Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 72
www.jon.is Jón einsamall Jón Ólafsson gefur út sólóplötu Jón Ólafsson tónlistarmaður á langan feril að baki og hefur starfaðmeð tugum, ef ekki hundruðum íslenskra tónlistarmanna í gegnumtíðina. En aldrei hefur hann gefið út plötu undir eigin nafni – fyrr en nú. Fyrsta sólóplatan er nefnilega áætluð með hækkandi sól. „Ég hef verið að spá í svona plötu í mörg ár og það er loksins núna sem ég held að ég hafi sjálfstraust í þetta,“ segir Jón. Lögin eru samin á síðustu tveimur árum eða svo. Jón segist nefnilega ekki hafa geð í sér að vinna í þeim lögum sem hann á á kassettum og disk- um, lög sem hafa safnast upp í gegnum árin. „Sjálfur hef ég mest gaman af sólóplötum þar sem höfundurinn er með puttana í sem flestu. Ég ætla að byggja þetta mestanpart í kringum rödd- ina mína og hljómborðið en læt svo ráðast í hvaða tilfellum ég sæki mér að- stoð.“ Jón er spurður að því hvort þetta sé tímapunktur sem allir mikilvirkir tónlistarmenn komist að endingu á – að gefa út sólóplötu. „Ég hef aldrei haft neina þörf fyrir þetta fyrr en nú. Mér finnst eins og allir vinir mínir og félagar séu búnir að þessu. Mér hefur alltaf líkað vel að vinna með öðrum en það má segja að þættirnir mínir, Af fingrum fram, hafi gefið mér aukið sjálfstraust. Það má kannski segja að nú vilji ég nálg- ast fólk enn frekar, og þá í gegnum tónlistina.“ 72 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frá framleiðendum Fast and theFurious og XXX KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50. SV MBL DV SV MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6.55 og 8.10 -Roger Ebert „Bráðfyndin“ HJ. MBL „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Skonrokk „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi.“ -VG. DV Sýnd kl. 9.20. B.i. 14. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i 13 íslendingar héldu í víking til London til að sigra leikhúsheiminn. Þetta er þeirra saga. Ný íslensk heimildarmynd eftir Ragnar Bragason ísl i r l í ví i til L til si r l i s i i . tt r irr s . ý ísl s i il r y ftir r r s Ó.H.T. Rás2 FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU GAGNRÝNENDUM LANDSINS!  SV MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. LIÐ Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Kópavogi reyna með sér í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur í kvöld og er þetta lokaþáttur átta liða úrslitanna. Fyrir hönd Borgarholtsskóla keppa Baldvin Már Baldvinsson, Steinþór Helgi Arnfinnsson og Björgólfur Guðbjörnsson. Morg- unblaðið náði tali af Steinþóri í gær. Hefur það aukið kvenhylli ykkar strákanna að taka þátt í Gettu betur? Já, alveg tvímælalaust. Það er góð pikkup-lína að segjast vera í Gettu betur, ég held að flestallir keppendur geti verið sammála um það. Sögusagnir um mikið pítsuát keppenda hafa löngum loðað við Gettu betur, eru þær sannar? Já, æfingarnar ganga bara út á pítsuát. Ef það er engin pítsa þá er ekki æfing. En hvers vegna pítsur? Þær eru langeinfaldasti maturinn, það er hægt að fá þær send- ar heim, allir borða pítsur og svo er í þeim mikill matur. Viltu spá einhverju um úrslitin? Ég spái því að við vinnum. Lumið þið á leynivopnum eða er einhver hjátrú í gangi? Já, ég er alltaf í happanærbuxunum mínum og einn af okkur er alltaf í bol með svissneska fánanum á. Við höfum alltaf unnið þeg- ar hann hefur verið í bolnum. Hvernig verður keppnisdagurinn? Við höfum það náðugt á morgun, förum í keilu og þurfum ekk- ert að mæta í skólann. Námið hefur reyndar setið svolítið á hak- anum núna en við spýtum í lófana eftir keppnina. Eigið þið ykkur ákveðin sérsvið? Já, við skiptum þessu aðeins með okkur en annars erum við líka allir svolítið inni í öllu. Mitt sérsvið eru bókmenntir, Íslandssaga, erlend landafræði og vísindi. Eitthvað að lokum? Við erum hressir og kátir og ætlum að sanna okkur! Hökutoppurinn hjálpar Keppendur frá Menntaskólanum í Kópavogi eru þeir Víðir Pet- ersen, Jón Ingi Stefánsson og Egill Óskarsson. Liðið var að æfa þegar Morgunblaðið hafði samband, en Víðir varð fyrir svörum. Er stress farið að gera vart við sig? Nei, nei, það held ég ekki. Þetta gengur ágætlega og við erum nokkuð vel upp lagðir. Hefur þátttaka í Gettu betur aukið kvenhylli ykkar? Nei, ekki get ég nú sagt það. Ekki hjá mér að minnsta kosti ... Borðið þið mikið af pítsum á æfingum? Já, það tilheyrir. Nemendafélagið styrkir okkur með pítsum. Skiptið þið ykkur á ákveðin sérsvið? Já, við eigum allir sitt áhugasviðið hver, svo þetta blandast ágætlega saman og myndar eina heild. Eigið þið ykkur einhver leynivopn? Já, skyrtur okkar Jóns Inga og hökutoppurinn hans Egils hafa hjálpað okkur mikið. Svo erum við líka með þéttan stuðningshóp á bak við okkur. MK og Borgarholtsskóli í Gettu betur í kvöld Alltaf í happa- nærbuxunum Morgunblaðið/Jim Smart Björgólfur Guðbjörnsson, Steinþór Helgi Arnfinnsson og Baldvin Már Baldvinsson keppa fyrir Borgarholtsskóla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lið Menntaskólans í Kópavogi. Egill Óskarsson, Jón Ingi Stef- ánsson og Víðir Smári Petersen. bryndis@mbl.is MIÐASALA hófst í gær á tónleika Damien Rice í NASA 19. mars. Að sögn tónleikahaldarans Kára Sturlu- sonar fór salan mjög vel af stað og var þegar samtalið átti sér stað mið- degis í gær helmingur miðanna fok- inn út, eða í kringum 300 talsins. Miðasala fer fram í Skífunni, Lauga- vegi … Jack White úr White Stripes hefur játað fyrir dómara að hafa gengið í skrokk á söngvara hljóm- sveitarinnar Von Bondies. Árásin átti sér stað í desember á síðasta ári en í fyrstu hélt White fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Með því að játa, sleppur White naumlega við fangelsisdóm en hlaut þess í stað fjársekt að upphæð 35 þúsund krónur og er gert að sæta reiðistjórnunarmeðferð … OASIS hefur slitið samstarfinu við dansdúettinn Death in Vegas, sem hafði verið ráðinn til að stjórna upp- tökum á næstu plötu. Noel Gallagh- er fullyrðir að jafnvel þótt búið sé að reka upptökustjóra og trommara þá gangi plötugerðin mjög vel og að vænta megi bestu plötu sveitarinnar til þessa. Gert er ráð fyrir að grip- urinn verði tilbúinn og komi út seinna á árinu … POPPkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.