Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þeir sem fylgdust með um-ræðum á Alþingi í upphafivikunnar fengu smáinnsýní störf alþingismanna á al-
þjóðavettvangi. Þingmenn gáfu
nefnilega þá skýrslur um störf sín
hjá hinum ýmsu alþjóðanefndum Al-
þingis á liðnu ári. Þessar þing-
nefndir eru alls níu talsins og heita
m.a. Íslandsdeild um norrænt sam-
starf, Íslandsdeild þingmanna-
nefndar EFTA, Íslandsdeild VES-
þingsins, Íslandsdeild ÖSE-
þingsins, Íslandsdeild Evrópuráðs-
þingsins, Íslandsdeild
NATO-þingsins, Íslandsdeild Vest-
norræna ráðsins og Íslandsdeild Al-
þjóðaþingmannasambandsins, svo
dæmi séu nefnd.
Ef marka má innihald skýrsln-
anna er nóg að gera hjá mörgum af
þingmönnum okkar á erlendum
vettvangi. Ekki urðu þó miklar um-
ræður um skýrslurnar eftir að for-
menn Íslandsdeildanna höfðu gert
grein fyrir þeim enda gaf efni þeirra
kannski ekki tilefni til þess; skýrsl-
urnar eru að mestu fremur þurr
upptalning á starfinu sem fram fór á
liðnu ári, þ.e. fundunum í hinum og
þessum löndum, ráðstefnunum,
álitamálunum og markmiðunum.
Umræður um grundvallarsjónarmið
í utanríkismálum fóru því varla fram
– enda væntanlega ekki ætlunin.
Ummæli Sólveigar Pétursdóttur,
formanns utanríkismálanefndar Al-
þingis, vöktu þó athygli fjölmiðla, en
hún sagði, eftir að hefa gert grein
fyrir sinni skýrslu, að í ljósi ódæð-
isverkanna í Madríd á Spáni í síð-
ustu viku væri ekki ólíklegt að hlut-
verk og áherslur Bandaríkjanna
kynnu að breytast á næstu miss-
erum. „Og kann það að hafa jákvæð
áhrif á viðræður okkar og Banda-
ríkjamanna um framtíð varnarstöðv-
arinnar í Keflavík,“ sagði hún. Þessi
ummæli virtust þó ekki vekja athygli
á þingi því engar umræður hlutust
um þau í kjölfarið.
Annars var nýliðin þingvika aðmörgu leyti hefðbundin ogróleg. Fátt var um átakamál.
Mælt var fyrir þingmálum og stjórn-
arfrumvörpum og ráðherrar voru
spurðir út í ýmis mál í fyrirspurn-
artímum, s.s. um framleiðslu sjón-
varpsefnis, hættumat fyrir sum-
arhúsabyggð og speglunaraðgerðir í
hnjám.
Þá fóru fram tvær eða þrjár utan-
dagskrárumræður. Í þeim um-
ræðum skiptust þingmenn stjórnar
og stjórnarandstöðu í tvær fylk-
ingar, eins og oft vill verða.
Í einni umræðu í vikunni var þó
eins og þessar tvær fylkingar
byggju ekki í sama landi, að minnsta
kosti ef tekið er mið af fullyrðingum
Össurar Skarphéðinssonar, for-
manns Samfylkingarinnar, og Árna
Magnússonar félagsmálaráðherra.
Verið var að ræða þróun atvinnu-
leysis og sagði Össur útlitið í þeim
málum því miður „ekki nægilega
gott“, eins og hann orðaði það, en
ráðherra sagði „bjart framundan hjá
okkur Íslendingum“, svo einnig sé
vitnað beint í orð hans.
Í ljósi þessa er undirrituð ekki
undrandi á því að þeir sem fylgjast
með umræðum á Alþingi verði
stundum ringlaðir á mismunandi yf-
irlýsingum stjórnar og stjórnarand-
stöðu. Ekki ætlar undirrituð að gera
tilraun til að útskýra þessar ólíku
fullyrðingar, nema minna á að í póli-
tík reyna þeir sem eru í stjórnarand-
stöðu að benda á það sem miður fer
en þeir sem eru í stjórn að benda á
það sem gott er.
En að öðru. Stjórnarfrumvarpum raforkulög var aðmargra mati eitt stærsta
mál vikunnar á Alþingi, en það geng-
ur í stuttu máli út á breytingar á
flutningskerfi raforku. Frumvarpið
byggist á meirihlutaáliti nítján
manna nefndar um þessi mál og er
yfirleitt talað um „nítján manna
nefndina“ þegar vitnað er til hennar.
Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra mælti fyrir frumvarp-
inu á fimmtudag en athygli vakti að í
umræðunni sagði hún gjarnan
„átján manna nefndin“ í stað „nítján
manna nefndin“. Í fyrstu kölluðu
einstakir þingmenn utan úr sal:
„nítján“ þegar ráðherra hafði nýlok-
ið við að segja „átján manna nefnd-
in“. Allt kom þó fyrir ekki, ráðherra
hélt áfram að tala um „átján manna
nefndina“ út alla umræðuna. Ein-
hverjir hafa velt þessum ruglingi
ráðherra fyrir sér. Meðal annars er
spurt hvort hún sé ósátt við einhvern
einstakan í nefndinni. Eða hefur hún
einfaldlega gleymt einum? Kannski
týnt honum? Og ef svo er: Hvað varð
um þann nítjánda?
Hvað varð um nítjánda manninn?
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
um sinn,“ segir í greinargerð.
„Mikilvægt er að varðveita
kirkjugarðinn fyrir komandi kyn-
slóðir. Það er jafnframt þýðingar-
mikið fyrir sögu Íslands og menn-
ingu.“ Undir lok
greinargerðarinnar segir að vel
væri við hæfi að samþykkja tillögu
sem þessa á 100 ára afmæli heima-
stjórnar „í ljósi þess sögulega mik-
ilvægis sem garðurinn gegnir, en
þar hvíla ýmsir af helstu baráttu-
mönnum og sjálfstæðishetjum Ís-
lendinga, svo sem Jón Sigurðsson
forseti og Hannes Hafstein, fyrsti
ráðherra Íslands, auk ýmissa ann-
arra framámanna þjóðarinnar.“
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar um að rík-
isstjórninni verði falið að skipa
nefnd til að vinna að því að tryggja
varðveislu og uppbyggingu og
kynningu á þeim menningarsögu-
legu verðmætum sem fólgin eru í
kirkjugarðinum við Suðurgötu í
Reykjavík, Hólavallakirkjugarði.
Nefndin skuli einnig huga að því
að fá garðinn viðurkenndan sem
„Evrópuminjar“ í ljósi þess hve ein-
stakur hann er í Evrópu. Flutnings-
menn tillögunnar eru þingmenn úr
öllum flokkum á Alþingi. Fyrsti
flutningsmaður er Ásta R. Jóhann-
esdóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar.
Í greinargerð segir að Hólavalla-
kirkjugarður sé að mati Björns Th.
Björnssonar listfræðings stærsta og
elsta minjasafn Reykjavíkur. „Suð-
urgötugarður var aðalkirkjugarður
Reykjavíkur frá árinu 1838 en árið
1932 var búið að úthluta öllum leið-
um í garðinum og hafin ný úthlutun
í Fossvogsgarði. Enn er þó jarðsett
í frátekin leiði í Suðurgötugarði og
er fyrirsjáanlegt að svo verði enn
Hólavallakirkjugarð-
ur verði varðveittur
ÞINGMENN Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs gagnrýndu
harðlega frumvarp um raforkulög
sem iðnaðarráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, mælti fyrir á Alþingi
í vikunni. Í frumvarpinu er lögð til
breyting á fyrirkomulagi flutnings
og dreifingar raforku um landið.
Ráðherra mælti jafnframt fyrir
tveimur öðrum frumvörpum í vik-
unni sem tengjast raforkulaga-
frumvarpinu. Í öðru þeirra er lagt
til að stofnað verði hlutafélagið
Landsnet sem yrði í eigu ríkisins
og hefði það hlutverk að annast
flutning raforku og kerfisstjórnun í
raforkukerfinu.
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði m.a. að hann liti
svo á að raforka væri hluti af sam-
félagslegri þjónustu. „Ef stefnir
fram eins og nú er gert á að einka-
væða raforkukerfið og innan nokk-
urs tíma að setja það á almennan
fjármagnsmarkað og því erum við í
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði algjörlega á móti. Þetta er al-
mannaþjónusta og við eigum að
búa henni lagalega umgjörð sem
slíkri.“
Ráðherra var ekki á sama máli
og þingmaðurinn. „Hann talar um
þetta út frá félagslegri þjónustu í
raun, rafmagnið, og það má þá
velta því fyrir sér hvort matvöru-
sala sé þá kannski félagsleg þjón-
usta líka og þar fram eftir göt-
unum,“ sagði hún. Aðrir þingmenn
Vinstri grænna gagnrýndu frum-
varpið einnig harðlega. Það sama
gerðu þeir þingmenn Frjálslynda
flokksins, sem þátt tóku í um-
ræðunni.
Fram kom í máli ráðherra að
stefnt væri að því að afgreiða
frumvarpið frá Alþingi á þessu vor-
þingi. Miðað er við að ákvæði lag-
anna, verði þau samþykkt, taki
gildi 1. janúar 2005.
Fyrsta umræða um raforkulögin
Vinstri grænir
gagnrýna frum-
varpið harðlega
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, segir að við
einkavæðingu ríkisviðskiptabank-
anna hafi völdum aðilum verið af-
hent meirihlutaeign í bönkunum
strax í byrjun. Með því hafi þeir
orðið tæki í höndum eins aðila;
nokkurra einstaklinga eða við-
skiptablokkar. Þetta hafi haft gríð-
arlegar breytingar í för með sér á
mjög skömmum tíma.
„Landsbankinn hefur þarna leitt
hópinn og menn tala um það í dag
að hann sé orðinn áhættustofnun,“
segir Steingrímur og bankinn hafi
umpólast frá því sem var þegar
hann var í ríkiseigu. „Hann tekur
mikla áhættu í þágu eigenda sinna,
aftur og aftur, til þess að reyna að
hámarka gróða þeirra á skömmum
tíma og er notaður miskunnarlaust
sem tæki í þeirra valdabaráttu og
brölti í landinu.“
Þetta kom fram í ræðu formanns
VG við upphaf flokksráðsfundar á
Hótel Loftleiðum í gær, sem kjörn-
ir fulltrúar og trúnaðarmenn
sækja nú um helgina. Gaf hann
tóninn fyrir stjórnmálabaráttuna
næstu mánuðina og sagði flokks-
menn ætla að gera flokkinn miklu
fjölmennari og sterkari en hann
væri nú. Jarðvegurinn væri fyrir
hendi, það sýndu skoðanakannan-
ir, en þau atkvæði þyrftu að koma
upp úr kjörkössunum. „Við skulum
heita því að nota tímann vel,“ sagði
hann og minnti á að aðeins rúm tvö
ár væru í næstu sveitarstjórnar-
kosningar.
Fjármálastofnanir
glannalegar
Steingrímur sagði erlendar
skuldir þjóðarbúsins gríðarlegt
áhyggjuefni og væru ávísun á erf-
iðari stöðu á komandi tímum.
Áhætta gagnvart breytingum á
vöxtum, lánskjörum eða gengi
krónunnar væri gríðarleg. Tugir
milljónir króna gætu færst yfir á
gjaldahliðina í einum vetfangi ef
breytingar yrðu til hins verra í
þessum efnum.
Hann sagði að fjármálastofnanir
hefðu siglt mjög glannalega síð-
ustu misserin og nefndi breytingar
á eignarhaldi sjávarútvegsfyrir-
tækja í því samhengi. „Á örfáum
mánuðum þá eru teknir á milli 25
og 30 milljarðar að láni erlendis.
Og þeir sem kaupa aðilana út
skuldsetja sig sem þessu nemur og
verða að ná þeim peningum til
baka í formi arðs eða eignasölu úr
fyrirtækjunum á komandi árum.
Hinir fara með peningana sína
burt. Hvert? Jú, væntanlega til út-
landa.“
Þetta séu þessir rómuðu útrás-
araðilar. „Er það þá gott, að ís-
lenski sjávarútvegurinn skuldsetji
sig fyrir 25–30 milljarða á örfáum
vikum og fjármunir sem því nema
streymi á móti úr landi, t.d. til þess
að kaupa búlgarska símann?“
Lagði hann þó áherslu á að ýmsar
fjárfestingar ábyrgra fyrirtækja
erlendis væru af hinu góða og
nefndi Marel og Össur sérstaklega.
Steingrímur sagði að mennta- og
heilbrigðismál yrðu helstu baráttu-
málin á þessu kjörtímabili. Þessum
málaflokkum væri haldið í póli-
tískri spennitreyju og svelti. Mót-
staðan gegn aukinni gjaldtöku af
fólki minnkaði, sem neyddi þá sem
stjórnuðu til að fara leið ríkis-
stjórnarinnar og óska eftir t.d.
skólagjöldum. Þessu yrði að vinna
gegn.
„Ég hélt að menn ætluðu sér að
reisa metnaðarfyllri kröfur og
standa á þeim, hvað varðaði það að
styrkja meira hin almennu lífeyr-
isréttindi, t.d. að ríkið kæmi að því
að greiða örorkulífeyri. Það vekur í
raun og veru fyrst og fremst at-
hygli mína þegar upp er staðið
hversu rýrt framlagið er. Það er
nánast ekki neitt sem ríkið ætlar
þarna að leggja af mörkum,“ sagði
Steingrímur þegar hann ræddi um
nýlegt samkomulag um kjara-
samninga. Varla hefði verið minnst
á skattleysismörkin í þessum við-
ræðum og þó hefði hluti ríkis-
stjórnarinnar verið búinn að bjóða
upp á slíka skoðun. Í því máli hefði
Framsóknarflokkurinn gefist al-
gjörlega upp.
Hann sagði að hækkaði verð-
bólgan eitthvað umfram verð-
bólgumarkmið Seðlabankans,
2,5%, þá myndi ávinningur launa-
manna af þessum samningum gufa
upp í hvínandi hvelli. Yrði verð-
bólgan 3,5–4% á ári árið 2006, sem
Seðlabankinn léti að liggja í nýj-
ustu spám og hún gæti strax farið
yfir viðmiðunarmörkin á síðari
helmingi næsta árs, þá byrji þessar
litlu launahækkanir að étast upp.
Tal Davíðs með ólíkindum
Steingrími fannst með ólíkind-
um hvernig Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hefði tjáð sig um
nýja ríkisstjórn Spánar og sagt
hana jafnvel sitja í umboði hryðju-
verkamanna og léti undan þeim. Af
þeim sökum stjórni hryðjuverka-
mennirnir. Hann sagðist velta því
fyrir sér hvort ummæli Davíðs
hefðu borist til Spánar, þýdd á
góða spænsku.
„Ég spái því að það myndu þykja
tíðindi, að þjóðhöfðingi eða ráða-
maður í einu landi talaði með þess-
um ósköpum um lýðræðislega og
réttkjörinn þingmeirihluta í lýð-
ræðisríki.“
Formaður Vinstri grænna á flokksráðsfundi
Fjármálastofnanir hafa
siglt mjög glannalega
Morgunblaðið/Sverrir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði afdrifaríka tíma fram-
undan næstu tvö árin á flokkráðsfundi á Hótel Loftleiðum í gær.