Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 23 Keflavík | Starfsbikar Keflavíkur, ungmenna- og íþróttafélags, kom í hlut Hildar Kristjánsdóttur. Á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á dögunum afhenti Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, Hildi bikarinn og þakkaði henni gott starf í þágu félagsins. Fram kom að Hildur hefur starfað sjö ár í stjórn Keflavíkur og lagt í störfum sínum mikla áherslu á for- varnir. Hún stóð meðal annars fyrir fræðsluátaki um fíkniefni og starfar mikið með foreldrafélögunum. Ýmsar aðrar viðurkenningar voru veittar á fundinum. Nú var í fyrsta skipti afhent silfurmerki Keflavíkur en þau hljóta menn fyrir tíu ára stjórnarstörf fyrir félagið. Þeir sem fengu merkin nú hafa starfað í stjórn frá stofnun félagsins, árið 1994. Silfurmerkin voru veitt Einari Haraldssyni, Kára Gunnlaugssyni og Birni Ingibergssyni en þeir eru allir úr aðalstjórn og Jónasi Þor- steinssyni úr badmintondeild. Einnig fengu fjórir félagsmenn bronsmerki sem veitt eru fyrir fimm ára störf við stjórnun. Þau komu í hlut Sveins Adolfssonar úr að- alstjórn, Guðsveins Ólafs Gestssonar úr körfuknattleiksdeild, Heimis Sig- ursveinssonar úr sunddeild og Dag- bjartar Ýr Gylfadóttur úr badmin- tondeild. Á fundinum fengu tveir for- ystumenn úr Keflavík, ungmenna- og íþróttafélagi, starfsmerki Ung- mennafélags Íslands. Það voru þau Rúnar Arnarson úr knattspyrnu- deild og Árni Pálsson úr skotdeild. Einar Haraldsson var endurkjör- inn formaður félagsins sem og öll stjórnin.    Hildur með starfsbikarinn. Fékk starfsbikar Keflavíkur Njarðvík | Keppni nemenda úr sjö- unda bekk í sex grunnskólum á Suðurnesjum lauk á lokahátíð í Ytri-Njarðvíkurkirkju í gær. Tólf kepptu til úrslita og sigraði Bjarni Benediktsson, nemandi úr Holta- skóla. Skólar á Suðurnesjum tóku nú þátt í Stóru upplestrarkeppninni í sjöunda sinn. Að þessu sinni tóku sex skólar á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar þátt en það eru Njarðvíkurskóli, Holtaskóli, Heiðarskóli og Myllu- bakkaskóli í Reykjanesbæ, Grunn- skóli Sandgerðis og Stóru- Vogaskóli í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Fram kom í máli Eiríks Her- mannssonar fræðslustjóra á lokahátíðinni að keppnin hefði staðið frá því í október, á Degi ís- lenskrar tungu. Fyrst fóru fram bekkjakeppnir innan skólanna, síð- an skólakeppni í stærri skólunum og loks voru valdir tveir fulltrúar frá hverjum skóla til að taka þátt í úrslitakeppninni. Keppendurnir tólf lásu kafla úr skáldsögu og tvö ljóð, annað að eigin vali. Þeir stilltu sér upp til myndatöku í lok athafnarinnar. Sérstök dómnefnd valdi bestu upp- lesarana. Bjarni Benediktsson úr Holtaskóla, sem varð efstur, er fyrir miðju á fremsta bekk á myndinni, á milli Bjarna Reys Guðmundssonar úr Heiðarskóla sem varð annar og Elsu Dóru Hreinsdóttur úr Myllubakkaskóla sem varð þriðja. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf þremur efstu peningaverðlaun og Edda-miðlun gaf öllum keppend- unum bækur. Nemendur úr sjöunda bekk sem eru í námi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léku við athöfn- ina. Meðal annars var frumflutt lag sem Áki Ásgeirsson samdi sér- staklega af þessu tilefni. Verkið var flutt af hljómsveit sem sér- staklega var mynduð til flutnings þess.Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Bestu upplesar- arnir verðlaunaðir Mótmæla kröfum | Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps lýsir furðu sinni á kröfum Óbyggð- arnefndar um þjóðlendur á Suðvest- urlandi. Kemur það fram í samþykkt frá síðasta hreppsnefndarfundi. Jafnframt er mótmælt þeim hreppa- mörkum sem notuð eru við kröfu- gerðina, en þar er ekki gert ráð fyrir óvissu um mörk Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.