Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skráning þingvíxla í Kauphöll Íslands Nafnverð útgáfu og lánstími: Gefnir verða út allt að 12 flokkar í fyrsta sinn 30. janúar 2004. Heildarnafnverð útgefinna flokka ræðst af markaðsaðstæðum. Stærð flokkanna verður að hámarki 1 milljarður króna að nafnvirði. Útgefandi: Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH), kt. 610269- 5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Skráningardagur í Kauphöll Íslands: Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá víxlana og verða þegar útgefnir og seldir víxlar að fjárhæð alls kr. 2.250.000.000 að nafnvirði skráðir þann 15. mars 2004 enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. Útgáfa á öðrum flokkum verður tilkynnt til Kauphallar Íslands hverju sinni. Skilmálar: Ávöxtunarkrafa á söludegi: Umsjón með skráningu: Víxlarnir eru seldir í 5.000.000 og 10.000.000 kr. einingum. Víxlarnir verða afhentir í síðasta lagi daginn eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi. Ávöxtunarkrafa ræðst af markaðs-aðstæðum á fyrsta söludegi. Upplýsingar um ávöxtunar- kröfu og gengi er hægt að fá hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, Kringlunni 6, 103 Reykjavík. Sparisjóður Hafnarfjarðar, kt. 610269- 5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnar- firði. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, Kringlan 6, 103 Reykjavík, sími: 550-2000, myndsendir: 550-2801. JAKOB Björnsson fyrrum orku- málastjóri er þekktur fyrir tíð og efnismikil skrif um orkumál þar sem hann nýtur þekkingar sinn- ar og áratuga reynslu. Hann er eindreginn stuðningsmaður þess að byggja virkjanir og uppistöðulón á hálendi Íslands í þágu áliðn- aðar og styður mál sitt mörgum rökum. Jak- obi bregst hins vegar bogalistin í grein sem hann skrifar í Morg- unblaðið 8. mars sl. – „Að ganga með klofna umhverfisvitund“. Erindi Jakobs við lesendur Morgun- blaðsins er minnkandi umhverfishygð Íslend- inga og klofin afstaða þeirra til umhverfis- mála sbr. frásögn Morgunblaðsins 15. mars sl. af rannsókn Þorvarðar Árnasonar og fleiri. Hann er ekki alls kostar sáttur við skýringar Þor- varðar á niðurstöðum rannsókn- anna. Finnst Jakobi „Athyglisvert ... að Þorvarður nefnir ekki sem hugsanlega orsök öfgafullan mál- flutning og áróður andstæðinga virkjana og raforkufreks iðnaðar, einkum áliðnaðar, á undanförnum árum. Sökum þess hve sá málflutn- ingur hefur verið öfgafullur og ein- hliða hefur hann komið óorði á umhverfis- og náttúruvernd í huga margra.“ Fullyrðingar af þessu tagi eru rökleysa enda nefnir Jakob eng- in dæmi máli sínu til stuðnings. Eins og ég nefndi hér að ofan er Jakob einn ötulasti talsmaður virkjana, uppistöðulóna og stór- iðju hér á landi. Mótrök bíta lítt á hann og svo hefur verið um áratugi en að kalla andstæð- inga sína öfgamenn sæmir honum ekki. Slík orðræða er ekki boðleg. Sú staðreynd að ver- ið er að vinna að stofn- un þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem ná mun yfir allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum tal- ar sínu máli um að rök náttúruverndar- samtaka hafa náð eyrum ráða- manna. Svíður Jakobi það? Rökleysa Jakobs Björnssonar Árni Finnsson svarar Jakobi Björnssyni Árni Finnsson ’Fullyrðingaraf þessu tagi eru rökleysa enda nefnir Jakob engin dæmi máli sínu til stuðnings. ‘ Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Í GILDI hafa verið í tæp þrjátíu ár sérstök lög um verndun Mý- vatns og Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu. Forsaga þeirrar lagasetn- ingar er svo kunn að óþarfi að rifja hana upp. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga þar sem lagt er til að gildissvið lag- anna verði þrengt og nái ekki lengur til alls Skútustaðahrepps heldur taki til Mý- vatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi ár- innar við Skjálf- andaflóa, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram vatninu öllu og ánni báðum megin og auk þess votlend- issvæða sem nánar eru tilgreind í frumvarpinu. Þessi breyting er einkum gerð til þess að mæta óskum heimamanna. Aðalatriði málsins er hins vegar óbreytt, óheimilar verða áfram breytingar á hæð vatnsyfirborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna nema til verndunar og ræktunar þeirra og þá þarf til sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar. Um þetta get- ur orðið víðtæk samstaða og engin vandkvæði sjáanleg á því að lög- festa frumvarpið. Sérstök löggjöf um verndun Mý- vatns og Laxár endurspeglar það viðhorf að um málefni allrar þjóð- arinnar er að ræða, en ekki sérmál virkjunaraðila og landeigenda. Svo hefur verið í þrjá áratugi og ekki er lögð til breyting á því. En hækka samt Með frumvarpinu slæðist samt ákvæði til bráðabirgða III sem gengur í berhögg við megintilgang frumvarpsins og gildandi laga, að vatnsyfirborð verði ekki hækkað. Þar er lagt til að í tæp 11 ár verði mögulegt að heimila hækkun á stíflu við inntak Laxárstöðva I og III í Laxárgljúfri. Engin mörk eru tilgreind á því hve mikil hækkunin geti orðið samtals og unnt verður að heimila hækkun stíflunnar oftar en einu sinni á gildistíma ákvæð- isins. Engar upplýsingar eru gefnar um þau áform sem að baki liggja og áhrif af þeim á landsvæðið, en þeim mun betur skýrð sjónarmið eiganda virkjunarinnar. Þetta finnst mér óskiljanleg tillaga og algerlega óaðgengileg og leggst gegn bráðabirgða- ákvæðinu og gerði grein fyrir þeirri af- stöðu minni í umræðu um málið á Alþingi. Þjóðarmál Verndun svæðisins er þjóðarmál og það get- ur ekki gengið að Al- þingi afsali sér því að ákvarða hvort og þá hvaða und- anþágur verða samþykktar. Það er ekki nægilegt að Landsvirkjun og Landeigendafélagið komi sér sam- an um framkvæmdir sem leiða til hækkunar vatnsyfirborðsins. Eftir sem áður er það hlutverk Alþingis að ákveða hverju sinni hvort beri að heimila framkvæmdir. Ég tel bráðabirgðaákvæðið varasamt og rétt að fella brott úr frumvarpinu. Náist góð samstaða milli Lands- virkjunar og heimamanna um at- hugun á einhverri hækkun stífl- unnar, sem mér finnst eðli málsins samkvæmt hljóti að vera snúið, er eðlilegt að meta umhverfisáhrifin og leggja síðan málið fyrir þingið til ákvörðunar. Alþingi er í þessu máli eini aðilinn sem getur tekið ákvörð- un í nafni þjóðarinnar. Landeig- endur hafa nú svarað mjög skýrt og vilja ekki ljá máls á viðræðum við Landsvirkjun verði bráða- birgðaákvæðið samþykkt. Allar forsendur þekktar Framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar skýrir sjónarmið Landsvirkjunar í grein í Mbl. hinn 26. febrúar sl. Bendir hann á að Laxárstöðvar séu hlutfallslega dýr- astar í rekstri af stöðvum Lands- virkjunar, stöðvarnar séu farnar að eldast og fjárfesta þurfi fyrir mikl- ar fjárhæðir í búnaði til þess að viðhalda framleiðslugetunni. Enn- fremur skýrir hann þann vanda að vatnsinntak stöðvarinnar hafi verið sniðið að hárri stíflu sem aldrei var reist og standi af þeim sökum upp úr vatni og grjót og sandur fari óhindrað inn í vélar stöðvarinnar. Hækka þurfi stífluna um 10–12 metra til þess að losna við þessi vandamál. Segir hann að nauðsynlegt sé að fá niðurstöðu um þau skilyrði sem rekstri stöðvarinnar verða búin á næstu árum og áratugum áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Um þennan málflutning er það eitt að segja að allar forsendur liggja fyrir og hefur svo verið í þrjátíu ár. Gildandi lög eru skýr og Landsvirkjun þarf ekkert að spyrja frekar um hvað fyrir löggjafanum vakir. Eigendur stöðvarinnar hafa þekkt þau og ákveðið að reka stöð- ina þennan tíma. Þeir hafa vitað all- an tímann að hverju þeir gengu og geta tekið allar ákvarðanir um framtíð stöðvarinnar sem þeir kjósa. Það er fyrirsláttur hjá Landsvirkjun að spyrja þurfi um skilyrðin sem rekstrinum eru búin. Það sem Landsvirkjun er í raun að spyrja um er hvort Alþingi er ekki tilbúið að breyta skilyrðunum þeim í hag. Þeir vilja fá fram, að hluta til a.m.k., þau áform sem fyrir lágu um 1970. Það er kjarni málsins. Um það er deilt. En það er um- hverfisvernd svæðisins sem er aðal- atriðið en ekki virkjun vatnsaflsins. Það er engin leið að fallast á að breyta því. Bráðabirgðaákvæðið burt Kristinn H. Gunnarsson skrifar um verndun Mývatns og Laxár ’Gildandi lög eru skýrog Landsvirkjun þarf ekkert að spyrja frekar um hvað fyrir löggjaf- anum vakir.‘ Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. NÚ eru liðin 25 ár síðan Banda- lag íslenskra sérskólanema, BÍSN var stofnað og er því við hæfi að stikla á stóru um starfsemina. Fé- lagið var stofnað hinn 10. nóv- ember árið 1979, eftir að sérskólar urðu lánshæfir hjá Lána- sjóði íslenskra náms- manna. Í dag eru að- ildarfélög BÍSN stúdentafélög eftirtal- inna skóla: Kenn- araháskóla Íslands, Tækniháskóla Ís- lands, Viðskiptahá- skólans á Bifröst, Há- skólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Stýrimannaskólans í Reykjavík, Vélskóla Íslands og Tónlistar- skólans í Reykjavík. Alls eru þetta um 6.000 félagsmenn á öllu landinu. Allt frá stofnun fé- lagsins hafa bygging- armál verið ofarlega á baugi enda hefur það reynst náms- mönnum erfitt að fjárfesta í eigin húsnæði á meðan námstíma stendur. Árið 1984 sótti BÍSN um framkvæmdalán til Byggingarsjóðs verkamanna vegna fyrirhugaðra bygginga á íbúðum fyrir námsmenn. Bygg- ingafélagið var hluti af BÍSN en í janúar 1988 var samþykkt á fram- haldsaðalfundi félagsins að stofna sérstakt byggingafélag til að fara með þessi mál. Byggingafélag námsmanna hefur dafnað afar vel síðan og hefur nú til leigu 157 íbúðir og 36 herbergi fyrir fé- lagsmenn sína. Með aukinni fjölbreytni háskóla- umhverfisins hefur vægi BÍSN aukist til muna. Meðaltalsfjölgun stúdenta á háskólastigi milli ára hefur undanfarið verið um 13,5% og hefur 66% þeirrar fjölgunar verið innan aðildarskóla BÍSN. Það má einkum rekja til fleiri einkarekinna skóla og mikillar fjölgunar í skólunum almennt. Haldi þessi fjölgun áfram má búast við að félagsmenn í BÍSN verði um 10.000 árið 2007. Núverandi stjórn félagsins hefur skil- greint BÍSN sem heildarhagsmunafélag stúdenta og er stefna okkar að vera enn öfl- ugri málsvari fyrir að- ildarfélög okkar í mál- efnum tengdum stúdentum. Þarfir stúdenta og hags- munir geta verið ólík- ir en þegar öllu er á botninn hvolft eru meginhagsmunamálin þau sömu. Lánasjóðs- mál eru til að mynda mikið hagsmunamál flestra og þar teljum við að margt megi bæta. Nám er vinna og því er afar mikilvægt að sátt náist um lánasjóðinn og kaup- máttur námsmanna verði ekki lægri en annarra í landinu. Í þau 25 ár sem BÍSN hefur starfað að hagsmunum stúdenta hefur margt breyst í þjóðfélaginu og í innra starfi bandalagsins. Óhætt er að fullyrða að BÍSN hef- ur sannað gildi sitt sem hags- munafélag og eiga þeir námsmenn sem lagt hafa á sig ómælda vinnu svo BÍSN geti vaxið og dafnað miklar þakkir skildar. Án þeirra væri bandalagið hvorki fugl né fiskur. Að lokum er vert að minna á málþing sem haldið verður í tilefni af 25 ára afmæli félagsins í dag, fimmtudaginn 11. mars, sem hefur yfirskriftina „Staða námsmanna og kjör í náinni framtíð“. Mál- þingið verður haldið í menningar- miðstöðinni í Gerðubergi og hefst klukkan 17 þegar Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra setur þingið. Því næst hafa fulltrúar stjórn- málaflokkanna af yngri kynslóð- inni framsögu og munu í lokin svara spurningum áheyrenda. Fundarstjóri verður Kristján Kristjánsson. Stjórn BÍSN vill bjóða þá sem hafa áhuga velkomna á þingið og taka þátt í fræðandi og líflegum umræðum um menntamál. Það eru mörg mál sem brenna á náms- mönnum nú sem og oft áður eins og lánasjóðsmál sem hafa frá upp- hafi verið eitt stærsta baráttumál okkar. Ofarlega á baugi er einnig umræðan um skólagjöld en innan banda BÍSN eru einmitt báðir hóparnir þ.e.a.s. þeir sem nú þeg- ar greiða skólagjöld og eins nem- endur í ríkisháskólunum. Þar af leiðandi teljum við það skyldu okkar að stuðla að opinni og mál- efnalegri umræðu um þessi mál. Þetta er aðeins brot af því besta enda af nógu að taka Við vonum að félagsmenn okkar og aðrir sem áhuga hafa sjái sér fært að mæta og taka þátt í þinginu. Námsmanna- hreyfing á tímamótum Gunnar Freyr Gunnarsson skrifar um 25 ára afmæli BÍSN Gunnar Freyr Gunnarsson ’Með aukinnifjölbreytni há- skólaumhverf- isins hefur vægi BÍSN aukist til muna.‘ Höfundur er formaður stjórnar Bandalags íslenskra sérskólanema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.