Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ S umarið 2000 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að hitta að máli John Hume, frið- arverðlaunahafa Nób- els frá árinu 1998. Ég er hreint ekki viss um að ég hafi á blaða- mannsferli mínum tekið viðtal við merkari mann en Hume, sem stundum er nefndur arkitekt frið- arferlisins á Norður-Írlandi. Nú er sól tekin að hníga til viðar á stjórnmálaferil Humes, hann hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1979 en tilkynnti í febrúar að hann yrði ekki í framboði fyrir flokk hófsamra kaþólikka á Norð- ur-Írlandi (SDLP) í Evrópuþings- kosningunum í sumar. Áður hafði Hume gefið eftir sæti á heimastjórnarþinginu norður- írska í Belfast og leiðtogahlutverk sitt á vett- vangi SDLP, nýr formaður var kjörinn 2001. Hume er að vísu enn einn af þrem- ur fulltrúum SDLP á breska þinginu en þess má vænta að hann dragi sig í hlé þar einnig við næstu kosningar. Hume á að baki fjögurra ára- tuga feril í stjórnmálum, hann tók að beita sér fyrir mannréttindum kaþólikka snemma á sjöunda ára- tugnum – en þau höfðu verið fótum troðin af stjórn mótmælenda á Norður-Írlandi allt frá 1920 þegar héraðið fékk heimastjórn. Mannréttindabarátta kaþólskra kom fyrst, Írski lýðveldisherinn (IRA) hrifsaði síðan til sín frum- kvæðið af hinum friðsamari kaþ- ólikkum undir lok áratugarins. Við tók þriggja áratuga blóðug bar- átta, 3.500 manns biðu bana í þeim hildarleik. Hume var aldrei stuðnings- maður þeirra aðferða sem IRA beitti en þegar allt fór úr bönd- unum áttaði hann sig á því að það yrði að koma til einhver heild- arlausn á vandamálum þeim sem voru í samskiptum mótmælenda og kaþólikka á Norður-Írlandi, heildarlausn sem hlaut einnig að taka á stöðu Norður-Írlands innan Bretlands og tengslunum við Ír- land. Hann lék lykilhlutverk í því ferli sem hófst seint á níunda ára- tug síðustu aldar og fólst í því að draga leiðtoga Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA, af braut hryðju- verka og sannfæra þá um að berj- ast fyrir pólitískum markmiðum (endursameiningu Írlands) á póli- tíska sviðinu. Niðurstaða þessa ferlis var frið- arsamkomulagið sem gert var í maí 1998, samkomulag sem taldist svo sögulegt að ástæða þótti til að veita Hume (og David Trimble, leiðtoga stærsta flokks mótmæl- enda) friðarverðlaun Nóbels. Nú um stundir er friðarferlið á Norður-Írlandi strand, frið- arsamkomulagið runnið út í sand- inn. Eftir stendur þó að hryðju- verk heyra nánast sögunni til, svo mjög hefur dregið úr ofbeldinu að íbúar Norður-Írlands geta nokk- urn veginn lifað eðlilegu lífi. Það er varanlegur minnisvarði um starf Humes og allra hinna, sem lögðu lóð á vogarskálarnar. Bent hefur verið á að ein af af- leiðingum friðarsamkomulagsins hefur verið sú að hinn hófsami stjórnmálaflokkur sem Hume fór fyrir, er ekki lengur stærsti flokk- urinn hjá kaþólikkum. Hófsamari öfl hjá mótmælendum (flokkur Trimbles) hafa einnig þurft að horfa á róttækari flokka taka frumkvæðið. Kaldhæðnislegt í meira lagi og sumir kunna Hume litlar þakkir fyrir. Hume myndi hins vegar segja, að hugsanlega hafi þetta verið sú fórn sem færa þurfti til að mjaka málum fram. Mestu skipti að varanlegur friður sé í augsýn. Hume er 67 ára gamall og hefur ákveðið að setjast í helgan stein nú að ráði lækna sinna. Hann er heilsulítill og hefur verið um langa hríð. Endalaus ferðalög milli Bel- fast, London, Brussel og Strass- borgar (að ekki sé talað um Wash- ington, þar á Hume marga vini) hafa tekið sinn toll. Hume hefur einnig þótt mjöðurinn góður, eins og sönnum Íra sæmir. Sjálfsagt hefur það sett sitt mark. Þegar ég hitti John Hume sum- arið 2000 í heimaborg hans Lond- onderry (Derry) var hann móður og illa fyrir kallaður, spurði hrjúf- ur hvort þetta tæki nokkuð langan tíma. Hann var þreyttur og slapp- ur, svo mikið mátti sjá. Viðtalið telst ekki til þeirra merkustu sem ég hef tekið, að- stæðurnar réðu því. En ég mun aldrei gleyma því sem gerðist er ég var á leiðinni aftur til Belfast, að afloknu viðtalinu. Þá hringdi far- síminn minn, John Hume hafði grafið það úr fórum aðstoð- armannsins sem bókaði samtalið við mig. Hann hringdi bara til að athuga hvort þetta hefði nú ekki verið allt í lagi, hvort ég hefði feng- ið það sem ég þurfti. Umhyggjan skein í gegn, samviskubit vegna þess að honum fannst að hann hefði komið ómaklega fram við blaðamann, sem kominn var lang- an veg til að hitta hann. Ég held það sé óhætt að segja að ég hafi fyllst lotningu fyrir mann- inum, lítillæti hans var slíkt. Þurfti Hume þó ekki að biðjast afsökunar á neinu, ég náði því sem ég þurfti. Brotthvarf Humes af stjórn- málasviðinu er til marks um nýja tíma á Norður-Írlandi, ein kynslóð stjórnmálamanna er að afhenda þeirri næstu keflið einmitt um þessar mundir. Annar maður, sem einnig hefur staðið í eldlínunni undanfarin fjörutíu ár, er sömu- leiðis að draga úr umsvifum sínum. Hann heitir Ian Paisley, er leiðtogi þess stjórnmálaflokks mótmæl- enda sem andsnúnastur hefur ver- ið friðarsamkomulaginu. Paisley hef ég rætt við einnig og er það samtal mér minnisstætt. Fyrir þeim manni ber ég þó ekki virðingu, framlag hans á Norður- Írlandi hefur verið af allt öðrum og neikvæðari toga en framlag Johns Hume. Ekkert skynsamt fólk mun syrgja brotthvarf Paisleys af póli- tíska sviðinu. Á næstu vikum er líklegt að David Trimble, sem deildi frið- arverðlaunum Nóbels með Hume árið 1998, víki einnig. Undan hon- um hefur fjarað síðustu mánuði og ár og flokksmenn hans eru líklegir til að skipta honum út á fundi sín- um 27. mars nk. Trimble hefur þó lagt sitt af mörkum, bæði hann og Hume voru réttir menn á réttum stað á réttum tíma, mikilvæg verk- færi sögunnar. Stórmenn- ið hættir Ég held það sé óhætt að segja að ég hafi fyllst lotningu fyrir manninum, lítillæti hans var slíkt. Þurfti Hume þó ekki að biðjast afsökunar á neinu, ég náði því sem ég þurfti. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UMHVERFIS- og heilbrigð- isnefnd Reykjavíkur hefur tafið raunhæfar aðgerðir til að end- urreisa lífríki Elliðaánna og villta laxins í þessu fyrrum djásni höfuðborg- arinnar í stað þess að viðurkenna vandann og hætta raf- orkuframleiðslunni. Tugum eða hundr- uðum milljóna króna hefur verið sóað til að leita nýrra sökudólga. Alls konar rannsóknir á aukaatriðum og minni vandamálum hafa engu skilað. Síð- astliðinn áratug hafa sérfræðingar á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, fylgst með laxa- stofnum í Elliðaánum og kynnt sér fyrirliggjandi gögn um þá. Það er niðurstaða NASF að nátt- úrulegir laxastofnar í Elliðaánum standi höllum fæti og séu langt undir líffræðilegum örygg- ismörkum. Höfuðmeinsemdina teljum við vera raforkuframleiðsl- una með tilheyrandi stíflum, rennslisbreytingum og horfnum búsvæðum. Rennslisbreytingar vegna raf- orkuframleiðslunnar raska vist- kerfi ánna og seiði drepast úr súr- efnisskorti. Kaflinn á milli Elliðavatnsstíflu og Árbæjarstíflu er framleiðslumesta svæði árinnar. Hann er hins vegar afar við- kvæmur fyrir rennslistruflunum sem valda afföllum á bitmýi. Bitmý er mikilvægasta fæða laxa- seiða, sérstaklega á vorin þegar þau eru að ná sjóþroska og standa frammi fyrir harðri samkeppni á fæðu- slóðum hafsins. Í umræðunni um mengun hefur athygli oft beinst frá þessum veigamiklu atriðum. Vaxandi búseta og umsvif við árnar hafa vissulega skaðlegar breytingar í för með sér fyrir viskerfi ánna. Við þeim verður að bregðast á viðeig- andi hátt í komandi framtíð. Tekið er und- ir áform um að halda áfram rannsóknum á mengun á ósasvæði Elliðaánna en þrátt fyrir mikla leit hafa sökudólgar ekki fundist og varhugavert að draga ályktanir um styrk eiturefna í jarðvegi fyrr en fyrir liggja nægi- lega umfangsmiklar mælingar í þeim efnum. Á Ártúnshöfða er fjöldi fyrirtækja sem flest ef ekki öll hafa metnaðarfulla umhverf- isstefnu sem við Reykvíkingar er- um stoltir af. Villti laxastofninn í Elliðaánum getur hins vegar ekki beðið lengur. Það er einfalt, fljót- legt og hagkvæmt að koma í veg fyrir það tjón sem raforkufram- leiðslan veldur. Efnahagsleg rök hníga að því að raforkuframleiðslunni við Elliða- árnar verði hætt. Kostnaður við rannsóknir, eftirlit og varnarbar- áttu er þegar umtalsverður og reglugerðir verða sífellt kröfu- harðari. Líklegt er talið að útgjöld við að kaupa orkuna annars staðar frá séu mun minni og þá eru ótal- in aukin umhverfisverðmæti sem af því myndu vinnast en óspillt náttúra er sífellt að verða verð- mætari, sérstaklega í nálægð þétt- býlissvæða. Sparnaðinn við þessar breytingar má að sjálfsögðu nota til að hraða endurreisn Elliðaár- laxins. Það er til lítils að rannsaka mengun á ósasvæði Elliðaánna ef seiðin í ánni fá ekki nóg súrefni og fæði. Það er kominn tími til að setja verkefnin í rétta forgangs- röð. Raforkuframleiðsluna verður að stöðva sem fyrst þá munum við kannski áfram eiga laxastofn til að rannsaka. Fyrirtækin á Ártúnshöfða höfð fyrir rangri sök! Orri Vigfússon skrifar um Elliðaárnar ’Rennslisbreytingarvegna raforkufram- leiðslunnar raska vist- kerfi ánna og seiði drep- ast úr súrefnisskorti.‘ Höfundur er formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri Vigfússon Í REYKHOLTI situr starfs- bróðir minn Geir Waage og sting- ur niður fjöðurstaf. Hann er með fróðari mönnum og þau sem hafa notið leiðsagnar hans um sögusvið löngu liðinna atburða í Borgarfirði minnast þess með miklu þakklæti. Und- irritaður er einn þeirra. Nú bregður svo við að Geir kemur út úr fortíðarskápnum og heldur á vit dags- ins í dag. Mikið hefði ég nú kosið að hann veldi sér þá sjónarhól sem stæði okkur nær í tíma og rúmi. Þá mundi hann tæpast horfa framhjá náung- anum sem leitar rétt- ar síns og biður um að fá að sitja við sama borð og önnur Guðsbörn. Málefni samkynhneigðra eru ekki léttvæg. Þau eru fjölmörg sem málið varðar og finna til og eru auðsæranleg. Og aðgát skal höfð í nærveru sálar. Af þessum sökum stóð stjórn Prestafélags Ís- lands ásamt stjórn nýstofnaðs fé- lags aðstandenda samkynhneigðra (FAS) fyrir málþingi nú nýverið þar sem vönduð guðfræðileg um- ræða átti sér stað. Og annað mál- þing sömu aðila er fyrirhugað. Á þeim vettvangi væri óneitanlega mikll ávinningur af þátttöku Geirs Waage nema hann vilji heldur skipa sér án nokkurrar samræðu í fjandaflokk með Gunnari í Kross- inum. Og því á ég bágt með að trúa. Málefni samkynhneigðra og kirkjunnar varða ekki einungis mannréttindi heldur iðkun trú- arinnar. Það er skiljanlegt að þau sem eru látin til hliðar og talin óhrein umfram aðra synduga menn eigi erfitt með að vera, og það á skilorði, í samfélagi, sem í orði kveðnu stefnir fram með Kristi og hefur ekkert minna við- mið en hann hefur sjálfur sett, þ.e. einn hirðir og ein hjörð (Jóh. 10). Og talandi um Krist, sem við kennum okkur við en ekki heil- agleikalög Gamla testamentisins (Leviticus) fremur en Pál eða Appolos (1. Kor 3), væri ekki úr vegi að rifja upp hvað hann hefur sjálfur að segja. Eða hefur ekki okkar góði Lúther hvatt okkur til að lesa Heilaga ritningu með Krist fyrir sjón- um? Svo aftur sé minnst á heil- agleikalögin, sem oft eru sett fram sem stefnuyfirlýsing gegn hommum og lesbíum, þá er fróðlegt að sjá hvernig Kristur les þau og losar um lög- málsfjötrana. Ef við værum bundin af þessari forn- eskju þá væri t.d. mataræði okkar Geirs fátæklegra og sláturtíðin sviplítil í Borgarfjarðarhéraði. Eða hvað segir ekki Kristur, þeg- ar hann lýsir alla fæðu hreina: „Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann? … Það sem fer út frá manninum, það saurgar mann- inn. Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugs- anir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, ill- menska, sviksemi, taumleysi, öf- und, lastmælgi, hroki, heimska. Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn“ (Mk. 7:18nn). Svokallaðir „endurfæddir kristnir“ í Bandaríkjunum með Bush forseta í fararbroddi telja sig fylgja boðum Biblíunnar þegar samkynhneigð er fordæmd, dauða- refsingu er beitt og jafnvel þroskaheftir og ósakhæfir teknir af lífi og framin sálarmorð á ung- um börnum undir merkjum laga og réttar. O svei! Ekki er það í anda Frelsarans, sem skrifar af- brot bersyndugrar konu í sandinn og bendir þeim á, sem harðast dæma aðra og vilja grýta náung- ann, að við búum öll í glerhúsi (Jóh. 8). Þegar við tökum okkur stöðu á sjónarhóli til að virða fyrir okkur menn og málefni er hollt og nauð- synlegt að byrja á því að horfa sér nær og líta í eigin barm. Í starfi mínu á sjúkrahúsi, síðustu tvo áratugi tæpa, hef ég kynnst mörg- um samkynhneigðum ein- staklingum sem hafa (að ég tel) aukið mér skilning og vonandi víð- sýni. Ég hef orðið vitni að einlæg- um og hreinum tilfinningum og ást sem er reiðubúin að færa fórn- ir. Erfið veikindi og yfirvofandi dauði skerpa sýn manna á það sem skiptir máli. Um leið finnst mér sem ég hafi stigið skrefinu nær sjálfum mér og helgu boði Lausnarans: „Allt sem þér því viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“ (Mt. 7:12). Postulinn segir um kærleik- ann að hann sé mestur (1.Kor. 13) og ef það gleymist þá er voðinn vís. Þá er hætt við því að trúin og vonin gjaldi fyrir vanræksluna, við festumst þá í kennisetningum for- tíðar og missum framtíðarsýnina: að allir séu þeir eitt (Jóh. 17). Það má aldrei verða hlutskipti kirkj- unnar, sem því miður hefur stund- um brugðist börnum sínum og verið of sein til að sjá og við- urkenna það sem er nauðsynlegt. Maður, líttu þér nær Sigfinnur Þorleifsson svarar Geir Waage ’Málefni samkyn-hneigðra og kirkjunnar varða ekki einungis mannréttindi heldur iðkun trúarinnar.‘ Sigfinnur Þorleifsson Höfundur er sjúkrahúsprestur og stjórnarmaður í FAS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.