Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að verið væri að kanna í ráðuneytinu hvort einhverjir möguleikar væru á því að fá rúmlega tvítugan ís- lenskan ríkisborgara, Aron Pálma Ágústsson, framseldan hingað til lands frá Texas í Bandaríkjunum af mannúðarástæðum. Aron var fjórtán ára gamall þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í Houst- on í Texas, fyrir kynferðisbrot gagnvart ungum dreng, sem hann átti að hafa framið er hann var ell- efu ára. Hann er nú laus úr haldi en er á skilorði og sætir ströngu eftirliti. Utanríkisráðherra sagði þetta mál allt hið furðulegasta og kvaðst mjög ósáttur við samskiptin við ríkið Texas út af þessu máli. Talsmenn allra stjórnmála- flokka, sem þátt tóku í umræðunni, fögnuðu því að ráðherra hygðist beita sér áfram í þessu máli. Þeir átöldu þá málsmeðferð sem Aron hefði fengið í Bandaríkjunum og hvöttu til þess að hann yrði fram- seldur hingað til lands af mann- úðarástæðum. „Meðferð máls hins unga Íslend- ings, Arons Pálma Ágústssonar, hefur vakið undrun og hrylling allra þeirra sem fylgst hafa með þessu máli,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði að meðferð sú sem ungi maðurinn hefði fengið í Texas væri ótrúleg sorgarsaga og fram kom í máli Margrétar Frímannsdóttur, þing- flokksformanns Samfylkingarinn- ar, að samskiptin við ríkið Texas í þessu máli væru fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi. Þá sagði Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, að það þyrfti að fá unga manninn framseldan hingað til lands til þess að losa hann undan áþján stofufangelsisins, sem hann byggi nú við – stofufangelsið væri ómannúðlegt. Réttarreglur ekki í hávegum hafðar Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, hóf um- ræðuna um þetta mál í upphafi þingfundar í gær. „Mál íslensks ríkisborgara, sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í Texas fyrir minni háttar afbrot sem hann framdi þegar hann var ellefu ára gamall, er bæði sorglegt og skelfilegt. Það er ljóst að reglur réttarríkisins eru ekki í hávegum hafðar í umræddu fylki Bandaríkjanna enda er hægt að fullyrða að ekkert annað vest- rænt ríki hefði brugðist eins við og Texas gerði í umræddu tilviki. Nú hefur viðkomandi einstaklingur setið í bandarísku fangelsi í meira en sjö ár og mun næstu þrjú árin sitja í ströngu stofufangelsi, þar sem öll vinna hans er bönnuð, nán- ast öll samskipti við fjölskyldu og vini bönnuð og í raun öll útivera óheimil. Fylgst er með stráknum með staðsetningartæki og mun minnsta yfirsjón valda því að hon- um er hent aftur í grjótið. Á sínum tíma beittu íslenskir embættismenn sér talsvert í mál- inu og hefur þar Bragi Guðbrands- son, forstöðumaður Barnaverndar- stofu, meira að segja farið til Texas til að reyna að liðka fyrir því og eiga hann og aðrir embætt- ismenn hrós skilið fyrir mikið starf og góðan vilja. En allt kom fyrir ekki og ekki hefur verið hægt að fá leyfi fyrir strákinn til að ljúka afplánun sinni hér á landi. Það er því mat þeirra sem hafa komið nálægt þessu máli að leiðir embættismanna séu fullreyndar og því beri að grípa til annarra lausna.“ Ágúst Ólafur sagði að það yrði að viðurkennast að sum milliríkja- mál leystust ekki fyrr en þau væru komin á borð stjórnmálamanna. Ítrekaði hann að í svona málum gæti aðkoma stjórnmálamanna, ekki síst ráðherra, skipt sköpum. Spurði hann því næst utanríkisráð- herra hvort hann væri tilbúinn til að beita sér með beinum hætti við lausn þessa máls. Engar formlegar leiðir færar? Utanríkisráðherra fór yfir af- skipti íslenskra stjórnvalda að mál- inu og sagði að málið hefði fyrst komið til umfjöllunar í utanríkis- ráðuneytinu hinn 4. september 1997, viku eftir að drengurinn hefði verið dæmdur í tíu ára fangelsi. „Móðir hans óskaði eftir því að ráðuneytið beitti sér fyrir því að Aron yrði framseldur hingað til lands. Sendiráði Íslands í Wash- ington var þegar falið að kanna að- stæður þessa pilts og hvort unnt væri að óska eftir framsali hans. Jafnframt fól sendiráðið ræðis- manni Íslands í Houston að hafa samband við lögfræðinga og sak- sóknara til að afla upplýsinga um stöðu málsins og horfur. Allar göt- ur síðan hefur sendiráðið og ræð- ismaðurinn beitt sér af alefli gagn- vart yfirvöldum með bréfaskriftum, símtölum, tölvupósti og fundum í máli Arons.“ Ráðherra sagði að í stuttu máli sagt hefði þessi viðleitni ekki borið þann árangur sem skyldi; dreng- urinn hefði ekki fengist framseldur til Íslands. „Sendiherrar Íslands í Bandaríkjunum hafa tvívegis farið formlega fram á það [að hann verði framseldur] – bæði núverandi sendiherra og fyrrverandi sendi- herra.“ Ráðherra sagði að nú þeg- ar drengurinn væri laus úr fangelsi virtust engar formlegar leiðir vera færar til að tryggja framsal hans hingað til lands „en utanríkisráðu- neytið er nú að kanna hvort ein- hverjir möguleikar séu á því að hann verði framseldur hingað til lands af mannúðarástæðum,“ sagði ráðherra. „Ég get ekki gengið lengra á þessu stigi en það er til athugunar. Þetta mál er hið furðu- legasta og það skal sagt hér að við erum mjög ósáttir við samskipti við ríkið Texas í þessu máli. Það hefur komið skýrt fram og mun koma betur skýrt fram.“ Mál Arons Pálma Ágústssonar sem dæmdur var í 14 ára í fangelsi vestanhafs rætt á Alþingi Unnið að framsali Arons af mannúðarástæðum Þingmenn gagn- rýna harðlega málsmeðferð drengsins í Texas Morgunblaðið/Þorkell Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á málefnum Arons Pálma Ágústssonar, íslensks ríkisborgara, sem búsettur er í Texas í Bandaríkjunum, við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær viðvörun- arorð sín um erlendar lántökur bankanna. Hann minnti á að er- lendar lántökur viðskiptabankanna hefðu aukist um 300 milljarða á liðnu ári. „Full ástæða er til þess að mínu mati að vara við því að of geyst sé farið í erlendum lántökum með breytilegum vöxtum,“ sagði hann og minnti á að þótt vextir væru nú lágir benti allt til þess að þeir færu hækkandi er fram liðu stundir. Vaxtabyrði lánanna myndi því aukast að sama skapi. Davíð hefur áður lýst því yfir að erlendar lántökur bankanna væru áhyggjuefni, m.a. í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu og á við- skiptaþingi Verslunarráðs í febr- úar sl. Ummæli ráðherra í gær féllu í umræðum utan dagskrár um skuldastöðu þjóðarbúsins. Ráð- herra sagði einnig í þeirri umræðu að Fjármálaeftirlitið gegndi mjög mikilvægu hlutverki í eftirliti með íslenskum bönkum og sparisjóðum. „Fjármálaeftirlitið fylgist vel með breytingum á fjármálamarkaði og hefur staðið sig vel í því að þróa nýjar aðferðir í takt við slíkar breytingar.“ Nefndi hann m.a. í því sambandi að Fjármálaeftirlitið hefði síðustu misserin þróað nýjar aðferðir til að tryggja virkara að- hald með áhættustýringu. Sagði hann því aðspurður að ekki væri nauðsynlegt, umfram þetta, að gera sérstaka úttekt á þolmörkum íslenskra fjármálafyrirtækja gagn- vart vöxtum og öðrum þáttum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar. Hann sagði að mats- fyrirtæki og erlendar efnahags- stofnanir hefðu ítrekað beint sjón- um sínum að miklum erlendum skuldum Íslands – ekki síst skammtímaskuldum. „Þótt ríkis- sjóður og Seðlabanki Íslands hafi bætt stöðu sína að undanförnu – sem er vel – hafa aðrir aðilar safn- að gríðarlega auknum skuldum; heimilin, atvinnulífið og sveitar- félögin,“ sagði hann. „Þjóðarbúið í heild er skuldugra en nokkru sinni fyrr. Hreinar erlendar skuldir náðu 100% af landsframleiðslu á árinu 2001. Erlendar skuldir alls eru á annað þúsund milljarðar króna og þær eru vaxandi. Skuldir heimilanna á Íslandi eru einhverjar hinar mestu í heimi. Helst eru það Danir og Hollendingar sem eru jafnokar okkar í þeim efnum. Skuldir heimilanna við lánakerfið voru áætlaðar um 820 milljarðar í lok árs 2003 eða rúmlega 180% af ráðstöfunartekjum.“ Steingrímur sagði aukinheldur að mikil útlánaþensla að undan- förnu hefði víða valdið áhyggjum, m.a. hjá Seðlabanka Íslands. Las hann upp úr bréfi Seðlabankans frá desember sl., þar sem bankastjórn- in lýsir yfir áhyggjum af hröðum vexti útlána hjá bönkunum og mik- illi erlendri fjármögnun til skamms tíma. Erlendar skuldir miklar Davíð Oddsson minnti á í and- svari sínu að ríkið hefði verið að greiða niður erlendar skuldir sínar á síðustu árum. Á móti kæmu hins vegar erlendar skuldir viðskipta- bankanna sem hefðu, eins og áður sagði, aukist um 300 milljarða króna á liðnu ári. Ráðherra sagði jafnframt að erlendar skuldir Ís- lendinga væru verulegar hvort heldur sem borið væri saman við fyrri ár eða erlendar skuldir ann- arra þjóða. „Af því leiðir að erlend- ir vextir hafa mikil áhrif. Full ástæða er til þess að mínu mati, að vara við því að of geyst sé farið í erlendum lántökum með breytileg- um vöxtum af því að vextir eru nú svo lágir. Allt bendir til þess að þeir muni hækka er fram líða stundir og mun þá vaxtabyrði lán- anna aukast að sama skapi. Við þetta getur bæst gengisáhætta, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem ekki hafa tekjur í erlendum myntum. Stór hluti erlendra lána – og það er athyglisvert – hefur farið í að fjármagna yfirtöku og umbrot á fyrirtækjamarkaði; til dæmis skuldsettar yfirtökur.“ Ráðherra kvaðst að síðustu taka undir ábendingar og viðvaranir Seðlabanka Íslands, sem birst hefðu í bréfi til innlánsstofnana í desember sl. Skoraði hann á bank- ana að taka mark á þeim viðvör- unum. Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðu utan dagskrár um skuldastöðu þjóðarbúsins Fjármálaeftirlitið hefur staðið sig vel Ítrekar viðvörunarorð um erlendar lántökur bankanna ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Í upphafi þingfundar mun heilbrigðisráðherra flytja skýrslu um launaþróun starfsmanna nokkurra heil- brigðisstofnana. Síðar hefjast umræður um einstök þing- mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.