæði um ókomna framtíð fylgja ykkur, styðja og styrkja. Kæri Hilli, ég vil þakka þér samveruna öll þessi ár frá mér, mömmu og pabba, Togga, Stínu og fjölskyldum okkar. Guð blessi þig og hvíl í friði. Guðrún Karítas Karlsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Málstofa um umferðarmál mið- bæjar Reykjavíkur Í dag, fimmtu- daginn 11. mars, verður haldin mál- stofa í umhverfis- og byggingar- verkfræðiskor Háskóla Íslands, í húsi verkfræðideildar VR-II, Hjarð- arhaga 2-6, í stofu 157, kl. 16.15–18. Erindi halda: Gunnar Ingi Ragn- arsson, verkfræðingur og Jónas Elí- asson, prófessor. Gunnar Ingi er einn af aðalhöf- undum þeirrar umferðarkerf- istillögu sem er í rammatillögu borg- arinnar. Jónas mun kynna þá tillögu sem hann og Hrafnkell Thorlacius hafa sett fram í fjölmiðlum nýlega, en þeir hafa nú útfært hana nánar með hugmynd um áfangaskiptingu. Að lokum framsöguerindunum munu frummælendurnir setjast í pallborð og svara spurningum fund- armanna. Fundarstjóri verður Trausti Vals- son, prófessor. Í DAG Spánsk-íslenska verslunarráðið heldur fund um stjórnmál á Spáni á morgun, föstudaginn 12. mars kl. 16, í fundarsal Verslunarráðs Íslands. Á fundinum verða hvort tveggja rædd stjórnmál samtímans og fyrri daga. Forsætisráðherraefni flokkanna verða til umræðu svo og kosninga- baráttan sem nú stendur yfir. Guðbergur Bergsson rithöfundur flytur framsögu og Ásgeir Sverr- isson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir fréttir frá Spáni. Þátttöku þarf að ská fyrirfram hjá Verslunarráði Íslands, segir í frétta- tilkynningu. Á MORGUN Opin ráðstefna: „Þekking í þágu skógræktar“ verður haldin laug- ardaginn 13. mars kl. 13–18, í stóra sal Ferðafélags Íslands, í Mörkinni 6, í Reykjavík. Erindi halda: Aðalsteinn Sig- urgeirsson, Guðmundur Hall- dórsson, Halldór Sverrisson, Ólafur Eggertsson og Bjarki Þór Kjart- ansson, Brynjar Skúlason, Lárus Heiðarsson, Þröstur Eysteinsson, Bjarki Þór Kjartansson, Adriana Binimelis Saez, Karl S. Gunnarsson og Hrefna Jóhannesdóttir, Arnór Snorrason og Bjarki Þór Kjart- ansson, Hreinn Óskarsson og Sigríð- ur Júlía Brynleifsdóttir. Ráð- stefnustjórar er Jón Loftsson og Vilhjálmur Lúðvíksson. Ráðstefnuna halda Skógræktarfélag Íslands og Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá. Ísbrú: félag fólks sem starfar að fræðslumálum útlendinga/tví- tyngdra heldur aðalfund laugardag- inn 13. mars kl. 13 í íþróttasal Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ragnhildur Zoëga frá Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins mun kynna styrkjaleiðir fyrir kennara, Hulda Karen Daníelsdóttir kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur kynnir sumarnámskeið fyrir fé- lagsmenn og Birna Arnbjörnsdóttir dósent við Háskóla Íslands heldur erindi um hvað hefur áhrif á tungu- málanám fullorðinna. Einnig verður kynning á námsefni í íslensku sem erlendu máli. Á NÆSTUNNI I.O.O.F. 11  1843118  Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Carol og Freddy Filmore tala. Allir velkomnir. Landsst. 6004031119 VII I.O.O.F. 5  1843118  Bk 5h Fimmtudagur 11. mars Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Róbert Condon. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 12. mars Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 15. mars Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19.30. Þriðjudagur 16. mars UNGSAM í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.