Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ GRUNUR UM FÖLSUN Málverk, sem eignað er Jóhannesi Kjarval og til stendur að bjóða upp hjá þekktu uppboðshúsi í Kaup- mannahöfn í lok mánaðarins, er að öllum líkindum falsað, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sama málverk og nú stendur til að bjóða upp hjá Bruun Rasmussen kom fram á uppboði hjá Galleríi Borg í maí árið 1994, þá undir heitinu Vor- koma. Brjóstagjöf og ofþyngd Hversu lengi barn er á brjósti gæti haft áhrif á hvort það verður of þungt þegar fram líða stundir. Drengir sem hafðir eru skemur en sex mánuði á brjósti eru líklegri til að verða of þungir en þeir sem hafðir eru átta mánuði eða lengur á brjósti. Framsals óskað Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að verið sé að kanna í ráðuneytinu hvort möguleikar séu á því að fá rúmlega tvítugan íslensk- an ríkisborgara, Aron Pálma Ágústsson, framseldan hingað til lands frá Texas í Bandaríkjunum af mannúðarástæðum. SAS skipt upp Skandinavíska flugfélaginu SAS verður skipt upp í fjórar, sjálfstæðar rekstrardeildir, norska, danska og sænska, auk einnar sem sér um flug á milli heimsálfa. Markmiðið með þessu er að auka sveigjanleika í rekstri hverrar deildar fyrir sig. Öflugt lyf Franskt lyfjafyrirtæki vonast til að geta markaðssett á næsta ári nýtt lyf sem á að geta auðveldað fólki að hætta að reykja og léttast um leið. Rannsóknir á lyfinu þykja hafa gefið góða raun. Y f i r l i t edda.is Glæsileg bók um besta vininn Aðgengileg og ríkulega myndskreytt umfjöllun um 234 hundategundir. Ómissandi bók fyrir alla hundaeigendur, falleg og eiguleg. – Glæsileg gjöf Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 14/16 Minningar 44/54 Minn staður 18 Frímerki 54 Höfuðborgin 20 Kirkjustarf 57 Akureyri 20/22 Skák 58/59 Suðurnes 22/23 Bréf 60 Austurland 24/25 Dagbók 62/63 Landið 26 Brids 63 Daglegt líf 26/29 Íþróttir 64/67 Listir 30/33 Fólk 68/73 Umræðan 34/44 Bíó 70/73 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 Þjónusta 41 Veður 75 * * * Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag er prentað auglýsingablað frá Nettó. Verð birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda 11. mars. til 17. mars (nema annað sé tekið fram) eða meðan birgðir endast. Nettó Akureyri - Akranesi - Mjódd - Salavegi Kópavogi Ódýrt að versla - gott að borða! Á S P R E N T 599,- kr/kg Lambalæri frosið Merkt verð kr/kg 799,- 25% afsláttur v/kassaafsláttur v/kassa 795,- kr/kg Bayonne skinka Merkt verð kr/kg 1.348,- 169,- pakkinn 159,- 400gr 400gr 129,- 200gr 298,- 500gr 329,- 500gr 99,- 200gr 99,- 250gr 29,- 40gr 49,- 55gr 99,- 100gr 99,- 100gr 99,- pakkinn 41% afsláttur v/kassaafsláttur v/kassa Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VETURLIÐI Gunn- arsson listmálari lést á Hrafnistu í Reykja- vík 9. mars síðastlið- inn, á 78. aldursári. Veturliði fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 15. október 1926. Foreldrar hans voru Sigrún Bene- diktsdóttir húsmóðir og Gunnar Halldórs- son verkamaður. Veturliði stundaði nám í Handíðaskólan- um í Reykjavík, kvöldskóla KFUM og nám í tungu- málum við Háskóla Íslands árin 1942–1945. Þá var hann við nám í Det kongelige kunstakademi í Kaupmannahöfn árin 1945–1948, Statens museum for kunst 1947– 1948, Ecole des Beaux-Arts í París 1953 og Grafisk Skole (Kunstaka- demiet) í Kaupmanna- höfn 1954. Veturliði var mynd- listarkennari við Mynd- listarskólann í Vest- mannaeyjum 1961, Myndlistarskólann við Freyjugötu og Kvenna- skólann í Reykjavík 1965 og á Norðfirði 1965–1966. Einnig kenndi hann dönsku og frönsku árin 1949–1951. Veturliði hélt fjöl- margar myndlistarsýn- ingar hérlendis og er- lendis og tók sömuleiðis þátt í mörgum samsýningum. Þá vann hann að gerð veggmyndar úr mósa- ík í Árbæjarskóla árið 1973. Veturliði var kvæntur Unni Að- alheiði Baldvinsdóttur saumakonu, sem lést árið 1977. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. Andlát VETURLIÐI GUNNARSSON RÚSSNESKI læknirinn Vladímír Stanovko, sem starfar við Kára- hnjúka, og eiginkona hans, Shala Ghauri, eignuðust á mánudag dreng á fæðingardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Til stendur að litli snáðinn, sem vó 3.295 grömm við fæðingu og er 50 sentimetrar, fái annaðhvort nafnið David eða Antonio en samningaviðræður standa yfir við rússneska og pakist- anska fjölskyldumeðlimi um hvor nafngiftin verður fyrir valinu. Hleypur símreikningurinn á þús- undum króna nú þegar að sögn kunnugra. Engar áhyggjur af veðravítinu við Kárahnjúka Drengurinn hefur réttilega verið nefndur fyrsta barnið á Kára- hnjúkum en foreldrarnir halda þangað á næstu dögum og að sjálf- sögðu verður sá stutti með í för. Stanovko sagðist aðspurður engar áhyggjur hafa af veðravítinu við Kárahnjúka. „Ef maður er fæddur á Íslandi er þetta ekkert vanda- mál.“ Stanovko hefur starfað hjá Im- pregilo hér á landi frá því um mitt síðasta sumar en hingað kom hann frá Pakistan þar sem hann vann að öðru verkefni. Þetta er þriðja barn hans en fyrsta barn hennar. Smávægileg vandkvæði komu upp við fæðinguna en allt tókst þó vel að lokum og vilja foreldrarnir þakka starfsfólki á sængurkvenna- deild og fæðingardeild fyrir frá- bært starf. Fyrsta Kárahnjúkabarnið Foreldrarnir halda til fjalla á næstu dögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknishjón á Kárahnjúkasvæðinu með barnið sitt á fæðingardeildinni. LANDSVIRKJUN skilaði 1.551 milljón króna í hagnað á síðasta ári. Hagnaðurinn er verulega minni en á árinu þar á undan, sem var það besta í sögu fyrirtækisins. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, segir að rekstur fyrirtækisins á síðasta ári sé í samræmi við áætl- anir. Í tilkynningu um afkomuna kem- ur fram að rekstrartekjur Lands- virkjunar lækkuðu um 568 milljónir kr. á síðasta ári miðað við fyrra ár vegna minni tekna af orkusölu til stóriðju, en hún er í erlendri mynt og tengd afurðaverði. Breytingarn- ar eru í samræmi við áætlanir fyr- irtækisins um þróun gengis og ál- verðs. Þá jókst orkusala til almenningsrafveitna um 2% milli ára og verð hækkaði um 1,45% frá meðalverði fyrra árs. Orkusala til stóriðju var hins vegar óbreytt milli ára. Friðrik Sophusson sagði að af- koman væri í ágætu samræmi við áætlanir. Nú væri gert upp með nýrri reikningsskilaaðferð þannig að allur samanburður við fyrri ár yrði mjög erfiður. Þegar reksturinn væri skoðaður kæmi í ljós að rekstrarútgjöldin væru heldur und- ir áætlun, en tekjurnar væru nokkru lægri en árið áður og það helgaðist af því að tekjurnar af raf- orkusölu til stóriðju væru minni. Því stjórnaði að álverð hefði verið lágt og gengi Bandaríkjadals í lág- marki. Friðrik sagði að það sem ein- kenndi reksturinn á síðasta ári væri hversu miklar framkvæmdirnar hefðu verið á árinu. Þar vægju þyngst framkvæmdirnar við Kára- hnjúka en þar hefði verið fram- kvæmt fyrir eitthvað á fjórtánda milljarð króna á síðasta ári. 5,6 milljarðar frá rekstri Friðrik bætti við að handbært fé frá rekstri hefði verið rúmir 5,6 milljarðar króna í fyrra. Þó það væri heldur lægra en árið á undan, fyrst og fremst vegna minni tekna af stóriðju, væru þetta verulegir fjármunir sem gætu gengið til upp- byggingar annars vegar og greiðslu skulda hins vegar. Árið 2002 hefði verið það besta í sögu Landsvirkj- unar frá upphafi en þá hefði hagn- aðurinn verið 5,7 milljarðar kr. Í raun og veru væri hins vegar ekki hægt að horfa á afkomu Lands- virkjunar í eitt ár í senn. Menn yrðu að skoða nokkur ár í samfellu til þess að sjá raunverulega afkomu fyrirtækisins, því hún sveiflaðist svo gríðarlega vegna sveiflna í gengi og verðlagi. Fram kemur að heildareignir Landsvirkjunar námu 134,5 millj- örðum kr. í árslok og var eiginfjár- hlutfallið 30,7% samanborið við 33% árið áður. Hagnaður minnkaði um 4,2 milljarða MIKIL átök voru um kjör í stjórn Bændasamtaka Íslands á Búnaðar- þingi í gær og var kjörinu á endanum frestað til morguns. Í gærkvöldi var þó ekki búið að ná samstöðu á þinginu um tillögu og er því óljóst hvenær kosning fer fram, en þinginu á að ljúka í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru átökin sem urðu um stjórnarkjörið í gær að nokkru leyti afleiðing af kjöri formanns Bænda- samtakanna á þriðjudag, en þá sigr- aði Haraldur Benediktsson, formað- ur Búnaðarsambands Vesturlands, Þórólf Sveinsson, formann Lands- sambands kúabænda. Stuðnings- menn Haraldar eru í meirihluta á þinginu og verða að öllum líkindum með meirihluta í nýrri stjórn, þ.e. með fjóra af sjö stjórnarmönnum. Uppstillingarnefnd vann að því í gær að ná samstöðu um eina tillögu. Tillögunni var bæði ætlað að endur- spegla dreifingu milli búgreina og landssvæða, en auk þess virðast átök í formannskosningum hafa valdið nefndinni erfiðleikum. Stjórnar- kjöri á Bún- aðarþingi frestað TVEIMUR íslenskum leiksýning- um, Pabbastrák eftir Hávar Sigur- jónsson og Brimi eftir Jón Atla Jónasson, hefur verið boðið á Leik- listartvíæringinn í Wiesbaden, Theaterbiennale – Neue stücke aus Europa, sem helgaður er nýjum verkum evrópskra leikskálda. Þetta er í fyrsta sinn sem tveimur íslensk- um leiksýningum er boðið þangað en áður hafa Kaffi eftir Bjarna Jónsson, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson og Himnaríki eftir Árna Ibsen tekið þátt í honum. Pabbastrákur hefur verið á fjölum Þjóðleikhússins en Brim hjá Vesturporti. Á hátíðinni, sem verður 17.–27. júní, eru jafnan kynnt ný evrópsk leikrit þar sem saman fara framúr- skarandi verk og leiksýning. Leiklistartvíæring- urinn í Wiesbaden Pabbastrákur og Brim valin til þátttöku ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.