Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Tryggva-dóttir var fædd á Þórshöfn á Langa- nesi hinn 22. apríl 1920. Hún andaðist á heimili sínu á Þurs- stöðum 27. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Tryggvi Sigfússon og Stefanía Sigur- björg Kristjánsdótt- ir. Guðrún var eitt fjórtán barna þeirra. Guðrún ólst upp með fjölskyldu sinni á Þórshöfn. Hún lærði snemma til verka, líkt og tíðkaðist á þessum árum, þegar lífsbarátt- an var harðari. Hún byrjaði að beita tíu ára gömul og þá iðju tók hún síðan upp um hríð á fullorð- insárum. Guðrún nam við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Upp úr 1940 kom Guðrún sem kaupa- kona að Þursstöðum í Borgarhreppi. Þar kynntist hún eigin- manni sínum Helga Jónasi Helgasyni bónda, f. 5. maí 1906, og á Þursstöðum var staður hennar upp frá því. Þau Helgi eignuðust þrjú börn, en hann andaðist 7. apríl 1983. Elstur barna þeirra er Helgi Jónas, þá Guðrún Magnea, en yngst er Þórunn. Fósturdóttir þeirra er Lilja Bára Gruber. Útför Guðrúnar fór fram frá Borgarkirkju í kyrrþey að hennar ósk 6. mars. Elsku hjartans amma mín, það er víst komið að því erfiða verkefni að kveðja þig. Sviplega varstu tekin frá okkur sem eftir lifum og sá dagur mun seint líða úr minni er frétt barst um andlát þitt. Það kom alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við höfðum talast við daginn áður og virtist þá allt vera í hinu besta lagi en maður veit víst ekki hvernig hlutirnir fara fyrr en eftir á. Það eru forréttindi margra barna að fá að alast upp hjá afa sínum og ömmu. Ég var eitt þeirra barna sem naut slíkra forréttinda. Að fá að búa í sveitinni í allri þeirri fegurð sem þar er: fjöllin, eyjarnar, sjórinn og landið sjálft, er ekki sjálfgefið. Ég kom til þín þriggja vikna gömul og sagðir þú mér síðar meir að þér hafi fundist ég þá svo lítil að þú vissir ekki hvernig ég gæti lifað. En ég dafnaði vel með þinni aðstoð og geri enn þann dag í dag. Man ég marga sumardaga er við börnin komum heim eftir leik okkar að okkar beið alveg ómótstæðileg eggjakaka sem borðuð var með smjöri og miklu magni af rabarbar- asultu. Já, það gerði enginn eins eggjaköku og þú, amma mín. Oft söngst þú okkur systkinin í svefn með þinni hljómfögru röddu og alltaf varst þú góð við okkur. Allt mitt líf þá hefur þú alltaf staðið mér við hlið, al- veg sama á hverju hefur dunið. Þú varst alltaf til staðar. Tilveran á eftir að vera tómleg nú þegar þú ert farin. Eins og segir í einum söngtexta „hún er horfin mér á braut og ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, lifa eða deyja“, eru orð sem lýsa mínum til- finningum þessa dagana. Undanfarin ár voru þér oft erfið og reyndi ég eftir fremsta megni að létta þér lífið á erfiðum stundum. Nú var þessu lokið og við sáum fram á betri daga. Þú varst farin að hlakka til vorsins og ekki síst til ferðar okkar til Rómar í maí. Ég vildi að þú hefðir komist þá ferð því að það var einn af draumum þínum í lífinu að komast þangað. Ég hef ákveðið að fara og vona að þú verðir þrátt fyrir allt mér samferða. Mig langar til að nota tækifærið og þakka þér allt sem þú hefur fyrir mig gert og allar okkar samverustundir sem ég mun geyma í minningunni. Kveðja. Ingunn Björg Arnardóttir. Tengdamóðir mín Guðrún Tryggvadóttir er látin á 84. aldurs- ári. Þegar ég les þessa tölu, 84 ára, í blaðinu geri ég mér grein fyrir fyrir að ég leit aldrei á Guðrúnu sem gamla konu. Hún var fram á síðasta dag full áhuga og atorku og hafði allt- af nóg fyrir stafni og alltaf var hún að skipuleggja einhver verkefni. Þegar við Þórunn fluttum í nýja íbúð í sumar kom Guðrún og saumaði öll gluggatjöld fyrir íbúðina. Það var gaman að fá hana í heimsókn og þá var margt spjallað. Ekki fannst henni þó hæfa að sitja aðgerðarlaus á með- an á spallinu stóð og fann sér þá gjarna eitthvað til að gera, stytta ermar á skyrtunum mínum eða eitt- hvað þess háttar. Svo var gjarnan skroppið á dansleik því Guðrún hafði unun af að dansa. Hún gaf ungu stúlkunum ekkert eftir í dansinum. Það var líka ánægjulegt að heim- sækja hana upp að Þursstöðum. Þar var vel tekið á móti manni. Þó svo að enginn fyrirvari hefði verið á heim- sókninni leið aldrei á löngu áður en hún hafði töfrað fram hlaðborð af kræsingum. Garðurinn var hennar stolt enda var hann fallegur og greinilegt að þar var kunnáttumanneskja á ferð. Núna stuttu fyrir andlátið var hún búin að sá fyrir sumarblómum. Guðrún hafði í mörgu að snúast því hún hafði ákveðið að láta gamlan draum rætast og ferðast til Ítalíu. Þangað ætlaði hún 18. maí næstkom- andi með Ingunni dótturdóttur sinni að heim sækja Markús dótturson sinn. Ekki ætlaði hún þó að stoppa nema í tvær vikur því hún þurfti að sinna garðinum. Hlakkaði hún mjög til ferðarinnar sem hana hafði svo lengi dreymt um. Tilhlökkunin var meiri vegna þess að hún ætlaði að fara með Ingunni sem var henni svo kær og hafði reynst henni svo vel. Guðrún var glæsileg kona og hafði gaman af að klæða sig upp. Hún var að sauma dragt fyrir ferðina en hún saumaði öll sín föt og gerði það af mikilli vandvirkni og smekkvísi. Enginn ræður sínum næturstað, segir einhvers staðar. Guðrún er far- inn í ferðina löngu sem okkar allra bíður. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti í huga fyrir þann tíma sem við áttum og bið henni blessunar Guðs. Nú legg ég augum aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guðbrandur Ingólfsson. Amma dó fyrir aldur fram þrátt fyrir að hún hefði orðið 84 ára næst- komandi apríl. Hún átti ýmislegt eft- ir, til dæmis átti hún eftir að fara til Rómar en hana hafði dreymt um það frá því að hún var ung. Hún ætlaði að láta þann draum rætast eftir rúma tvo mánuði. Amma var mikil barnagæla og þær voru ófáar stundirnar sem ég dvaldi hjá henni í sveitinni alveg frá því að ég var smábarn. Það minnisstæðasta eru ferðirnar sem ég fór með henni út í eyju á sumrin að vitja um netin ásamt ómældu stundunum í garðin- um, en garðyrkja var hennar aðal- áhugamál. Hún hafði sérstaka hæfi- leika að fá hinar ýmsu ólíklegustu plöntur til að lifa, stækka og dafna. Sömu sögu má segja um mannlegu græðlingana sem nutu þeirrar miklu umhyggju og alúðar sem hún hafði. Ég kveð ömmu með miklum söknuði og þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það er sárt að hún sé farin frá okkur svona snemma en minningin um hana lifir áfram. Markús Ingólfur. Elsku amma, voðalega var efitt að frétta að þú værir dáin. Það var alltaf svo gaman hjá okk- ur, við vorum alltaf að hlæja og tala saman. Mér þykir alltaf vænt um þig, ég sá að þér leið stundum illa. Nú líður þér betur, amma mín. Elsku góði Guð, viltu passa ömmu mína og láta henni líða vel. Þitt barnabarn, Astrid Rún. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir.) Nóttin er komin að Guðrúnu Tryggvadóttur húsfreyju á Þursstöð- um í Borgarbyggð. Hún lést í svefni á heimili sínu hinn 27. febrúar sl., tæp- lega 84 ára að aldri. Þegar ég nú sest niður til þess að minnast þessarar heiðurskonu er mér vandi á höndum. Ég þarf að láta það koma fram hve okkur systkinun- um frá Trönu var hlýtt til hennar, og hve mikið við eigum henni að þakka. Guðrún á Þursstöðum og heimili hennar eru samofin mörgum af okk- ar bestu æskuminningum. Minning- ar þessar fossa fram og vilja komast á blaðið. Hér verða þó aðeins fáein orð að leiðarlokum. Á heimili Guðrúnar og Helga, móð- urbróður okkar, var hin mesta rausn og gestrisni. Húsfreyjan annaðist sitt hlutverk með glæsibrag. Mikið og gott vinfengi og frænd- semi var á milli foreldra okkar og Þursstaðaheimilisins. Á hverju hausti fengum við systkinin að dvelja þar í tvo daga og fara til berja. Okkur var þá tekið tveim höndum og jafnan síðan. Guðrún stjanaði við okkur og borð svignuðu. Helgi ræddi mest um fjallferðir og kindur við okkur bræð- urna því það var hans hjartans mál. Þegar við stálpuðumst fékk hann okkur til að herma eftir ýmsum kon- um og körlum og honum sjálfum. Þá var oft kátt í höllinni. Helgi var af þeirri kynslóðinni sem ekki var tamt að tala um tilfinningar sínar. Þó var auðfundið að hann var mjög stoltur af störfum húsfreyjunn- ar. Guðrún sýndi okkur í búrið sitt. Því gleymir enginn, því allar hillur og kirnur voru fullar af mat og öllu rað- að vel og vandlega. Hún sauð mikið niður, gerði saft og sultur og mig skortir algerlega þekkingu til að lýsa því nánar. Ég man bara eftir fullu búrinu og Guðrúnu brosandi að skýra þetta allt fyrir okkur. Hún var líka mikil hannyrða- og saumakona og var sístarfandi. Fyrir allmörgum árum vann hún GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis- maður, afi og langafi, SIGURPÁLL AÐALGEIRSSON, Baðsvöllum 19, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Ólafur Sigurpálsson, Rúnar Geir Sigurpálsson, Ingunn Sigurpálsdóttir, Fernando Sabido, Erla Sigurpálsdóttir, Vigdís Ámundadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, Jörundarholti 1a, áður til heimilis á Garðabraut 4, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 12. mars kl. 14.00. Sveinn Einarsson, Guðmundur Einarsson, Jónína Sigurbjörg Einarsdóttir, Ævar Gunnlaugsson, Sævar Rúnar Einarsson, Sigríður Sigurvaldadóttir, Baldvin Einarsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Smiðshúsum, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 13. mars kl. 14.00. Hilmar Andrésson, Guðný Sigurðardóttir, Óðinn Andersen, Gísli Stefánsson, Björn Hilmarsson, R. Brynja Sverrisdóttir, Úlfhildur Hilmarsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Kolbrún Hilmarsdóttir, Magnús Gíslason, Aldís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ARNFRÍÐUR HELGADÓTTIR, dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, lést þriðjudaginn 9. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Haraldsdóttir, Ragnar Jóhannesson, Ingvar Haraldsson, Ásrún Aðalsteinsdóttir, Sigríður Björg Haraldsdóttir, Þorsteinn Friðriksson, Haraldur Ö. Haraldsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Hjörleifur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN BJÖRN ÓLAFSSON múrarameistari, Ólafsvegi 2, Ólafsfirði, sem lést sunnudaginn 29. febrúar, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Sóley Stefánsdóttir, Guðmundur Oddsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Þorsteinn Geirsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Sunna Guðmundsdóttir, Ívar Sigurjónsson og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.