Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 64
ÍÞRÓTTIR 64 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er þeirrar skoðunar að enska úrvalsdeildin sé sterk- asta deildakeppnin í Evrópu og hafi skotist fram úr deildunum á Spáni og Ítalíu. „Ég man að fyrir um tíu árum voru flestir sammála um að A- deildin á Ítalíu væri sú sterkasta í álfunni. Síðan komst spænska deildin upp að hlið þeirri ítölsku hvað styrkleika varðar en núna finnst mér enska úrvalsdeildin hafa náð þeim og sé að ná yfirhönd- inni sem sterkasta deildin. Þó svo að Manchester United hafi fallið úr leik í Meistaradeildinni er ekki nema sanngjarnt að segja að United, Chelsea og Arsenal hafi bætt sig og tekið fram- förum með hverju árinu. England er eftirsóttasta landið fyrir bestu leikmenn Evrópu til að spila í og ef litið er á topp framherjanna í mörgum ensku úrvalsdeildarliðunum þá koma þeir erlend- is frá,“ segir Wenger í viðtali við London Even- ing Standard. Enska deildin sú sterkasta í Evrópu GRAEME Souness knattspyrnustjóri enska úr- valsdeildarliðsins Blackburn Rovers hefur bannað fleiri keppnisferðir til útlanda en ráðist var á einn leikmann liðsins í æfingaferð þess á La Manga á Spáni í síðustu viku. Vandræðin voru ekki af sama toga og hjá Leicester, þar sem þrír leikmenn sitja enn á bak við lás og slá í fangelsi á Spáni sakaðir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þremur konum, heldur var ráðist á Nils-Eric Johnsson varn- armann liðsins þar sem reynt var að stela far- síma hans. „Fleiri svona ferðir verða ekki farnar hjá Blackburn á meðan ég er við stjórnvölinn. Þeg- ar leikmenn eru margir saman í hóp er alltaf hætta fyrir hendi að þeir verði fyrir áreitni fólks,“ segir Souness. Souness bannar fleiri keppnisferðir FÓLK  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3 mörk, 2 þeirra úr vítaköstum, þegar Ciudad Real vann Altea, 27:20, á úti- velli í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Barcelona vann Portland, 35:29, þar sem Carlos Ort- ega skoraði 8 mörk fyrir Barcelona og Sven Lakenmacher 7 fyrir Port- land. Ciudad er með 40 stig, Barce- lona 35, Portland og Ademar Leon 33 stig hvort.  RAGNAR Óskarsson skoraði 3 mörk fyrir Dunkerque sem vann Sél- estat, 33:24, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Dunkerq- ue komst með sigrinum í þriðja sætið með 42 stig en fyrir ofan eru Mont- pellier með 49 stig og Créteil með 43.  ADRIAN Mutu rúmenski fram- herjinn hjá Chelsea hvetur kollega sinn, Jimmy Floyd Hasselbaink, til að vera um kyrrt hjá Chelsea á næstu leiktíð en Hasselbaink sagði í viðtali við hollenska sjónvarpið í vikunni að hann vildi komast í burtu frá Lund- únaliðinu. Hasselbaink er ósáttur við að fá ekki að spila meira en Claudio Ranieri hefur verið gjarn á að stokka upp framlínu liðsins milli leikja.  MUTU segir í viðtali við London Evening Standard; „Jimmy er mjög góður leikmaður og ég vona innilega að hann falli frá þeirri ósk sinni að komast í burtu. Mér finnst eðlilegt að Ranieri geri breytingar enda leik- mannahópurinn stór.“  JUAN Sebastian Veron, argent- ínski miðjumaðurinn í liði Chelsea, sem ekkert hefur getað leiki með Lundúnaliðinu síðan í byrjun nóvem- ber, er sagður á góðum batavegi. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, vonast til að geta notið krafta Verons á lokaspretti tímabils- ins en hann er væntanlegur til Eng- lands frá Argentínu í lok vikunnar þar sem hann hefur verið í læknis- meðferð.  BANDARÍKJAMAÐURINN Dar- on Rahlves varð hlutskarpastur í bruni á heimsbikarmóti í Sestriere á Ítalíu í gær. Austuríkismaðurinn Fritz Strobl varð annar og Stephan Ebertharter þriðji en hann hefur þegar tryggt sér heimsbikarinn í bruni. Eberharter er annar í heild- arstigakeppninni á eftir Herman Maier, sem lenti í 18. sæti í bruninu. KA byrjaði ágætlega, skoraði tvöfyrstu mörkin og vörnin var mjög framliggjandi og hreyfanleg. Stjarnan brá á það óvænta ráð að taka Arnór Atlason og Jónatan Magnússon fljótlega úr umferð og riðlaðist leikur heimamanna veru- lega. Blíðlyndi berserkurinn Magnús Stefánsson, kenndur við Fagraskóg, var þá settur inn á og stimplaði sig fljótt inn í leikinn. Hins vegar urðu KA-menn fyrir áfalli þegar Árni Björn Þórarinsson haltraði af velli eftir að hafa skorað fallegt mark og kom ekki aftur inn á. Staðan í leikhléi var 16:12 og ekki öll nótt úti enn hjá gestunum. Í seinni hálfleik rifu KA-menn sig 6 mörkum frá Stjörnunni og komust í 21:15 og síðan 29:23 þegar 9 mínútur voru eftir og fæstir sem bjuggust við mikilli mótspyrnu Stjörnunnar eftir það. Þá spýttu Garðbæingar sannar- lega í lófana og skoruðu fjögur mörk í röð á rúmlega 3 mínútum og staðan skyndilega 29:27. Þá skoraði Arnór mikilvægt mark fyrir KA auk þess sem Kekelia var rekinn út af fyrir að hanga í honum. Stjarnan svaraði með marki en missti annan mann út af og var það dýrkeypt. Engu að síður héldu leikmenn Stjörnunnar áfram að bíta frá sér, Arnar Theodórsson skoraði lagleg mörk eftir gegnum- brot og Arnar Jón Agnarsson minnk- aði muninn í 31:30 þegar hálf mínúta var eftir. Einar Logi Friðjónsson skellti sér síðan í gegnum vörn Stjörnunnar og gulltryggði sigur KA. Leikurinn var ekkert sérlega áferðarfallegur en býsna spennandi í lokin. Andrius Stelmokas var bestur KA-manna og skoraði 10 mörk og Arnór Atlason sýndi stundum hvað hann á auðvelt með að skora með fjöl- breyttum stíl. Sævar Árnason átti prýðilegan leik og á góðum degi er hann enn besti vinstri hornamaður liðsins. Einar Logi og Jónatan Magn- ússon skiluðu sínu þokkalega. Hjá Stjörnunni voru Bjarni og Kekelia at- kvæðamestir en Arnar Theodórsson og Björn Friðriksson sýndu ágæt til- þrif, svo og Guðmundur Karl Geirs- son í markinu í seinni hálfleik. Stjarnan beit frá sér í lokin KA fékk Stjörnuna í heimsókn í gærkvöld og bjuggust flestir við þægilegum og öruggum sigri heimamanna enda gengi lið- anna ólíkt. Úrvalsdeildin virðist vera nokkuð tvískipt; KA meðal fjögurra liða í efri hlutanum og Stjarnan meðal hinna fjögurra í neðri hlutanum. Heimamenn leiddu vissulega allan leikinn en gestirnir bitu hraustlega frá sér í lokin og voru ekki fjarri því að jafna. Úrslitin urðu 32:30. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Það eru fjölmörg spurningar-merki í sambandi við þessa keppni. Það hafa nokkir „jókerar“ komið inn í spilin hjá liðunum að undan- förnu og spurning hversu miklu þeir geta breytt. Mér finnst þetta í raun skelfilegt og óheppilegt fyrir körfuna hér á landi. Ég vildi sjá þetta einhvern veginn allt öðruvísi. Við verðum að setja meira traust og trú á herðar ís- lenskra leikmanna, sem geta þá ráð- ið úrslitum,“ segir Jón Arnar, sem spáir í viðureignirnar fjórar. Keflavík – Tindastóll 2:1 „Keflavík er það lið sem hefur sýnt hvað mestan stöðugleika í vetur, bæði í deildinni og Evrópukeppn- inni. Ég held að Keflvíkingar taki þetta og því spái ég 2:1 fyrir þá. Tindastóll er með mjög góðan mann- skap en hefur ekki spilað nógu vel saman sem lið. Hæfileikinn er til staðar og strákarnir geta gert mjög góða hluti, en mér finnst þeir ekki búnir að pússa sig nógu vel saman, altént ekki til að slá lið eins og Kefla- vík út. Þeir vinna heimaleikinn og ef þeir ætla lengra verða þeir að hægja á leik Keflvíkinga. Þeir hafa verið drifnir áfram af tveimur framúr- skarandi góðum útlendingum og Tindastólsmenn verða að klippa Derrick Allen út úr leiknum ætli þeir sér að komast áfram.“ Snæfell – Hamar 2:1 Pétur, bróðir Jóns Arnars, þjálfar Hamar og spurður um hvað hann myndi gera sagðist Jón Arnar búast við að hann yrði á bekknum að bora í nefið. „Hamar hefur komið á óvart á hverju ári, sérstaklega í úrslita- keppninni en að þessu sinni held ég að þeir komi eitthvað á óvart en ná samt ekki að slá Snæfell út. Leik- irnir vinnast allir á heimavelli. Snæ- fellingar hafa verið mjög stöðugir í vetur og róteringin hjá þeim er ansi góð. Liðið er rútínerað og það stend- ur framar mörgum öðrum liðum hvað það varðar. Hamar hefur spilað illa upp á síðkastið og nær ekki að slá Snæfell út.“ Grindavík – KR 2:1 „Þetta er mest spennandi viður- eignin held ég. Bæði lið eru með mjög öflugan mannskap og hafa fengið nýja menn inn í hópinn að undanförnu og þar eru á ferðinni öfl- ugir leikmenn í báðum tilvikum. Spurningin er hversu fljótir þeir eru að aðlagast leik síns liðs og hvor passar betur inn í leikmannahópinn. KR hefur ekki verið traustvekjandi eftir áramót og liðið hefur valdið vonbrigðum, það er með miklu betri mannskap en staða þess segir til um. Murray skilar góðu verki en liðið hefur ekki náð að fylgja því eftir. KR-ingar hljóta að vera vonsviknir og nú er tækifærið fyrir þá að hífa upp um sig buxurnar og sýna að þeir séu með alvörulið. Grindvíkingar voru ósigrandi langt fram eftir vetri en eftir að þeir fóru í breytingar á er- lendum leikmönnum hafa þeir misst taktinn. Erlendu leikmennirnir þrír eru allir mjög góðir og svo eru marg- reyndir landsliðsmenn með þannig að ég held að Grindavík vinni þetta 2:1.“ Njarðvík – Haukar 1:2 Jón Arnar lék lengst af með Hauk- um í Hafnarfirði og segist ekki geta annað en spáð sínu gamla félagi sigri á móti Njarðvíkingum. „Ég verð að spá Haukum sigri, það er ekki spurning. Njarðvíkingar hafa verið upp og niður upp á síðkastið. Þeir eru með einn „jóker“ og með tilkomu hans lítur dæmið glæsilega út og ef allt smellur saman hjá þeim gætu þeir orðið meistarar – það er ekki spurning. Ég held að þeir lendi samt á vegg í Hafnarfirði og falla út gegn Haukum. Haukar hafa verið nokkuð traustir í vetur, spila öfluga vörn og eru með fína breidd þannig að ég trúi því að þetta eigi eftir að ganga hjá þeim núna.“ Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, á von á spennandi úrslitakeppni í körfuknattleik karla Njarðvíkingar lenda á vegg Morgunblaðið/Brynjar Gauti Edmund Dotson, leikmaður Snæfells, sækir að körfu Hauka – Michael Manciel kemur engum vörnum við. „ÉG á von á jöfnum og skemmti- legum leikjum í átta liða úrslit- unum og úrslitin liggja alls ekki ljóst fyrir. Ég held að þetta verði ansi tvísýnt,“ segir Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari meist- araflokks Breiðabliks, spurður um álit á gangi mála í úr- slitakeppninni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla sem hefst í kvöld með tveimur leikjum. Keflavík mætir Tindastóli í kvöld og Snæfell tekur á móti Hamars- mönnum. Á morgun eru síðan hinir tveir leikirnir, Grindavík og KR mætast og Njarðvíkingar fá Hauka í heimsókn. Eftir Skúla Unnar Sveinsson NOTTINGHAM Forest hafnaði í vikunni ósk Stoke City um að fá íslenska lands- liðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson að láni í einn mánuð. Stoke fór þess á leit við Forest um að fá Brynjar til að fylla skarð miðjumannins John Eustace, sem hefur verið meiddur undanfarnar vikur. „Ég ræddi við Joe Kinnear og spurði hann hvort möguleiki væri að fá Brynjar en hann sagðist ekki vera reiðubúinn til þess. Það hefði ekki verið neitt vandamál að taka Brynjar í einn mánuð. Ég veit að hann hefði getað leyst hlutverkið með sóma enda Brynjar góður leikmaður,“ segir Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke. Brynjar lék í þrjú og hálft ár með Stoke, samtals 158 leiki en hann var keyptur þangað frá Örgryte fyrir metfé, 600.000 pund, í desember 1999. Brynjar gekk í raðir Nott- ingham Forest í sumar en hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá liðinu og hef- ur aðeins spilað 14 leiki með því. Brynjar er annar íslenski landsliðsmað- urinn sem Stoke sækist eftir að fá að láni á skömmum tíma. Á dögunum leituðu Stoke-menn til Manchester City og ósk- uðu eftir því að fá Árna Gaut Arason að láni en þeirri beiðni var hafnað. Brynjar Björn Forest vildi ekki lána Brynjar til Stoke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.