Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 23

Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 23 Keflavík | Starfsbikar Keflavíkur, ungmenna- og íþróttafélags, kom í hlut Hildar Kristjánsdóttur. Á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á dögunum afhenti Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, Hildi bikarinn og þakkaði henni gott starf í þágu félagsins. Fram kom að Hildur hefur starfað sjö ár í stjórn Keflavíkur og lagt í störfum sínum mikla áherslu á for- varnir. Hún stóð meðal annars fyrir fræðsluátaki um fíkniefni og starfar mikið með foreldrafélögunum. Ýmsar aðrar viðurkenningar voru veittar á fundinum. Nú var í fyrsta skipti afhent silfurmerki Keflavíkur en þau hljóta menn fyrir tíu ára stjórnarstörf fyrir félagið. Þeir sem fengu merkin nú hafa starfað í stjórn frá stofnun félagsins, árið 1994. Silfurmerkin voru veitt Einari Haraldssyni, Kára Gunnlaugssyni og Birni Ingibergssyni en þeir eru allir úr aðalstjórn og Jónasi Þor- steinssyni úr badmintondeild. Einnig fengu fjórir félagsmenn bronsmerki sem veitt eru fyrir fimm ára störf við stjórnun. Þau komu í hlut Sveins Adolfssonar úr að- alstjórn, Guðsveins Ólafs Gestssonar úr körfuknattleiksdeild, Heimis Sig- ursveinssonar úr sunddeild og Dag- bjartar Ýr Gylfadóttur úr badmin- tondeild. Á fundinum fengu tveir for- ystumenn úr Keflavík, ungmenna- og íþróttafélagi, starfsmerki Ung- mennafélags Íslands. Það voru þau Rúnar Arnarson úr knattspyrnu- deild og Árni Pálsson úr skotdeild. Einar Haraldsson var endurkjör- inn formaður félagsins sem og öll stjórnin.    Hildur með starfsbikarinn. Fékk starfsbikar Keflavíkur Njarðvík | Keppni nemenda úr sjö- unda bekk í sex grunnskólum á Suðurnesjum lauk á lokahátíð í Ytri-Njarðvíkurkirkju í gær. Tólf kepptu til úrslita og sigraði Bjarni Benediktsson, nemandi úr Holta- skóla. Skólar á Suðurnesjum tóku nú þátt í Stóru upplestrarkeppninni í sjöunda sinn. Að þessu sinni tóku sex skólar á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar þátt en það eru Njarðvíkurskóli, Holtaskóli, Heiðarskóli og Myllu- bakkaskóli í Reykjanesbæ, Grunn- skóli Sandgerðis og Stóru- Vogaskóli í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Fram kom í máli Eiríks Her- mannssonar fræðslustjóra á lokahátíðinni að keppnin hefði staðið frá því í október, á Degi ís- lenskrar tungu. Fyrst fóru fram bekkjakeppnir innan skólanna, síð- an skólakeppni í stærri skólunum og loks voru valdir tveir fulltrúar frá hverjum skóla til að taka þátt í úrslitakeppninni. Keppendurnir tólf lásu kafla úr skáldsögu og tvö ljóð, annað að eigin vali. Þeir stilltu sér upp til myndatöku í lok athafnarinnar. Sérstök dómnefnd valdi bestu upp- lesarana. Bjarni Benediktsson úr Holtaskóla, sem varð efstur, er fyrir miðju á fremsta bekk á myndinni, á milli Bjarna Reys Guðmundssonar úr Heiðarskóla sem varð annar og Elsu Dóru Hreinsdóttur úr Myllubakkaskóla sem varð þriðja. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf þremur efstu peningaverðlaun og Edda-miðlun gaf öllum keppend- unum bækur. Nemendur úr sjöunda bekk sem eru í námi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léku við athöfn- ina. Meðal annars var frumflutt lag sem Áki Ásgeirsson samdi sér- staklega af þessu tilefni. Verkið var flutt af hljómsveit sem sér- staklega var mynduð til flutnings þess.Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Bestu upplesar- arnir verðlaunaðir Mótmæla kröfum | Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps lýsir furðu sinni á kröfum Óbyggð- arnefndar um þjóðlendur á Suðvest- urlandi. Kemur það fram í samþykkt frá síðasta hreppsnefndarfundi. Jafnframt er mótmælt þeim hreppa- mörkum sem notuð eru við kröfu- gerðina, en þar er ekki gert ráð fyrir óvissu um mörk Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.