Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 43 VARLA hefur umræðan um for- setann og forsætisráðherrann farið fram hjá landsmönnum. Margt er að athuga við þessa umræðu. Óþarflega mikil áhersla hefur til að mynda verið lögð á þá einstaklinga sem nú gegna þessum mik- ilvægu embættum þjóðarinnar. Minna hefur verið fjallað um ólíkt eðli embættanna. Að umræðan hefur verið á persónuplaninu er þó ekki að undra þar sem tildrög henn- ar má rekja til per- sónulegrar óvildar. Horfum til þess hvern- ig þessar persónur veljast til embættanna tveggja. Hvernig veljast forseti og forsætisráðherra til embætta? Til forsetaembættis veljast menn í þjóðarkjöri en í embætti forsætis- ráðherra veljast menn fyrst og fremst í flokksvali þar sem flokks- formenn hafa oftast valist til for- sætisráðherraembætta hér á landi. Forsetaembættið byggist með öðr- um orðum á almennri atkvæða- greiðslu allra kjósenda landsins á meðan forsætisráðherraembættið er fyrst og fremst flokkspólitísk ráðstöfun. Forsetinn er kosinn til embættis beint af þjóðinni í lýð- ræðislegri kosningu en forsætisráð- herrann ekki. Forsætisráðherrann situr í umboði flokks síns og er sem slíkur afsprengi þess fulltrúa- lýðræðis sem við búum við en full- trúalýðræði er með ýmsu móti meðal þjóða eins og kunnugt er. Ólík er lýðræðishefðin Þegar rætt er um þessi tvö embætti er mikilvægt að gera skýran greinarmun á þeirri lýðræðishefð sem liggur að baki. Í þessu sambandi er mikilvægt að átta sig á því að forseti Ís- lands er kosinn í einu eiginlegu þjóð- aratkvæðagreiðslunni sem tíðkast í landinu. Forsætisráðherrann er ekki kjörinn í slíkri kosningu. Og stundum er hann ekki einu sinni kosinn heldur einungis klappaður upp á fundi flokks síns og síðan skipaður í embætti. Það er með öðrum orð- um meginmunur á beinu lýðræði eins og í forsetakosningum og tak- mörkuðu fulltrúalýðræði forset- aráðherrakjörs. Beint lýðræði og fulltrúalýðræði Furðu sætir að í áðurnefndri um- ræðu skuli nær einhliða vegið að beina lýðræðinu og fulltrúalýðræðið lofað eða ekki skoðað og án þess að kostir hvoru tveggja séu ræddir og metnir. Í löndum þar sem lýðræð- ishefðin er sterk eins og hér á landi hafa menn tilhneigingu til að taka fulltrúalýðræðinu sem sjálfgefnu og gleyma að það er í raun ófullkomin en hentug (praktísk) lausn á lýð- ræðisreglunni einn maður eitt at- kvæði. Fulltrúalýðræðið á með öðr- um orðum að tryggja að áðurnefndrar lýðræðisreglu sé gætt og að hún marki eins og kostur er ákvarðanir og framkvæmdir lög- gjafarvalds, dómsvalds og fram- kvæmdavalds. Geri hún það ekki er auðvitað hægt að biðja til guðs en nærtækara er að leita til þjóðkjör- ins forseta sem hefur til þess bæði stjórnarskrárvarða heimild og skyldu að grípa inn í. Birtingarform og leikreglur lýðræðisins Birtingarform lýðræðisins í nútíma þjóðfélagi er ekki og á ekki að vera hafið yfir gagnrýni og umræðu um betri útfærslu í ljósi breyttra sam- félagsforsendna og þróunar. Stað- reyndin er nefnilega sú að sam- félagslegar forsendur breytast vegna eðlilegra þjóðfélagsbreytinga og nútímaþróunar. Formfesting lýðræðislegra leikreglna breytist aftur á móti ekki af sjálfu sér og án þess að henni sé breytt af viðeig- andi stjórnvaldi. Sé ekki nægilega skýrt kveðið á um vald forseta í stjórnarskránni og mið tekið af nú- tíma þjóðfélagi verður að bæta úr því. Sömu sögu er að segja um lýð- réttindin og lýðræðið. Sé eitthvað óskýrt og úrelt í þessum efnum verður að færa það til nútímahorfs. Skýr stjórnarskrárvarin skylda þjóðkjörins forseta Skýr stjórnarskrárvarin skylda þjóðkjörins forseta til að verja rétt allra landsmanna er mikilvægt at- riði og kjarni máls þegar stjórn- arskrárbundið lýðræði okkar Ís- lendinga er rætt. Hér þurfum við að tryggja í væntanlegri endur- skoðun stjórnarskrár lýðveldisins að forsetinn hafi raunverulegt vald til að rétta við hvers kyns lýðræð- ishalla og standa vörð um hags- muni þjóðarinnar án tillits til flokkspólitískra eða annarra sér- hagsmuna. Með upptöku þjóð- aratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál af þessu tagi mætti styrkja lýðræðið og stuðla að auknum hlut forsetaembættisins í því efni. Með skerpingu stjórnarskrárinnar varð- andi þetta atriði mætti m.a. komast hjá því að óprúttnir ráðherrar lítils- virði óátalið forsetann, embætti hans og þjóðina, sem kosið hefur forsetann í beinni kosningu. Það ætti raunar aldrei að líðast að handhafar framkvæmdavalds, sem sitja þar á stóli í skjóli takmarkaðs fulltrúavalds, sniðgangi lýðræðið með neinum hætti. Umræðan um lýðræði og pólitíska landslagið Umræða um lýðræði verður einnig að taka mið af pólitísku landslagi hverju sinni og spyrja má hvernig því sé háttað hér á landi um þessar mundir? Þar stingur auðvitað í aug- un að sami flokkurinn, Sjálfstæð- isflokkurinn, hefur setið samfellt við völd í stórnarráðinu og á Al- þingi vel á annan áratug og raunar haft mikil áhrif á Alþingi og í stjórnarráðinu frá því flokkurinn var stofnaður 1929. Ekki er heldur hægt að horfa framhjá því að þessi flokkur er og hefur verið í löngu samfelldu sjórnarsamstarfi við ann- an öllu eldri en minni flokk, Fram- sóknarflokkinn, sem gegnt hefur lykilhlutverki við stjórnarmyndanir og setið meira eða minna að völd- um á Alþingi og í stjórnarráðinu frá tilkomu fullveldisins 1918. Þess- ir tveir flokkar bera meginábyrgð á útfærslu lýðræðis á Íslandi stóran hluta síðustu aldar og fram á þenn- an dag. Hættan á auknum lýðræðishalla Fræðilega verður því ekki mótmælt að eftir því sem sömu flokkar sitja lengur samfellt við völd eykst hætt- an á lýðræðishalla við ákvarð- anatöku og framkvæmd stjórn- sýslu. Þó að hættan aukist fræðilega kann reyndin þó að vera önnur og í þessari litlu blaðagrein verður ekki gerð tilraun til að færa sönnur á aukinn lýðræðishalla í ís- lenskri stjórnsýslu á undanförnum árum. Það er hins vegar verðugt umhugsunarefni þó ekki væri nema í ljósi atburða undanfarinna vikna í samskiptum þjóðkjörins forseta og forsætisráðherra, sem er yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu, hvort lýðræðisreglunnar sé nægilega vel gætt og hugsanlega betur nú en áð- ur. Það er vafasamt að mínu mati að svo sé og því full ástæða til frek- ari gagnrýni og umfjöllunar í fjöl- miðlum landsins um stjórnsýsluna í landinu lýðræðinu til framdráttar og þjóðinni til hagsbóta. Forsetinn, lýðræðið og stjórnsýslan Hermann Óskarsson ritar um forseta- og forsætis- ráðherraembættin ’Skýr stjórnarskrár-varin skylda þjóðkjörins forseta til að verja rétt allra landsmanna er mikilvægt atriði … ‘ Hermann Óskarsson Höfundur er formaður kjördæmis- ráðs Samfylkingarinnar í Norð- austurkjördæmi og dósent við Háskólann á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.