Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 25
Hvergi utan höfuðborgarsvæð- isins tekist á við annað eins Það vekur athygli að tónlist- arskólinn hefur lagt grunn að flutn- ingi margra frægra tónverka á síð- ustu sjö árum. Má þar nefna Messías e. Händel, Jólaóratoríu Bachs, allar sex kantöturnar, Elía e. Mendelssohn, Sálumessu Mozarts, tvær stórar Bachkantötur, Magnifi- cat e. Bach og nú er verið að æfa Jó- hannesarpassíuna. Þeir Magnús og Jón segja þetta í rauninni merkilegt, en jarðvegurinn sé til staðar þar sem skólinn hefur á síðustu áratugum alið upp fólk sem les vel nótur og er þjálfað í söng og hljóðfæraleik. „Þetta er í sjálfu sér alveg með ólíkindum“ segir Jón og bendir á að ekkert einasta svæði á landinu ann- að, fyrir utan kannski höfuðborg- arsvæðið og Akureyri, hafi tekist á við annað eins af stórum verkum á jafnstuttum tíma. „Og við skulum ekki gleyma því að hér hafa fimm óperur verið fluttar á jafnmörgum árum, með sama mannskap að hluta til og nú er stefnt saman í Passí- unni.“ Magnús og Jón furða sig á að þeg- ar verið sé að frumsýna verk syðra, sem líka hafa verið sett upp á Aust- urlandi, sé þess að engu getið í upp- talningu á fyrri uppfærslum. „Elía var fluttur í Reykjavík stuttu eftir að hann var fluttur hér og þess hvergi getið“ segir Jón og telur sama hafa gilt um sýningu á Rak- aranum eftir Rossini og nú síðast um Fígaró. „Ég hef þá kenningu að þeir sem búa austan Elliðaáa séu hreint ekki taldir með. Það er ekki búist við því að við getum nokkurn skapaðan hlut. Þetta gildir ekki bara um okk- ur, heldur landsbyggðina alla. Reyndar held ég að Akureyringar, og jafnvel Ísfirðingar, séu næstum farnir að njóta sannmælis fyrir sína öflugu menningarstarfsemi. Það á vonandi eftir að birtast mönnum að við erum að reyna að reka alvör- ustarfsemi hér á Austurlandi og ger- um mjög miklar listrænar kröfur. Allavega eins og hægt er.“ Sáttur við afraksturinn Magnús hættir sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Héraðs í haust, eftir langt og farsælt starf. Hann hefur stjórnað skólanum í 33 ár og tók þátt í stofnun hans, sem og tónlistarskólans í Ólafsfirði, hvar hann var skólastjóri í sex ár. „Ég er mjög sáttur við afrakst- urinn eftir þessi skólastjóraár,“ seg- ir Magnús. „Ég setti mér þau mörk að á ferli mínum skyldi ég útskrifa af 8. stigi og koma skólanum í var- anlegt húsnæði. Fyrra markmiðið náðist en hið síðara ekki. Núna koma nýir menn með aðrar áherslur og kannski mál til komið.“ AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 25 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. 3JA-4RA HERB. ÍBÚÐ ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir ákveðinn kaupanda 3ja-4ra herbergja íbúð í Breiðholti eða Kópavogi. Verð allt að 12,0 millj. Ríflegur afhendingartími. Áhugasamir vinsamlegast hafið sam- band og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! og öflugt hljóðkerfi, sem hægt er að nota t.d. til að horfa á myndir. Þetta á að vera heimilislegt, þar sem öllum líður vel, segir nýr forstöðumaður sem lítur björtum augum til fram- tíðar. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Matthías Freyr Matthíasson, nýr forstöðumaður menningar- og framkvæmdaseturs fyrir ungt fólk í Hveragerði. Íþróttamaður ársins | Valdís Lilja Andrésdóttir fimleikakona hefur verið valin íþróttamaður Hattar árið 2003. Valdís varð í 4. sæti á Íslandsmóti í fimleikum á dýnu og í einu af 10 efstu sætunum í samanlagðri einkunn, í 2. sæti á öllum áhöldum og í samanlagðri einkunn á Austurlandsmóti í fim- leikum. Þetta er í fyrsta skipti sem fimleikadeildin á íþróttamann Hattar síðan deildin var stofnuð, en hún verður 20 ára á næsta ári. Aðrir sem tilnefndir voru til kjörs íþróttamanns Hattar: Silja Arnfinnsdóttir, Baldur Bragason, Theodór Sigurðsson, Steinar Logi Sigurþórsson og Björgvin Karl Gunnarsson. Ljósmynd/H.S. Fimleikakonan knáa: Valdís Lilja Andr- ésdóttir, íþróttamaður Hattar 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.